Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990 LÖGREGLAN OG ALMENNIN GUR eftir Ómar Smára * Armannsson í lögum um lörgreglumenn segir að ríkið haldi uppi starfsemi lög- regluliðs, sem hafi það verkefni að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglum, stemma stigu við lögbrotum og vinna að uppljóstran brota, sem framin hafa verið. Is- lenska lögreglan .er ríkislögregla og æðsti yfirmaður hennar er dóms- málaráðherra. Hann ákveður ijölda lögreglumanna í hveiju umdæmi. Lögreglumenn vinna það heit að rækja starf sitt af kostgæfni og vinna að því af fremsta megni að viðhalda stjórnarskránni og lögum landsins. Þeim ber að sýna árvekni í starfí og kunna glögg skil á ábyrgð þeirri er starfinu fylgir. Lögreglumenn þjóna fyrst og fremst hagsmunum fólksins í landinu. Þeir þurfa iðulega að rétta fólki hjálparhönd og ieysa marg- vislegan vanda. Einnig þarf lögregl- an oft að gera nauðsynlegar varúð- arráðstafanir gagnvart þeim sem bijóta á öðrum, enda leitast samfé- lagið við að tryggja að fólk geti verið í friði fyrir ónæði og áreitni. í öllu þessu starfi sínu nær lögreglan því aðeins árangri að almenningur beri traust til hennar og líti á hana sem vin sinn en ekki andstæðing. Stundum reyna einstaklingar eða hópar að gefnu tilefni að „skapa“ skarpar andstæður og stilla lögregl- unni upp gegn þeim málstað, sem talað er fyrir, og er þá gengið þvert á raunveruleikann. Starf lögreglunnar er afar ijöl- breytilegt. Auk þess að sinna eftir- liti þarf hún að sinna beiðnum eða kærum fóiks vegna hinna ýmsu til- vika. Þá heldur hún uppi umferðar- eftirliti, umferðarfræðslu, annast rannsóknir brotamála og sinnir ýmis konar þjónustustarfsemi. Hún skerst í leikinn þar sem verið er að fremja afbrot, kemur í veg fyrir framgang þess og handtekur brotamenn. Hún leitar brotamanna eða þeirra, sem grunaðir eru. Hún hefur uppi á sjón- arvottum og öðrum þeim sem upp- lýsingar kunna að geta gefið um málsatvik. Hún leggur hald á muni eða varnar því að þeim sé raskað eða spillt. Hún verndar vettvang þar sem frekari rannsóknar þarf við. Hún færir grunaða menn til töku blóð- og þvagsýna. Hún gerir rann- sóknarlögreglunni viðvart og kallar til sérfræðilega aðstoð þar sem hennar þarf við. Hún aðstoðar hina ýmsu aðila við framkvæmd starfa þeirra, s.s. slökkvilið og tollgæslu. Lögreglumenn hafa heimild til að þröngva mönnum til hlýðni eða beita valdi til að knýja menn til hlýðni við lagaboð, úrskurði eða yfirvaldsboð. En aðgerðir lögreglunnar þurfa þá að vera nauðsynlegar og lögreglu- menn mega ekki ganga lengra en efni standa til. Lögreglumönnum er skylt að taka mann fastan ef þeir standa hann að refsiverðri háttsemi, enda sæti brotið opinberri ákæru, ef maður er grunaður um brot og gefur lögreglumanni ekki skýrslu um nafn sitt og heimilisfang eða reikar um heimilislaus, ef það þykir nauðsynlegt grunuðum manni eða öðrum til varnar, ef það þykir nauð- synlegt til þess að aftra grunuðum manni frá því að spilla sönnunar- gögnum, ef hann hefur leyfislaust farið úr gæslu eða firrt sig eftirliti, sem honum hefur verið löglega sett, ef maður hefur ekki forfallalaust gegnt kvaðningu lögreglumanns til þess að gefa skýrslu í