Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTOBER 1990 Minning: Þorsteinn Matthíasson kennari og rithöfundur Fæddur 23. apríl 1908 Dáinn 28. septmeber 1990 Fyrir um 30 árum var það kvíðvænlegt skref heimalnings í sveit að hefja nám í unglingaskóla nágrannaþorpsins. Ekki dró úr kvíðanum að nýr skólastjóri var að taka við stjórn skólans. Af þeim manni voru sagðar þær sögur að hann væri risi að vexti, rammur að afli og beitti því síðarnefnda óspart til að hemja óstýriláta nem- endur. Þorsteinn og Jófríður ásamt þrem sonum fluttu til Blönduóss haustið 1959. Tveir eldri synirnir stunduðu þá nám við Menntaskólann á Akur- eyri en sá yngsti varð bekkjarfélagi minn næstu þrjú árin. Kynni mín við þessa fjölskyldu urðu náin þar eð ég dvaldi á heim- ili þeirra tvo síðustu veturna fyrir landspróf. Það var hinum nýja skólastjóra mikið metnaðarmál að útskrifa landsprófsbekk frá Blönduósi vorið 1962. Þetta tókst, en oft þurfti að + Móðir okkar, ANNA SVEINSDÓTTIR, fyrrum prestfrú á Kirkjubæ íHróarstungu, andaðist 4. október. Börnin. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, EINAR VÍDALÍN EINARSSON loftskeytamaður, Vogatungu 65, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn 4. október. Sigurborg Einarsdóttir, Agnar Einarsson, María Einarsdóttir, Þórey Eiríksdóttir og aðrir vandamenn. Guðrún Hall, Valgarð Sigmarsson, t Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐFINNA Á. ÁRNADÓTTIR, Gnoðarvogi 20, Reykjavík, lést aðfaamótt 5. október 1990. Árveig Kristinsdóttir, Bergþóra Kristinsdóttir, Hrafnhildur Kristinsdóttir, Guðlaug Kristinsdóttir, Benedikt Kristjánsson, Sigurður Axelsson, Rósant Hjörleifsson. + Innilega þökkum við þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför föður okkar, ÓLAFSGUÐMUNDSSONAR. Sigríður Ólafsdóttir Candi, Hanna Ólafsdóttir Jörgensen, Ólafur Ólafsson og fjölskyldur. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för 'eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓHANNESAR L.L. HELGASONAR hæstaréttarlögmanns. , Anna Fríða Björgvinsdóttir, Helgi Jóhannesson, Anna María Sigurðardóttir, Kristín Jóhannesdóttir, Gísli Þór Reynisson, Anna Fríða Gísladóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRUNNAR MAGNÚSDÓTTUR frá Hurðarbaki, Svínadal. Magnús D. Ólafsson, Sign'ður Ólafsdóttir, Ingólíur Ólafsson, Óskar Ólafsson, Steinunn D. Ólafsdóttir, Ámi Ólafsson, Kristín Jónsdóttir, Theódór Óiafsson, Erla Bjarnadóttir, Margrét Þ. Jafetsdóttir, Jón Pétursson, Rannveig Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. brýna bekkinn. Þá var beitt hæfi- legu lofi og skarpri gagnrýni í bland. Agavandamál þekktust vart og leyfðist okkur hæfilegt brall, bæði við kennara og skólastjóra en ávallt vissum við hvar hin ósögðu takmörk voru. Á nýbyijuðu ári 1961 var oft vakað fram eftir á kennarastof- unni. Þorsteinn vildi gefa út rit „til fróðleiks og sk'emmtunar, einskonar kvöldvöku nútímans" eins og hann orðaði það. Honum tókst að fá fleiri til liðs við sig og ritið „Húnavaka" kom út í fyrsta sinn, fjölritað, á samnefndri héraðshátíð um vorið. Dvölin á heimili Fríðu og Steina þessi góðu unglingsár ól af sér ein- læga vináttu við þau og Jón, yngsta son þeirra. Þau hjón voru í mörgu ólík. Hún mild, hlý og fínleg eins og mótuð af mjúkum línum og litum Dalabyggðar. Hann- stórvaxinn, líkur fornkappa, bar keim af harð- fengri náttúru í sinni heimabyggð á Ströndum. Brosið og kímnin voru þó ávallt skammt undan og oft varð skólastjórasvipurinn að víkja fyrir þeim eiginleikum. Bæði voru prýdd listfengi og næmi sem í sumu birtist sem veikleiki. Þorsteinn lagði hönd að mörgu og dvaldi víða, það var einhver óeirð eða lífsþorsti sem leiddi hann áfram. Hann hafði næmt auga fyrir íslensku máli og bjó yfir þeirri náðargáfu