Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTOBER 1990 -r Minning: Runólfur Guðmunds- son bóndi í Ölvisholtí Fæddur 29. febrúar 1904 Dáinn 27. september 1990 Ef ég mætti yrkja yrkja vildi ég jörð sveit er sáðmanns kirkja sáning bænagjörð. (B.Á) í dag er kvaddur hinstu kveðju frá Hraungerðiskirkju Runólfur "víuðmundsson bóndi í Olvisholti. Kirkjuklukkurnar í minni gömlu kirkju kalla enn til kveðjustundar, enn einn þeirra sem settu svip á sveitina og mótuðu umhverfið er á förum. Þessa dagana er laufið að falla af trjánum og gróður jarðar að sölna. Gömlum bónda var því ekkert að vanbúnaði, þrotinn að kröftum eftir langan starfsdag. Enda skyldi hann öðrum betur lögmálið „allt er af moldu komið og allt hverfur aft- ur til moldar". Runólfur Guðmundsson var fæddur í Úthlíð í Biskupstungum á .^—hlaupársdag 1904, sonurGuðmund- ar Runólfssonar 'frá Holti í Álfta- veri og Katrínar Sveinbjörnsdóttur frá Klauftum í Hrunamannahreppi. Móður sína missir hann að verða tveggja ára gamall, flyst með föður sínum að Bryggju í sömu sveit, þar deyr faðir hans þegar hann var tólf ára. Það er erfitt að setja sig í spor munaðarleysingja í upphafi þessar- ar aldar. Ekki var talin ástæða til að ráðstafa drengnum tólf ára sem sveitarlim, því talið var að hann ~3*æti unnið fyrir sér. Var honum því ráðstafað að Litla-Fljóti en til þess kom ekki því Ögmundur móðurbróðir, hans kom á aksjónina á Bryggju og tók dreng- inn heim með sér og vistaði hann hjá Steinunni dóttur sinni og Guð- mundi Þorsteinssyni að Þórarins- stöðum í Hrunamannahreppi, ólst hann upp hjá þeim þar og í Laugar- ási í Biskupstungum. Hugur Runólfs stóð snemma til búskapar og ræktunarstarfa, fór til búfræðináms að Hvanneyri til Hall- dórs Vilhjálmssonar, þess mjkla skólamarins. Á Hvanneyri nam hann fræði og öðlaðist verkþekk- ingu sem hann bjó að allt sitt iíf, ¦^^^nnfremur var hann í verklegu jarð- ræktarnámi hjá Markúsi Þoriáks- syni á Blikastöðum sem var í fremstu röð bænda á þeim tíma. Runólfur hafi mikið gagn af nám- inu á Hvanneyri og var skólanum þar vinveittur alla tíð. Hugur Run- ólfs og hæfileikar hafa áreiðanlega staðið til frekara náms en aðstæður leyfðu ekki. Að námi loknu vann hann við plægingar- og ræktunarstörf hjá Búnaðarsambandi Dalamanna og Snæfellssýslu. Fann ég oft að þessi ár mat hann mikils og minntist oft á fólkið og aðstæðurnar sem þá voru. Það hef- ur verið erfitt verk að ferðast um fjarlægt hérað með hesta undir aktygjum við að plægja jörð. Öldin var að vakna af svefni og ungi búfræðingurinn trúaður á land sitt og kall nýs tíma, vel studdur af náminu á Hvanneyri. Ráðsmennsku gegndi Runólfur í Kaldaðarnesi sem var höfuðból á þeim tíma, mannmargt heimili og rausnarbú. Öll var þessi reynsla hinum unga manni mikilvæg áður en hann sjálfur hóf búskap. Runólfur giftist Guðrúnu Ög- mundsdóttur frá Hjálmholti 1932 -cg hófu þau búskap í Ölvisholti 1934. Þau eiga þrjá syni sem eru þessir: Ögmundur, kjarnorkueðlisfræð- ingur, býr í Genf í Sviss, giftur Heidi Runólfsson. Kjartan, bóndi í Ölvisholti, giftur Margréti Kristinsdóttur frá Braut- arholti. Sveinbjörn, verktaki í Reykjavík, giftur Lilju Júlíusdóttur frá Akurey. Þegar Runólfur í Ölvisholti nú er allur þyrpast fram í hugann margar góðar minningar frá liðnum dögum. Ólvisholt er næsti bær við Brúnastaði og voru samskipti alltaf talsverð á milli bæjanna. Rótgróin vinátta á milli móður minnar og Guðrúnar, þeir á önd- verðum meiði í innansveitarmálum og stjórnmálum, stundum hvessti við brúsapallinn, en ekkert breytti því góða samstarfi sem jafnan ríkti á milli heimilanna. Við systkinin fórum snemma dag og dag í vinnu- mennsku til Runólfs og alltaf á haustin í kartöfluupptöku. Runólfur var mildur