Morgunblaðið - 09.10.1990, Side 44

Morgunblaðið - 09.10.1990, Side 44
MORGÚNBLAÐIÐ ÞttlÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 44 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú færð gagnleg ráð varðandi tjánnál þín í dag, en að öðru léyti er ekki heppilegt fyrir þig að standa í neins konar samninga- gerð. Varaðu þig á blaðurskjóð- um. Naut (20. apríi - 20. maí) tr^ Hjálp þín verður vet þegin í dag af nánum ættingja eða vini, en þú verður að halda fast utan um budduna þina og spara eins og mögulegt er. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú stendur ráðþrota frammi fyrir einhveiju vandamáli. Ef til vill er best fyrir þig að taka þér hvfld og leyfa undirmeðvitundinni að starfa óþvingaðri. Reyndu að fara hinn gullna meðalveg milli leiks og starfs í dag. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú sérð ákveðið fjölsjtyldumál frá nýju sjónarhomi í dag. Þú verður að vara þig á þeirri tilhneigingu þinni að hopa af hólmi. Gerðu ráðstafanir til að hitta ættingja þinn sem þú hefur ekki séð lengi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) <ef Forðastu drembilæti. Einhveijir erfiðleikar koma upp milli þín og vinar þíns. Þú skiptir um skoðun í máli'sem varðar heimilið og flöl- skylduna. Meyja (23. ágúst - 22. september) M Framkoma þin er sveiflukennd í dag og markast ýmist af fullu trúnaðartrausti eða ástæðulaus- um grunsemdum. Þér miðar hæg- ar áfram með verkefni þitt en þú hugðir. Vog (23. sept. - 22. október) Þú ferð með mikla fjámiuni í ferðalag eða málaferli. Vinur þinn er í skapi lil að ýkja svolítið eða ýta á undan sér hlutunum. Sþorddreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú átt í miklu samningamakki í dag, en í rauninni kemur afskap- lega lítið út úr því. Reyndu að sjá þér út tíma til að sinna hugð- arefnum þínum. Þú verður að fá næði til að endurnýja lífsorkuna. Bogmaöur (22. nóv. — 21. desember) Gerðu þitt besta til að láta aðra ekki bíða eftir þér í dag. Það sem gerist á bak við tjöldin hefur Slæm áhrif á sambandi þitt við náinn ættingja. Vinur þinn trúir þér fyrir sínum leyndustu málum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú verður fyrir tíðum truflunum í dag og getur ekki gert allt sem gera þarf. Hætta skal hveijum leik þá hæst hann fram fer. Sinntu félagslífínu i kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) $5% Stattu við þau fyrirheit sem þú hefur gefið öðru fólki. Ráð vínar þíns færa þér nýja sýn á hlutina. Vinna og leikur fara ekki saman í dag. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) -au* Þú gerir breytingar á Qárfesting- aráætlun þinni í dag. Þú færð gesti þegar illa stendur á hjá þér. Sinntu verkefnunum jafnóð- um og þau berast þér og leggðu þig fram. AFMÆLISBARNIÐ hefur leið- togahæfileika og eðlislægan áhuga á opinberum málum. Því líkar ekki að taka við fyrirskipun- um frá öðrum, heldur vill það gera hlutina eftir sínu eigin höfði. Stjómmál og listir höfða mjög líklega fremur til þess en frami í atvinnulífinu. Það ætti ævinlega að vera hugsjónum sínum trútt og