Morgunblaðið - 06.10.1990, Page 49

Morgunblaðið - 06.10.1990, Page 49
49 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1990 GOLF / SVEITAKEPPNI EVROPUSAMBANDS SENJORAIAUSTURRIK11990 I l I \ I I I I I I f 9 I I I I STÓR-HLUTÍ VEIU Stór-hlutavelta körfuknattleiksdeildar Hauka verður haldin í íþróttahúsinu við Strandgötu iaugardaginn 6. október, og hefst kl. 13.00 Stórglæsilegir vinningar og að sjálfsögðu enginn núll. Vinningar m.a.: 4 ferðavinnjngar frá Ferðaskrifstof- unni ALÍS, húsbúnaðarvinningar frá Nýform, fatnaður frá Herrahorninu, Evu og Galierí, Vönum mönnum, Cosmo o.fl., sælgæti frá Góu, Mónu, Drift og margt, margt fleira. Dagskrá: Kl. 13.00 Hlutavelta og kaffisala með heima- bökuðu meðlæti. Kl. 14.30 í sal, þriggja stiga keppni og troðslu- keppni. Allir helstu snillingar landsins mæta. Kl. 15.00 Bæjarkeppni í körfuknattleik á milli Hauka og nýbakaðra Reykjanesmeist- ara ÍBK (hörku leikur). ÆS feröaskrifstofa, Bæjarhrauni 10, Hafnarfirði □□aamn SÆLO/CTISCERDIN OÓA RAJARMR AUNI U ■ 220 HAFNARFIRDI ■ SIMAR II4M 514*7 íslensku sveit- imar kom- ustuppímiðju Landslið kylfinga eldri en 55 ára hefur tekið þátt í sveitakeppni Evrópusambands senjóra síðan 1984 og er landsliðið nú nýlega komið heim úr keppnisför á 9. Evr- ópumótið, sem fram fór á'golfvöll- unum í Zell am See og Brandlhof' í Austurríki dagana 19.-21. sept- ember. Leiknar eru alls 54 holur. Báðar sveitirnar náðu 8. sæti af 15 og verður að telja það mjög góðan árangur. B-sveitin, sem keppir með for- gjöf, náði að vísu 6. sætinu í fyrra, en heildarárangur sveitarinnar varð hins vegar aðeins betri núna. Fyrst og fremst bætti A-sveitin árangur sinn stórlega, lék samtals á 1.012 höggum, en hefur tvívegis á fyrri árum náð 1.039. Sveitin bætti sig sem sagt um 27 högg og er þó golfvöllurinn í Zell am See einhver sá erfiðasti, sem A-sveitir hafa keppt á, lengdin 6.218 af öftustu teigum, þaðan sem leikið var. Á meira en helmingi brautanna kemur vatn við sögu og má segja að hætt- ur séu við hvert fótmál. Eftir lang- varandi vætu voru brautir mjög gljúpar, en flatir bæði stórar og geysilega hratt rennsli á þeim. Brandlhof-völlurinn, þar sem B- sveitirnar kepptu, er nánast inni í gljúfri og lagður meðfram á, sem þar rennur á flötum og skógi vöxn- um eyrum. Þessi völlur er afar sér- kennilegur og umhverfið á vart sinn líka. En hann er nokkuð styttri, eða ,um 5.7Ö0 m af gulu teigunum, ’þaðan sem B-sveitirnar leika. Við völlinn er geysistórt golfhótel og fóru mótsslit fram þar. Eins og á undanförnum árum, höfðu íslensku keppendurnir öðlast rétt til þátttöku með keppni í móta- röð í sumar. í A-liðið, sem keppir án forgjafar, bættist nú íslands- meistarinn í öldungaflokki frá í sumar, Sigurður Albertsson. Eins og eðlilegt er, verður meiri hreyfing í sveitinni, þar sem keppt er með forgjöf. í þetta sinn komu þrír inn í liðið, sem ekki voru þar í fyrra, Guðjón Jónsson frá Akureyri, Olaf- ur Ágúst Ólafsson úr Reykjavík og Guðmundur Valdemarsson af Akra- nesi. Skipulagið gerir alltaf ráð fyrir tveimur æfingadögum á keppnis- völlunum, en sjálf keppnin er þriggja daga, 54 holur. Austurríkis- menri stóðu að framkvæmdinni með glæsibrag og fegurðin sem þar er allt um kring, á sinn þátt í að gera mót eins og þetta ánægjulegt og eftirminnilegt. Styrkur einstakra keppenda frá Evrópulöndunum var svipaður og í fyrra; tveir voru með 1 í forgjöf og segir sína sögu um völlinn í Zell am See, að yfirleitt voru þeir bestu afar langt frá því, að leika á sinni forgjöf. Eins og á síðastliðnu hausti í Dusseldorf sigruðu ítalir og kom það ekki á óvart. Hins vegar kom á óvart, að íslenska A-sveitin var í 5.