Morgunblaðið - 06.10.1990, Page 47

Morgunblaðið - 06.10.1990, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1990 47 9 I -i J Þessir hringdu Fást miðarnir endurg-reiddir? Kristbjörg hringdi: „Eins og kunnugt er varð ekki af tónleikum Whitesneke í Reiðhöllinni vegna þess að söngvarinn veiktist en sagt var að miðarnir yrðu endurgreiddir. Sonur keypti miða á tónleikana en það ætlar að ganga illa að fá þá endurgreidda. Fyrirtæki sem nefndi sig Snjóboltinn stóð fyrirtónleikahaldinu en það virð- ist vera gufað upp og búið er að aftengja símann sem það auglýsti. Sá aðili sem seldi okkur miðana sagðist hafa fengið þau svör frá þessum mönnum að það ætti að auglýsa í blöðum hvenær og hvar miðar yrðu endurgreiddir. Ég hef ekki séð að staðið hafi ver- ið við það og vil nú forvitnast um hvort einhver getur greitt fyrir okk- ur í þessu máli.“ Kápa Kápa var tekin í misgripum fyrir aðra í sal Söngskólans í apríl. Upp- lýsingar í síma 15404 eftir kl. 18 eða í síma 602685 á daginn. Köttur Kötturinn Moli, sem er rauðbrúnn á lit og 7 mánaða gamall, fór að heiman frá sér að Laugarnesvegi fyrir hálfum mánuði. Hann var vel og með endurskinshálsól. Vinsam- legast hringið í síma 670285. Kettlingur Þriggja mánaða kassavön læða fæst gefins. Upplýsingar í síma 98-22779 Spark Til Vetvakanda. Mér skilst að íþróttafréttamenn ríkissjónvarpsins séu og hafi ein- göngu stundað bolta-íþróttir. Enda hafa fréttamyndir af- frjálsum íþróttum goldið þess. Þess vegna mælist ég til og veit að þar tala ég fyrir munn, skrifa fyrir hönd, mörg þúsund keppenda og velunn- ara fijálsraíþrótta, að eftirleiðis ríki jafnræði á þessu sviði. Til að mynda; einn þeirra manna sem flytja frétt- ir af íþróttum sé eða hafi verið títt nefndur íþróttamaður. Gullöld fijálsra íþrótta á íslandi er hægt að endurreisa, nægur er efniviðurinn, en einungis með því að gamlir garpar haldi vöku sinni, og fjölmiðlar láti sitt ekki eftir liggja. Gömul kempa » » » Fjármálaráð- herra svari fyrir sig Til Velvakanda. Ég vil þakka Drífu Hilmarsdóttur fyrirspum sína í opnu bréfi til þín ijármálaráðherra Ólafur Ragnar Grímsson undir fyrirsögninni, — Tapast hafa 245 þúsulídir — sem birtist í Morgunblaðinu þann 27. september síðastliðinn. Við sem urðum þolendur hinna afturvirku skattalaga á sama hátt og Drífa Hilmarsdóttir, bíðum eftir svari þínu, fjármálaráðherra. Lárus Jóhannsson 5WR5TT IRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEl Opiö bréf til Ólafs Ragnai-s Gríinssonar fjármálaráðherra Tapast hafa 245 þúsundir! eftirDrífu Hilmarsdóttur Þú sem Qármálaráðherra ert mikill áhrífavaldur f lífi mfnu, eins annarra lslendinga. Þannig hef- til dæmis sakleysislegt ákvæði f skattalögum sem þú mæltir fyrir og samþykkt voru á Alþingi f fyrra gjörbreytt högum minum — til hins verra. Það sama gildir um fjölda annarra sem voru svo ólánssamir að skipta um húsnæði á árinu 1989 og treystu þágildandi lögum. Þetta ákvæði kostaði mig 245 þúsund krónur sem ég átti rétt á f vaxtaaf- Ltt þegar ég skipti um húsnæði. Slfk fjárhæð skiptir miklu máli fyrir vepjulegt launafólk, ekki sfst þegar það hefur f fullum rétti gett ráð fyrir henni f sínum fjárhagsá- ætlunum. Ég seldi fbúðina mfna f mars -J89 og keypti aðra á sama tfma. Ég fór varlega, vissi hver greiðslu- gcta mfn var, og fór að margitrek- aðri hvatningu stjómvalda um að reisa mér ekki hurðarásumöxlf húsnæðiskaupum. Einmitt vegna þess hve vel ég kynnti mér málin vissi ég að ég átti rétt á vaxtaaf- slætti vegna lána sem sá sem keypti af mér íbúðina tók yfir. Samkvæmt skattalögum átti ég að fá 245 þúsund krónur f ágúst á þessu ári f vaxtaafslátt. Ég fékk hinsvegar ekki krónu. Ástæðan var sú að eítir að ég skipti um hús- næði var lögunum um þessi mál breytt, og þau látin gilda frá ára- mótum 1988-1989. Það sem geröist var einfaldlega að stjómvöld hirtu af mér, og Öðrum sem voru svo ólánssamir að skipta um fbúð á þessum tfma, stórfé — með lögum sem giltu aftur f tfmann. Og gagnvart þvf er maður algjör- lega vamariaus. Ég gat ekki vitað, þegar ég skrifaði undir kaupsamn- inginn, að grundvellinum undan honum yrði sfðar kippt burtu á Al- þingi. Þetta er svipað þvf að f dag yrðu sett lög