Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 31
¦+• MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTOBER 1990 31 ir. Urðu strákarnir Ársæll, Sveinn og Kalli með bestu fótboltamönnum í Eyjum, fyrst í Þór, en það var þeirra félag og síðan ÍBV. Birtust á þeim árum oft myndir af bræðrun- um þrem sem spiluðu saman í ÍBV. Fátítt er eða jafnvel einsdæmi að þrír bræður spili í sama liði. Þegar Kalli er 10 ára deyr faðir þeirra úr hjartasjúkdómi. Getur hver sagt sér hve gífurlegt áfall það hefur verið svo ungum drengjum, enda urðu þeir þrír yngstu að spjara sig sjálfir, meðan móðir þeirra stundaði fiskvinnu til að framfleyta fjölskyldunni. Var til ])ess tekið hve samrýndir þeir voru, Arsæll ábyrgð- armikill, Sveinn rólegur og grallar- inn^ Kalli. Árið 1973 þegar gaus í Eyjum varð fjölskyldan að flytja til Reykjavíkur. Var fyrst upp á gott fólk komin, en komst svo í eigið húsnæði í Fellsmúla 18. Ma undu Eyjaunglingar í Reykjavík og þráðu að komast heim sem fyrst. Þegar okkar fjölskylda flutti út í Eyjar aftur með þeim fyrstu var það eðlilegur hlutur að þeir bræður flyttu með okkur, en Ársæll bjó þá með dóttur okkar, Sigrúnu. Undu þeir hag sínum vel, þar til Bedda gat flutt heim aftur, en hús þeirra hafði mikið skemmst í gosinu og tók nokkurn tíma að standsetja það aftur. Kalli var hinn mesti æringi og brölluðu þeir margt, hann óg vinir hans, en hann átti fjöldann allan af vinum. Þótti systkinum hans hann full mikill galgopi, en Bedda hafði lúmskt gaman af, enda var hann barnanna líkastur henni. Sem dæmi get ég nefnt að árið 1977 fékk hann gefinn gamlan smóking, úr úrvalsefni en með gam- aldags sniði. Mætti hann ásamt félögum sínum Valþóri og Halla Steina í smóking með kúluhatt á Þjóðhátíð. Vöktu þeir verðskuldaða athygli og urðu þar með brautryðj- endur að þeirri tísku að það tilheyr- ir Þjóðhátíðinni að heilu gengin láta sauma á sig eins búninga og kepp- ast við að vekja sem mesta athygli. Kalli lærði rafvirkjun og starfaði við það og vélstjórn í Gúanóinu hér í bæ í nokkur ár. Til Svíþjóðar var honum boðið að koma og leika með 4. deildar liði og varð það úr að hann flytur þangað ásamt Guðlaugu B. Guð- jónsdóttur í janúar 1979 og hefja þau þar búskap. Fér hann síðan yfir í 1. deildar félagið Jönköping Södra og fær til liðs við félagið bræður sína. Fyrst Ársæl 1980 í markið og 1981 Svein, en þeir fluttu út ásamt fjölskyldum sínum um tíma, Ársæll í 2 ár, Sveinn í 1 ár. Stundaði Kalli jafnhliða fótbolt- anum rafvirkjun, en Gulla fór í fjöl- miðlanám. 7. maí 1981 fæðist þeim dóttir, Arna Huld, sem er 9 ára í dag, þegar hún kveður pabba sinn eftir stríðið við krabbamein á líkum aldri og Bedda amma hennar var þegar faðir hennar, Sigurður, háði sitt dauðastríð við sama sjúkdóm. Kalli tók stúdentspróf í Jönköp- ing, því hugur hans stóð til að læra rafmagnsverkfræði. Hóf hann há- skólanám í Gautaborg, en virtist ekki geta einbeitt sér sem skyldi. Slitu þau Gulla samvistum og kom hann heim. Talaði um að hann skildi ekkert í hvernig hann væri, gæti ekki einbeitt sér. Þá þegar var sjúkdómurinn farinn að gera vart við sig. En fyrstu einkennin voru krampi sem hann skyndilega fékk og var honum vart hugað líf í fyrstu. Jafnaði hann-sig, en fékk að vita að hverju stefndi. Átti hann u.