en stjórnsamur hús- bóndi, höfð var regla á hverjum hlut og finnst mér að hann hafi átt óvenju gott með að stjórna börnum og unglingum til verka. Hann skrifaði hjá sér nöfn okkar og tíma, kom síðan og gerði upp við föður minn en taldi peningana fram á hvert okkar. Alltaf gætti Runólfur þess að borga gott kaup fyrir þessa vinnu og að hver fengi það sem hann hafði unnið sér inn. Þetta kom heim og saman við lífsskoðanir Runólfs og rótgróna virðingu fyrir þeirri miklu móður sem vinnan var í hans huga. Hverja stund notaði hann til að fræða ung- menni og hvetja. Minn fyrsta vetur í barnaskóla ók hann skólabíl, þá man ég að tíminn var óspart notaður til fræðslu. Oft fór hann yfir margföldunar- töfluna á heimleiðinni. Ræddi sögu eða landafræði, sjálfur var hann fróðleiksfús og skynjaði vel hversu mikilvægt var að börn og ungmenni nýttu sér skólagöngu. Heimili þeirra Runólfs og Guð- rúnar var myndarlegt menningar- heimili. Þar var hófs gætt á öllum sviðum, bæði voru þau gestrisin og kunnu vel að gleðja gesti sín. Unglingum og vinnufólki leið vel á þeirra heimili og héldu við þau tryggð. Guðrún var góð húsmóðir og snyrtileg í allri umhirðu, síglöð og lagði öllum gott til. Um margt var hún á undan í matargerð enda fór hún í húsmæðranám í Danmörku sem ung stúlka og ferðaðist til Þýskalands einnig. Hún hafði því numið og ferðast meira en títt var. Oft minntist hún þessara ára og hinna glaðværu æskuára á mann- mörgu menningarheimili í Hjálm-. tíölti.. í Ölvisholti var mikil matjurta- rækt, þar voru á borðum salöt og ýmislegt sem ekki tíðkaðist almennt á heimilum á þessum tíma. Þau hjón gerðu garð við bæ sinn á sínum fyrstu búskaparárum og ræktuðu þar tré til yndisauka og skjóls. Runólfur var bóndi, ræktunar- maður og skepnuhirðir í fremstu röð. Hann fylgdist vel með nýjung- um og allri framþróun í búskap, ræktaði og byggði upp jörð sína. Hann vildi létta störfin með véla- kosti en þar var einnig þess gætt að rasa ekki um ráð fram. Mjólkurkýrnar í Ölvisholti voru landsfrægar, þar fór saman góð umhirða og glöggt auga bóndans í ræktunarstarfinu. Runólfur náði ávallt miklum og góðum heyjum, nágrannar brostu stundum og þótti ljáfarið rýrt því snemma hóf hann slátt, en taðan í hlöðunni var kjarngóð og grænni 'en gerist og var kannski einn aðal- galdurinn á bak við hinar nytháu mjólkurkýr. Runólfur og Guðrún bjuggu í Ölvisholti í 40 ár, þar af í félagsbúskap með Kjartani syni sínum í 14 ár. Trúr var hann sinni lífsskoðun að verkefni væri mikilvægt ungum sem öldnum. Ennfremur því að hverjum væri fyrir bestu að bera ábyrgð á verkum sínum, því vildi hann binda hug sinn við annað en búskap sonar síns. Vorið 1974 sjö- tugur að aldri lét hann af búskap en hóf skógræktarstarfið, þrjú hundruð plöntur voru gróðursettar það vor. Harðar frostnætur drápu allar plönturnar nema eina, slíkt áfallt herti Runólf í áformum sínum frem- ur en hitt. Nú 16 árum eftir að hann hóf þetta starf hefur hann plantað 50 þúsund plöntum í land sitt. Þessa vinnu vann hann af sömu eljunni og annað. Hann las fræðslubækur um skóg- rækt og studdist ekki síst við norska leiðbeiningabok, ennfremur ræddi hann við skógræktarmenn og tók þátt í félagsstarfi þeirra og endur- reisti skógræktarfélag í sveit sinni og gegndi þar formennsku. Nú prýðir fallegur skógur bæði bæjarholtið og Miklholt, trén hafa dafnað vel enda fór gamli maðurinn næmum höndum um gróðurmold- ina. Þetta starf sem hann vann á kyrrlátu síðdegi ævinnar átti hug hans allan. Runólfur missti Guð- rúnu konu sína fyrir nokkrum árum. Ekki lét hann bugast við það, hélt áfram heimili, gerðist ágætur kokk- ur en naut þess auðvitað að búa í skjóli sonar síns og tengdadóttur. Hin síðari ár ferðaðist hann bæði