Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990 9 KJOSENDUR í prófkjöri sjálfstæðismanna Hef opnað kosningaskrifstofu með stuðningsmönnum mínum, þarsem verður starfað fram á kjördag og við fögnum öllum sem vilja leggja okkur lið. Ég óska eftir stuðningi í 3.-5. sæti listans. Skrifstofan er á Laugavegi 170 (eldra Hekluhúsinu), 1. hæð og er opin frá kl. 14-21 á virkum dögum en 10-18 um helgar. Simar: 25820 og 25821. Björn Bjarnason. matreidsluskólinn KKAR BÆJARHRAUNI 16 HAFNARFIRÐI NY MATREIÐSLUNAMSKEIÐ * AUSTURLENSKIR RÉTTIR (2ja kvölda sýnikennsla) Verð kr. 3650,-. Miðv.d. 24/10 og fimmtud. 25/10 kl. 20.30. - Mánud. 12/11 og þriðjud. 13/11 kl. 20 - Miðv.d. 5/12 og fimmtud. 6/12 kl. 20.30. * EFTIRRÉrnR OG ÁVAXTASÓSUR (eittkvöld,sýnikennsla)Verðkr.l950,- Mánud. 29/10 kl. 20.30 - Fimmtud. 1/11 kl. 20 - Þriðjud. 6/11 kl. 20.30 - Miðv.d. 21/11 kl. 17.30-Föstud. 23/11 kl. 20. * EGGJA- OG OSTARÉITIR (eitt kvöld, sýnikennsla) Verð kr. 1950,-. Mánud. 15/10 kl. 20.30 - Þriðjud. 30/10 kl. 20. - Fimmtud. 15/11 kl. 17.30. * FISKUR - SÆLKERAFÆÐA (2ja kvölda sýnikennsla) Verð kr. 3650,-. Miðv.d. 17/10 og fimmtud. 18/10 kl. 20. - Miðv.d. 14/11 og 15/11 kl. 20.30. - * GERBAKSTUR (eitt kvöld verklegt) Verð kr. 1950,-. Mánud. 22/10 kl. 17.30. - Þriðjud. 6/11 kl. 20. - Miðv.d. 14/11 kl. 20 - Föstud. 23/11 kl. 17.30. * JÓLAHLAÐBORÐIÐ (2ja kvölda sýnikennsla) Verð kr. 3950,-. Mánud. 26/11 og þriðjud. 27/11 kl. 20.30. - Mánud. 3/12 og miðv.d. 5/12 kl. 20. - Mánud. 10/12 og þriðjud. 11/12 kl. 17.30-Mánud. 17/12 og þriðjud. 18/12 kl. 17.30. * JÓLAKONFEKT (eitt kvöld verklegt) Verð kr. 2500,- Fimmtud. 6/12 kl. 20 - Föstud. 7/12 kl. 20 - Mánud. 10/12 kl. 20 - Þriðjud. 11/12 kl. 20 - Miðv.d. 12/12 kl. 20 - Fimmtud. 13/12 kl. 20 - Föstud. 14/12 kl. 20 - Mánud. 17/12 kl. 20 - Þriðjud. 18/12 kl. 20. * JÓLASKREVTINGAR (2ja kvölda verklegt) Verð kr. 4000,- Þriðjud. 27/11 og miðv.d. 28/11 kl. 20 - Fimmtud. 29/11 og föstud. 30/11 kl. 20 -. Þriðjud. 11/12 og miðv.d. 12/12 kl. 20.30 - Fimmtud. 13/12 og föstud. 14/12 kl. 20.30. * LAMBAKJÖTSRÉTTIR (eitt kvöld, sýnikennsla) Verð kr. 2100,- Föstud. 2/11 kl. 17.30-Fimmtud. 8/11 kl. 20.00-Mánud. 19/11 kl. 20.00. * PASTARÉmR OG SÓSUR (2ja kvölda sýnikennsla) Verð kr. 3650,-. Mánud. 15/10 og þriðjud. 16/10 kl. 20. - Miðv.d. 21/11 og fimmtud. 22/11 kl. 20. * SMURTBRAUÐ (eitt kvöld verklegt) Verð kr. 3200,-. Þriðjud. 23/10 kl. 17.30 - Fimmtud. 25/10 kl. 20 - Mánud. 5/11 kl. 20 - Miðv.d. 7/11 kl. 20 - Þriðjud. 20/11 kl. 20 - Fimmtud. 22/11 kl. 17.30 - Þriðjud. 4/12 kl. 20. * VERKLEGT NÁMSKEIÐ FYRIR BYRJENDUR (4x4 klst.) Verð kr. 10.000,- Hámarksfjöldi 12manns. Laugard. 17/11,24/11,1/12 og 8/12 kl. 10-14 alla daga. * VILLIBRÁÐ OG SÓSUR (eitt kvöld, sýnikennsla) Verð kr. 2600,-. Þriðjud. 16/10 kl. 20.30.-Miðv.d. 31/10 kl. 17.30. - Þriðjud. 