Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990 23 pli>rgnmMal>ií Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Gagnrýni á málatil- búnað í álmáli TTIftir því sem umræður verða r l meiri um samningaviðræður íslenskra stjórnvalda og fulltrúa Atl- antsálshópsins um smíði nýs álvers skýrast línumar og úrlausnarefnin. Eitt hið vandasamasta við gerð samningsins er að finna hæfílegt orkuverð. Annars vegar þarf það að vera samkeppnisfært á heimsmark- aði og hins vegar að geta staðið undir hinum gífurlegu fjárfesting- um, sem Landsvirkjun þarf að ráð- ast í með smíði nýrra orkuvera. Ályktun sem stjóm Landsvirkjun- ar samþykkti samhljóða sl. fimmtu- dag - en formaður hennar, Jóhann- es Nordal, sat hjá - leiðir í ljós, að þar em menn ekki sáttir við, hvem- ig haldið hefur verið á samningamál- um undir forystu Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra. í Alþýðublaðinu mátti á dögunum lesa forystugrein, þar sem því er lýst, að iðnaðarráð- herra hafi „einn og óstuddur borið hið mikla álmál fram“. Staðreynd er hins vegar að enginn einn aðili getur, þótt ráðherra sé, lokið samn- ingunum um nýtt álver. Þar þurfa fleiri að koma við sögu og er eðli- legt að þeir vilji hafa fast land und- ir fótum og svigrúm til að gæta hagsmuna sinna eftir sjálfstæðu eig- in mati. Landsvirkjun er í meirihlutaeign ríkisins, Reykjavíkurborg er þar stór hluthafi og Akureyrarbær lítill. Eignaraðilamir kjósa menn í stjóm og koma sér saman um þann sem situr í formennsku; hefur Jóhannesi Nordal verið sýndur sá trúnaður frá upphafi og engir hafa meiri reynslu en hann af samningum við erlenda stórkaupendur á orku, enda er hann í forystu viðræðunefndarinnar við Atlantsálshópinn. Af ályktun stjórnar Landsvirkjun- ar sést, að stjómarmenn fyrirtækis- ins fagna þeim áhuga sem erlend stóriðufyrirtæki sýna á því að reisa hér álbræðslu. Er sú yfirlýsing í samrærni við þá meginbreytingu sem orðið hefur á afstöðu Framsóknar- flokksins og Alþýðubandalagsins til erlendra fjárfestinga í landinu. Er mikils virði og ánægjulegt eins og Jón Sigurðsson orðar það að þessi afdráttarlausa yfirlýsing liggi fyrir. Stjóm Landsvirkjunar segir hins vegar einnig í ályktun sinni: „Gefið hefur verið til kynna að ráðgjafar- nefnd á vegum iðnaðarráðherra hafi þegar lokið samningum um öll meg- inatriði samninga sem gera þurfi svo hefjast megi handa um virkjunar- framkvæmdir og byggingu verk- smiðju. í ljós hefur komið að megin- atriði slíkrar samningsgerðar, orku- sölusamningurinn, er miklu skemur á veg kominn en haldið hefur verið að almenningi. Ljóst er að slíkur málatilbúnaður og opinber umræða af því tagi sem í kjölfarið hefur fylgt, hefur veikt samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart hinum er- lendu viðsemjendum nú þegar málið er loks komið í hendur þess aðila sem með orkusamninginn á að fara, þ.e. stjómar Landsvirkjunar." Fram hjá þessari ályktun stjómar Landsvirkjunar geta hvorki iðnaðar- ráðherra né aðrir gengið. En jafn- framt hlýtur stjóm Landsvirkjunar að gera ítarlegri grein fyrir því opin- berlega að hvaða leyti orkusölu- samningar em skemur á veg komn- ir en haldið hefur verið fram. Hvaða efnisþætti í drögum að