þ.b. 3'A ár eftir þar til yfir lauk. Var til þess tekið hve hugrakkur og duglegur hann var og hve lengi hann gat stundað vinnu. Kalli ætlaði að halda síðustu jól í Mexíkó hjá vini sínum, Jónasi. Gekk ferðalagið vel út, ætlaði hann. að vera 5 vikur. Vikurnar urðu aðeins 2 því hann varð fárveikur og kom heim í hjólastól, lamaður. En slíkt var baráttuþrek hans að hann náði sér aftur og á ættarmóti Sveinstaðarættar í golfi sem haldið var í sumar, vann hann sér.til sinna fyrstu verðlauna þótt einbeitingar væri svo vant, að hann gat illa fylgt kúlunni eftir. En svona var einmitt Kalli. Aldrei að gefast upp. Um síðustu Þjóðhátíð var nokkuð af honum dregið. Naut hann þess þó að hafa dóttur sína og vini í kringum sig, einn enda kominn alla leið frá Mexíkó. Reyndi hann að skemmta sér, enda mikill þjóð- hátíðarmaður. Aðdáunarvert er hve fjölskyldan hefur staðið þétt saman, þegar af honum fór að draga. Gulla sem hann hafði alltaf gott samband við og bjó hjá þegar hann fór til Reykjavíkur hefur sýnt ótrúlegt þrek og baráttuvilja og staðið við hlið hans eins og klettur alvég þar til yfír lauk. Vissan um návist Gullu og Örnu Huldar var til þess að hann vildi ekki koma heim í sjúkra- húsið heldur vera i Reykjavík. Styrkur Beddu í þessari sáru sorg er hver börnin hennar öll og tengda- börn hjálpuðust að við að létta henni byrðina. Nú þegar við kveðjum kæran vin biðjum við góðan Guð að styrkja ykkur öll og sefa þá sáru sorg sem við berum í brjósti. Við þökkum góðum dreng sam- veruna. Hvíli hann í friði. Sigurbjörg Axelsdóttir og Axel 0. Lárusson enda mikil regla á öllum hlutum hjá henni. Þegar hún var að senda mann eftir hlutum heim til sín sem voru geymdir í þessari hillu í þess- um skáp, búin að vera á annað ár án þess að komast heim til sín, þá brást það aldrei að allt var á nefnd- um stað. Verkaskipting var mjög skýr á Múla eins og hjá flestum á þeirra aldri. Það var ekki fyrr en amma setti á stofn Múlamagasín að við sáum afa vaska upp. En amma á Múla var þekkt fyrir Múlamaga- sínið í kjallaranum, þar seldi hún gamla muni frá vinum og vanda- mönnum er höfðu staðið í verslunar- rekstri og var oft gaman að gramsa þar. I magasíninu eignaðist amma marga góða vini og þar líkaði hennix lífið. Þarna var hún og reyndi að útvega öllum allt sem þá vanhagaði um, hvort sem það voru unglingar eða eldra fólk. Á Múla var alltaf gott að koma, heitar pönnukökur, heimabakað brauð, kjötsúpa eða bara" eitthvað annað gott handa gestum og gang- andi, en gestagangur var mikill á Múlanum enda bæði amma og afi mjög frændrækin. í gamla daga þegar við barnabörnin vorum ung, fórum vð alltaf í bíó með afa á hverjum sunnudegi, en hann var við dyrnar. Síðan var mætt í pönnu- kökurnar til ömmu og spilaður kappkapall á eftir, en það var aðals- merki ömmu að enginn fengi að koma í ættina nema hann kynni Kveðja frá Iþróttafélaginu Þór Þann 1. október lést Karl Sveinsson eftir erfiða sjúkdóms- legu, Karl varð aðeins 33 ára gam- all. Þegar hann lést hafði hann . barist hetjulegri baráttu í þrjú og hálft ár við banvænan sjúkdóm. Sigurður Karl Sveinsson, eins og hann hét fullu nafni, var sonur hjónanna Bernódíu Sigurðardóttur og Sveins Ársælssonar. Sveinn lést langt um aldur fram, rúmlega fimmtugur, Karl var þá aðeins tíu ára. Hetjuleg barátta Karls við sjúk- dóm sinn, vakti aðdáun allra, sem til þekktu. Sambýliskona Karls var Guð- laug Birna Guðjónsdóttir, þau eignuðust saman dóttur, Örnu Huld, sem nú er níu ára gömul. Reyndust þær mæðgur Karli einstaklega vei í veikindum hans. Fjölmargir vinir Karls veittu hon- um styrk við þessar erfiðu aðstæð- ur. Karl var svo gæfusamur að eiga móður og systkini, sem á aðdáun- arverðan hátt börðust við hlið hans þar til yfir lauk. Karl var drengur góður og sjálf- um sér samkvæmur. Hans er sárt saknað af stórum vina- og