að geta miðlað þekkingu þannig að ekki gleymdist. Síðan í þá daga hafa leiðir ekki oft legið saman en hlýjar kveðjur og bréf hafa fært mér þá vissu að góðvild og vinátta þessa læriföður vekti yfir hverju mínu fótmáli. Jóhannes Torfason Vinur minn Þorsteinn Matthías- son hefur kvatt. Eins og fuglarnir sem fljúga til suðrænna landa þeg- ar húmar og haustar að hér heima. Margar og góðar minningar koma upp í hugann þegar góðri samfylgd lýkur. Barn var ég, líklega sex ára, þegar ég kynntist fyrst fjölskyld- unni frá Kaldrananesi, þá Matthíasi Helgasyni föður Þorsteins. Hann kom að vetrarlagi á bernskuheimili mitt á Gautshamri við Steingríms- fjörð. Birtu var tekið að bregða. Eg sat í rúmi uppi á lofti og las upphátt fyrir eitthvert yngra systk- ini, þegar upp á skörina kom hávax- inn fallegur maður og mælti þau orð sem ég síðan hef ekki gleymt: „Þetta skal ég segja Halldóri, að ég hafi komið á bæ þar sem var lítil stúlka, ekki stærri en fingur- björg á hvolfí og hún var fljúgandi læs." Halldór var dóttursonur Matt- híasar á líku reki og ég. Síðar átti ég eftir að kynnast Kaldrananes- heimilinu er ég sumarlangt fékk að gæta sona Þorstems Matthías- sonar og Jófríðar Jonsdóttur frá Ljárskógum. Þorsteinn var þá orð- inn skólastjóri í Hólmavík og hafði verið kennari minn einn vetur, ég var að ljúka fullnaðarprófi — tólf ára gömul Kaldrananesheimilið var gróið menningarheimili sem gott var að kynnast. Gömlu hjónin Margrét og Matthías bjuggu þá enn á heimilinu og nutu virðingar allra. Margir lögðu leið sína að Nesi, enda Matt- hías sveitarhöfðingi. Húsfreyjan Jófríður, ljóðelski sólargeislinn, stýrði heimilinu mjúkri hendi. Aldr- ei minnist ég þess að frá henni heyrðist styggðaryrði um nokkurn mann. Æviniega vildi hún gott til leggja, ljúfum brosum og hlýjum orðum var hún rík af. Þorsteinn var gæfusamur að fá svo góðrar konu sem Jofríðar og það vissi hann. Synirnir ungu voru yndislegir drengir, fallegir, frískir og skemmtilegir og nutu mikils ást- ríkis og umhyggju_ foreldra sinna og föðurforeldra. Á þessu sumri, sem í minningunni er svo bjart og hlýtt, eignaðist ég vináttu þessarar fjölskyldu sem aldrei sló fölskva á. Þegar árin liðu og við áttum starfs- vettvang sunnan heiða stóð heimili Jofríðar og Þorsteins mér ævinlega opið og víst hefðu þau ekki verið mér betri þótt ég hefði verið þeirra barn. Af þeirra fundi fór ég alltaf ríkari. Mér finnst að ég hafi svo margt af þeim þegið og lært. Þorsteinn var afburða góður kennari. Hann hafði einstakt lag á að koma inn tilfinningu fyrir íslensku máli hjá nemendum sínum. Góður sögumaður, vel ritfær og varð afkastamikill rithöfundur. Hann hafði næmt auga fyrir fegurð íslenskrar náttúru og átthaga- tryggð hans átti sér engin mörk. Kærleikar hans til heimahaganna. speglast í fallegu ljóði sem hann orti „Átthagavalsi Strandamanna", sem kór átthagafélagsins hefur sungið fagurlega inn á plötu við lag Jónatans Ólafssonar. Ég man einn- ig gleði hans þegar hann sagði mér að nú væri hann búinn að koma upp kofanum sínum heima í Bjarn- arfirði. Þar undi hann sér vel. Á þeim árum sem ég var í hjúkruna- rnámi hringdi Þorsteinn til mín ein- hverju sinni sem oftar og sagðist ætla að skreppa heim, hvort ég vildi kannski koma með. Ég átti nætur- vaktarfrí og tók því boðinu með þökkum. Heim fórum við og hittum vini og vandamenn, ég í foreldrahús í Hólmavík. Það sem gerir þessa ferð sérstaklega minnisstæða er það að á leiðinni suður stöðvaði hann. bílinn á hæðarbrún, það var björt sumarnótt, dögg glitraði á grasi, það var ilmur af jörðinni, einhvers staðar kvakaði fugl. Við stigum út úr bílnum og Þorsteinh vinur minn og fóstri lagði handlegginn yfir axlir mér og sagði: „Líttu í kringum þig Svana mín, finndu ilminn, held- ur þú að nokkurs