Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1990 47 ¦ ,i VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS .'^ái'fnnm.'i-viitr't.v-wW. Þessir hringdu Fást miðarnir endurgreiddir? Kristbjörg hringdi: „Eins og kunnugt er varð ekki af tónleikum Whitesneke í Reiðhöllinni vegna þess að söngvarinn veiktist en sagt var að miðarnir yrðu endurgreiddir. Sonur keypti miða á tónleikana en það ætlar að ganga illa að fá þá endurgreidda. Fyrirtæki sem nefndi sig Snjóboltinn stóð fyrirtónleikahaldinu en það virð- ist vera gufað upp og búið er að aftengja símann sem það auglýsti. Sá aðili sem seldi okkur miðana sagðist hafa fengið þau svör frá þessum mönnum að það ætti að auglýsa í blöðum hvenær og hvar miðar yrðu endurgreiddir. Ég hef ekki séð að staðið hafi ver- ið við það og vil nú forvitnast um hvort einhver getur greitt fyrir okk- ur í þessu máli." Kápa Kápa var tekin í misgripum fyrir aðra í sal Söngskólans í apríl. Upp- lýsingar í síma 15404 eftir kl. 18 eða í síma 602685 á daginn. Köttur Kötturinn Moli, sem er rauðbrúnn á lit og 7 mánaða gamall, fór að heiman frá sér að Laugarnesvegi fyrir hálfum mánuði. Hann var vel og með endurskinshálsól. Vinsam- legast hringið í síma 670285. Kettlingur Þriggja mánaða kassavön læða fæst gefins. Upplýsingar í síma 98-22779 Hjartans þakkir og kveðjur sendi ég öllum, sem með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeyt- um, glöddu mig á nirœðis afmœli mínu 30. september sl. Jörína G. Jónsdóttir. Spark Til Vervakanda. Mér skilst að íþróttafréttamenn ríkissjónvarpsins séu og hafi ein- göngu stundað bolta-íþróttir. Enda hafa fréttamyndir af- frjálsum íþróttum goldið þess. Þess vegna mælist ég til og veit að þar tala ég fyrir munn, skrifa fyrir hönd, mörg þúsund keppenda og velunn- ara frjálsraíþrótta, að eftirleiðis ríki jafnræði á þessu sviði. Til að mynda; einn þeirra manna sem flytja frétt- ir af íþróttum sé eða hafi verið títt nefndur íþróttamaður. Gullöld frjálsra íþrótta á íslandi er hægt að endurreisa, nægur er efniviðurinn, en einungis með því að gamlir garpar haldi vöku sinni, og fjölmiðlar láti sitt ekki eftir liggja. Gömul kempa Fjármálaráð- herra svari fyrirsig Til Velvakanda. Ég vil þakka Drífu Hilmarsdóttur fyrirspurn sína í opnu bréfi til þín fjármálaráðherra Ólafur Ragnar Grímsson undir fyrirsögninni, — Tapast hafa 245 þúsufídir — sem birtist í Morgunblaðinu þann 27. september síðastliðinn. Við sem urðum þolendur hinna afturvirku skattalaga á sama hátt og Drífa Hilmarsdóttir, bíðum eftir svari þínu, fjármálaráðherra. Larus Jóhannsson ÍRGUNBLADIÐ FIMMTUDACUR 27. SEl ¦Opið bréf til Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra Tapast hafa 245 þúsundir! efíirDrífa Hilmarsdóttur Bem fjirmlllaraöherra ert mikill áhrifavaldur ( Iffi mfnu, eíns og annarra lslendinga. Þannig nef- ur tíl dœmis sakleysislegt ákvæði f skattalögum sem þú mæltir fyrir og samþykkt voru a Alþingi f fyrra gjörbreytt högum mlnum — til hins . Það sama gildir um fjölda rra aem voru avo olanasamir að skipta um húsnæðí á ftrinu 1989 og treystu þagildandi lögum. Þetta ákvæði kosUði míg 245 þúsund krðnur sem ég átti rétt á (vaxtaaf- slátt þegar ég skipti um húaiweði. Slik fjárhaeð skiptir miklu máli fyrir venjulegt launafólk, ekki sist þegar það hefur f fullum rélli gert ráð fyrir henni f sfnum fjirhagsi- ætlunum. Ég seldí (búðina mlna f mars 1989 og keypti aðra i sama tfma. Ég fúr varlega, vissi hver greWsiu- geta mfn var, og fór að margftrek- aðri hvatningu sljðrnvalda um að reisa mér ekki hurðaras um 6x1 f húsnseðiskaupum. Einmitt vegna þess hve vel ég kynnti mér milin vissi ég að ég átti rétt i vaxtaaf- slætti vegna lána sem si sem keypti af mér fbúðina tðk yfir. Samkvæml skattálögum ítti ég að fi 245 þúsund krónur f igúst a þessu ári f vaxtaafslátt. Ég fékk hinsvegar ekki krónu. Ástæðan var sú að tttir að ég skipti um hús- næði var lögunum um þessi mil breytt, og þau litin gilda frá ira- mótum 1988-1989. Það sem gerðtst var einfaldlega uð atjómvöld hirtu af mér.ogöðrum sem voru svo ólínssamir að skipta um (búð a þessum tfma, stórfé - með lögum sem giltu aftur f tímann. Og gagnvart þvf er maður algjör- lega varnarlaus. Eg