hér innanlands og erlendis, hafði af því mikla ánægju og kynntist mörgu fólki. Hann starfaði að fé- lagsmálum í sveit sinni og sat í hreppsnefnd í 12 ár, frá 1970 til 1982, þá kominn á efri ár. Runólfur í Ölvisholti var trúr sannfæringu sinni og staðfastur maður. í viðtali við Guðmund Dan- íelsson í Suðurlandi fyrir aldarfjórð- ungi sagði hann: „Það eru enn margir sem strita fyrir lífinu, en of fáir sem lifa fyrir starfið," og bætti við: „Hvaða starf sem Guð þér gefur, gerðu það af lífi og sál." Runólfur Guðmundsson lifði eftir þessum kenningum sínum og þau hjón bæði, voru sátt við sitt starf og stolt af sínu hlutskipti í lífinu. Hann var alvörumaður en glett- inn og gamansamur á góðri stund og stundum smástríðinn við vini sína. Nú þegar leiðir skiljast vill sá er þetta ritar þakka tryggð og vináttu. Æskuheimili mínu var hann góð- ur nágranni, mér sjálfum réð hann heilt þá fundum okkar bar saman í fallegri skógarbrekku eða í stof- unni í Ölvisholti. Blessuð sé minning hans. Guðni Agústsson Gísli Tómasson á Melhól - Minning í dag er hugur harmi sleginn, þegar æskuvinur minn og frændi, Gísli Tómasson, er borinn til hinstu hvíldar í Langholtskirkjugarði, en hin skaftfellska „móðir jörð" fagnar góðum syni. Gísli var um áratuga skeið með- hjálpari í Langholtskirkju og nú hljóma gömlu klukkurnar dyggum þjóni hinstu kveðju sína. Gísli fæddist 25. ágúst 1897 á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, hjá Ingveldi Guðbrandsdóttur móð- urömmu sinni, hann andaðist í Sel- fossspítala 27. september sl. Faðir hans var Tómas, fæddur 1864, trésmíðameistari í Vík í Mýr- dal, Gíslasonar bónda í Norður-Göt- um, Einarssonar hreppstjóra í Þóris- holti Jóhannssonar. Kona Tómasar var Elín, fædd 1874 í Langholti í Meðallandi, dótt- ir Odds Bjarnasonar Gissurarsonar, bónda þar, síðar á Syðri-Steinsmýri í sömu sveit. Kona Odds var Ingveld- ur Guðbrandsdóttir, af Víkingslækj- arætt. Kynni mín af Gísla byrjuðu um 1915, þegar hann fluttist að Sanda- seli í Meðallandi til hins mæta höfð- ingsmanns, Magnúsar Oddssonar móðurbróður síns, og Kristínar Páls- dóttur konu hans. Gísli var þá tíður gestur á Rofabæ, og alltaf kærkominn, enda maður skemmtilegur og alltaf reiðu- búinn að rétta hjálparhönd, og ég átti alltaf hauk í horni, þar sem Gísli var. Enginn reyndist okkur jafnvel og Gísli, þegar faðir minn dó, hann var alltaf reiðubúinn að rétta okkur hjálparhönd þegar á reið og voru bæði móðir mín og föðursystir hon- um alla tíð þakklátar fyrir. Eins og fyrr er sagt átti ég hauk í horni þar sem Gísli var, hann tók alltaf málstað minn, þegar honum fannst á mig hallað, enda var hann mikill uppáhaldsmaður hjá mér. En Gísli rétti fleirum hjálparhönd en okkur, hann var orðlagður höfð- ings- og greiðamaður. Snemma fór Gísli að sækja sjó, strax eftir fermingu fór hann til sjós, fyrst á árabátum, seinna á togurum og m.a. var hann fiskikap- teinn á þýskum togara. Reyndur sjómaður eftir margra ára sjósókn, Olafur Ormsson, bróðir Eiríks, forstjóra, Ormssonar, sagði að hann hafí ekki þekkt duglegri mann til sjós en Gísla. Olafur sagði ennfremur, að ára- bát, sem þeir Gísli voru á, hafði fyllt á siglingu. Sáu menn ekki ann- að fyrir en opinn dauðann, þegar Gísli greip austurtrogið og linnti ekki austrinum fyrr en báturinn var þurrausinn. Taldi Ólafur að þeir hefðu átt Gísla líf að launa. Meginhluta ævi sinnar bjó Gísli í grennd við Kúðafljót, enda þekktu fáir betur duttlunga fljótsins en hann. Það er list, sem öllum er ekki gefin, að velja jökulvötn, þá list kunni Gísli og mun hann hafa verið einn af þeim síðustu, sem kunnu þá gömlu skaftfellsku list. 2. ágúst 1925 gekk Gísli að eiga heitkonu sína, Guðnýju Runólfsdótt- ur, fædd 11. nóvember 