Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTOBER 1990 21 Reuter Offramleiðslunni eytt Bændurnir Maurice Banning (t.h.) og Richard James í Frances í Suður-Ástralíu við fjöldagröf kinda í gær. Vegna offramleiðslu og verðfalls á ull og kjöti hafa ástralskir bændur gripið til þess ráðs að farga þúsundum kinda. Bandaríkin: Stormur veldur usla A á slóðum Islendinga Florida. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MIKILL stormsveipur gerði usla á Mexíkóflóaströnd Florida í gær. Náði vindhraðinn í sveipnum allt að 108 km á klukkustund en storm- sveipur telst vera fellibylur ef vindhraði sveipsins nær 120 km hraða. Sveipurinn byijaði feril sinn úti á Atlantshafi, hlaut þá nafnið „Marco“ og var þá með fellibylsstyrk. Hann fór síðan yfir suðurodda Florida og upg með vesturströnd skagans. Á hádegi í gær að bandarískum tíma var miðja sveipsins yfir Clear- water en hafði þá valdið mestum usla í Sarasota og kringum Tampa- flóann. Tjónið er ekki alvarlegt, fall- in tré, rafmagnsleysi á stóru svæði og einhverjar skemmdir á húsum. Stóra brúin „Sunshine Skyway“ yfir mynni Tampaflóa var lokuð allri umferð og skólahald og atvinnu- rekstur lá víða niðri. Að venju eru nokkrir íslendingar á þessum slóðum. Þegar haft var samband við nokkra þeirra í gær- morgun amaði ekkert að þeim. Þeim fannst aðeins lífsreynsla að lenda í slíku veðri á sólarströndum þar sem sólin hefur bakað þá undanfarna daga í 30-35 stiga hita. Þýskaland: Kosið til fimm nýrra sam- bandsríkjaþinga á sunnudag Berlín. Daily Telegraph. ÍBÚAR í þeim hluta Þýskalands sem áður var Austur-Þýskaland ganga til kosninga á sunnudag- inn. Kosið verður til þinga fimm nýrra sambandsríkja, Saxlands, Sachsen-Anhalts, Thiiringen, Brandenburgar og Mecklen- burgar-Vorpommern. Sam- bandsríkjakerfið verður þar með tekið upp aftur en það var lagt niður af kommúnistum í Austur- Þýskalandi árið 1952. Niðurstöður kosninganna munu gefa mikilvægar vísbendingar um úrslit þingkosninganna 2. desember en skoðanakannanir benda til þess að flokkur Helmuts Kohls kanslara, kristilegir demókratar (CDU), vinni meiriháttar kosningasigur. Ef spárnar ganga eftir og kristilegir demókratar vinna sigur í íjórum af sambandsríkjunum fimm þá ná þeir einnig meirihluta í efri deild þýska þingsins, Sambandsráðinu. Hátíðahöld vegna sameiningar þýsku ríkjanna í síðustu viku og áhyggjur af atvinnuleysi og hús- næðismálum hafa dregið athygli frá þessum kosningum, sem eru hinar þriðju fyrir Austur-Þjóðveija á að- eins níu mánuðum. Starfsmenn kjörnefnda segja að enn vanti til- finnanlega fólk til atkvæðatalning- ar og annarra starfa á kjördag. Áhugi fyrir kosningunum virðist víða vera af skornum skammti og hafa fundir með háttsettum stjóm- málamönnum verið illa sóttir. Ein af ástæðunum fyrir þessu áhuga- leysi er skortur á frambjóðendum sem tengjast kjördæmunum. Fjöl- margir frambjóðendur eru ekki á heimaslóðum og sumir þeirra eru ekki einu sinni frá austurhluta landsins. Jafnaðarmenn eygja hvergi sig- urvon nema í Brandenburg og er það einungis að þakka einum fram- bjóðanda, Manfred Stolpe, yfír- manni mótmælendakirkjunnar í Berlín-Brandenburg. Helsti fram- bjóðandi kristilegra demókrata í Brandenburg er fyrrverandi inn- anríkisráðherra í ríkisstjórn Lothars de Maizieres, Peter-Michael Die- stel. Diestel þykir umdeildur og hefur verið sakaður um að tefja fyrir rannsókn á málum austur- þýsku öryggislögreglunnar fyrrver- andi, Stasi. Þeir sem ekki vilja ljá kristilegum demókrötum atkvæði sitt í kosning- unum eru taldir munu kjósa rót- tæka flokka, arftataka kommún- ista, PDS, eða öfgasinnaða hægri- menn. Kristilegir demókratar fengu 40% fylgi í þingkosningunum' í Austur-Þýskalandi í mars sl. Berlín verður eina af sambands- ríkjunum 16 í sameinuðu Þýska- landi án kjörinnar svæðisstjórnar. Borginni verður stjómað sameigin- lega af jafnaðarmönnum frá Aust- ur- og Vestur-Þýskalandi þar til kosið verður í borgarstjórn sam- einaðrar borgar 2. desember nk. v-' /c--'7 •/ \ HÖFUM OPNAÐ SPRENGIMARKAÐINN Á SNORRABRAUT (í SAMA HÚSI OG ÁTVR VAR) 56, BARNAÚLPUR ÁÐUR KR. 4.900 NÚ 2.900 ! DÚNÚLPUR KR. 9.900 4.900 DÖMUPILS KR. 3.900 1.000 DðMUJAKKAR KR. 5.470 2.000 DÖMUBLÚSSUR KR. 2.490 1.000 KRUMPUGALLAR KR. 8.900 3.900 UERRASKYRTUR FRÁ KR. 100 HERRAPEYSUR FRÁ KR. 500 BQMULLARBUXUR FRÁ KR. 500 BARNABUXUR FRÁ KR. 500 BARNAGALLAR FRÁ XR. 500 BARNAPEYSUR FRÁ KR. 500 SÆNGURVERASETT FRÁ KR. 500 SNJÖBOMSUR FRÁ KR. 500 KULDASKÚR FRÁ KR. 300 NJERFðT FRÁ KR. 50 SÉRTILBOÐ: VXXDUOt HERRASKQKKAR 5 PðR 1PAKKA KR.299 j OPID DA6LE6A FRÁ KL. 10.00 TIL 18.00 SPRENGIMARKAÐURINN, LAUGARDAGA FRA KL. 10.00 TIL 16.00 Snorrabraut 56.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.