samningi telur Landsvirkjunarstjóm að fjalla þurfi frekar um við hina erlendu viðsemjendur? I samtali við Morgun- blaðið í gær vék Davíð Oddsson að áhættuþáttum samkomulagsins. Auðvitað er Ijóst, að með því að tengja orkuverð við heimsmarkaðs- verð á áli er tekin umtalsverð áhætta en hitt er jafn Ijóst, að sáralitlar líkur em á, að við getum náð samningum um nýtt álver án slíkra tengsla og einhverrar áhættu, þótt hún megi að sjálfsögðu ekki verða okkur of- viða. Þá er óhjákvæmilegt, að stjórn Landsvirkjunar svari því, hvers vegna spumingin um umboð stjórn- arformanns er svo mjög á reiki. Fram hefur komið, að Jóhannes Nordal hefur ítrekað gert stjórn Landsvirkjunar grein fyrir gangi málsins. Hvers vegna hafa einstakir stjómarmenn ekki á fyrri stigum vakið máls á nauðsyn formlegs um- boðs til handa stjórnarformanni? Stjómin vill fá tóm til að kynna sér alla þætti málsins og hefur falið starfsmönnum fyrirtækisins að vinna nýjar álitsgerðir, síðan ætlar hún að taka ákvarðanir „í þeirri þröngu stöðu sem henni hefur verið komið i af hálfu ráðuneytisins", eins og segir í lokaorðum ályktunarinn- ar. Felst í þessu vantraust af hálfu stjómarmanna á þær álitsgerðir, sem starfsmenn fyrirtækisins hafa lagt fram til þessa eða er hér um að ræða greinargerðir um efnis- þætti, sem ekki hefur verið fjallað um með þeim hætti til þessa? Þótt iðnaðarráðherra mótmæli þessu mati stjómar Landsvirkjunar og segi „að málið sé í mjög góðri og opinni stöðu, í þeim skilningi að hægt sé að halda því áfram og leiða farsællega til lykta í þessum loka- áfanga, ef góður vilji ríkir“ verður hann eins og aðrir að sætta sig við að réttir aðilar fjalli um þá þætti þessa mikla máls sem að þeim lúta. Einnig er það höfuðatriði eins og Davíð Oddsson hefur bent á að sam- staða sé í ríkisstjóminni um stefnuna í þessu viðkvæma máli og ekki hægt að ætlast til þess að Sjálfstæðis- flokkurinn bjargi því í höfn, nema augljóst sé að ríkisstjórnin hafi ekki bolmagn til þess. En jafnframt verða forystumenn Sjálfstæðisflokksins að gera sér ljóst, að til þeirra eru gerð- ar meiri kröfur en annarra í þessu stóra máli, sem er í raun og vera hafið yfir pólitískt dægurþras. Varla getur það talist eðlilegt að þingflokksformaður framsóknar, sem situr í stjórn Landsvirkjunar, rísi nú gegn þeim, sem hann ber hvað mésta ábyrgð á í ríkisstjórn- inni, þar á meðal iðnaðarráðherra, og ástæða er til þess að ríkisstjómin hugi frekar að þeim upphlaupum en óánægju sjálfstæðismanna með málsmeðferð. Vegna misskilnings og sambands- leysis milli þeirra, sem um málið eiga að fjalla eru komin upp óþarfa vandamál og viðkvæm staða. Er brýnt að þannig verði haldið á mál- um, að hinir erlendu viðsemjendur telji ekki að málið hafí tekið nýja stefnu hér innanlands vegna pólit- ískra deilna. Hvort sem þessi ríkis- stjóm getur haft forystu um að ljúka málinu eða kalla þarf aðra til á að nota næstu mánuði til að leysa ein- staka þætti þess þannig að allir aðil- arþess telji siggeta vel við það unað. Frá stöðnun til hagvaxtar Frá þingflokks- og miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær. Frá vinstri eru þingmennirnir Birgir Isleifur Gunnarsson, Þor- valdur Garðar Kristjánsson