opinberu máli og ef maður ærist á almanna- færi eða veldur þar hneyksli eða hefur hér ekki landvistarleyfi. Þegar lögreglumenn eru að störf- um reynir oft á dómgreind þeirra og heilbrigt mat á öllum aðstæðum og þeim hagsmunum sem í húfi eru. Þannig þurfa lögreglumenn oft á tíðum að taka skjótar ákvarðanir og framfylgja þeim og bera síðan ábyrgð að lögum ef mat þeirra reyn- ist rangt í verulegum atriðum. Lög- reglumenn sýna festu og ákveðni við framkvæmd handtöku, en jafn- framt gæta þeir þess að koma fram af fullri kurteisi og beita ekki meira harðræði en nauðsynlegt er til að vinna bug á mótþróa þess, sem hand- taka skal. Tilvist lögreglu ein sér eða að minnsta kosti nærvist lögreglu- manna skapar mönnum oft nægilegt aðhald. Eins og fram hefur komið er kjarninn í hlutverki lögreglu- manna að skapa varnað um að fylgt sé viðurkenndum leikreglum og sam- búðarháttum þjóðfélagsins, eða með öðrum orðum; fyrirbyggjandi starf- semi. Þetta kemur skýrt fram í þejm þáttum hlutverksins þar sem lög- reglumönnum er ætlað að halda uppi lögum og reglu og stemma stigu við ólögmætri hegðan. Uppljóstran brota veit ekki einvörðungu að hinu liðna tieldur horfir og með nokkrum hætti fram á við. Atvinnu- og tækni- bylting síðustu áratugi hefur leitt af sér fjölda lagafyrirmæla, sem víkkað hefur hlutverk löggæslunnar. Eftirlit á mörgum sérhæfðum svið- um er þannig í höndum sérfróðra manna, s.s. bifreiðaeftirlits, vinnu- eftirlits og heilbrigðiseftirlits. Það er hlutverk lögreglumanna að greiða götu manna þar sem það á við. Það hlutverk er nátengt því að halda uppi lögum og reglu. Lög- reglan stuðlar að sem greiðustum og öruggustum samskiptum manna á almennum vettvangi og er til halds og trausts þegar á bjátar. Hún veit- ir almenningi hjálp innan hóflegra marka, þ.e. þeirra sem til hennar leitar eða eru hjálparþurfi. Um margs konar aðstoð getur verið að ræða, einkum aðstoð á almannafæri s.s. við umferðarstjórn, björgunar- störf við slys, við náttúruhamfarir, leiðbeiningar ýmiss konar og upplýs- Ómar Smári Ármannsson „Lögreglan gætir reglna, sem gilda um samskipti þjóðfélags- þegnanna, verndar líf þeirra og eignir og heldur'uppi eftirliti.“ ingar, aðstoð við ökumenn vegna ófærðar, varðstaða við útifundi og á skemmtunum og þeir þurfa að gæta þess að slasaðir verði ekki fyrir meiri hnjaski og komist sem fyrst undir læknishendur. Aðstoð er einn- ig veitt fólki í heimahúsum, þó sjaldnast nema heimamaður óski slíkrar aðstoðar, t.d. vegna slysa, ófriðar eða átaka. Yfirleitt er lög- reglan ekki að skipta sér af hreinum einkahagsmunum eða einkamálum fólks, nema refsivert brot hafi verið framið eða venileg hætta sé á því. Oft þarf að taka ölvaða menn úr umferð þar sem þeir geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum. Getur þá á stundum verið álitamál hvort aka eigi þeim heim til sín eða setja þá í fangageymslu. Oft dugir ekki annað en næturgisting á lög- reglustöð, en stundum þurfa menn frekari aðstoðar við og reynir lög- reglan að sinna þeim þörfum eftir bestu getu. Eins og fram hefur komið kreij- ast löggæslustörf mikilla og marg- víslegra samskipta við fólkið í landinu. Þessi mannlegu samskipti geta auðveldlega