-6. sæti eftir fyrsta daginn og vegna þess kom í hlut íslendinga að lenda í riðlum með sterkustu löndunum tvo síðari dagana. Það þótti ný og skemmtileg upplifun. Bestum ein- staklingsárangri náði ítalinn Rol- and Conklin fyrsta daginn, þegar hann lék völlinn á parinu, 72. Verð- launin fyrir besta skor alla þrjá dagana hlaut hann einnig. Það voru annars ótrúlega fáir, sem náðu undir 80, en meðal þeirra var Þor- björn Kjærbo, sem lék fyrsta daginn á 79. Það er þó ljóst, að betri ár- angri en þetta er vart hægt að von- ast eftir, til þess eigum við ekki nógu sterka einstaklinga, menn sem þyrftu að vera með 3-5 forgjöf. í keppninni um Evrópubikarinn, þar sem forgjöf gildir, gegnir öðru máli. Þar eiga okkar menn að hafa sömu möguleika og aðrir, svo fram- arlega sem forgjöf þeirra er rétt og að þeir nái að leika á henni, eða því sem næst. Það er líka happ- drætti, hvernig einstakir keppnis- dagar verða. Árangur fjögurra bestu frá hveiju landi er látinn telja og því getur farið svo, og gerði það raunar hjá B-sveitinni, að öllum gekk vel einn daginn og féll þá út árangur tveggja með ágætt skor. Hins vegar léku allir slaklega annan B-sveitin. Talið frá vinstri: Guðmundur Valdemarsson, Ólafur Ágúst Ólafs- son, Sveinbjörn Jónsson, Guðjón Jónsson, Birgir Sigurðsson og Alfreð Viktors- son. A-sveitin. Talið frá vinstri: Sigurður Albertsson, Jóhann Benediktsson, Gísli Sigurðsson, Pétur Antonsson, Karl Hólm og Þorbjörn Kjærbo. dag og þurfti þá vond skor að koma til talnignar. í A-sveitinni varð árangur ein- stakra keppenda sem hér segir: Þorbjörn Kjærbo 79 83 84 alls 24fl_ högg Gísli Sigurðsson 83 83 82 — 248 — Sigurður Albertss. 82 8B 89 — 256 — Jóhann Benediktss. 87 87 88 — 262 — KarlHólm 90 89 90 - 269 - Pétur Antonsson 92 94 99 — 285 — í B-sveitinni varð árangur einstakra kepp- enda sem hér segir: bögg Sveinbjöm Jónss. 73 74 76 alls 223 nettó Guðm. Valdemarss. 78 80 70 — 228 — Alfreð Viktorsson 77 82 74 — 233 — Birgir Sigurðsson 80 79 75 — 234 — Ólafur Á. Ólafsson 80 80 77 - 237 - Guðjón Jonsson 78 82 84 — 244 — Urslit mótsins urðu þau, að í meistarakeppninni í Zell. am See varð Ítalía í 1. sæti á 953 höggum, Svíþjóð í öðru á 963 og Þýskaland í þriðja á 965. í keppninni um Evr- ópubikarinn á Brandlhof-vellinum fóru leikar svo að gestgjafinn, Aust- urríkismenn, sigruðu á 869 höggum nettó, númer tvö varð Finnland með 877 högg og Þjóðvetjar í þriðja sæti með sama höggafjölda. Tíunda sveitakeppnin verður háð á íslandi næsta sumar og því .var formaður undirbúningsnefndar, Vilhjálmur Ólafsson, með í förinni. Þar var einnig Hörður Guðmunds- son, formaður LEK, Landssamtaka eldri kylfinga, og sat hann for- mannafund, þar sem margs var spurt um golf á íslandi og Evrópu- mótið sem þar verður næsta sum- ar. Við mótsslitin veitti hann við- töku fána Evrópusambandsins og lauk ávarpi sínu með ósk um að sem flestir gætu komið til mótsins á íslandi í ágúst 1991.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.