og Matthías Bjarnason. Sjálfstæðisflokkurinn: hsLgt til við flokks- ráð að ganga í EDU ÞINGFLOKKUR og miðsljórn Sjálfstæðisflokksins samþykktu á fundi sínum í gær að leggja til við flokksráðið að sjálfstæðismenn gangi í Evrópusamtök lýðræðisflokka, EDU. Sjálfstæðismenn hafa undanfar- in ár átt áheyrnarfulltrúa á þingum samtakanna. eftir Þorstein Pálsson Alþingi kom saman í vikunni. Allt gekk það fyrir sig með hefð- bundnum hætti. Ýmsir gera þvi þó skóna að störf þingsins verði óhefð- bundnari en venjulega. Slíkar vangaveltur eiga ugglaust rætur að rekja til þess að kosningar era í aðsigi að vori og innbyrðis sundur- lyndi stjórnarflokka varðandi stærstu hagsmunamál er meira en gengur og gerist. Hagstæð ytri skilyrði Ýmsir velta því fyrir sér hvort komandi þing verði af þessum sök- um meira átaka þing en við eigum að venjast. Með átökum eiga menn gjarnan við það hvort við þingmenn þrösum meira eða minna. Um þess- ar mundir þyrftu menn á hinn bóg- inn að gera minna af því að þrasa en meira af því að taka á í mikil- vægum málum sem ráðið geta úr- slitum um hagsæld og velferð þjóð- árinnar til lengri tíma. Ytri skilyrði sem við ráðum engu um hafa oft og tíðum úrslitaáhrif á stöðu efnahagsmála. Eins og sak- ir standa era þessar aðstæður með eindæmum hagstæðar. Verðlag á erlendum mörkuðum fyrir íslenskar afurðir er hærra en nokkru sinni. Gengisþróun á erlendum mörkuðum hefur einnig verið hagstæð, að Bandaríkjamarkaði fráskildum. Þá mörkuðu kjarasamningar launafólks og atvinnurekenda í febrúar tímamót, en þeir stuðluðu með ótvíræðum hætti að lægri verð- bólgu og minni kaupmáttarrýrnun en orðið hefði ef stjómarstefnan hefði fengið að ráða ferðinni. Höfðinu stungið í sandinn Svo gæti því virst að allt væri með felldu og í góðu gengi. En þrátt fyrir þetta blasir stöðnun við í íslensku efnahagslífi. Síðastliðið vor vöktu sérfræðingar Efnahags- og framfarastofnunarinnar athygli á því að flest benti til þess að hag- vöxtur yrði minni á íslandi en í öðrum löndum á næstu árum. Og nýlega vakti einn virtasti hagfræð- ingur landsins, dr. Þráinn Eggerts- son, athygli á þessari sömu hættu. Verkefnin framundan eru marg- slungin. Þau felast í því að varð- veita þann árangur sem aðilar vinnumarkaðarins náðu við að lækka verðbólgu. Jafnframt verða menn að finna leiðir frá stöðnun til hagvaxtar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að við drögumst aftur úr öðrum þjóðum í lífskjörum eins og nú stefnir í að óbreyttri efna- hagsstefnu. Mikill vandi blasir við í ríkisfjár- málum. Samhliða margra milljarða króna skattahækkun hafa útgjöld ríkisins þanist miklu meira út. Því er enn við alvarlegan ríkissjóðshalla að glíma. Verulegur vandi er enn- fremur falinn og geymdur í milli- færslusjóðum ríkisstjómarinnar og sjóðum sem hún hefur verið að gera gjaldþrota eins og bygginga- sjóð ríkisins og atvinnuleysistrygg- ingasjóð. Sömu afstöðu hefur ríkis- stjómin tekið til lífeyrissjóðs opin- berra starfsmanna. Stjórnvöld hafa því stungið höfð- inu í sandinn eða lokað augunum fyrir þeim alvarlegu verkefnum sem taka þarf á. Stöndum á vegamótum Við stöndum því að mörgu leyti á vegamótum um þessar mundir. íslensk atvinnufyrirtæki