Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OK-TOBER 1990 39 Eggert Bergsson - Minningarorð Fæddur 6. september 1956 Dáinn 1. október 1990 Það var lamandi fregn sem barst okkur að morgni 1. október. Hann Eggert vinur okkar var dáinn eftir að hafa lent í hörmulegu slysi. Það er svo ótrúlegt að hann skuli vera dáinn. Við höfum þekkt Eggert frá því við vorum börn. Hann var einn af nágrönnunum, bjó hjá foreldrum sínum, Bergi Sigurðssyni mjólk- urbílstjóra og Jónínu Eggertsdóttur konu hans að Laugarási í Hvítár- síðu. Kynnin urðu meiri er við vor- um 10-12 ára. Hann tók þá að sér gegningar á búi foreldra okkar er faðir okkar þurfti að dvelja á sjúkra- húsi. Þá var búið í góðum höndum og við dáðumst að Eggert, fannst hann bæði duglegur og skemmtileg- ur. Hann var víkingur til verka og vann verk sín vel og samviskusam- lega. Þegar tími gafst til milli mála spilaði hann svo marías við okkur. Þetta var ágætur tími. Oft hefur Eggert rétt okkur hjálparhönd hér á Þorgautsstöðum bæði fyrir og eftir þennan vetr- artíma. Hann var ákaflega hjálp- samur maður og þurfti oftast ekki að biðja hann um aðstoð ef hann sá að hann gat orðið að liði. Það munaði alltaf mikið um Eggert hvort sem var í heyskap, smala- mennskum eða ef járna þurfti hest. Hann var laginn við járningar og er hann sá afkastamesti járninga- maður sem við höfum kynnst að öðrum ólöstuðum. Undarlegt er til þess að hugsa að smala fjallið hér ofan við Þorgautsstaði og Fróða- staði án Eggerts. Hann hefur alltaf hjálpað til við þá smalamennsku í a.m.k. áratug. Þó sagt sé að maður komi í manns stað þá má það vera mjög röskur smali sem kemur í stað hans Eggerts. Eggert fór í leitir með Hvítsíðingum nú í haust eins og oft áður. Önnur okkar var næst honum í göngu og lá dimmur þoku- bakki yfir hluta af leitarsvæðinu. Þá sagði hann eitthvað á þá leið að hann skyldi leita einn í þokunni en ég skyldi halda mig í birtunni. Eftir á séð virðist þetta dálítið tákn- rænt. Nú hin síðari ár virðist okkur lífið hafa verið hálfgerð þokuganga hjá honum Eggert. Hann fór ekki vel með sjálfan sig þó hann væri alltaf boðinn og búinn til að hjálpa vinum sínum. Framkoman var stundum hrjúf en það þurfti ekki löng kynni til að skynja að undir yfirborðinu var góðgjörn og við- kvæm sál. Nú hefur Eggert svo skyndilega yfirgefið þetta líf og er horfinn á önnur tilverusvið. Þar er áreiðan- lega engin þoka og nóg verkefni fyrir duglegan mann. Við biðjum algóðan Guð að styrkja foreldra hans, systkini, vandamenn og vini í þessari þung- bæru sorg. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Harni hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Or 23. Davíðssálmi.). Anna og Þuríður Ketils- dætur, Þorgautsstöðum Mig langar að koma á framfæri þakklæti til Eggerts fyrir öll þau ár sem við þekktumst. Við vorum nágrannar frá blautu barnsbeini og þekktum því orðið bæði kosti og galla hvor annars. Þeir eiginleikar Eggerts, sem ber hæst í minningunni um hann, eru hjálpsemi, trygglyndi og áreiðan- leiki. Alltaf kom Eggert beðinn eða óbeðinn að hjálpa okkur þegar mik- ið lá við. Hann var sérstaklega góð- ur verkmaður, notaði fá en örugg handtök og var fljótur að finna auðveldustu aðferðina við hvert verk. Alltaf fannst okkur öllu borg- ið þegar Eggert var kominn. Núna þegar minningarnar sækja á sé ég hendurnar hans við svo mörg verk, beygja Jarn. hlaða heyböggum, grípa í kindina sem maður er að draga... Eggert var harðduglegur og ósérhlífinn. Eitt af einkunnarorðum hans var: „Við gefum okkur aldr- ei." Fyrir nokkrum árum vorum við stödd frammi á leitarmótum, og nýbúið að skípta leit. Við vorum send eftir kindahópi og tókum stefnuna á milli tveggja vatna. Þeg- ar að vötnunum kom var sund þar á milli. Við ætluðum að vaða, fyrst á stígvélunum en þegar þau reynd- ust of lág fórum við úr þeim og brettum upp skálmarnar. Við stóð- um þarna öll fjögur með stígvélin í annarri hendi og fikruðum okkur út í, en vatnið reyndist of djúpt. Við vorum ansi illa stödd, langur krókur fyrir vatnsendann. Skyndi- lega segir Eggert „Við látum vaða," og hleypur um leið út í. Hann hvarf Svavar Sigurjóns- son - Minning Föstudaginn 5. október 1990 var jarðsunginn frá Langholtskirkju Svavar Sigurjónsson, skipstjóri, Glaðheimum 24, Reykjavík. Svavar var fæddur í Flatey .