Morgunblaðið - 06.10.1990, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 06.10.1990, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1990 fclk í fréttum á vordegi eða vilt gú auka frekar við GOLF leikni pína með bví að æla öðrn bvnru í GOLF herminum okkar í vetur? KEILU S ALURINN ÖSKJUHLÍÐ S: 62 15 99 Ath! Frúartímar - kennslutímar Betra verð en nokkru sinni fyrr Dæmi: Leiki 4 menn í t.d. 2 klst. greiðir hver um sig aðeins kr. 550,- Umboðsmannafundur Flugleiða var haldinn í Stykkishólmi. Morgunblaðið/ Arni Helgason. FLUGLEIÐIR Umboðsmannafundur í Stykkishólmi Fundur Flugleiða, með umboðs- mönnum innanlands, var haldinn í Stykkishólmi laugardag- inn 29. sept. sl. og var hann vel sóttur. Þessir fundir eru haldnir til þess að umboðsmenn víðsvegar að geti borið sig saman og eins móttekið þær nýjungar sem nú horfa við rekstri Flugleiða, en eins og allir vita hefir félagið ráðist í stór verkefni með kaupum á nýj- um þotum. Bæði markaðskerfið og samstaða og samstarf flugfé- laga erlendis og innan lands voru á dagskrá. Sverrir Jónsson svæðisstjóri stjórnaði fundinum og gat þess um leið að hann myndi nú um áramót láta af störfum sem svæð- isstjóri og voru honum í lokin þökkuð góð samskipti og færðar viðurkenningar. Andri Hrólfsson flutti erindi um markaðsmál á innlendum vett- vangi og einnig fluttu erindi þar Grétar Kristjánsson um leigubif- reiðaþjónustuna sem er í vexti ár frá ári. 161 farþegarbifreið er nú til leigu á landinu. Pétur Esrason sölustjóri ræddi markaðsmál og leiðir til að auka viðskiptin til út- landa. Ýmsir aðrir fluttu tölu, bæði um flugfrakt, hótelrekstur, og nú eru landsmönnum boðnir helgarpakkar með hóteldvöl, skemmtiatriðum og morgunmat — pakkar — til Reykjavíkur á tæpar 8.000 kr. fyrir mann. Margt annað var rætt og var almennt gott hljóð á fundinum. - Árni. UOSMYNDIR Afmælis- samkeppni Farvís Farvís, tímarit um ferða- mál, efnirtil ljósmynds am keppni í tilefni af tveggja ára afmæli ritsins. Dómnefndina skipa Rafn Hafnfjörð, ljósmyndari, sem er formaður nefndar- innar, Elín Agnarsdóttir, auglýsingastjóri, Hans Pet- ersen hf., og Andrína G. Jónsdóttir, hönnuður Farvís. Skilafrestur í ljósmynda- samkeppni hefur verið fram- lengdur til 15. október nk. Sá er vinnur til fyrstu verð- launa í ljósmyndasamkeppn- inni hlýtur Chinon-myndavél frá Hans Petersen hf. að launum auk birtingar á verð- launamyndinni í næsta tölu- blaði Farvís. Fleiri myndir en aðalverðlaunamyndin verða einnig birtar í Farvís, þær tíu bestu. Það fór aldrei svo að það næðist ekki að minnsta kosti ein mynd af parinu við frumsýninguna á nýjustu kvikmynd þeirra. FRUMSYNING í felum fyrir ljósmyndurum Það er ekki oft að hörkutólið Sean Penn fellur fyrir ein hverri stúlkunni, yfirleitt þykir yfir- bragð hans vera á þá lund að hann sé meira upptekinn af sjálfum sér heldur en dömunni sem hann er með upp á arminn hveiju sinni. Sérstaklega hefur þetta loðað við drenginn eftir að slitnaði upp úr hjónabandi hans og poppgyðjunnar Madonnu. En nú kveður við annan tón, það gengur ekki hnífurinn á milli þeirra Penns og hinnar 24 ára gömlu Robin Wright, sem ber þar að auki barn þeirra undir belti. Ekki sótti Penn nýja kvonfangið út fyrir stéttina, Wright er leikkona og hennar stærsta hlutverk til þessa var í kvikmyndinni „Princess Bride“ þar sem hún heillaði alla með feg- urð sinni. Síðasta kvikmynd beggja var „State of Grace“ sem nýlega var frumsýnd fýrir vestan haf. Þar , leikur Penn aflóga einkaspæjara og Wright gamalt viðhald hans. Þau sogast inn í allsheijar samsæri með tilheyrandi skothríð, blóðsúthelling- um og eltingaleikjum að ógleymd- um nokkrum ástarsenum. Penn var samur við sig við frumsýninguna, vék sér undan Ijósmyndurum og gerði það svo fimlega að sárafáar myndir náðust af honum og ungfrú Wright. Fór þetta í taugarnar á ljós- myndurum sem að reyndar þökkuðu fyrir að hann viðhafði ekki sína venjulegu siði, að beija á þeim og mölva myndavélarnar. En að skiln- aði grýttu þeir eggjum í glæsivagn parsins. Andrína G. Jónsdóttir, Rafn Hafnfjörð og Elín Agnarsdóttir sitja í dómnefnd ljósmyndakeppni Farvís. JEtlar bú aú tiefja GOLF leiki bína næsta vor eins og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.