láta ekki eftirsókn eftir verald- legum gæðum setja sig út af sporinu. Stjörnuspána á aó lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra stadreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI /CÚLAN yVUCJ ^ 5/9 L JÓSKA -1——1 -m hd ~ SJ’a / L ...... ÍSÖL UMENNS/OJ 80HG - A£>! S/G SA*/NA/?t_B6A J, k \minratta~j ftB \ 1 V £ CCDr\IM amh HlKUIIMAIMU JB. -V=~ r^'Tf JX y r ' 'ó 'HhirÐí/ '1 «7 xwri'Wv c > 11 ~~ 1 ^ ^ » - + SMÁFÓLK BRIDS Sveit Landsbréfa hf. vann sveit S. Ármanns Magnússonar í spennandi úrslitaleik Bikar- keppni BSÍ sl. sunnudag. Spiluð voru 64 spil í 4 lotum og höfðu liðsmenn Landsbréfa náð 32ja IMPa forskoti eftir fyrstu þrjár loturnar. En mótheijarnir höl- uðu stöðugt inn í síðustu spilun- um, og þegar einu spili var ólok- ið munaði aðeins einum IMPa — 177-176! í því spili vann sveit Landsbréfa bútasveiflu uppá 5 IMPa og leiknum lyktaði því með 6 IMPa mun. Sveit Lands- bréfa er þannig skipuð: Jón Baldursson - Aðalsteinn Jörg- ensen, Magnús Ólafsson - Jón Þorvarðarson, og Valur Sigurðs: son - Sigurður Vilhjálmsson. í sveit S. Ármanns Magnússonar spila: Ólafur Lárusson - Jakob Kristinsson; og Hermann Lárus- son - Óli Már Guðmundsson. 12 IMPar ultu á útkomu austurs í spili 53: Norður gefur; NS á hættu. Vestur ♦ G642 VÁ1082 ♦ K2 + 975 Opinn Norður ♦ ÁKD10 VDG74 ♦ G6 ♦ D83 II Suður Austur + 973 VK53 ♦ 54 + G10642 + 85 V96 ♦ ÁD109873 + ÁK salur. Vestur Norður Austur Suður J6n Þ. Ólafur ' Magnús Jakob — 1 grand Pass 2 spaðar Pass 3 tíglar Pass 4 grönd Pass • 5 tíglar Pass Pass Pass Lokaður salur. Vestur Norður Austur Suður Óli Már Jón B. Hermann Aðalst. — 1 grand Pass 2 spaðar Pass 3 tíglar Pass 4 tfglar Pass 4 spaðar Pass 5 tíglar Pass Pass Pass Eftir opnun á veiku grandi yfirfæra bæði Jakob og Aðal- steinn í tígul með 2 spöðum. Svarið á 3 tíglum neitar háspili í litnum, en slemma getur samt verið borðleggjandi frá bæjar- dyrum suðurs og því er eðlilegt að fara fram hjá 3 gröndum. Aðalsteinn fer nákvæmu leiðina og kemur þar með upp um veik- leikann í hjarta. Hermann hitti á hjarta út og spilið fór einn niður. Jakob spurði einfaldlega um ása og hafnaði slemmunni þegar hann fékk einn. Magnús hafði því lítið við að styðjast og spilaði út laufi. SKAK Á alþjóðlegu móti í New York sem nú er nýlokið, kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Kotr- onias (2.510), Grikklandi, sem hafi hvítt og átti leik, og King (2.560), Englandi. 20. Hfel! (Ef hvítur fórnaði ekki manni og léki 20. Rxd6-l— Bxd6 myndi svartur ná að jafna taflið.) 20. - Rxb5 21. Bxe5 - Be7 22. Rxb5 - 0-0 (Gefur manninn til baka, en 22. - Dxb5 23. Bxg7 var heldur ekki glæsilegt.) 23. Rd4 - Dc5 24. b4 - Dc4 25. Rf5 - Bxb4 26. Dh6! og svartur gafst upp, því hann er óveijandi mát. Úrslit mótsins urðu þessi: 1. Larsen 6 'A v. af 9 mögulegum, 2. Kotronias 6 v. 3. Speelman 5 'A v. 4.-6. Fishbein og Frias (báðir Bandaríkjunum) og King 5 v. 7. Hodgson (Englandi) 3'/2 v. 8.-9. Mednis og Wolf (báðir Banda- ríkjunum) 3 v. 10. Áverbach (Sov- étr.) 2 ■/« v.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.