skila ekki nægjanlegum arði. Hver króna sem bundin er í íslenskum fyrifyækjum þarf að gefa af sé meiri ágóða en verið hefur. Umbrot í atvinnumál- um eru því óhjákvæmileg eigi stöðn- unin ekki að verða að varanlegum veraleika. Stjórnendur atvinnufyrirtækja þurfa að setja sjálfum sér strangari og ákveðnari markmið. Þeir þurfa í framtíðinni að lúta harðari lögmál- um en þeir hafa gert fram til þessa. Jafnframt stendur þjóðin á þeim vegamótum að þurfa að taka af- stöðu til alþjóðlegs stjómmála- og efnahagssamstarfs. Á því sviði lif- um við mikla umbrotatíma. Sósíal- isminn er hruninn. Evrópa er að sameinast og við þurfum að ákveða hvar við viljum vera á landakorti pólitískrar og efnahagslegrar sam- vinnu Evrópuþjóða á nýrri öld. Þetta eru þau stóru viðfangsefni sem Alþingi ætti að takast á við í vetur. En flest bendir til þess að Alþingi eins og það er skipað nú sé of sundurlaust til þess að geta gert það með markvissum hætti. Átökin, sem talað er um á Al- þingi á komandi vetri, verða því fremur innbyrðis en sameiginleg. Veik tök og ágreiningur innan ríkis- stjórnarinnar í álmálinu er ágætt dæmi um þessar aðstæður. Engin samstæð stjómarstefna er fyrir Þorsteinn Pálsson „Við stöndum því að mörgu leyti á vegamót- um um þessar mundir. íslensk atvinnufyrir- tæki skila ekki nægjan- legum arði. Hver króna sem bundin er í íslensk- um fyrirtækjum þarf að gefa af sér meiri ágóða en verið hefur. Umbrot í atvinnumál- um eru því óhjákvæmi- leg eigi stöðnunin ekki að verða að varanleg- um veruleika.“ hendi að því er varðar endurskipu- lagningu efnahags- og peninga- málastjórnar, uppbyggingu at- vinnulífs eða tengsl við hina nýju efnahagssamvinnu Evrópuþjóð- anna. Markmiðin Markmið okkar er nú sem fyrr að tryggja íslendingum jafngóð eða betri lífskjör en almennt gengur og gerist á meðal nágranna okkar. Við ætlum okkur líka að varðveita íslenska menningu, þjóðerni og tungu. Við ætlum okkur að vera efnalega og menningalega sjálf- stæð þjóð. Sjálfstæði okkár sem einstakl- inga er og verður alltaf háð mann- legum samskiptum, fjölskyldu, vina, nágranna og starfsfélaga. Á sama hátt verður sjálfstæði okkar sem þjóðar aldrei óháð vinaþjóðum, frændþjóðum, grannþjóðum eða viðskiptaþjóðum. Vitund þjóðarinnar um menningu sína og tungu og sögulega arfleifð hefur um margt verið að styrkjast að undanförnu. En á hinn bóginn hafa ýmsar efnahagslegar forsend- ur verið að veikjast á síðustu árum. Því má segja að stöðnun sé það orð sem lýsi íslenskum þjóðarbúskap árið 1990. Stöðnun blasir við í athugun sem unnið hefur verið að á vegum sérstakrar verkefnis- stjórnar sem þingflokkur sjálfstæð- ismanna skipaði til þess að vinna að málefnaundirbúningi fyrir kom- andi kosningar hefur verið reynt að meta efnahagsþróun síðustu ára og horfurnar framundan. Niður- stöðurnar eru um margt athygli- verðar. Það kemur fram að vöxtur lands- framleiðslu á hvert ársverk á ís- landi jókst einungis um tæp 4% á síðastliðnum áratug. Á sama tíma var vöxtur landsframleiðslu á hvert ársverk tæplega 20% í öðrum lönd- um Efnahags- og framfarastofnun- arinnar. Kaupmáttur atvinnutekna hefur ekkert vaxið allan síðastliðinn ára- tug á íslandi en í öðram löndum