Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990 18 Flokksþing Alþýðuflokksins: Jón Baldvin Hannibalsson í setningarræðu: Úlfúðin í Alþýðubanda- laginu gæú raskað vinnu- friði í ríkisstjórninni JÓN BALDVIN Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins sagði í setningarræðu sinni á 45. flokksþingi Alþýðuflokksins í gær að flokk- urinn væri þeirrar skoðunar að ríkisstjórnin ætti að stefna að því að sitja út kjörtímabilið. En vera mætti, að úlfúðin í Alþýðubandalag- inu muni raska öllum vinnufriði í og að óumflýjanlegt verði að skjóta málum undir dóm kjósenda fyrr en ella. Flokksþingið er haldið í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði og stendur til sunnudags. Jón Baldvin Hannibalsson ræddi komandi kosningar og sagði stöðu Alþýðufiokksins sterka og sóknar- færin mörg. Flokkurinn hefði náð fram mörgum góðum umbótamál- um með vinnusemi og samninga- festu og myndi því þykja vænleg- asti kosturinn mörgum þeim sem ekki hefðu stutt hann áður, þegar horft væri yfir flóru íslenskra stjómmálaflokka. „Á aðra hönd við okkur sjáum við Alþýðubandalagið vera að leys- ast upp í frujnparta sína í hug- myndalegum hafvillum og hug- arvíli. Við sjáum Kvennalista, sem hefur valdið stuðningsmönnum sínum vonbrigðum vegna þess hann hefur ítrekað smeygt sér undan ábyrgð þótt eftir væri leit- að. Við sjáum Borgaraflokk sem áminningu um, að stjómmálaflokk- ur, sem stofnaður er utan um einn einstakling, við pólitísk skyndi- kynni fðlks með ólíkar skoðanir er ekki líklegur til árangurs. Frarh- sóknarflokkurinn er þekkt stærð eftir tveggja áratuga stjómarsetu. Sjálfstæðisflokkurinn reyndist veiklundaður og verkasmár í ríkisr stjóm. í stjómarandstöðu hefur hann bætt sér upp málefnafátækt- ina með hávaða og upphlaupum. Er hann traustsins verður?" sagði Jón Baldvin. Hann gagnrýndi harðlqga núver- andi landbúnaðarstefnu og sagði m.a. að nýr búvörusamningur þýddi hnefann í borðið. Lífsnauðsynlegt væri að ný ríkisstjóm hefði óbundn- ar hendur til að endurskipuleggja íjarstuðning skattgreiðenda við landbúnaðinn, sem næmi nú 13-15 milljörðum króna. Jón Baldvin sagði að neytendur yrðu að fara að gera það upp við sig ekki seinna en fyrir næstu kosningar, hvort þeir ætluðu að viðhalda á Alþingi meirihluta þeirra flokka sem boð- uðu meira af svo góðu. Formaður Alþýðufiokksins sagði að þau viðfangsefni sem glíma þyrfti við á næsta kjörtímabili, væri jöfnun lífskjara, endurskipu- lagning atvinnulífs og þá aðallega landbúnaðar og sjávarútvegs, áætl- un um endurskipulagningu ríkisfj- ármála, samningar við Evrópu- Morgunblaðið/KGA Jón Baldvin Hannibalsson flytur setningarræðu sína á flokksþing- inu í gær. bandalagið, nýting orkulindanna og átak í umhverfisvemdarmálum. Einnig nefndi hann löggjöf og virkt eftirlit með einokun og hringa- myndun, sem hann sagði mál, sem Morgunblaðið, umfram önnur stjómmálaöfl í landinu, hefði tekið upp baráttu fyrir öðmm til fyrir- myndar. Þegar Jón Baldvin Hannibalsson fjallaði um utanríkismál, sagði hann þjóð sem ekki hefði sjálf- straust til að eiga náði stjórnmála- legt, menningarlegt og efnahags- legt samstarf við aðrar þjóðir á jafnréttisgrundvelli, myndi á end- anum einangrast í afdalamennsku og fáfræði. Hann sagði Alþýðu- flokkinn hafa haft forastu um þátt- töku íslands í samstarfi