Morgunblaðið - 06.10.1990, Síða 46

Morgunblaðið - 06.10.1990, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1990 , Éc? i/i/ekJcf aðþctS sé of persónu/egt. © 1990 Universal Press S/ndtcate Það verður að vera rot- högg með hnykk ... Með morgimkaffinu Ég komst í tölvuna, pabbi, og þú færð 50.000 kr. launahækkun... HOGNI HREKKVISI /3T\ FyfzitsGeF-ou." Sjónvarpið slæmur uppalandi Til Velvakanda. Þann níunda fyrri mánaðar skrif- ar Víkveiji athyglisverðar hugleið- ingar um það ofbeldi og vandal- isma, sem virðist fara verulega vax- andi hér hjá okkur. Vitanlega er þetta að verða óþolandi ástand, um það virðast allir sammála. Manni verður á að álíta að lögreglan og ekki síður dómsvaldið, séu vita máttlaus fyrirbæri sem láti allt danka. Þótt menn séu gripnir fyrir ofbeldisverk, eru þeir látnir lausir eftir að hafa játað verknaðinn og geta þá óáreittir tekið upp fyrri iðju. Svo kemur endalaus bið eftir því að þeir, sem standa uppi undir eyru í glæpaskjölum, kveði upp grútmáttlausan dóm sem síðan verður seint eða aldrei framfylgt. Menn sem hafa verið sviftir ökurétt- indum víla ekki fyrir sér að halda akstri áfram eins og mörg dæmi sanna. „Rasíur“ löggunnar eru afar misheppnuð tiltæki enda taka menn ekkert mark á svokölluðum hertum aðgerðum í örfáa daga. „Rasíur" eiga að vera allan ársins hring, eða til hvers er löggan? Það er gott að Víkveiji tekur á þessu og er þá von að fleiri átti sig á ófremdarástandinu. Um rudda- skapinn í umferðinni þýðir ekki að fást, lögbrotin eru svo yfirþyrmandi alla daga og nætur svo til við nefið á löggunni, að tilgangslaust er að fjasa um það lengur. Lögbrot í umferðinni virðast vera orðin lögg- unni ofviða, virka á hana líkt og svefnmeðal. Hér aka menn yfir gatnamót gegn rauðu ljósi án þess að skammast sín, valda jafnvel slys- um ,með þessu athæfi, en halda áfram að aka eins og ekkert sé. Þvílíkt ófremdarástand. En hugsum nú að orsökinni fyrir því að hér vaða uppi ungir sem aldnir og bijóta mannréttindi og lög á öðrum, beija fólk og jafnvel drepa það, oftast undir áhrifum eiturefna, vín þar eðlijega meðtalið. Aður en sjónvarpið kom til sög- unnar, var þetta ekki svona, því fer víðsfjarri. Þá er von að spurt sé: Hefir mannfólkið versnað? Hafa skólarnir brugðist? Hafa foreldrarn- ir brugðist? Hafa börnin lært sið- leysi heima? Hefir gleymst að kenna mannasiði í skólunum? Vaða bömin yfir hausinn á kennurunum í skólum landsins? Er löggæslan óvirkt app- arat og dómsvaldið með doða? Sé þessum spumingum svarað játandi þá ríkir hér algjört upplausnar- ástand. En hver er nú aðal bölvald- inn að finna? Hræddur er ég um að allir hugsandi menn séu mér sammála um að sjónvarpið sé glæpa- og siðleysis skólinn. Sjón- varpið hefir verið slæmur uppalandi á heimilum landsmanna. Frá þess- um fjölmiðli, sem gæti verið mennt- andi og hollur uppalandi, hefir flætt yfir okkur svo til daglega óþverra, sem varla hefði verið sýndur á aum- ustu óþverrakrám erlendis fyrir svo sem tveim áratugum, ég segi óþverra sem alls ekki ætti að sjást inni á heimilum mamma. Hver hef- ir leyfí til þess áð senda ofbeldis- og klámmyndir inn á hvers manns heimili þar sem fjölskyldan situr að loknu dagsverki? Hafa þessir menn, sem ráða dagskrárgerð í sjónvarpinu, enga sómatilfinningu? Vitanlega hefir það mikil áhrif á barnssálina að horfa nálega öll kvöld á morð og limlestingar á skjánum. Úm klámmyndimar sem troðið er inn á heimili fólksins í landinu í nafni „listarinnar“, væri margt hægt að segja, en það lýsir vel hugarástandi þeirra sem velja efnið, það hlýtur að vera brengláð í meira lagi.d Vilji ráðamenn þessarar þjóðar gera tilraun til þess að ráða bót á ófremdarástandinu, bæri þeim að banna með