Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990 Félagsfundur SÍF; Tillaga um bann við útflutningi fersks fisks felld TILLAGA sem borin var upp af stjórn og hagsmunanefnd Sölu- sambands íslenskra fiskútflytjenda þess efnis að félagsmenn í SÍF flytji ekki út ferskan flattan fisk á saltfiskmarkaði var felld með meirihluta atkvæða á almennum félagsfundi í SÍF í gær. Dagbjartur Einarsson stjórnarformaður í SÍF kvaðst ekki líta á úrslitin sem vantraust á stjórnina. Dagbjartur sagði að með tillög- unni hefði mönnum verið boðið upp á að velja á milli þess að flytja út saltfísk og vera í sölusamtökunum eða flytja út ferskan flattan fisk og ganga úr þeim. Hann sagði að þetta mál yrði tekið upp að nýju einhvem tíma í náinni framtíð, það væri engan veginn útrætt. Dagbjartur minnti á að 95% fé- Höfn í Hornafirði; Síldarsölt- unerhafín SÍLDARSÖLTUN hófst hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfell- inga á Höfn í Hornafirði í gær en þá voru söltuð þar 50 tonn, sem Hvanney SF fékk í Horna- fjarðardýpi aðfaranótt föstu- dags. lagsmanna hefðu verið því sam- þykkir í leynilegri atkvæðagreiðslu sl. vor að útflutningur á saltfiski yrði áfram alfarið í höndum SÍF. Hefði tillagan sem borin var upp á fundinum í gær verið samþykkt hefðu útflytjendur ferksfisks ekki lengur getað komið saltfíski sínum á markaði erlendis og þá væri sú stund runnin upp sem margir hefðu óttast að ráðherra tæki í taumana og gæfi útflutning á saltfiski frjáls- an. „Tollur á flöttum ferskum fiski er 3,7% en tollur á saltfiski er hins vegar allt upp í 13% í Evrópubanda- lagsrílq'unum. í skjóli þessa hefur útflutningur á ferskum fiski farið fram. Það sama verður að ganga yfír alla innan þessara samtaka," sagði Dagbjartur. Viðskiptaviðræðum Morgunblaðið/Arni Sæberg Þröstur kveður Landhelgisgæsluna Þröstur Sigtryggsson skipherra lét af störfum í gær hjá Landhelgisgæslunni en þar hóf hann störf fyrir 42 árum. Þröstur hyggst starfa í vetur við kennslu- störf í grunnskólanum á Þingeyri og sagði hann ekki loku fyrir það skotið að hann og Ijölskylda hans flyttist vestur ef þeim líkaði vistin í vetur. Þröstur var um áratugaskeið einn af þekktustu skip- herrum Landhelgisgæslunnar og var meðal annars við stjómvölinn á Gaut, litla, gamla og nýja Óðni, Þór, Tý, Maríu Júlíu, Albert og Árvakri. Þá á hann að baki 2.700 flugstundir hjá Gæslunni. Undanfarin ár hefur hann verið yfirmaður í stjórnstöð Landhelg- isgæslunnar. Myndin er tekin í kveðjuhófi þar sem Þresti voru þökkuð gifturík störf fyrir Landhelgis- gæsluna. Honum á hægri hönd er Pétur Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Landhelgisgæslunnar, og á vinstri hönd er Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Land- helgisgæslunnar. Islendinga og Sovétmanna frestað: Viðskiptajöfnuður óhagstæð- ur okkur um tvo milljarða kr. ALMENNUM viðskiptaviðræðum íslendinga og Sovétmanna, sem hófust í Reykjavík á mánudag, hefur verið frestað vegna skipulags- breytinga og efnahagsástandsins í Sovétríkjunum. Viðræðurnar verða teknar upp aftur í næsta mánuði, að öllum líkindum í Moskvu. Gert er ráð fyrir að viðskiptajöfnuður landanna verði óhagstæður íslendingum um 36 milljónir Bandaríkjadala í ár, eða um tvo millj- arða króna, en