sem aðild eiga að Efnahags- og framfarastofnuninni hefur hann vaxið um meira en 11%. Þessar einföldu en skýru tölur tala sínu máli. Þær sýna að við höfum verið að dragast aftur úr öðrum þjóðum. En hveijar eru horf- umar miðað við óbreyttar aðstæður ef ekki verður tekið á ýmsum grundvallarmeinsemdum í íslensk- um þjóðarbúskap? Samkvæmt þessari athugun bendir margt til þess að hagvöktur grannríkja okkar verði tvöfalt meiri næsta áratug en hjá okkur sjálfum. Sú staðreynd gefur til kynna sam- kvæmt þessari athugun að kaup- máttur muni lítið sem ekkert auk- ast næsta áratug. En á sama tíma gæti kaupmáttur grannríkjanna vaxið um 25%. Hagvaxtarstefna Ekki fer á milli mála að hér eru dregin fram mjög alvarleg viðvör- unarmerki. Þau sýna svipaða niður- stöðu og ýmsir hagfræðingar bæði íslenskir og erlendir hafa verið að vekja athygli á að undanförnu. Við þessu þarf að bregðast í þeim til- gangi að vísbendingarnar verði ekki að veruleika. Augljóst er að við verðum að setja fram mjög ákveðin og fram- sækin markmið í atvinnumálum. Við getum einfaldlega ekki sætt okkur við að dragast aftur úr með þeim hætti sem við blasir ef ekkert verður að gert. Megin markmiðin verða vitaskuld þau að auka þjóðar- framleiðsluna. Við verðum að ná að meðaltali 3-4% hagvexti á næsta áratug. En það markmið næst að- eins með því að taka upp nýja starfshætti í stjórn efnahags- og atvinnumála og gera stórauknar kröfur til stjórnenda bæði í atvinnu- lífi og opinberum rekstri. Jafnframt er augljóst að við get- um ekki lokað augunum fyrir því að bein tengsl við þá nýju efnahags- skipan sem nú er verið að koma á í Evrópu er ein af forsendum heil- brigðra atvinnuhátta og hagvaxtar í landinu. Á þessu verkefni þarf því að taka með opnum huga og Ijósi íslenskra hagsmuna. Fæst bendir til þess að Alþingi geti með markvissum hætti tekið á þessum stóru framtíðar viðfangs- efnum fyrr en að loknum kosning- um þar sem styrkleikahlutföllum verður breytt. Töf á kosningum þýðir töf á framförum. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. í EDU eru meðal annarra Hægri- flokkarnir í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi, íhaldsflokkarnir í Dan- mörku og Bretlandi, Kristilegir demókratar í Þýzkalandi og á Ítalíu og fleiri borgaralegir flokkar í Evr- ópulanda. Þá hafa nú fengið inn- göngu nokkrir lýðræðisflokkar í Austur-Evrópuríkjunum. Hingað til hefur það verið stefna Sjálfstæðisflokksins að standa utan alþjóðasamtaka stjórnmálaflokka. Þorsteinn Pálsson, formaður flokks- ins, var spurður hvers vegna nú væri lagt til að ganga í EDU. „Við teljum mjög æskilegt að geta átt samráðsvettvang sem þennan með flokkum, sem fylgja svipuðum sjón- armiðum og við gerum,“ sagði Þor- steinn. „Auðvitað eru þetta flokkar, sem eru mismunandi. Það er ekki hægt að leggja þá alla að jöfnu. Samtök sem þessi skuldbinda ekki á nokkurn hátt flokka í einstökum löndum, en þetta er mjög æskilegur samráðsvettvangur." ísland dregst aftur úr OECD-löndum hvað varðar lífskjör og atvinnuþróun: Aukning framleiðslu vegna meiri vinnu en ekki meiri framleiðni Dimm spá í skýrslu Vilhjálms Egilssonar um lífskjör og atvinnulíf 1980-2000 SKÝRSLA um lífskjör og atvinnulíf