20/11 kl. 20.30. upplýsingar í síma 651316 frá kl. 13-19 alla virka daga Spennandi námskeið fyrir einstaklinga, klúbba, félagasamtök og starfemannafélög. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA Gerjun Á meðan Iljörleifur hamast í höfuðborginni gegn álsamningunum er mikil geijun í kjördæmi hans, Austurlandi. Þar hafa menn risið gegn afstöðu hans til stóriðju og telja hana til aftur- halds með rót í úreltum sósíalisma Austurblokk- arinnar. Austurland er mál- gagn Alþýðubandalags- ins í Austfjarðakjör- dæmi. Það er prentað og gefið út í Neskaupstað, höfuðvígi flokksins fyrr og síðar. Að undanförnu liafa birzt greinar í blaðinu, þar'sem gert er upp við fortíð íslenzkra komm- únista. I þeim er lýst þeirri tilvistarkreppu, sem íslenzkir vinstri- menn eiga við að búa, ekki sizt eftir hrun og gjaldþrot bræðraflokk- anna í Austur-Evrópu. En greinahöfundarnir láta ekki við það sitja. Þeir krefjast þess að spil- in verði stokkuð upp og tækifærið notað til að skipta um frambjóðanda Alþýðubandalagsins á Austfjörðum, enda telja þeir hann fulltrúa svart- nættis og afturhalds í íslenzkum stjórnmálum. Staksteinar hafa áður stiklað á grein Snorra Styrkárssonar, sem birt- ist í Austurlandi fyrir skömmu, þar sem hann veitist að H(jörleifi fyrir afstöðu hans í álmálinu og vill nota tækifærið til að fá annan frambjóð- anda i hans stað. Spilaborgin í Austurlandi, sem kom út 10. október sl., er önnur grein eftir áhrifamann í Alþýðu- bandalaginu á Neskaup- stað, þar sem ráðizt er að þingmanninum. Höf- undur þeirrar greinar er Albert Einarsson, skóla- meistari. Fyrri hlutí hennar er svohljóðandi: Það eru sviptingar í heimsmálunum. Spila- borgin í Austur-Evrópu er hrunin. Þeir kölluðu spilaborgina lýðveldi al- þýðunnar. Þeir sögðust vera sósíalistar-jafnaðar- menn. Þeir riktu í skjóli fasískra lögreglusveita og almemi mannréttíndi voru fótum troðm. Hjörleifur á velmektardögum sínum í iðnaðarráðu- neytinu. Gerjun í spilaborginni Miðstjórn Alþýðubandalagsins kemur saman í dag til að ræða álmálið. Ráðherr- ar flokksins munu stýra málum þannig, að engar úrslitaákvarðanir verða teknar sem stefni í hættu setu þeirra í ríkis- stjórn. Sá þingmaður Alþýðubandalags- ins, sem mun berjast af mestri hörku gegn undanhaldi ráðherranna í álmálinu, er Hjörleifur Guttormsson. Þegar fyrstu spilin voru numin á brott úr spilaborginni gerðist það sem alltaf gerist í spila- borgum — hún hrundi. Fasisminn sem bar vöru- merkið „alþýðulýðveldi“ var afhjúpaður. Raunar hafa inargir séð og skynj- að þetta fyrir margt löngu. T.d. sagði Mogg- inn satt um kúgun og mannréttindabrot. T.d. sögðu ýmsir hópár marx- ista satt um eðli austur- evrópuríkjanna og köll- uðu þau fasistaríki sem ættu ekkert skylt við sós^ ialisma-jafnaðarstefnu. f nokkra áratugi hafa margir séð það sem nú hefur afhjúpast í einu