Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SÞROI IIR LAUGARDAGUR (i. OKTOBER 1990 » 51 KNATTSPYRNA / UNDANKEPPNI EM Tveir nýliðar í hópi Spánverja Luis Suarez, landsliðsþjálfari Spánverja, valdi í gær hóp sinn fyrir landsleikinn gegn íslendingum í Sevilla á miðvikudaginn. Tveir nýliðar eru í hópnum; miðjumaður- inn Guillermo Amor og framherjinn Ernesto Valverde. Framherjinn Ait- or Beguiristain frá Barcelona, sem komst ekki í HM-hóp Spánverja í sumar, var nú valinn á ný en Migu- el Chendo, varnarmaður frá Real Madrid sem átt hefur fast sæti í liðinu, er úti í kuldanum. Leikið verður á sama velli og þegar þjóðirnar mættust síðast á Spáni; Benito Villamarin leikvang- inum, heimavelli Real Betis. Liðin mættust þar haustið 1985 í undan- keppni HM í Mexíkó. Spánverjar sigruðu í þeirri viðureign, 2:1, eftir að Guðmundur Þorbjörnsson hafði náð forsytunni fyrir ísland. Landsliðshópur Spánverja er þannig: Markverðir: Andoni Zubizarreta (Barcelona), Juan Ablanedo (Sporting Gijon). Varnarmenn: Nando Munoz (Barcelona), Manuel Sanchis (Real Madrid), Ricardo Serna (Barcelona), Raíael Alkorta ( ). Miðjumenn: Michel Gonzalez (Real Madrid), Guillermo Amor, Rafael Martin Vazquez (Tórínó), Rafa Paz (Sevilla), Fernando Gomez (Valencia). Framherjar: Ernesto Valverde, Emilio Butragueno (Real Madrid). "Eftir vonbrigðin í heimsmeistara- keppninni á Italíu í sumar hefur stefnan verið sett á úrslitakeppni Evrópukeppninnar í Syíþjóð 1992. Spánverjar hafa leikið einn leik eft- ir HM og var það á móti hálfgerðu varaliði Brasilíu. Spánverjar unnu 3:0 með mörkum nýliðans Carlos (2) og Michel. Luis Suarez, þjálfari, var mikið gagnrýndur eftir HM en heldur þó áfram með liðið næstu tvö árin. Erfiðleikar Spánverja liggja í sókn- arleiknum því að í deildinni eru mestu markaskorarnir útlendingar. Miðja liðsins og markvarsla er mjög góð og vörnin all þokkaleg. Emilio Butragueno, fyrirliði lands- liðs Spánverja. KNATTSPYRNA Guðrnundur t íl Beigíu? Guðmundur Benediktsson, landsiiðsmaðurinn ungi úr Þór á Akureyri, hefur fengið boð M belgíska 1. deildarliðinu Eker- en um að æfa með félaginu. Guðmundur hefur vakið athygli í sumar, bæði með landsliði 16 ára og yngri og 18 ára yngri. Hann gerði mark íslands gegn Belgíu, í Evrðpukeppni U-18 ára, ýtra á.dögunum, og eftir viður- eignina ræddi maður frá Ekeren við hann. „Nú verður hlé á landsliðsæf- ingum fram yíir áramót, þannig að ég get vel hugsað mér að fara og æfaí Belgíu," sagði Guðmund- ur yið Morgunblaðið í gær. Útlendingar sem gerast at- yinnumenn hjá belgískum félög- um fyrir 17 ára aldur teljast til Belgíumanna. Guðmundur er ný- orðinn 16 ára. .***&' auðmundur Senediktsson. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI BIKARHAFA „Nú hefði yfirbyggdur völlur komið sér vel" - sagði Ásgeir Eiíasson, þjálfari íslandsmeistara Frann, sem mæta Barcelona í 2. umferð á Laugardalsvelli 23. október Framarar drógust gegn Barce- lona í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu. Fyrri leik- urinn verður á Laugardalsvelli þriðjudaginn 23. október, en spilað verður í Barcelona 7. nóvember. Fyrir tveimur árum lék Fram gegn Rapid Vín í 2. umferð á svipuðum tíma — í kulda og snjó eins og gera má ráð fyrir á þessum árstíma. „Aðstæður hér eru auðvitað ekki nógu góðar til að leika knattspyrnu á þessum tíma," sagði Ásgeir Elías- son, þjálfari Fram, „og nú hefði vfirbyggður völlur komið sér vel. ÞYTHOKKI Sumir minna manna eru búnir. að vera stanslaust í boltanum síðan í nóvember í fyrra og eru því lang- þreyttir. Því líst mér ekki á að leika í drullu — best yrði fyrir okkur að leika á frosnum vellinum." Gaman Ásgeir sagði að Barcelona hefði ekki verið efst á óskalistanum. „Ég vildi fá flest annað nema ekki aust- antjaldslið. Hins vegar ætti þetta að verða gaman fyrir íslenska áhugamenn um fótbolta, því Barce- lona er eitt af sterkustu félagsliðum Evrópu." Þjálfarinn sagðíst ekki hafa fylgst sérstaklega með liðinu og átti ekki von á að fara til Spánar til að fylgjast með því, en gerði ráð fyrir að reynt yrði að fá mynd- bandsspólur með leikjum þess. Fyrri leikurinn verður eftir rúman hálfan mánuð og koma Framarar til með að æfa tvisvar í viku fram að seinni leiknum. Haust- mót stendur yfir og er leikið ágervi- grasinu í Laugardal, en Asgeir sagði að það væri ekki góður undir- Þythokkí á vinsældum að fagna viða erlendis og á eflaust eftir að njóta vinsælda hér á landi. Fyrsta opna mótið hérlendis Fyrsta opna þythokkímótið (e. shuffleboard) hérlendis verð\ir haldið í Keilusalnum í Öskjuhlíð dagana 12., 13. og 14. október. Leikið verður í þremur flokkum; að 14 ára aldri, 14 - 16 ára og 17 ára og eldri. Þátttaka er öllum heimil. Keppnin verður með' útsláttarfyrir- komulagi, en hver keppandi má tapa þremur leikjum án þes að falla úr keppni. Evrópukeppni meistaraliða Dynamo Dresden (Þýskalandi). - Malmö (Svfþjóð) Rauða Stjarnan (Júgóslavíu) - Glasgow Rangers (Skotlandi) Dinamo Búkarest (Rúmeníu) - Porto (Portúgal) Real Madrid (Spáni) - Swarowski Tirol (Austurríki) Bayern Munchen (Þýskalandi) - CFKA Sredetz Sofia (Búlgaríu) Lech Poznan (Póllandi) - Marseille (Frakklandi) Napolí (ítalíu) - Spartak Moscow (Sovétríkjunum) . AC Milan (ítalíu) - Club Brugge (Belgíu) . iCeppni bikarhafa Dynamo Kiev (Sovétríkjunum) - Dukia Prag (Tékkóslóvakíu) Manchester United (Englandi) - Wrexham (Wales) Olympiakos (Grikklandi) - Sampdoria (ítalfu^ FC Barcelona (Spáni) - Fram Reykjavík (íslandi) Steaua Búkarest (Rúmeníu) - Montpellier (Fi-akklandi) Liege (Belgíu) ¦¦ Estrela da Amadora (Portúgal) Aberdeen (Skotlandi) - Legia Varsjá (Póllandi) UEFA-keppnin Bröndby (Danmörku)'- Ferencvaros (Ungverjalandi)s Admira Wacker (Austurríki) - Luzern (Sviss) Hearts (Skotlandi) - Bologna (ítalíu) Bayer Leverkusen (Þýskalandi) - Katowice (Póllandi) Fenerbahee Istanbul (Tyrklandi) - Atalanta (ítalíu) Sporting Lissabon (Portúgal) - Politehnica Timisoara (Rúmeníu) Partizan Belgrað (Júgóslavíu) - Real Sociedad (Spáni) Magdeburg (Þýskalandi) - Bordeaux (Frakklandi) Valencia (Spáni) - AS Roma (ítalíu) Chernomorete Odessa (Sovétríkjunum) - Mónakð (Frakklandi) Universitatea Craiova (Rúmeníu) - Borussia Dortmund (Þýskalandi) l.FC Köln (Þýskalandi) - Inter Bratislava (Tékkóslóvakíu) Vitesse Arnhem (Hollandi) - Dundee United (Skotlandi) Internazionaie (ítalíu) - Aston Viila (Englandi) Sevilla (Spáni) - Torpedo Moskvu (Sovétríkjunum) ¦Fyrri leikirnir eiga að.fara fram 24. október og þeir síðari 7. nóvember. Barcelona var dregið á undan Fram, en félögin sömdu um að fyrri leikurimi færi fram hér á landi. Hann verður þriðjudag- inn 23. október. búningur að ieika á gervigrasi fyrir grasleiki. „Ég læt kjarnan í mesta lagi leika hálfan leik," sagði Ásgeir. Fyrir tveimur árum tapaði Fram 2:0 heima gegn Barcelona og 5:0 úti í sömu keppni og sjálfsagt gerir enginn ráð fyrir að Fram komist í 3. umferð. „Það er óraunhæft að gera ráð fyrir sigri, en knattspyrnan er óútreiknanleg og það er það sem gerir hana skemmtilega," sagði Asgeir, sem á frekar von á að halda áfram sem þjálfari Fram á næsta keppnistímabili. BADMINTON FELAGSSTARF Flugukastæfingar Hið árlega vetrarstarf Kast- klúbbs Reykjavíkur hefst á sunnu- daginn, 7. október, kl. 10.20 íLaug- ardalshöll. Kennd eru fluguköst, og leiðbeinendur vanir fluguveiðimenn. Félagið lánar stangir. Hátíð hjá Fjölni Á morgun frá kl. 16 til 18 verðv. ur uppskeruhátíð íþróttafélagsins Fjölnis í Fjörgyn. „Greint verður frá kjöri „íþróttamanns ársins 1990" úr öllum deildum og flokkum. Sýnd- ar verða teikningar af íþróttasvæði Fjölnis og íþróttamiðstöð í Grafar- vogi og. fl. verður á dagskrá. SUND Unglingamót Unglingamót sunddeildar Ár- manns verður haldið í sundhöll Reykjavíkur sunnudaginn 14. okt- óber. Skráningu lýkur í dag (Stella s. 76618). Fyrsta opinbera mótvetrarins: Árni Þór sigraði Brodda í einiiðaleik Arni Þór Hallgrímsson, TBR, sigraði Brodda Kristjánsson, TBR, í úrslitaleik í einliðaleik karla á fyrsta opinbera badmintonmóti vetrarins, sem fram fór í TBR- húsinu um síðustu helgi. Broddi, sem hefur verið nær ósi- grandi í einliðaleik karla undanfarin ár, varð að lúta í lægra haldi fyrir Árna Þór, sem sigraði 13:18, 15:9 og 15:8. Guðrún Júlíusdóttir.TBR, sigraðY nokkuð örugglega í kvennaflokki, vann alla leiki sína.Elsa Nielsen, TBR, varð önnur og Ása Pálsdóttir, ÍA, í þriðja sæti. TENNIS TENNIS: Fyrir börn og unglinga. Lausir tímar í tenniskennslu í TBR-húsinu á þriðjudögum, miðvikudögum og föstudöq- um kl. 13.00-16.30. MINNI-TENNIS Fyrir börn á aldrinum 6-10 ára í Fossvogsskóla milli kl. 17.00-19.00 mánudaga og miðvikudaga og í Breiða- gerðisskóla á laugardögum kl. 10.20-12.00. Innritun og upplýsingar í síma 31497 kl. 18.00-21.00 frá og með sunnudegi 7/10. Tennisklúbbur Víkings

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.