boðið upp á árekstra af ýmsu tagi. Lögreglan þarf að eiga samskipti við mjög ólíkt fólk með afar óiíkar skoðanir í ákaf- lega mismunandi ásigkomulagi við ijölbreytilegar aðstæður. Þess vegna er kannski ekki ólíklegt að einhvern tímann geti eitthvað komið upp á sem orkað geti tvímælis og skoða þarf betur síðar. Lögreglan er jafnan undir smásjá og þarf að vera það þar sem henni er fengið mikið og vandmeðfarið vald, en hún á ekki síður en aðrir rétt á að njóta sannmælis. Starf lögreglumannsins byggir á lögum og hann gerir sér betur Ijóst en margir aðrir að nauðsynlegt er að endurskoða reglulega lög og regl- ur til þess að þær geti gegnt virku hlutverki í uppbyggingu samfélags- myndarinnar. Þeir gera sér einnig betur ljóst en margir aðrir að virk stefna stjórnvalda í fyrirbyggjandi starfi skiptir miklu máli og að þeir sem marka stefnur á öðrum sviðum þjóðlífsins beri mikla ábyrgð þegar ákvarðanir eru teknar sem áhrif geta haft á afbrotatíðnina, beint eða óbeint. Lögreglumenn eiga eftir að láta meira að sér kveða í framtíðinni með það fyrir augum að hafa áhrif á að aðra þá sem áhrif hafa og stuðl- að geta að betrumbótum og aukinni skilvirkni á sviði löggæslunnar. Lögreglan hefur kappkostað að eiga sem besta samvinnu og sam- starf við almenning. Eftir því sem samstarfið er betra því meiri líkur er á ánægjulegri úrlausn þeirra vandamála sem upp kunna að koma, stærri sem minni. Hagsmunir lög- reglu og almennings fara saman í öllum tilfellum og þess vegna er nauðsyn á gagnkvæmum jákvæðum skilningi þessara aðila. Á morgun, 14. október, er sér- stakur lögregludagur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkut' dagur er hér á landi. Að því tilefni verður fólki um allt land sérstaklega boðið að heimsækja lögreglustöðvar frá kl. 14-18 og skoða aðstöðu, búnað og tæki. Allir eru velkomnir. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík ogritari Lögregludagsnefndarinnar. Dagur lögreglunnar haldinn á morgun: Lögreglan er þjónn en ekkí herra almennings í landínu - segir Ásgeir Pétursson, bæjarfógeti, formaður undirbúningsnefndar DAGUR lögreglunnar verður haldinn í fyrsta skipti á morg- un, sunnudag, og gefst þá almenningi kostur á að heim- sækja lögreglustöðvar hvarvetna um landið og skoða aðbún- að lögreglunnar, húsakynni, tækjakost, fjarsldpti, lögreglu- bifreiðar og svo framvegis. Ennfremur verður fólki gefið tækifæri á að kynnast og ræða málefni sem tengjast lög- gæslu, svo sem umferðarmál í heimabyggð og koma þar á framfæri sjónarmiðum sínum um það sem betur mætti fara. „Það er í samræmi við þessi sjónarmið sem táknorð dags- ins voru valin „Lögreglan og almenningur,“ sagði Ásgeir Pétursson bæjarfógeti í Kópavogi, formaður fimm manna nefndar sem dómsmálaráðherra skipaði til að annast undir- búning Dags lögreglunnar. Hann sagði að það sem einkum vekti fyrir stjórnvöldum með degi lögrelgunnar væri að veita fólki, ungum sem öldnum, færi á að kynnast verkefn- um og starfsemi lögreglunnar í landinu. „Lögreglan er þjónn almenn- ings en ekki herra hans. Hlutverk hennar er auðvitað að vernda heildarhagsmuni fólksins. Þótt lögreglan verði stundum að grípa inn í háttsemi einstaklinga eða hópa sem ekki