Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 6. OKTOBER 1990 KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ íslandsmeistarar Fram Morgunblaðið/KGA Frámarar urðu íslandsmeistarar í knattspyrnu á dögunum; urðu hlutskarpastir eftir æsispennandi lokabaráttu þar sem fjögur lið áttu möguleika á rneistaratitlinum fyrir síðustu umferðina, eins og knattspyrnuáhugamönnum er eflaust enn í fersku minni. Á myndinni eru meistararnir kampakátir eftir að hafa tekið við Islandsbikarnum. I aftari röð frá vinstri: Ólafur Orrason ritari knattspyrnudeildar, Albert Sævar Guðmundsson gjaldkeri, Ásgeir Elíasson þjálfari, Ágúst Ólafsson, Ríkharður Daðason, Jón Erling Ragnarsson, Viðar Þorkelsson, Baldur Bjarnason, Jón Sveinsson, Anton Björn Markússon, Kristinn R. Jónsson, Eyjólfur Bergþórsson varaformaður knattspyrnudeildar, Jóhann Kristinsson framkvæmdastjóri og Halldór B. Jónsson formaður. Í fremri röð frá vinstri: Haukur Pálmason, Guðmundur Gfslason, Guðmundur Steinsson, Pétur Arnþórsson, Vilberg Sverrisson, Pétur Ormslev, Birkir Kristinsson, Steinar Guðgeirsson og Kristján Jónsson. Víðir-sigur- vegarií2.deild Víðir, Garðt, sigraði örugglega í 2. deild karla í knattspyrnu á ný- liðnu keppnistímabili. A myndinni eru meistararnir í aftari röð frá vinstri: Óskar Ingimundarson þjálf- ari, VíðirFinnbogason, Einar Jón Pálsson, Ólafur Róbertsson, Klem- enz Sæmundsson, Hlynur Jóhanns- son, Karl Finnbogason, Ásbjörn Ásbjörnsson, Gísli Heiðarsson, Vil- hjálmur Einarsson, Þorsteinn Ey- jólfsson, Ingvar Ásmundsson, Magnús Þór Magnússon og Sigurð- ur Gústafsson, formaður Víðis. Fremri röð frá vinstri: Jónas Andr- ésson, Grétar Einarsson, Steinar Ingimundarson, Daníel Einarsson, Sævar Leifsson, Björn Vilhelmsson, Guðjón Guðmundsson, Guðmundur Einarsson og Atli Vilhelmsson. IMámskeið fyrir barna- og ungl- ingaþjálfara Grunnstigsnámskeið ÍSÍ fyr- ir barna- og unglingaþjálf- ara fer fram á vegum ÍSÍ dag- ana 13. til 15. október. Kennslu- stundir verða alls 26. Þátttökutilkynningar berist til ÍSÍ fyrir þriðjudagskvöld, 9. október. . , í'réttatilkynning frá ISI. Morflunblaðið/Björn Blöndal Guð læknar Heilun með hjálp ' Guðs anda án lyfja eða lækningajurta. Bókaverð 7,80 DM. Upplýsingar: Universal Life, Postfach 5643, D-8700 Wiirzburg, W-Germany. , > Morgunblaðiö/Ágúst Blöndal Kvennaliði Þróttar i'agnað við heimkomuna frá úrslitakeppninni, f.v.: Helga Gísladóttir, Sigrún Haraldsdóttir, Guðlaug Sigfúsdóttir, Anna Jónsdóttir, Þor- björg Jónsdóttir, Sesselja Jónsdóttir, Harpa Hermannsdóttir, Halldóra Sigurðardóttir liðsstjóri, Jóna Lind Sævarsdóttir, Inga Birna Hákonardóttir þjálfari, Þór- veig Hákonardóttir, Ásta Lilja Björrisdóttir og Hlín Jensdóttir. Deildarmeistarar í fyrstu tilraun Stúlkunum í meistaraflokki Þróttar í knattspyrnu, sem unnu sér sæti í fyrstu deild íslands- mótsins, var vei fagnað þegar þær komu heim frá úrslitakeppninni í haust. Þær sigruðu í báðum leikjum sínum í úrslitunum og urðu þar með sigurvegarar í annarri deild. Er þetta í fyrsta skipti sem kvenna- lið frá Þrótti tekur þátt í íslands- móti í knattspyrnu. Við heimkomuna voru þeim færð blóm frá Þrótti og bæjarstjórn. Þá ávarpaði Ásgeir Magnússon bæjar- stjóri þær. Talsverður mannfjöldi var á flugvellinum við heimkomu liðsins. Þjálfari er Inga Birna Hákonar- dóttir og leikur hún jafnframt með liðinu. Þess má geta að í liðinu eru tvennar systur, Inga Birna og Þór- veig Hákonardætur og tvíburasyst- urnar Anna og Sesselja Jónsdætur. í lokahófi Þróttar var Anna Jóns- dóttir kjörin besti leikmaður kvennaliðsins á keppnistímabilinu. Ágúst Blöndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.