viðskiptajöfnuðurinn er óhagstæðari en ella vegna olíuverðshækkunarinnar undanfarið. Ágúst Guðmundsson GK og Höfrungur II GK fengu einnig síld í Hornafjarðardýpi aðfaranótt föstudags. Höfrungur II GK fékk 160 tonn og var aflinn frystur hjá KASK. Ágúst Guðmundsson GK veiddi 70 tonn, helmingur aflans var seldur á Fiskmarkaði Suður- nesja í gær en hinn helmingurinn verður frystur í <Tag hjá Valdimar hf. í Vogum, sem gerir skipið út. Flæddi inn í skútu SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík að- stoðað við að dæla sjó úr skútu sem laskaðist í Reykjavíkurhöfn í gær í hvassviðrinu. Skútan hafði slegist utan í bryggjuna og gat komið á skut hennar ofan sjólínu. Flæddi inn í hana í öldurótinu én greiðlega tókst að dæla sjónum úr henni. Skútan var síðan færð að viðlegukanti þar sem lygnara var. Ljósastaur féll niður í bíla- geymsluhúsinu við Bergstaðastræti en ekki er ljóst hvort um er að kenna hvassviðrinu eða skemmdar- verkum. Verkefnisstjóm þróunarverkefn- isins Málms ’92 hefur frá því í vor kannað möguleika á stofnun svo- nefndra fyrirtækjaneta um stóriðju- framkvæmdir. Þetta samstarfsform hefur rutt sér til rúms erlendis en í því felst að smærri fyrirtæki sam- einast um tilboðsgerð, hönnun, við- skiptasamninga o. fl. og samnýta aðstöðu og vinnuafl á bygginga- Samninganefndir íslendinga og Sovétmanna ræddu um fram- kvæmd gildandi viðskiptabókunar þjóðanna, sem rennur út í lok þessa árs, svo og texta nýrrar viðskipta- bókunar, sem miðað er við að gildi t fyrir næstu tvö ár. í umræðum um framkvæmd viðskiptanna var með- al annars rætt um hvernig tryggja mætti greiðslur fyrir vörur, sem eftir er að afgreiða til Sovétríkj- anna á þessu ári. Vegna þejrra skipulagsbreyt- inga, sem nú eru í deiglunni í Sov- étríkjunum og efnahagsástandsins þar, var ekki unnt að ná endanlegu samkomulagi um öll atriði við- svæði. Stefnt er að því að slík net verði sett á stofn um einstaka verk- hluta stóriðjuframkvæmdanna í framhaldi af stofnun hins nýja fyrir- tækis.. í skýrslu verkefnisstjórnarinnar er bent á að erlendir alráðgjafar hafi þegar hafið undirbúning tilboða m.a. með leit að verktökum og hugsanlegum samstarfsaðilum., at- skiptabókunar fyrir árin 1991 og 1992. Ekki er ljóst að hve miklu leyti sovésk stjórnvöld geti haft áhrif á vöruinnkaup til landsins á umræddu tímabili. Sovéska við- ræðunefndin taldi að þetta myndi skýrast þegar fyrir lægju ákvarð- anir varðandi rfkisbúskap, mark- aðskerfi og framtíðarskipan ríkja- sambandsins, sem nú eru til með- ferðar. Báðir aðilar lögðu áhérslu á að hefðbundin viðskipti landanna haldist og kannaðir verði möguleik- ar á að nýta tækifæri, sem skapast kunna við þær breytingar, sem að er stefnt í sovésku efnahagslífí. hugun á aðstæðum og öllu því sem auki möguleika þeirra. Ætli íslensk fyrirtæki að fá að gera tilboð í stærri hluta þessara verka og eiga möguleika á að verða valdir verk- takar verði þau að standa saman. Hér sé um mjög viðamikil verkefni að ræða sem ekki verði sett út til smáfyrirtækja með laka eiginfjár- stöðu, engin áhætta verði tekin á afgreiðslutíma undirverktaka og gæðakröfur séu mjög miklar. Smá- fyrirtækjum verði því líklegast hafnað. Markmiðin með stofnun fyrir- tækjaneta eru að mati