Morgunblaðið - 06.10.1990, Side 35

Morgunblaðið - 06.10.1990, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1990 35 Guðmundur Ingi- marsson - Minning Fæddur 17. september 1900 Dáinn 20. september 1990 Nú fer að fækka þeim sem fædd- ir eru fyrir og um aldamótin. Einn þeirra, Guðmundur Ingimarsson, oftast kallaður frá Efri-Reykjum í Biskupstungum, kvaddi þennan heim eftir níutíu ár og þrem dögum betur. Ég hygg að hann hafi verið orðinn hvíldinni feginn, enda þrekið búið. Leiðir okkar Guðmundar, eða Munda eins og hann var oftast kallaður, lágu fyrst saman 1955 er hann flyst að Torfastöðum til Ket- ils Kristjánssonar og Ingibjargar Einarsdóttur systurdóttur sinnar. Hann fékk að hafa kindur hjá mér og þar með hófust okkar kynni. Mundi vargóður ijármaður og hafði yndi af kindum. Mundi bjó víða en stutt á hverjum stað. Hann bjó í Hólum, erfiðri jörð, einnig í Mjóa- dal fyrir norðan. Einnig bjó hann á Efri-Reykjum og ráðsmaður var hann á lrjárbúi Sauðs sf. á Þórodds- stöðum í Grímsnesi. Áður hafði Mundi verið ijármaður á ijárrækt- arbúinu að Hesti í Borgarfirði. Hann starfaði einnig að garðyrkju á Syðri-Reykjum og á Espiflöt. Hin síðari ár vann hann byggingavinnu á Laugarvatni, meðan þrek leyfði. Síðan átti Mundi heimili hér all- mörg ár og átti jafnan kindur. Mundi var vel greindur og hafði fengið menntun í Flensborgarskóla, sem þótti góð skólaganga á hans uppvaxtarárum. Hann var vel rit- fær og hafði góða rithönd. Hann vann að byggðalýsingu Suðurlands ásamt fleirum. Hann átti margt góðra bóka og las jafnan mikið. Mundi var eins og einn af heimil- isfólki hér á bæ í mörg ár. Ég held að þar hafi ekki borið skugga á. Ég á Munda margt að þakka, því hann var góður á heimili, snyrti- menni og skemmtilegur. Þá hygg ég að börnum mínum hafi þótt vænt um hann og hafi það verið gagnkvæmt. Ég votta aðstandend- um hans samúð. Þökk fyrir sam- fylgdina. Sigurjón Kristinsson, Vegaiungu, Biskupstungum Mig langar að minnast vinar míns Guðmundar Ingimarssonar nú þegar hann er allur. Hann fæddist á Efri-Reykjum í Biskupstungum 17. september 1900 og var því 90 ára þegar hann lést. A Efri-Reykj- um sleit hann barnsskónum og alla tíð var hann tengdur fæðingarsveit sinni sterkum böndum. Þar dvaldi hann líka langdvölum sín mann- dómsár. Nú þegar kveðja skal Munda, eins og hann var alltaf kallaður, þá leita margar bjartar minningar á huga minn því mér finnst þegar ég lít til baka að honum hafi alltaf fylgt birta og ylur. Ég man hann fyrst stuttu eftir að ég flutti í Tung- urnar. Þá kom hann í heimsókn. Þá, eins og alltaf síðar, var gaman að ræða öll möguleg málefni við Munda. Hann var greindur maður og kátur og léttur í samræðum og hafði sínar skoðanir á mönnum og málefnum. Þeim skoðunum hélt hann ákveðinn fram og hafði gaman af að rökræða þær og annað það sem sem bar á góma. Mér fannst oft með ólíkindum hvað hann var víðlesinn og vel heima í ólíkustu málefnum og hvað gaman var að ræða við hann um allt milli himins og jarðar. í fyrstu var Mundi næsti ná- granninn og sá sem oftast átti leið um hlaðið hjá okkur og seinna fór svo að hann flutti til okkar og bjó hjá okkur í húsinu að staðaldri um langan tíma. Margs og góðs er að minnast frá