staðar á jörðinni sé til fallegra land en landið okk- ar." Þetta augnablik var í raun helgistund. Ég fékk þá tilfinningu að ekki einungis væri þetta fallega friðsæla land okkar land, heldur væri ég hluti af þessu landi. Svona var Þorsteinn. Meðvitað eða ómeð- vitað var hann að kenna, beina sjón- um nemanda að því sem hann taldi rétt að rækta, hann kunni að kveikja ljós. Þegar ég minnist Þorsteins koma mér í hug orð Valdimars Briem í sonnettu hans úr biblíuljóðum: Einn geisli lýst upp getur myrkan klefa, einn gneisti kveikt í heilum birkilundi, einn dropi vatns sér dreift um víðan geiminn. Ein hugsun getur burt rýmt öllum efa, eitt orð í tíma, vakið sál af blundi, einn dropi líknar Drottins frelsað heiminn. Með einlægri þökk kveð ég Þor- stein. Þökk fyrir vináttu, tryggð og kærleika í öll ár. Víst hefði ég vilj- að umgangast hann meira, hitta hann oftar og skrafa við hann. Amstur dagsins sér til þess að ýmislegt verður ógert sem betur væri gert. Sonum hans, Matthíasi, Halldóri og Jóni, og fjölskyldum þeirra votta ég samúð mína og fjöl- skyldu "minnar. Megi góðar minn- ingar sefa sorgina. Móðir mín, Þuríður Guðmundsdóttir frá Bæ, sendir einnig innilegar samúðar- kveðjur til fjölskyldu Þorsteins og þakkar honum áratuga langa vin- áttu og trausta leiðsögn barna sinna en hann var kennari margra þeirra. Guð blessi minningu Þorsteins Matthíassonar frá Kaldrananesi. Svanlaug Alda Árnadóttir Jón Trausti Aðal- steinsson - Minning Eitt sinn lagði ég út á land úr henni Reykjavík. Ekki aðeins austur yfir Elliðaár, heldur alla leið til Raufarhafnar. Eiginlega eins langt og auðið er. Þar var allt umvafið einhverri ólýsanlegri , birtu, svo ótrúlega skærri og skínandi. Attaði ég mig þá á því, að svo norðarlega hefði ég ekki áður á ævinni verið. A.m.k. ekki á þessum árstíma. Og einmitt nú, einu ári síðar, sé ég þetta sama spil ljóss og skugga. Aðeins skuggarnir teygja sig lengra en þá. En það var í aftureldingu laugardaginn 29. september sl. er hingað spurðist Iát Jóns Trausta í bílslysi þá um nóttina. Tilviljanir ráða því að mestu hverja aðkomukona hittir og hverj- um hún kynnist. Og það voru ein- mitt þessar tilviljanir sem réðu því að við spjölluðum stundum saman, ungi maðurinn einlægi og ég. Helst var það þegar hann heimsótti „besta vin sinn", Joa löggu. Eins og Jón Trausti átti ættir til hafi hann yndi af tónlist. En óneit- anlega varð ég undrandi þegar hann allsendis að óvörum opnaði hjá mér rykfallinn harmoníkukassa og spurði hvort hann mætti ekki spila. Og víst mátti hann spila. Þarna sat hann, kornungur mað- urinn, og laðaði fram mörg lauflétt lögin. Þetta fannst mér gaman og langaði líka. En bassaputtarnir á mér reynd- ust stirðir og létu illa að stjórn. Augljóst var að auðveldara yrði að kenna Joni Trausta að dansa en mér að spila á harmoníku. Þá var ekkert sætara en að sækja þá snill- inga sjötta árataugarins og setja á fóninn. Ef til vill er það einmitt alþýðumenningin sem á sér opna leið yfir bilið kynslóða. Og sem ég nú berst við belginn og er enn á C-bassanum treysti ég því að hinum megin sé örugglega einhver til í að tjútta. Jón Trausti var góður strákur og gæflyndur, sem sakir æsku sinnar og einlægni átti eftir að ávinna sér það afl sem allir þurfa að ala með sér eftir því sem á ævina líður. Með kvæðinu Hausti vil ég votta Siggu, Steina og öðrum aðstand- endum samúð okkar Jóhanns héðan úr Nónási 6. Jörðin leggst í langan vetrardvala. _ Lífið sefur rótt um myrka stund. En seinna kemur sumarrós á bala og sólin kyssir lautir, hæðir, sund. Þannig lífið einlægt áfram heldur og ávallt sigrar myrkur dauðaþraut. I sálu manns er óslökkvandi eldur og er í leit að nýrri þroskabraut. (Elín Eiríksdóttir.) Adda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.