öllu sýningar á klámi og ofbeldi í sjónvarpinu og þeir mega ekki láta brenglaða menn lauma þessu ógeði inn á heimilin í nafni einhverrar listar sem skálka- skjóli. Meðan þeir fullorðnu geta ekki stillt sig um að horfa á glæpamynd- ir inni á heimilunum svo ekki sé nú talað um allar rúmsenurnar, þá geta þeir ekki ætlast til að börnin líti á þá sem siðað fólk. Tillitsleysi við börnin í þessu efni, hlýtur að bitna á þjóðfélaginu öllu þegar tímar líða og þess er þegar farið að gæta, því miður. Ráðamenn þjóðarinnar verða að vakna af dval- anum, og spyija má í lokin: hvar eru nú allir prestamir og eru þeir ekki pennafærir sumir hveijir a. m.k.? Eru þeir límdir við skjáina á kvöldin eða hvað? Lát heyra frá yður Guðsmenn góðir ef þér eruð vakandi. Faðir. Víkveiji skrífar Oskaplega fínnst Víkveija kjánaleg sú tilraun verk- takanna, sem byggja í Fjárhúsholti í Hafnarfirði, að reyna að breyta örnefnum í þeim greinilega tilgangi að gera þau sölulegri. Setbergshlíð vilja sölumennirnir kalla Fjárhús- holtið. Fjárhúsholt er vissulega sveitalegt, sem er síður en svo nei- kvætt og yfir því er meiri reisn en Setbergshlíð. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem reynt ér að eyða gömlum og grónum örnefnum með öðrum flatneskjulegri. Þannig var t.d. Klambratúnið endurnefnt Miklatún af einhveijum óskiljanleg- um ástæðum. Enn er þó talsverður fjöldi fólks sem þráast við og talar um Klambratún. Omefni sem fela í sér tengsl við sögu lands og þjóð- ar eru ætíð betri en hin sem búin eru til, eins og umbúðir um sölu- vöru. XXX > Iskyggilegar tölur voru birtar í fréttum Morgunblaðsins í gær um íslendinga sem hafa flutt af landi brott síðastliðna 20 mánuði; þeir sem fluttu burtu voru 1.500 fleiri en þeir sem til íslands fluttu. Þessar tölur hafa á undanfömum árum sveiflast talsvert og segja trú- lega meira en allar aðrar hagtölur um afkomu íslenskra fjölskyldna. Þrátt fyrir að þjóðarsáttinn svokall- aða sé öllum skuldugum launþegum mikil kjarabót, þá er svo komið að fjármál mjög margra fjölskyldna eru orðin svo hart keyrð að ekki verður lengra gengið. Fjöldi þeirra sem flutt hafa burtu s.l. tuttugu mánuði jafnast á við mannfjölda í einum kaupstað. í því samhengi sjá menn e.t.v. best hversu alvarlegt ástandið er. xxx að fer eftir því hvar menn búa á landinu hveijum augum þeir líta samgöngumál. Þannig sjá Vestfirðingar t.d. betur en flestir aðrir augljósa þörf á jarðgangagerð þar. Vegurinn frá Reykjavík norður í land, sem nú er Iagður bundnu slitlagi að mestu leyti, er fyrirtaks hraðbraut. En þeir sem búa á stöð- um sem þjóðvegur númer eitt sneið- ir hjá, s.s. á Hvammstanga, Sauðár- króki og víðar, spyija hins vegar frekar um hlutverk þjóðvega. Þeir spyija: Er þjóðvegurinn hugsaður sem hraðbraut milli Reykjavíkur og Akureyrar, eða er hann til að tengja saman byggðir og auka möguleika þeirra á samvinnu? Ef teknar væru lykkjur á leiðina, til dæmis beygt aðeins austan við Blönduós og ekið norður á Skagaströnd og yfír til Sauðárkróks, þaðan um Lágheiði til Ólafsfjarðar og^síðan um Dalvík til Akureyrar, myn'du allar aðstæð- ur gjörbreytast. Auðvitað hefði það í för með sér, að leiðin væri lítið eitt seinfarnari ef miðað er við að leiðin liggi til Akureyrar eða Reykjavíkur. Hins vegar myndi staða þessara bæja á leiðinni gjör- breytast. Möguleikar þeirra til sam- starfs í atvinnumálum myndu til dæmis stóraukast og sömuleiðis nýting á ýmsum fjárfestingum í skólum og sjúkrahúsum, svo dæmi sé tekið . Víkveija finnst stundum að menn gleymi því að markmið með góðuin samgöngum er ekki bara að finna stystu leiðina milli tveggja staða, heldur að tengja saman byggðir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.