þeim tíma. Alltaf var hann boðinn og búinn til hjálpar við öll verk og allrar þeirra sam- vinnu sem heimilislíf þurfti með. Sjálfur hélt hann sitt heimili og gerði það afar vel. Allt var snyrti- legt og hreinlegt hjá honum og allt- af var hann snyrtilega og myndar- lega klæddur svo að eftir var tekið. Hann var mér alla tíð afskaplega góður og milli okkar tókst smám saman vinátta sem aldrei bar nokk- urn skugga á og sem ég fæ aldrei fullþakkað. Hann var alltaf tiibúinn að gera mér allt það gott sem hann mátti. Sama var að segja um börn- in mín. Þeim þótti afskaplega vænt um Munda og hann var þeim góð- ur. Þau áttu hauk í horni þar sem Mundi var og ég veit að þau hugsa til hans með innilegu þakklæti eins og ástkærs afa. Það gera barna- börnin líka og meðan þau voru lítil kölluðu þau hann alltaf Munda afa. Við þökkum Munda öll fyrir sam- veruna og allt gott sem hann lét okkur í té. Síðustu árin var Mundi slitinn og heilsuveil og d'valdi á Kumbara- vogi nokkur ár. Þar lést hann. Ég votta börnum hans ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur og bið öllu og öllum sem Munda var annt um guðs blessunar. Þuríður Sigurðardóttir UnPPHPKfcn HAPPDRÆTTIS HÁSKÓLANS 10 GOÐ ROK FYRIR ÞVI AÐ FÁ SÉR HTH ELDHÚSINNRÉTTINGU 1 DRAUMAELDHÚSIÐ WTT Draumaeldhúsið þitt á auðvitað að vera fallegt, aðgengilegt og hannað á réttan hátt. Starfsmenn Innréttingahússins vita hvað þarf til þess að draumurinn rœtist. 2 FYRIRTAKS ÞJÓNUSTA Við leggjum okkur fram um að veita bestu þjónustu, sem völ er á, frá þeirri stundu að eldhúsið þitt kemst á teikni- borðið hjá okkur, til þess dags að upp- setningu er lokið. GÓÐ OG ÖRUGG AFGREIÐSLA Við afhendum þér nýja eldhúsið 6-8 vikum eftir að pöntun er gerð og afhend- um við húsdyrnar þínar ef þú býrð á Stór-Reykjavíkursvœðinu. 4 Á RÉTTU VERÐI Á hverju ári eru framleiddar fleiri en milljón HTH-skápaeiningar og með hagkvœmri fjöldaframleiðslu er verðinu haldið niðri. Þessum sparnaði er komið til viðskiptavina til að tryggja að þeir fái góða vöru á réttu verði. 5 SKYNSAMLEG FJÁRFESTING HTH-innrétting eykur verðgildi fbúðarinnar og er því kjörin fjárfesting fyrir framtíðina. 6 GÆÐASTIMPILL Allar HTH-eldhúsinnréttingar hafa hlotið hinn þekkta gœðastimpil „Dansk Vare- fakta". Það þýðir að þaer hafa staðist prófanir til að ganga úr skugga um gœði, endingu og handþragð. Prófanirn- ar framkvœmir sjálfstœð dönsk rann- sóknastofnun. 7 ÓKEYPIS RÁÐGJÖF Við mœlum fyrir og aðstoðum við val á HTH-innréttingum þér að kostnaðarlausu og án skuldbindinga. 8 FAGMANNLEG UPPSETNING Aðeins sérþjálfaðir fagmenn annast uppsetningu HTH-innréttinga. 9 FUÓTLEGT OG FYRIRHAFNARLAUST HTH-einingarnar eru afhentar sérpakkað- ar með hurðum, ásamt teikningum til að tryggja fljótlega og fyrirhafnarlausa uppsetningu. 1C HEILDARLAUSN Innréttingahúsið hefur ávallt kappkostað að finna bestu heildarlausnina fyrir viðskiptavini sfna. Þannig má fá Blomberg heimilistœki og vaska með eldhúsinnrétt- ingunum, einnig fataskápa og baðinn- réttingar. Allt þetta tryggir þér sem bestan heildarsvip. irmréttingahúsíð Háteigsvegi 3, Reykjavík. Sfmi 91-627474. Fax 91-627737. Opið laugardaga kl. 10-18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.