Morgunblaðið - 09.10.1990, Síða 27

Morgunblaðið - 09.10.1990, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 27 Azerbajdzhan: Brezhnevs-sinni vinnur stórsignr í kosningum Moskvu. Reuter. GEIDAR Alíjev, einn af helstu samstarfsmönnum Leoníds Brez- hnevs, er var leiðtogi Sovétríkjanna um margra ára skeið, vann fræki- legan sigur í þingkosningum í Azerbajdzhan í lok september. Að sögn fjölmiðla hlaut Alíjev 95% atkvæða í kjördæmi sínu. Alíjev er 67 ára gamall og var eitt sinn háttsettur foringi í öryggis- lögreglunni, KGB. Hann lagði sig fram um að koma sér í mjúkinn hjá Brezhnev og er enn vitnað til þess að tveim vikum fyrir dauða leiðtogans 1982 hrósaði Alíjev Brezhnev í alls 133 skipti í einni og sömu ræðunni. Árið 1987, tveim árum eftir valdatöku Míkhaíls Gor- batsjovs,' var'Alíjev vikið úr stjórn- málaráði kommúnistaflokksins en ráðið var þá valdamesta stofnun ríkisins. Blaðið Komsomolskaja Pravda- sem er hlynnt róttækum umbóta- sinnum, segir að sigur Alíjevs geti klofið kommmúnistaflokk Az- erbajdzhans. Alíjev gæti orðið leið- togi klofningshóps harðlínumanna. Lokaúrslit eru ekki kunn en kornrn- únistar verða að líkindum í meiri- hluta á þingi. Að sögn blaðsins fengu róttækir umbótasinnar Lýð- ræðisfylkingarinnar aðeins 26 af 350 sætum. Vegna átaka í landinu undanfarin tvö ár gilda herlög á mörgum sviðum og fjölmiðlar hafa átt erfitt með að fylgjast með fram- kvæmd kosninganna. Discovery flutti sólkönnun- arhnöttinn Ulysses á braut Allt gekk eins og í sögu þegar geimskutlunni Discovery var skotið á loft á laugardag með sólkönnunarhnöttinn Ulysses innanborðs. Ulys- ses var kominn á braut sína sex klukkustundum eftir flugtak. For- gangshlutverk hans verður að senda til jarðar fyrstu þrívíddarmyndirn- ar um sólvirknina. Áhöfn geimskutlunnar, fimm manns, var þegar tekin til við ýmis vísindastörf úti rgeimnum á sunnudag. Nílján manns klifu Everest um helgina Nepal. Reuter. NÍTJÁN fjallgöngumenn frá sex löndum komust á tind Everest, hæsta fjalls heims, um helgina, að sögn ferðamálaráðuneytisins í Nepal. Fjallgöngumennirnir voru frá Bandaríkjunum, Kanada, Júgó- slavíu, Suður-Kóreu, Frakklandi og Nepal. Tveir komust á hinn 8.848 metra háa tind sl. fimmtudag, átta á föstudag, fimm á laugardag og Qórir á sunnudag. Garparnir voru í fjórum leiðangrum. Á meðal fjallgöngumannanna vom júgóslavnesk hjón og í franska hópnum var kona, Christine Janin, en hún er fyrsta franska konan sem sigrast á Everest. Einn félaga henn- ar, Marc Batard, hugðist dvelja næturlangt á tindinum en óstaðfest- ar fregnir herma að hann hafi snú- ið til baka eftir klukkustundar vist þar sem mjög kólnaði í veðri og hann óttaðist að fijósa í hel. I VARSJÁ - Pólska lögreglan hefur handtekið Miroslaw Milew- ski, harðlínukommúnista og fyrrum innanríkisráðherra, og hefur hann verið ákærður fyrir mútuþægni. Þetta er í fyrsta sinn sem háttsett- ur embætíismaður á valdatíma kommúnista er handtekinn frá því stjórn undir forystu Samstöðu komst til valda í fyrra. Fleiri hand- tökur eru ráðgerðar. ■ SHENZHEN, Kína - Fyrsti McDonalds-hamborgarastaðurinn í Kína var opnaður í borginni Shenz- hen, við landamærin að Hong Kong, í gær. Eigendur skyndibitastaðarins eru frá Hong Kong og vonast þeir til að geta opnað 500 staði í Kína í framtíðinni. ■ TRIPOLI - Forsætisráðherra og utanríkisráðherra Líbýu létu af embætti á sunnudag er mikil upp- stokkun var gerð á stjórn landsins. Sjö háttsettir ráðherrar til viðbótar urðu að víkja, svo og seðlabanka- stjóri landsins. Engar ástæður voru gefnar fyrir uppstokkuninni. ■ YAMOUSSOUKRO, FÍIa- beinsströndinni - Felix Houp- houet-Boigny, forseti Fílabeins- strandarinnar, lýsti því yfir í gær er flokkur hans útnefndi hann sem forsetaframbjóðanda í sjöunda sinn að þetta yrði í síðasta skipti sem hann yrði í framboði. Houphouet- Boigny, sem er 84 ára gamall, hef- ur verið forseti í þijá áratugi og fær nú í fyrsta sinn mótframboð þar sem eins flokks kerfi var afnumið í landinu eftir mikil mótmæli fyrr á árinu. ■ PRAG - Tékkneska stjórnin hefur fyrirskipað Heimssambandi verkalýðsfélaga, sem aðhyllist kommúnisma og hefur verið stjórn- áð frá Prag, að fara úr landinu. Sambandið var stofnað 1945 ogtók fljótlega að fylgja Moskvustjórninni að málum með þeim afleiðingum að vestræn verkalýðsfélög sögðu sig úr því 1949 og- stofnuðu Al- þjóðasamband fijálsra verkalýðs- félaga. Öll tékknesku verkalýðs- félögin hafa sagt sig úr Heimssam- bandi verkalýðsfélaga. EIMSKIP HF. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS kt. 510169-1829 Pósthússtræti 2, Reykjavík Hlutabréfaútboð Útboðsfjárhæð kr. 41.315.802.- Sölutímabil frá 8.-19. október 1990 Gengi hlutabréfa að nafnverði kr. 5.000 til 25.000 er 5,60. Heimilt er að gera tilboð í hlutabréf að nafnverði frá 25.000 og allt að einni milljón króna á ekki lægra gengi en 5,60. Umsjón: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. SIEMENS Sjónvarpstœki | Sjónvarps- | myndavélar Hljómtœkja- samstœður Útvarpsvekjarar Gœðatœki fyrir þig og þína! SMUH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.