1902, dáin 1953. Reyndist hún honum góður og traustur lífsförunautur, enda mat Gísli hana mikils og unni heitt. Þeim Gísla og Guðnýju varð 6 barna auðið: Guðrún, fædd 1926, Elín, fædd 1927, Tómas, fæddur 1930, dáinn, Ragnar, fæddur 1932, Sigrún, fædd 1934 og Magnús, fæddur 1937. Fyrsta hjúskaparárið voru þau í húsmennsku í Sandaseii, 1926 fluttu þau að Lága-Kotey, en 1928 flutt- ust þau að Melhól í Meðallandi, og þar bjuggu þau til æviloka, við al- kunna gestrisni. Gísli gegndi ýmsum trúnaðar- störfum, eins og fyrr var getið var hann lengi meðhjálpari, en hætti um leið og sr. Valgeir Helgason, enda hafði hann verið meðhjálpari hans alla hans preststíð, en hann var prestur Meðallendinga frá 1933. Um langt skeið stundaði Gísli dýralækningar og fórst það starf vel úr hendi, hann var einnig lengi geldingarmaður, hafði lært að vana hesta. Meðallandið er löngu þekkt fyrir sandágang og melkorn, og meira að segja getur Njála þess, að Kári Sölmundarson hafi skorið mel handa hestum þeirra Björns. Margir bæir hafa orðið sandinum að bráð, og síðast fór hinn fagri þingstaður Skaftfellinga, Leiðvöllur, í auðn í ofviðri 1944. A sjötugsaldri hófst Gísli handa að rækta upp Leið- völl, og þar sem áður var sandauðn brosa nú við manni fagurgræn og víðáttumikil tún. Landgræðslan hefur um árabil látið skera mel og safna melkorni í Meðallandinu, umsjón með því starfi hafði Gísli meðan heilsan leyfði, en það er í rauninni mikið ábyrgðar- starf, því að mikið ríður á, að melur- inn sé skorinn á réttum tíma. Gísli rak um árabil smáverslun heima hjá sér á Melhól, í byrjun mun það hafa verið umboðsverslun, en seinna rak hann hana fyrir eigin reikning. Þótti mörgum gott að koma í búðina til Gísla, húsbóndinn var höfðingi heim að sækja og allir vissu, að okrarablóð rann ekki í æðum Gísla. Gísli var maður greindur, margvís og gæddur snjallri frásagnargáfu og hefði hann lagt ritstörf fyrir sig, efa ég ekki að hann hefði verið í röð ritsnjöllustu manna. Á æskuárum Gísla var það efna- hagurinn, sem réð mestu um hverjir gengu menntaveginn og sönnuðust þá oft þessi orð skáldsins: „Silfur- kerin sökkva í sjó, en soðbollarnir fljóta." Já, og Gísli var eitt af silfurkerun- um, hann hafði góða hæfileika til náms, en efnin leyfðu ekki skóla- göngu. Gísli vinur minn , já, og okkar allra, hefur nú siglt yfir móðuna miklu, en eftir er tómleikinn og minningin um góðan og göfugan mann, sem alltaf var reiðubúinn að rétta lítilmagnanum hjálparhönd. Um leið og ég þakka Gísla allt hið góða og liðna samhryggist ég aðstandendum hans og votta þeim mína dýpstu samúð. Ingimundur Stefánsson Gísli Tómasson bóndi á Melhól í Meðallandi lést í Selfossspítala 27. september 93 ára að aldri. Ég var ungur þegar ég heyrði Agnesi móðurömmu frá Rofabæ minnast Gísla á Melhól. Þær bjuggu nokkur ár saman á Rofabænum, amma og Margrét Árnadóttir, eftir að Margrét varð ekkja. Og amma minntist þess hvað Gísli var alltaf reiðubúinn að hjálpa þeim ef einhvers þurfti með. Var Gísli þá unglingur hjá frænda sínum Magnúsi í Sandaseli og greiðvikni og gestrisni entust honum langa ævi. Einnig entist honum frásagnar- gáfan sem var frábær. Þar átti hann fáa sína líka. Langri ævi er lokið sem ekki var alltaf dans á rósum. Þar sem ég veiti að annar mun skrifa minningargrein um Gísla Tómasson hef ég þessar línur ekki lengri. En ég þakka margar og góðar samverustundir og votta fjöl- skyldunni samúð. Gísli var meðhjálpari í Meðallandi yfir 50 ár og gengdi því starfi með prýði. Og nú þegar Gísli Tómasson á Melhól verður lagður til hinstu hvíldar munu klukkur Langholts- kirkju hljóma yfir honum látnum. Vilhjálmur Eyjólfsson, Hnausum. +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.