vetfangi. Límið á brott Hrun spilaborgarinnar í Austur-Evrópu mun hafa víðtæk áhrif á gang stjórmnála. Austurblokk- in er ekki lengur tíl. Andstæðingur vestur- blokkarinnar er horfinn. Kalda stríðinu er lokið. Ný viðhorf hljóta að setja mark sitt á íslensk stjórnmál. Þau hafa þeg- ar haft sitt að segja í Alþýðubandalaginu, sem nú upplifir verulegan til- vistarvanda. E.t.v. var það kyrrstaðan í heimin- um sem hélt flokknum saman. Ný viðhorf hafa þvegið á brott límið og eft ir standa einstakling- ar og hópar án sýnilegra sameiginlegra mark- miða. Fagnaðar- erindið Einstaka forystumenn í Alþýðubandalaginu virðast láta sem ekkert hafi breyst Allt á að vera við það sama. Sama af- staðan, sömu vinnu- brögð, sömu samhcijar og sömu andstæðingar. Það liggur við að meim haldi að búið sé að setja kvótaskipulag á atkvæð- in. Þingmaður flokksins á Austurlandi ferðast al- einn um sitt viðáttumikla kjördæmi til að boða fagnaðarerindi. Jafnvel á stöðum þar sem menn áður fyrr sáu ástæðu til að fjölmenna og hlýða á boðskapinn koma fáir eða engir. Og — hlutí þeirra fáu sem mæta koma tíl þess að segja sig úr flokknum. Það virðist heldur ekki vera uppi á teningnum að kjósendum flokksins gefist mikið tækifæri á að hlýða á boðskap annarra, t.d. meðlistamanna þing- mannsins því venjulega er hann einn á ferð með fundina sína. Þegar svo er komið ættu menn að staldra við og skoða hug sinn, skoða hvort rétt sé að farið í flokksstarfi og boðun stefnumiða. Krataþing Um þessa helgi koma kratar saman á flokks- þing í Hafnarfirði. A yfir- borðinu virðist allt slétt og fellt, en mikil óánægja kraumar undir með fiokksforustuna og stjómarsamstarfið. Al- þýðuflokksfólk hefur ekki gleymt stóryrðum formannsins fyrir síðustu kosningar, þegar fjöldi fólks var vélaður tíl að kjósa fiokkinn með lof- orði um nýja Viðreisn. Þau fyrirheit voru svikin og þeir Olafur Ragnar, Svavar Gestsson og Steingrímur J., ásamt Stefáni Valgeirssyni, voru leiddir að bjötkötl- unum af Jóni Baldvin. Bæjarstjórimi í Hafn- arfírði hefur viðurkennt opinberlega, að hann sé undir miklum þrýstingi að bjóða sig fram til formanns eða varafor- manns. Hann hefur ekki enn tekið ákvörðun. Nú- verandi varaformaður, Jóhanna Sigurðardóttir, á í miklum útístöðum við formanninn og fleiri fiokksbrodda út af gjald- þrotí húsnæðiskerfisins og verður að leita til fiokksþingsins um aðstoð við málstað sinn. Þá er þess að geta, að fyrir fáum dögum lýstí þingmaður flokksins, Karvel Pálinason, yfir þvi, að hium fari ekki aftur í framboð á Vest- fjörðum vegna ágrein- ings við Jón Baldvin, sem hann kvað hafa hunzað stefnumál Alþýðuflokks- ins. Af öllu þessu er Ijóst, að þótt barðar séu bumb- ur á fiokksþinghiu og látíð í veðri vaka, að allt sé í himnalagi í fiokknum þá sýður og kraumar undir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.