á Skjálfanda 3. maí 1920, næstelstur níu barna hjónanna Sigurjóns Jón- assonar oddvita frá Útibæ í Flatey og Jakobínu Pálsdóttur frá Brett- ingsstöðum á Flateyjardal, er lengst af bjuggu í Miðgörðum í Flatey, en síðar á Vallholtsvegi 7, Húsavík, og síðast Hjarðarhóli 12, þar í bæ. Flateyingum var sjórinn þjóð- braut og lífsbjörg og vettvangur dagsins, það afl sem gaf og tók og því var ævistarfið snemma ráðið. Vegna aldurs og þess að Svavari lét vel stjórn báta varð hann for- maður, þótt ungur væri, á bátum föður síns sem gerðir voru út frá Flatey. Má þar nefna bátana Von- ina, Óla Bjarnason og Sævald. Vegna erfiðra aðstæðna til út- gerðar stærri báta í Flatey flutti fjölskyldan árið 1944 til Húsavíkur, þar sem hafnaraðstaða var betri. Upp úr þessu fer Svavar að heim- an á vertíðir en jafnframt aflar hann sér skipstjórnarréttinda og gverður í framhaldi af því skip- stjóri og meðeigandi í Gylfa II EA 150, og er lengst af með hann á síldveiðum fram undir hrunið mikla og óskýrða á síldarstofninum um miðjan sjöunda áratuginn. Minningar lítils systursonar úr húsi afa og ömmu á þessum tíma, þegar norðlensku sumrin voru síld, eru margar. Vel var fylgst með Gylfa II og oft þegar brældi og flot- inn kom í höfn undan norðanátt og skipin lágu hvert utan á öðru við bryggjuna, þá vaknaði lítill drengur til dagsins við það að Svavar var kominn heim og þeir Aggi og Jónas sem oft voru með bróður sínum til sjós. Þá varð tilveran því líflegri sem fjölmenninu nam og húsið fylltist sjómennsku, sjópokum, síldarlykt og lífi og manni var kannski fyrir- varalaust lyft upp í loft eða tekinn í bóndabeygju og menn voru í bláum duggarapeysum, beltissylgjan fána- mynd, framhandleggurinn tattóver- aður og reyktu camel. Af lágum sjónarhóli fannst manni að ekkert hlutskipti gæti verið betra í lífinu en sjómannsins. En svo hætti að bræla og hversdagurinn varð næst- ur og maður sat í eldhúsinu hjá ömmu, á borðum mjólk og kleinur í emileruðum hvítum dalli með rauð- um röndum, en svart í sárum notk- unar og lífið gekk aftur sinn tíma- lausa jarðbundna gang og beðið þeirrar stundar að Gylfi II kæmi næst til Húsavíkur. Þá tók skip- stjórinn frænda sinn kannski með sér um borð og það voru góðar stundir enda líður börnum vel hjá barngóðum og svo voru glaðlyndir karlar í lúkarnum. Þegar Svavar hætti til sjós fluttu hann og eiginkona hans, Guðbjörg Árnadóttir, til Reykjavíkur og bjuggu sér hlýlegt heimili í Glað- heimum 24. Með tímanum minnkuðu samvist- ir en þó leið sjaldnast ár svo að við hittumst ekki og þá eru minnin- garnar kankvís svipur veiðimanns af ætt Brettinga og sögur með þess- um góða húmor sem er svo vand- fundinn en mikils virði. Svavari fannst líka gaman að bregða sér inn í vatnið, síðan sást höndin með stígvélunum koma upp úr vatninu og Eggert greip sundtökin. Hann synti yfir, vatt fötin sín, komst fyr- ir kindurnar og smalaði síðan allan dagihn í norðanáttinni. Svona var Eggert. Ef Eggert lofaði einhverju, þá stóð hann við það. Það var sama. hvernig hann var upplagður eða hvernig á Stóð fyrir honum. Eggert var trúr og tiyggur vinum sínum en tók mjög nærri sér ef hann taldi fólk bregðast trausti sínu. Þegar hann var á sjónum