verkefnis- ' Viðskiptabókanir íslendinga og Sovétmanna hafa verið gerðar á grundvelli viðskiptasamnings þjóð- anna frá árinu 1953 til fímm ára í senn, eða sömu tímabila og fimm ára áætlanir Sovétmanna. Frá því í júní síðastliðnum hefur hins vegar legið fyrir af hálfu Sovétmanna að vegna þeirra breytinga, sem séu að ganga yfir í Sovétríkjunum frá ríkisbúskap yfir í markaðskerfi muni ríkisstjómin í Moskvu ekki gera viðskiptasamning til lengri tíma en tveggja ára, þar sem hún hafi ekki lengur forræði yfir ýms- um útflutningi. Sovétmenn eru aft- ur á móti reiðubúnir til að ræða í júní 1992 um viðskipti þjóðanna frá og með árinu 1993. Heildarsöluverðmæti frysts fisksjagmetis, ullarvara og síldar, sem íslendingar selja Sovétmönn- um í ár er um 50 milljónir Banda- ríkjadala og þar af hafa Sovétmenn stjómarinnar þau að íslensk iðnfyr- irtæki fái stærri hlut og nái meiri arðsemi en þau gætu vænst stæðu þau ein að tilboðum við uppbygg- ingu væntanlegs álvers og orkuvera svo og orkuveitna því tengdu. Jafn- framt er það markmið að fyrirtæk- in auki nýja framleiðslu- og stjóm- unartækni sem leiði til aukinnar framleiðni og fjölbreyttari fram- leiðslu, tengist alþjóðamarkaði með samvinnu við erlend fyrirtæki og forðist undirboð í tilboðum. Loks er bent á að með fyrirtækjanetum verði komist hjá óþarfa þenslu á vinnumarkaðnum. greitt vörur fyrir 33,6 milljónir dala. Sovétmenn þurfa því að greiða okkur um 16 milljónir Bandaríkjadala til loka þessa árs fyrir frystan físk, lagmeti, ullarvör- ur og sfid, þar af samtals 1,6 millj- ónir dala fyrir ullarvörur og lag- meti, sem búið er að afgreiða til þeirra. Verðmæti frysts fisks og ullarvara í birgðum, sem ætlaðar eru til útflutnings til Sovétríkjanna er um 3,4 milljónir dala. Hins veg- ar hafa ekki verið framleiddar vör- ur upp í gildandi samninga fyrir tæplega 11 milljónir dala, þar á meðal 5 þúsund tonn af síld að verðmæti 5,5 milljónir dala. Sjálfstæðisflokkur: Landsfund- urinn í mai’z LANDSFUNDUR Sjálfstæð- isflokksins verður haldinn í marz næstkomandi í Reylgavík. Þetta var ákveð- ið á fundi miðsljórnar og þingflokks sjálfstæðis- manna í gær. Ýmsar skoðanir hafa verið uppi meðal sjálfstæðismanna á því, hvort halda beri lands- fund næsta vor, fyrir þing- kosningar, eða haustið eftir kosningar. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, lagði fram tillögu á fund- inum í gær um að fundurinn yrði haldinn í marz og var hún samþykkt samhljóða. Þorsteinn sagði í samtali við blaðið að eðlilegt væri að halda landsfundinn á þessum tíma. Ef kosningar hafa verið að vori höfum við alltaf haldið iandsfund áður. Það er aðeins ein undantekning frá því í sögunni,“ sagði Þorsteinn. Málmiðnaðarfyrirtæki: Stofna samstarfsfyrirtæki um stóriðjuframkvæmdir Málmiðnaðarfyrirtæki sem hyggja á þátttöku í væntanlegum stór- iðjuframkvæmdum hafa ákveðið að stofna samstarfsfyrirtæki til að styrkja samkeppnisstöðu sína. Fyrirtækið mun setja sig í samband við væntanlega erlenda verktaka pg kynna það sem íslensk málmiðn- aðarfyrirtæki hafa fram að færa. Á þriðja tug málmiðnaðarfyrir- tækja hafa lýst sig reiðubúin til að taka þátt í stofnun fyrirtækisins og verður stofnfundur haldinn á þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.