Morgunblaðið - 06.10.1990, Side 29

Morgunblaðið - 06.10.1990, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1990 29 Þrjár konur leigja verslun KEA á Hauganesi: Nauðsynlegt að hafa verslun á staðnum NESKAUP er heiti á nýrri verslun sem þrjár ungar konur á Hauga- nesi hafa tekið á leigu af Kaupfélagi Eyfirðinga. Verslunin var opnuð í gær og lagði þangað fjöldi manns leið sína. Sett hefur verið upp kaf- fitería í versluninni og í kjallaranum er keramikverkstæði. „Við erum mjög ánægðar með við- tökurnar, okkur hefur verið afar vel tekið. Það hefur komið mikill fjöldi fólks í verslunina og margir fært okkur blóm í tilefni dagsins," sagði Soffía Ragnarsdóttir sem ásamt Björk Bijánsdóttur og Soffíu Jóns- dóttur leigja verslunarreksturinn. Hrepparnir framan Akureyrar: Kosið um sam- einingu í dag „Það er nauðsynlegt að hafa versl- un á staðnum og því tókum við okk- ur til og ákváðum að skella okkur út í þetta þegar kaupfélagið ætlaði að hætta verslunarrekstri hér. Ég er bjartsýn á framtíðina því okkur hefur verið afar vel tekið,“ sagði Soffía. Búið er að gera kaffiteríu í versl- uninni, þar sem fólk getur sest niður og spjallað yfir kaffibolla og nýbök- uðu brauði. „Við viljum hafa líf í versluninni og vonumst til að trillu- karlar og þeir sem vinna í fískverkun- inni héma komi í kaffi til okkar,“ sagði Soffía. I kjallara verslunarinn- ar er starfandi keramikverkstæði Kolbrúnar Ólafsdóttur og eru munir hennartil sýnis og sölu í versluninni. Morgunblaðið/Rúnar Þór Þrjár ungar konur á Hauganesi hafa tekið verslun Kaupfélags Ey- firðinga á staðnum á leigu. A myndinni eru frá vinstri Kolbrún Olafs- dóttir sem rekur keramikverstæði sitt í kjallara verslunarinnar, Björk Brjánsdóttir, Soffía Ragnarsdóttir, Soffía Jónsdóttir og Hilm- ir Sigurðsson sem vár fyrsti viðskiptavinur verslunarinnar. Sæplasts- bréfin uppseld HLUTABRÉF sem seld voru í hlutafjárútboði Sæplasts hf. á Dalvík eru uppseld, en síðustu bréfin voru seld í gær, föstudag. Hlutabréfín voru að nafnvirði 6. milljónir króna og sölugengið var 6,8, þannig að alls voru seld hluta- bréf í fyrirtækinu fyrir 40,8 millj- ónir króna. Sölutími bréfanna var 12 dagar og sagði Jón Hallur Pétursson hjá Kaupþingi Norðurlands að það teldist gott þar sem um væri að ræða fyrirtæki sem óþekkt væri á verðbréfamarkaði. Bæði einstakl- ingar og fyrirtæki keyptu hlutabréf og seldist um einn þriðji hluti á Norðurlandi, en tveir þriðju hlutar á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Jóns Halls. KJÖRFUNDIR vegna sameining- ar Hrafnagilsshrepps, Saurbæjar- hrepps og Öngulsstaðahrepps í eitt sveitarfélag hófust kl. 10 í morgun, laugardag. Kosið er á þremur stöðum i hreppnum og eru um 650 manns á kjörskrá. Sam- hliða kosningunum verður einnig í gangi skoðanakönnun um tillög- ur að nafni á væntanlegt nýtt sveitarfélag, en borist höfðu tæp- lega 50 hugmyndir. Stígandi útflutningur á vatni: Akva sendir 18 stóra gáma vest- ur til Bandaríkjanna fyrir jólin Sannfærður um að vatnsútflutiiingnr á góða framtíð fyrir sér, segir Þórarinn E. Sveinsson VATNSÚTFLUTNINGUR Akva hf. á Akureyri hefur verið stígandi og er nú verið að senda alls átján 40 feta gáma af vatni pökkuðu hjá fyrirtækinu vestur um haf til Bandaríkjanna þar sem það fer í dreif- ingu á svæðinu frá