EFTA-ríkj- anna í samningaviðræðum við Evr- ópubandalagið um evrópskt efna- hagssvæði. Þar væri hag íslend- inga best borgið þar sem aðrir kostir stæðu ekki til boða þeim sem vildu aukna samvinnu Islendinga við þjóðir Evrópu. Þetta gæti breyst þegar tímar liðu og aðrir kostir stæðu til boða, þar á meðal aðild að Evrópubandalaginu. „Alþýðu- flokkurinn telur að þann kost eigi að skoða vandlega, en undirstrikar jafnframt að hvorki samningar við Evrópubandlagið, né heldur aðild að því koma til greina, nema lífshagsmunir íslendinga á miðun- um kringum landið séu tryggðir," sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Ellert B. Schram skemmtir ELLERT B. Schram, ritstjóri DV, mun flytja ræðu á flokks- þingi Alþýðuflokksins um helg- ina. „Mér var boðið að koma þama til að skemmta gestum með stuttri og skemmtílegri ræðu og ég tók það að mér. Þetta hefur enga aðra pólitíska þýðingu,“ sagði Ellert við Morg- unblaðið. Aðspurður um af hverju hann hefði tekið þetta að sér sagði Ell- ert að mennimir yrðu að fá að ráða hvað þeir hefðu á dagskrá. „Ég tala oft hjá klúbbum og félaga- samtökum og get allt eins talað í þessum klúbbi eins og hvetjum öðram. Ætli þetta verði ekki mest á léttu nótunum." Ellert flytur ræðu sína í kvöld. Tillaga frá félagsmálaráðherra: Ríkisframlag komi til Byggingarsjóðs ríkisins TILLAGA liggur fyrir flokksþmgi Alþýðuflokksins frá Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra, Rannveigu Guðmundsdóttur alþingismanni, Láru V. Júlíusdóttur hagfræðingi og Sjöfn Sigur- björnsdóttur kennara, á fjárlögum 1991 verði veitt ríkisframlag til Byggingarsjóðs ríkisins i stað þessað hækka vexti af lánum sjóðsins. Einnig verði þess verði krafist að þingmenn og ráðherrar flokks- ins beiti sér fyrir því við fjárlaga- gerðina að framlög til Byggingar- sjóðs verkamanna tryggi að hægt verði að veita ný lán til bygginga eða kaupa a.m.k. jafnmargra fé- lagslegra íbúða á næsta ári og var á þessu. I fjárlagaframvarpi fyrir næsta ár, er ekki gert ráð fyrir neinu framlagi til Byggingarsjóðs ríkisins og 700 milljónum til Byggingar- sjóðs verkamanna, en félagsmála- ráðherra hefur Iýst yfír andstöðu við_ þessar fyrirætlanir. í ályktuninni á flokksþingi Al- þýðuflokksins segir, að bregðast þurfi við gjaldþroti Byggingar- sjóðsins vegna almenna lánakerfís- ins frá 1986. Þegar þurfi að taka ákvörðun um að loka því lána- kerfi, en þrátt fyrir það þurfi ríkis- framlög og/eða vaxtahækkun til að forða gjaldþroti sjóðsins. Vegna aðstæðna, sem nú séu í kjaramál- um og þjóðarsáttar. sé ekki unnt að taka ákvörðun um að hækka vexti í almenna húsnæðiskerfinu, sem gerði meira en að taka til baka umsamda hækkun Iaunafólks í kjarasamningunum. Jafnframt er lögð þung áhersla á að haldið verði áfram uppbygg- ingu félagslegra íbúða og að staðið verði við fyrirheit í kjarasamning- um um aukið framboð á félagsleg- um íbúðum. Morgunblaðið/Þorkell Á æfingu í Breiðvangi í gær. Frá vinstri: Gunnar Þórðarsson, Ágúst Atlasson, Magnús Einarsson, Ólafur Þórðarsson, Helgi Pétursson. Breiðvangur í Mjódd opnar í kvöld: Lágværari tónlist en annars staðar SKEMMTISTAÐURINN Breiðvangur í Mjódd verður opnaður í kvöld. Áður fyrr var skemmtistaðurinn Broadway í sömu húsakynnum og síðar unglingaskemmtistaðurinn Glymur. Hljómsveitin Ríó tríóið