á veturna sýndi hann gömlum ná- grönnum í sveitinni hlýhug sinn með því að senda þeim fisk — og mundi þá hvaða tegund var í uppá- haldi hjá hverjum. Eggert var dulur og fremur lok- aður og virkaði því hrjúfur á þá sem þekktu hann ekki, en undir yfír- borðinu leyndist mýkri manngerð, það sýndi framkoma hans við börn og eldra fólk. Þegar hann var að hjálpa okkur síðastliðið vor varð ég óvenju oft vör við þessa mýkt. Síðasta verk Eggerts var að fara í leit fyrir okkur og er við kvödd- umst að henni lokinni voru allir glaðir og ánægðir og ég veit að sú gleði og ánægja fylgir Eggerti nú. Foreldrum, systkinum og nán- ustu ættingjum votta ég innilegustu samúð mína. Ingibjörg á Fróðastöðum á sögusvið íslendingasagna og Fornaldarsagna Norðurlanda sem hann hafði á hraðbergi og gat farið utanbókar með heilu bálkana t.d. úr Njálu og Örvar-Odds sögu, sem ég held að hafi verið honum hvað kærastar, og talaði um persónurnar nánast eins og þær hefðu verið svei- tungar hans. Þegar ég kvaddi Svavar og Bubbu í endaðan júlí sl. og hann hafði leyst son minn og nafna út með kassanum sem innihélt gömlu siglingaáhöldin hans og kvöldsólin skein í ljósskollitt hár þessa þétt- vaxna, trausta og góða frænda míns fann ég einu sinni enn hvað mér fanst hann vera farinn að líkjast afa mikið með árunum. Á kveðjustundinni bað hann okk- ur ítrekað góðrar ferðar og hand- takið var þéttingsfast. Þá óraði míg ekki fyrir að hans' ferð væri svo skammt undan og ekki kann ég að velja honum betri ferðakveðjur um ókunna slóð en hann valdi okkur um kunna. Örlygur Hnefill Jónsson Andrés F. Sveins- son - Kveðjuorð Kveðja frá Símablaðinu Það er mikið lán og jafnframt lærdómsríkt að vera samferða góðu fólki á lífsleiðínni. Þetta kemur upp í hugann þegar við nú kveðjum vin okkar, Andrés Fjeldsted Sveinsson, sem sat með okkur í ritnefnd Símablaðsins um langt árabil. Það leyndi sér ekki að Andrés var gæddur mörgum góðum kostum og má þar nefna að hann hafði frá- bært vald á mannlegum samskipt- um og glaðværð hans var jafnan slík, að manni leið vel í návist hans. Gamansemi, rökvísi og frásagn- argleði nutu sín vel í fari Andrésar, þar sem hann átti einstaklega gott með að koma fyrir sig orði, bæði í ræðu sem riti. Eftirtektarvert var hvað honum tókst oft vel að glæða greinar sínar, um hin ólíklegustu málefni, slíku lífi, að unun var af að lesa. Allir þessir hæfileikar Andrésar nýttust Símablaðínu í ríkum mæli og fyrir störf hans þar eru honum færðar kærar þakkir. Þá færum við félagar hans í rit- nefnd blaðsins honum alúðarþakkir fyrir einstaklega gott og ánægju- legt samstarf á liðnum árum og kveðjum hann með sárum söknuði. Við sendum eiginkonu hans Ragnhildi Þóroddsdóttur, móðii hans, Ástu Fjeldsted, og öðn venslafólki innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Andrésai Sveinssonar. Ritnefnd Símablaðsins i Þökkum af alhug samúð og hlýhug vegna fráfalls GREIPS SIGURÐSSONAR landgræðsluvarðar, Haukadal. Sérstakar þakkir flytjum við Karlakór Reykjavíkur og Sigurði Björnssyni, sem heiðruðu minningu hans með söng sínum. Guðs blessun fylgi ykkur. Kristín Sigurðardóttir og börn. t Kæru vinir, fjaer og nær! Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og bróður, HELGA GRÉTARS HELGASONAR. Guðrún Þorsteinsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og systkini hins látna. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug í veikindum, við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, INGIMUNDAR GÍSLASONAR, Hnappavöllum, Öræfum. Guðrún Bergsdóttir, Ingibjörg Ingimundardóttir, Gunnar Bjarnason, Guðjón Ingimundarson, Sigurður Ingimundarson, María Rós Newman, Einar Páll Ingimundarson og barnabörn. .1 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.