um nýjan skatt uppá 250 þúsund krónur á alla þá sem skiptu um húsnæði. Og þau lög tækju gildi frá og með sfðustu áramótum. Eða þá að allir þeir sem hafa keypt sér greiða t.d. 100 þúsund i séretakan skatt sem komið væri á núna. Um þetta hefur verið nokkuð fjalfað f Qölmiðlum og meðal ann- ars kom fram á Alþingi frumvarp að lögum sem miðaði að þvf að þetta afturvirknisákvæði yrði fellt úr skattalögunum - en það dagaði uppi. Þá hefur þú verið spurður um þetta f sjónvarpi. Þú svaraðir þvf þá til að máiið yrði athugað, og að vel mætti bæta fólki það tjón sem það hefði orðið fyrir af þessum sök- um. Siðan er liðinn einn mánuður, og enn bólar ekkert á aðgerðum. Þvf spyr ég ráðherrann: Hvemig geng- ur að kanna þetta mál? Hefurðu ennþá áhuga á þvf að bæta það tjón sem þú ollir mér og fjölda annarra sakleysingja, sem halda að þeir geti treyst lögum landsins? Hvemig ætlar þú að gera það? Þar sem (jöldi fólks f sömu spor- um og ég treystir þvf að þessi mis- tök verði leiðrétt þá vonast ég eftir svari hið fyrsta. Drifa Hilmarsdóttir „Hvernig gengur að kanna þetta mál? Hef- urðu ennþá áhuga á því að bæta það tjón sem þú ollir mér og fjölda annarra sakleysingja, sem halda að þeir geti treyst iögum landsins? Hvernig ætlar þú að gera það?** Hjartans þakkir og kveöjur sendi ég öllum, sem með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeyt- um, glöddu mig á nírœöis afmœli mínu 30. september sl. Jörína G. Jónsdóttir. OPIÐ LAUGARDAGA FRA KL. 10-16 LONDON AUSTURSTRÆT114 - S. 14260 I I I ) I I H Leggið útibú- ið ekki niður Til Velvakanda. I langa tíð hefur ekki verið fram- ið jafn ómannúðlegt verk og það sem íslandsbanki ætlar að gera núna. Að leggja niður útibú bank- ans í Drafnarfelli í Fellahverfi. Hér býr fólk, sem komið er á efri ár, í tuga ef ekki í hundraða tali. Þetta fólk þráir það eitt að geta bjargað sér sjálft á meðan stætt er. Nú er þessu fólki vísað út í kuldann. Því er ætlað að fara norður í Lóuhóla í hvaða veðri sem er, snjó og hálku til að borga sína reikninga og fleira. Við sem eldri erum höfum ekki þann sið, að standa ekki í skilum, ef við getum annað. Iðnaðarbankinn fékk leyfi á sín- um tíma til að byggja og reka þenn- an banka í Drafnarfelli í Fella- hverfi. Með það að leiðarljósi, að starfa hér um ókomin ár. Það hefur verið mikil og góð þjónusta fyrir allan þann mannfjölda sem hér býr. Nú á að taka þetta frá okkur. Hvernig geta eða vilja forráðamenn Islandsbanka framkvæma svo mik- ið óréttlæti. Að hafa ekki nema einn banka, norður f Lóuhólum fyrir Fella- og Hólahverfi, þar sem búa fleiri þúsund manns. En lítum niður Laugaveginn og gamla Miðbæinn. Þar eru bankar næstum því á hveiju götuhorni. Þaðan er fólkið að mestu leyti flutt í burtu. Nei, við í Fellahverfí mót- mælum öll þessari aðför. Ef til vill erum við líka svo litlir kúnnar að það sé lítil eftirsjá í okkur. Ég býst líka við að árslaun okkar ellilífeyris- þega frá Tryggingastofnun ríkisins, séu ekki meira en mánaðarlaun eins bankastjóra, ef ekki minna. Svo eru líka fleiri bankar. í Mjóddinni eru bæði Landsbankinn og Búnaðarbankinn. Það er ekki lengra að fara í þá. Ég efast ekki um að þar yrði okkur vel tekið. Ég hef áður skiþt við Búnaðarbankann og líkaði það vel. Að síðustu vona ég að netið sem þeir eru að mynda utanum íslands- banka verði með það stórum möskv- um að maður geti skriðið út um þá. Vonandi verður einhver annar banki svo vinsamlegur að stofna hér útibú fyrir okkur í Fellahverfi. Gömul húsmóðir. ------------- Reiðhjól Til Velvakanda. Nýlega var stolið tveim reiðhjól- um úr húsagarði í Vesturbænum. Annað er hvítt BMX TEAM hjól með rauðum púðum og hitt er grænleitt Kalkhoff karlmannshjól með ryðguðu krómstýri. Er það til- finnanlegt tap fyrir eina fjölskyldu að verða fyrir þessu. Ef einhver hefur orðið var við hjólin þá er sá hinn sami beðinn að hringja í síma 14887 eða 697302. Olga Sverrisdóttir. ilegar standklukkur Nýkomnar handútskornar standklukkur í mörgum gerðum. Hægt er að velja um tvo hljómfagra klukkuslætti í hverri klukku (Lady of Fatima og Westminster). Verð frá 106.000.," Marco, Langholtsvegi 111, sími 680690.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.