mun skemmta matargestum með dagskrá sem samanstendur af völdum lögum sveitarinnar en að sögn Árna Samúelssonar, eiganda Breið- vangs, Verður dagskráin flutt á laugardagskvöldum, og jafnvel föstu- dagskvöldum, eitthvað fram eftir vetri. Hann sagði að komið yrði á móts við gesti, sem kvartað hafa um hávaða á skemmtistöðum, með því að leika lágværari tónlist. í samtali við Morgunblaðið sagði Helgi Pétursson í Ríó tríóinu að sveitin væri með dagskránni að halda upp á afmæli sitt en 25 ár era liðin frá því Ríó tríóið var stofnað. I því eru nú fímm meðlimir, þeir Ágúst Atlasson, Gunnar Þórðarsson, Magnús Einarsson, Ólafur Þórðars- son auk Helga en tveir síðasttöldu meðlimir sveitarinnar eru þeir einu sem verið hafa með frá upphafi. Hann sagði dagskrána byggjast upp á völdum köflum í sögu hljómsveitar- innar, allt frá Litlu flugunni til nýj- ustu plötu sveitarinnar Dýrið gengur laust, og fram kom að tríöið mun leika flest lögin á þeirri plötu. Einn- ig kom fram að gert væri ráð fyrir mikilli þátttöku áhorfenda í dag- skránni og Helgi sagðist vonast tii að þeir tækju vel undir í söngnum. Átján manna stórsveit Gunnars Þórðarssonar leikur með tríóinu. Árni Samúelsson sagði að tölu- verðar breytingar hefðu verið gerðar innanstokks að undanförnu og benti á að setustofur hefðu verið hannaðar við tvo bari og sagði að komið hefði verið fyrir nýju hijóðkerfi og JBL hátölurum i allt húsið. í máli Árna kom einnig fram að leikin yrði lág- værari tónlist á Breiðvangi en á hin- um skemmtistöðunum. Arni sagðist reikna með að staðurinn yrði einkan- lega sóttur af fólki frá 24-25 ára og uppúr. Um helgar verður Breiðvangur rekinn, sem almennur dansstaður, en aðra daga verður staðurinn leigð- ur einstaklingum og fyrirtækjum. Morgunblaðið/Sverrir Frá blaðamannafundi um ráðstefnuna í gær. Frá vinstri: John Pollock, Robert Harris, Svanhildur Kaaber, Mary Futrell og Eggert Lárusson. Ræða stefnumörkun í evrópskum menntamálum ÁRLEG Evrópuráðstefna WCOTP, alheimssamtaka kenn- ara, var sett á Hótel Sögu í gær- kvöldi. Ráðstefnuna sækja 140 fulltrúar frá 21 Evrópulandi. Henni lýkur á mánudaginn. Robert Harris, framkvæmda- stjóri samtakanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að fjallað yrði um framtíðarstefnumörkin í mennta- máium í Evrópu á ráðstefnunni. Hann sagði að rætt yrði um flutn- ing kennara milli Evrópulanda og benti á að réttindamat væri í því sambandi veigamikið atriði. I fram- haldi af því sagði Harris að fjallað yrði um menntun kennara og mikil- vægi þess að aðeins kennaramennt- að fólk væri ráðið til starfa í skól- um. Einnig sagði hann að ríkis- stjórnir landanna ættu að beita sér sérstaklega fyrir því að réttinda- lausum kennurum yrði gert kleift að afla sér kennararéttinda. Um skólagönguna sjálfa sagði Harris að mikilvægt væri fyrir kennara að gera sér grein fyrir því að nausynlegt væri að búa nemend- ur undir ævilangt nám þar sem fólk þyrfti sífellt að vera tilbúið til að tileinka sér nýjungar í þjóðfélag- inu. Meðal þeirra sem töluðu við setn- ingu ráðstefnunnar í gærkvöldi voru Svavar Gestsson, mennta- málaráðherra, John Pollock, for- maður Evrópudeildar WCOTP, og Mary Futrell, formaður WCOTP. Evrópuráðstefna WCOTP hef- ur ekki verið haldin áður á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.