Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTOBER 1990 17 Svavar Kristinsson, Sveinn Guðmundsson og Gunnar Eyjólfsson af- henda Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, fyrsta merkið. Endurskinsmerkj - um dreift til barna BANDALAG íslenskra skáta stendur um þessar mundir fyrir dreif- ingu endurskinsmerkja til barna á aldrinum fimm til átta ára allsstað- ar á landinu. Merkin eru send inn á heimili en skátar munu á næstu vikum fara í grunnskóla til að vekja athygli barnanna á nauðsyn þess að nota slík merki. „Tilgangur dreifingar endursk- insmerkjanna er að vekja fólk til umhugsunar um nauðsyn aukins öryggis barna í umferðinni og meiri fræðsluí kjölfar tíðra slysa að und- anförnu," sagði Helgi Eiríksson, framkvæmdastjóri Bandalágs íslenskra skáta, í samtali við Morg- unblaðið. Hann sagði það jafnframt brýnt nú þegar skammdegið væri að skella á og slysum fjölgaði venju- lega í umferðinni að foreldrar brýndu fyrir börnum sínum hvernig bæri að haga sér í umferðinni og væru þeim fyrirmynd. Endurskinsmerkin munu á næstu dögum verða send til allra fimm til átta ára barna, en skátar afhentu Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Is- lands, fyrsta merkið í fyrradag. Boeing 757-þota Flugleiða: Bilunin var í stilli- tæki tengdu hreyfli BILUN í stillitæki tengdu hreyfli reyndist ástæða þess að aðvöruna- rljós kviknaði í stjórnborði Flugleiðavélar á Findel-flugvelli í Lúxem- borg á miðvikudag. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær var flogið með varahluti í vélina frá London en bandarísk flugvél tekin á leigu í sólarhring til að koma í veg fyrir að áætlun raskaðist. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir tækið sem bilaði hafa þann tilgang að tryggja jafn- ari gang hreyflanna og ef bilun hefði orðið í því á flugi hefði ekki þurft að slökkva á hreyflinum af þeim sökum. Fyrr í haust kom einn- ig upp bilun í hreyfli 757-vélar og sagði Einar að þar hefði verið um að ræða annað stykki sem skipta þurfti um. Á Boeing 757-vélum Flugleiða eru hreyflar framleiddir af Rolls Royce og segir Einar þá hafa verið valda vegna lági’ar bilanatíðni. Hann sagði tvær gerðir af hreyflum vera notaðar á þessa tegund véla og væru þær báðar með mjög lága bilanatíðni í flugi. Bilanatíðnin í Rolls Royce-hreyflunum væri þó Sýrð mjólk frá Baulu í ÞESSARI viku kemur á mark- að ný gerð af súrmjólk undir vörumerkinu Baula. Þessi nýja tegund sem nefnist Sýrð mjólk er framleidd af MSKÞ á Húsavík eins og aðrar Baulu- vörur en dreifingaraðili er Mjólkurbú Hafnarfjarðar — Baula iif. Sýrða mjólkin frá Baulu er frá- brugðin gömlu súrmjólkinni m.a. að því leyti að í henni er að finna gerla af ættinni Bifidus sem þekktir eru t.d. úr AB mjólk og þykja mjög hollir. Þessi nýja mjólkurvara ætti því að höfða bæði til þeirra sem aðhyllast súr- mjólk og AB mjólk. Sýrða mjólkin þrisvar sinnum lægri en hjá hinni gerðinni. „Það gilda mjög strangar alþjóð- legar reglur um tveggja hreyfia vélar og er vel með þeim fylgst. Það er okkar markmið að fylgja ströngustu. öryggisstöðlum og helst betur,“ sagði Einar. Hann sagði að í nýju vélunum væri bilunarleitar- tölva, sem hefði ekki verið í eldri vélunum, og allt eftirlit mun strang- ara. „Það er haldin mjög nákvæm skrá yfir allar bilanir og farið ná- kvæmlega ofan í saumana á hveij- um einasta hlut. Eru framleiðendur vélanna og flugmálastjórnir látnar vita um leið og eitthvað bilar. Þetta kerfi á að fyrirbyggja að sé í gangi einhver galli í flotanum,“ sagði Ein- ar. Fernurnar sem innihalda sýrðu mjólkina frá Baulu. frá Baulu fæst bæði í eins lítra og hálfs lítra fernum. (Frcttatilkynning) Innréttinga- sýning um helgina. wL Danica 1991, á't efna. nýir litir og ferskar hugmyndir Sýningarsalur Gása í Ármúla 7 er nú gjörbreyttur, þar höfum við sett upp nýjar Danica innréttingar, tréstiga og útihurðir. Þessa helgi höfum við opið bæði á laugardag og sunnudag frá klukkan 10 til 16. Komið og sjáið nýju „línuna“ frá Danica. Gásar Ármúla 7, Reykjavík, sími 30 500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.