gat ekki viuð, þegar ég skrifaði undir kaupsamn- inginn, að grundvellinum undan honum yrði siðar kippt burtu i Al- þingi. Þetta er svipað þvl að f dag yrðu sett lög um nýjfu. skatt uppá 250 þúsund krónur i alla þá sem skiptu um húsnæði. Og þau lög t»kju gildi frá og með slðustu áramótum. Eða þá að allir þeir sem hafa keypt sér bd ft árinu bvrftu skyndilega að_ greiða t.d. 100 þúsund f sérstakan skatt sem komíð værí i núna. Um betta hefur verið nokkuð fjallað 1 fjðlmiðlum og meðal ann- ars kom fram i Alþingi frumvarp að lögum sem miðaði að þvf að þetta afturvirknisákvæði yrði fellt úr skattalögunum - en það dagaði uppi. Þá hefur þú veríð spurður um þétta f sjúnvarpi. Þú svaraðir þvf þá lil að málið yrði athugað, og að vel mætti bæta fólki það tjón sem það hefði orðið fyrir af þessum sök- Síðan er liðinn einn mánuður, og enn bolar ekkert i aðgerðum. Þvl spvr ég raðherrann: Hvemig geng- ur &ð kanna þetta mál? Hefurðu ennþá áhuga i þvl að bæta það tjón sem þú ollir mér og fjólda annarra sakleysingja, sem halda að þeir geti treyst lögum landsins! Hvernig ætlar þú að gera það? Þar sem fjöldi fólks I sömu spor- um og ég treystir þvf að þessi mis- tök verði leiðrétt þi vonast ég eftir svari hið fyrsta. Arinuli^^: nrifa Hilmftrmdottir „Hvernig gengur að kanna þetta mál? Hef- urdu ennþá áhuga á þvi að bæta það t j ón sem þú ollir mér og fjölda annarrá sakleysingja, sem halda að þeir geti treyst l&gum landsins? Hvernig ætlar þú að geraþað?" OPIÐ LAUGARDAGA FRA KL10-16 LONDON AUSTURSTRÆT114 - S. 14260 Leggið útibú- iðekkiniður n Til Velvakanda. í langa tíð hefur ekki verið fram- ið jafn ómannúðlegt verk og það sem íslandsbanki ætlar að gera núna. Að leggja niður útibú bank- ans í Drafnarfelli í Fellahverfi. Hér býr fólk, sem komið er á efri ár, í tuga ef ekki í hundraða tali. Þetta fólk þráir það eitt að geta bjargað sér sjálft á meðan stætt er. Nú er þessu fólki vísað út í kuldann. Því er ætlað að fara norður í Lóuhóla í hvaða veðri sem er, snjó og hálku til að borga sína reikninga og fleira. Við sem eldri erum höfum ekki þann sið, að standa ekki í skilum, ef við getum annað. , Iðnaðarbankinn fékk leyfi á sín- um tíma til að byggja og reka þenn- an banka í Drafnarfelli í Fella- hverfi. Með það að leiðarljósi, að starfa hér um ókomin ár. Það hefur verið mikil og góð þjónusta fyrir allan þann mannfjölda sem hér býr. Nú á að taka þetta frá okkur. Hvernig geta eða vilja forráðamenn íslandsbanka framkvæma svo mik- ið óréttlæti. Að hafa ekki nema einn banka, norður f Lóuhólum fyrir Fella- og Hólahverfi, þar sem búa fleiri þúsund manns. En lítum niður Laugaveginn og gamla Miðbæinn. Þar eru bankar næstum því á hverju götuhorni. Þaðan er fólkið að mestu leyti flutt í burtu. Nei, við í Fellahverfi mót- mælum öll þessari aðför. Ef til vill erum við líka svo litlir kúnnar að það sé lítil eftirsjá í okkur. Ég býst líka við að árslaun okkar ellilífeyris- þega frá Tryggingastofnun ríkisins, séu ekki meira en mánaðarlaun eins bankastjóra, ef ekki minna. Svo eru líka fleiri bankar. í Mjóddinni eru bæði Landsbankinn og Búnaðarbankinn. Það er ekki lengra að fara í þá. Ég efast ekki um að þar yrði okkur vel tekið. Ég hef áður skiþt við Búnaðarbankann og líkaði það vel. Að síðustu vona ég að netið sem þeir eru að mynda utanum íslands- banka verði með það stórum möskv- um að maður geti skriðið út um þá. Vonandi verður einhver annar banki svo vinsamlegur að stofna hér útibú fyrir okkur í Fellahverfi. Gömul húsmóðir. Stórglæsilegar standklukkur Reiðhjól Til Velvakanda. Nýlega var stolið tveim reiðhjól- um úr húsagarði í Vesturbænum. Annað er hvítt BMX TEAM hjól með rauðum púðum og hitt er grænleitt Kalkhoff karlmannshjól með ryðguðu krómstýri. Er það til- finnanlegt tap fyrir eina fjölskyldu að verða fyrir þessu. Ef einhver hefur orðið var við hjólin þá er sá hinn sami beðinn að hringja í síma 14887 eða 697302. Olga Sverrisdóttir. Nýkomnar handútskornar standklukkur í mörgum gerðum. Hægt er að velja um tvo hljómfagra klukkuslætti í hverri klukku (Lady of Fatima og Westminster). Verðfrá 106.000.,- V Marco, Langholtsvegi 111, sími 680690.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.