Washington til Flórída. Átöppun er í fullri keyrslu og hafa verið settar upp tvær vaktir í pökkun, en miðað er við að vatnið verði allt komið á áfangastað í byijun desember sem þýðir að senda verður síðustu gámana héðan í byrjun nóvember. Ibúar Hrafnagilshrepps kjósa um sameininguna í félagsheimilinu Laugaborg, íbúar Saurbæjarhrepps í Steinhólaskála og íbúar Önguls- staðahrepps í Freyvangi. Valin hafa verið 14 nöfn úr þeim tillögum sem bárust og geta kjósend- ur valið eitthvert þeirra í skoðana- könnuninni, en endanlegt val á nafni sveitarfélagsins er í höndum þeirra sveitarstjóma sem nú sitja. Þau nöfn sem til greina koma og eru með í skoðanakönnuninni eru Eyjafjarðar- hreppur, Eyjafjarðarbyggð, Eyja- fjarðarsveit, Framfjarðarbyggð, Framijarðarhreppur, Grundarþing, Helgahreppur, Helgamagrabyggð, Kerlingarhreppur, Kristneshreppur, Staðarbyggð, Sunnusveit, Vaðla- hreppur og Vaðlaþing. Þórarinn E. Sveinsson fram- kvæmdastjóri sagði að búið væri að senda af stað sjö gáma í þessari og síðustu viku og verið yæri að vinna í þá ellefu sem eftir er að senda. Um er að ræða fyrstu sendinguna undir breyttu nafni og í nýjum um- búðum. Ahersla er nú lögð á Akva- nafnið og á nýju umbúðunum hefur mynd af tignarlegu fjalli leyst vatns- glas af hólmi. Vatninu er pakkað bæði í 0,5 lítra og 0,2 lítra umbúðir. „Það er töluverður mannskapur í vinnu við pökkunina, við erum að keppast við að fylla þá gáma sem eftir er að senda út, en samkvæmt samningum eiga þeir allir að vera komnir til Bandaríkjanna á fyrstu dögum desembermánaðar," sagði Þórarinn. Tvær vaktir eru í 'gangi í pökkuninni og eru fimm starfsmenn á hverri vakt, en þeir eru eingöngu í því að pakka vatninu í kippur. Bæði er um að ræða starfsmenn mjólkursamlagsins og einnig hafa skólakrakkar sem unnið hafa hjá samlaginu að sumrinu fengið þar vinnu. Unnið er við pökkun vatnsins frá kl. 7 að morgni til kl. 10 á kvöld- in._ í lok þessa mánaðar eru væntan- legar vélar sem sjá um að raða fem- unum og verða þær þá settar upp og prófaðar, en Þórarinn sagði að fyrirtækið yrði klárt í slaginn á nýju ári. „Ég er sannfærður um að útflutn- ingur vatns á góða framtíð fyrir sér og ég minnist þess að fyrir nokkrum árum sögðu mér aldnir Hollendingar sem unnu við útflutning landbúnað- arvara að eftir nokkur ár yrði vatn á heimsmarkaði dýrmætara en mjólk. Því til sönnunar sögðu þeir að er þeir voru ungir piltar í hjól- reiðaferð í heimalandi sínu komu þeir á bóndabæ og báðu bónda að gefa sér vatnsglas, en hann kvaðst selja það og nefndi háa upphæð. Þannig gekk þetta alllengi og á fimmta bænum keyptu þeir sér vatnsglas á því verði sem upp var sett. Þegar menn eru orðnir nógu aðþrengdir verður vatnið að gulli,“ sagði Þórarinn. BINGO _________Hefst kl. 13.30____________ j Aðalvinninqur að verðmæti_________ |í 100 bús. kr. I! --------------r.-3------------------ Heildarverðmæti vinninqa um — TEMPLARAHOLUN _________300 bús. kr._______________ Eiríksgötu 5 — S. 20010 Hestamenn Til sölu eru folöld. Mæður þeirra eru ættaðar frá Kolkuósi undan Funa og Stíganda 625. Faðir þeirra er Valur undan Þætti 722 frá Kirkjubæ. Upplýsingar gefur Ragnar Bene- diktsson í síma 95-12635. Vélagslíf □ GIMLI 5999008107 = 1 Húsmæðrafélag Reykjavíkur Vetrarstarfið er hafið. Fyrsti fundurinn verður í Félagsheimil- inu á Baldursgötu 9 miðviku- dagskvöldið 10. okt. kl. 20.30. Rætt verður um vetrarstarfið, basarinn og leikhúsferð. Tekið í spil. Kaffiveitingar. Félagskonur fjölmennið. Bænastaðurinn, Fálkagötu 10 Sunnudagaskóli sunnudaga kl. 10.30 á Fálkagötu 10. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3S11798 19533 Sunnudagsferðir7. okt. 1. Kl. 08 Þórsmörk - haustlita- ferð. Síðasta dagsferðin í ar. Nú skartar Þórsmörkin sínum fegurstu haustlitum. Verð 2.000 kr. (hálft gjald fyrir 7-15 ára). 2. Kl. 10.30 Leggjabrjótur. Gengin gamla þjóðleiðin úr Hval- firði til Þingvalla. 5-6 klst. ganga. Verð 1.200 kr. 3. Kl. 13.00 Heiðmörk - Frið- land Reykvíkinga 40 ára. Sjá auglýsingu annars staðar í dálk- inum. Brottför í ferðirnar frá Umferð- armiðstöðinni, austanmegin. Ferðafélag Islands. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Sunnudagur7. okt. kl. 13 Heiðmerkurdagur Haustlitaferö í tilefni 40 ára af- mælis Heiðmerkur og þar með skógarreits FÍ. Vígður verður eir- skjöldur með áletrun til minning- ar um Jóhannes Kolbeinsson, sem stjórnaði skógræktarferð- um FÍ. frá upphafi til 1976. Vign- ir Sigurðsson frá Skógræktarfé- lagi Reykjavíkur mun fræða um skógrækt í Heiðmörk. Gengið verður um fallega skógarstíga í skógarreit F(. og nágrenni. Létt fjölskylduganga. Haustlitirnir skarta sínu fegursta. Enginn ætti að láta sig vanta. Verð 500 kr., frítt fyrir 15 ára og yngri m. foreldrum sinum. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin, kl. 13, en þátttakendum gefst einnig kostur á að koma á einkabílum. Allir velkomnir! Gamla þjóðleiðin frá Hvalfirði til Þingvalla (Leggjabrjótur) kl. 10.30, en haustlitaferð að Þing- vallavatni er frestað vegna Heiðmerkurdags. Þórsmörk í haustlitum kl: 08. Gerist félagar í Fi. Fyrsta myndakvöld vetrarins er miðvikudagskvöldið 10. okt. í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, kl. 20.30. Fjölmennið. Ferðafélag íslands. 'líftnvdt fe^ ÚTIVIST GRÓFIHNII • REYKJAVÍK • SÍMlAÍMSVARI 14601 Sunnudagur 7. okt. Kl. 09.00: Reykjavikurgangan 2. ferð: Krappinn - Keldur: Gangan hefst við Fiská. Gengið upp með Rangá og Tungufoss skoðaður og einnig Skútufoss i Fiská. Gönguglöðum gefst kost- ur á að ganga á Árgilsstaðafjall. Haldið áfram upp Krappann og aö Keldum. Kl. 13.00: Köldunámur- Lambafellsgjá Ný og skemmtileg gönguleið um hrikalegt landssvæði suð-vestur af Sveifluhálsi. Létt ganga fyrir alla fjölskylduna. Sjáumst! Útivist. fomhjólp í dag er opið hús í Þríbúðum frá kl. 14.00-17.00. Að vanda sjá Dorkaskonur um veifingar og barnagæslu. Þá verður almenn- ur söngur kl. 15.30 en reynslan hefur sýnt að flestir reyna að vera með í honum. Líttu við í dag og vertu með. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænastund í kvöld kl. 20.30 Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Safnaðarsamkoma kl. 11. Ræðumaður Sam Glad. Barna- gæsla. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Indriði Kristjánsson. Sunnudagaskóli kl. 16.30. Mánudagur: Biblíuskólinn, Völvufelli. Nýr áfangi hefst kl. 19.30. Námsefni: Ræðu- mennska. Systrafundur i Fíladelfíu kl. 20.30. Miðvikudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Æskulýðssam- koma kl. 20.30. Laugardagur: Bænastund kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.