virða reglur þá er það allt byggt á því í okkar lögum að vernda almannaheill og frelsi. Aðaltilgangur dagsins er að stuðla að gagnkvæmu trausti jögreglu og almennings," sagði Ásgeir. Hann kvað aðstæður til þess að taka á móti fólki ólíkar í hin- um ýmsu lögregluumdæmum og sagðist vilja biðja þá sem ætluðu að heimsækja lögreglustöðvarnar að taka tillit til þess. „Sumsstað- ar eru nýleg húsakynni, með ýmsum vönduðum útbúnaði, sér- stökum íjarskiptastöðvum, ljós- myndaherbergjum, bifreiða- 'geymslum o.s.fiv. Þar eru líka hollustusamleg aðstaða fyrir vakthafandi lögreglumenn svo sem borðstofa og eldhús, hvíldar- herbergi, böð og íþróttaaðstaða. Á öðrum stöðum er aðstaðan erfið og ofullnægjandi. En þessi kynning á ekki að veijast í sykur- hjúp. Rétt er að fólk sjái bæði góðan aðbúnað og slæman. Lög- reglan kemur því til dyra eins og hún er klædd. En þá er rétt að hafa í huga að stuðningur fólks við umbætur þar sem að- stæðan er verst, er Iíka mikilvæg- ur,“ sagði Ásgeir Pétursson. Aðspurður um dagskrá dags lögreglunnar sagði Ásgeir að lög- reglustöðvar yrðu opnar fyrir al- menning frá klukkan 14-18. „I Reykjavík verður aðallögi'eglu- stöðin á Hverfisgötu opin al- menningi og hverfastöðvar verða líka opnar fólki þennan dag. Á höfuðborgarsvæðinu er að öðru leyti sama að segja. Lögreglu- stöðvar í Kópavogi og Hafnar- firði verða opnar með sama hætti Ásgeir Pétursson, bæjarfógeti. og ráðgert er að svipaður háttur verði hafður um allt land. Dóms- málaráðherra flytur ávarp í út- varpið í hádeginu. Lögreglukór- inn syngur í anddyri lögreglu- stöðvarinnar við Hverfisgötu klukkan 15 fyrir þá sem áhuga hafa á góðum karlakórssöng. Sitthvað fleira er til kynningar og allir sem koma fá ókeypis ein- tak af „Lögreglumanninum", blaði landssambands Lögreglu- manna, sem helgað er deginum,“ sagði Ásgeir. Hann sagði að einn- ig yrðu í lögreglustöðvum veittar upplýsingar um forsendur þess að komast í lögreglustarf og einnig um lögregluskólann. „Þýðingarmesti þáttur í starfi löggæslunnar er verndun samfé- lagsins gegn ofbeldi og afbrotum. En hlutverk lögreglunnar er auð- vitað víðtækara en svo að það sé einvörðungu fólgið í vörn gegn brotamönnum. Margháttuð vernd er snertir heilsu og holl- ustu, barátta gegn neyslu skað- legra efna og vernd efnahags- legra gæða og gæsla tiltekinna siðferðismálefna geta lika varðað starf lögreglunnar - og gerir það vissulega þráfaldlega,“ sagði Ásgeir Pétursson. „Þetta starf, löggæslan í landinu, tengist því býsna mörgum þáttum þjóðlífsins og skiptir því að sjálfsögðu miklu máli að almenningur viti og skilji hlutverk lögreglunnar og læri að meta verndunarhlutverk hennar og virða viðleitni löggæslumanna tií þess að halda uppi allsheijar- reglu. Það er því afar þýðingar- mikið að efla tengsl lögreglunnar við borgarana, styrkja almenn- ingsálit í garð lögreglunnar og auðvelda þannig starfsemi henn- ar við uppihald laga. Það eru ein- mitt slík tengsl, sambandið við samstarfið milli lögreglu og hins almenna borgara, almennings í landinu, sem eru í huga manna, þegar skipulagður er Dagur lög- reglunnar," sagði Ásgeir Péturs- son, bæjarfógeti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.