kunn- ingjahópi. Mestur er auðvitað missir fjöl- skyldu, sem sér á bak föður, sam- býlismanni, syni og bróður. Karl var mikill og góður íþrótta- maður eins og mörg af hans ætt- mennum. íþróttahreyfingin í Vestmanna- eyjum hefur misst góðan félaga og við Þórarar sendum fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur. Minning: kappkapal og þá var nú oft handa- gangur í öskjunni. Amma var mjög myndarleg í höndunum og féll henni aldrei verk úr hendi, alltaf var verið að prjóna, sauma eða telja út, enda ófá íista- verkin sem eftir hana liggja, allt var svo vandlega gert og fallegt. Hún var alltaf ung í anda og viðurkenndi aldrei að hún væri gömul, enda átti hún góðar vinkon- ur rúmum 40 árum yngri t.d. síðan hún vann í apótekinu, en henni fannst hún aldrei deginum eldri en þær. Það var m.a. erfitt fyrir hana að viðurkenna að hún gæti ekki gengið í háhæluðum skóm lengur, eftir að hún veiktist fyrir 2 árum, hælarnir urðu helst að vera 10 cm. Það var svo kerlingarlegt að vera ekki á háum hælum fannst henni. Alltaf var amma mjög fín, vel klædd, snyrt og greidd og með lang- ar, fínar rauðar neglur, sem rhargar yngri konur öfunduðu hana af. Hún dvaldist á Hraunbúðum síðustu tvö árin sín, fyrst í dagvist- un, síðan í sólarhringsvistun, þar var hún alltaf með eitthvert góð- gæti handa þeim sem heimsóttu hana. Með þessum fáu orðum um elsku ömmu á Múla sem mótaði okkur öll, sem umgengumst hana á sinn sérstaka hátt, viljum við þakka henni fyrir allt og allt. Nú eru þau saman á ný amma og afi á Múla og minningin um þau mun lifa. Barnabörnin Skilrum í SUBARU LEGACY Ð Heldur farangri og hundum á sínum stað Eykur öryggi farþega í aftursæti Eykur nýtingu farang- ursrýmis Auðveld að setja í og taka úr Upplýsingar í símum 73058, 41042 og 985-22678 Greipur Sigurðsson landgræðsluvörður Okkur brá mjög er við fréttum lát Greips Sigurðssonar í Hauka- dal. Við kynntumst Greipi þegar kona hans, Kristín, fór að vinna tímabundið á barnaheimilinu okkar við Sunnuhlíð í Kópavogi. Hann kom nokkrum sinnum í heimsókn og hjartahlýjan streymdi frá hon- um. Hann var svo glaður og hlýleg- ur við börnin. Eftir að Kristín hætti og fór að vinna við sitt garðyrkjubú í Haukadal, ákváðum við að fara í vorferðalag austur. Þann 27. apríl sl. var lagt af stað með rútu, börn- in og foreldrar barnanna. Kristín og Greipur tóku á móti okkur, 27 manns, og þar nutum við gestrisni þeirra hjóna stund úr degi. Borðuð- um, fórum í sundlaugina þeirra og skoðuðum Strokk. Það var ekkert verið að súta það þótt börnin hlypu frjáls um íbúðina. Hans stuðningur í móttökunni var heilshugar. Þetta sýnir að með samheldni og góð- mennsku má gera margt og var Leiðrétting í minningargrein um Ármann G. Jónsson í blaðinu sl. fimmtudag misritaðist bæði fæðingar- og dán- ardægur föður Ármanns, Jóns J. Ármannssonar. Jón var fæddur 23. nóvember 1899 og lést 20. júlí 1982. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. ' auðséð á öllum heimilisbragnum að þar unnu samtaka hendur. Þessi dagstund verður okkur ógleyman- legt ævintýri hér í Sunnuhlíð og við þökkum fyrir að hafa kynnst slíkum öðlingsmanni eins og Greipur var. Við vonum að tíminn lækni sárin hjá aðstandendum og vinum Greips. Sérstakar samúðarkveðjur flytj- ^ um við Kristínu og börnum þeirra hjóna. Guð blessi minningu Greips Sig- urðssonar. Fyrir hönd barna og starfsfólks Sunnuhlíðar, Valborg Soffía Böðvarsdóttir Royal LTFTIDUFT Notiö ávallt bestu hráefnin í baksturinn. Þér getið treyst gæðum ROYAL lyftidufts.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.