á íslandi með samamburði við önnur ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), var lögð fram á miðstjórnar- og þingflokksfundi sjálfstæðismanna í gær. I skýrslunni, sem samin er af Vilhjálmi Egilssyni hagfræðingi með aðstoð Unnars Más Péturssonar, er dregin upp mjög dökk mynd af efnahagsþróuninni hér á landi síðastliðin tíu ár og spáin fyrir næsta áratug, haldi stöðnun í efnahagslifinu áfram er jafnframt óglæsileg. Skýrsluhöfundur kemst að þeirri niðurstöðu að aukning landsfram- Ieiðslu á íslandi siðastliðin tíu ár hafi fyrst og fremst verið vegna þess að íslendingum hafi fjölgað og að þeir hafi lagt á sig meiri vinnu — ekki vegna meiri framleiðni atvinnulífsins þegar á heildina er litið. í skýrslunni segir að landsfram- leiðsla hafi aukizt um 22,4% hér á landi á síðasta áratug, en um 33,8% á sama tíma í ríkjum OECD, sem við berum' okkur helzt saman við. Þegar athugað er hver aukning landsframleiðslu hefur verið á hvert mannsbarn kemur í ljós að í OECD- ríkjunum er hún 24,4%, en á ís- landi eykst það, sem gengur undan hveijum og einum, aðeins um 10% á sama tíma. Þetta stafar meðal annars af því, að íslendingum hefur fjölgað meira en öðrum OECD-þjóð- um að meðaltali. Þeir hafa einnig lagt á sig meiri vinnu og atvinnu- þátttaka, einkum kvenna, hefur aukizt. Ársverk á Islandi voru 106.000 1980 en eru 125.000 á þessu ári. Samanburðurinn erokkur enn óhagstæðari ef skoðuð er aukn- ing landsframleiðslu á hvert árs- verk; hún var 3,7% á íslandi, en 19,1% í OECD. 1.740% launahækkun - 0,5% kaupmáttarhækkun Algengur mælikvarði á lífskjör, sem er kaupmáttur atvinnutekna, sýnir líka óheillavænlega þróun á Islandi, þrátt fyrir að laun hér á landi hafi hækkað um 1.740% á síðastliðnum áratug vegna verð- bólgu. Kaupmátturinn hér á landi jókst aðeins um 0,5% síðasta ára- tug. Á sama tíma jókst hann um 11,3% í OECD. „Þessi samanburður milli íslands og viðmiðunarland- anna sýnir svo ekki verður um villzt að ísland he'ur orðið undir í sam- keppninni um lífskjör," segir í skýrslunni. Vilhjálmur Egilsson dregur sam- an þrjár helztu ástæður stöðnunar lífskjara á íslandi í skýrslunni. Þær eru að mati Vilhjálms þessar: Verðbólga í fyrsta lagi var verðbólga á Is- landi að meðaltali 33,3% á síðasta áratug, en 4,7% í öðrum OECD-ríkj- um. „Verðbólga ruglar verðmæta- mat og gerir alla starfsemi efna- hagslífsins ómarkvissa. Mikil orka í atvinnulífi jafnt sem á heimilum fer í spá í verðbólguna og bregðast við henni, sem annars nýttist til gagnlegra verka. Fjölmarkar við- skiptalegar ákverðanir bæði fyrir- tækja og heimila verða rangar vegna óvissunnar sem verðbólgan skapar. Verðbólga veikir því atvinn- ulífið og dregur niður lífskjör al- mennings," segir í skýrslunni. Vítahringur skattahækkana í öðru lagi jukust útgjöld hins opinbera sem hlutfall af landsfram- leiðslu veralega á Islandi, en stóðu nánast í stað að meðaltali í hinum OECD-löndunum. Hlutfallið var 32,2% hérálandi 1980, en er38,6%. Sambærilegt hlutfall er að meðal- tali 39,8% í aðildarríkjum OECD. Tekjur hins opinbera, þ.e. skattar og önnur gjöld, sem hlutfall af landsframleiðslunni, hafa aukizt úr 33,3% 1980 upp í 37,4% á síðasta ári. Skattar hafa hækkað um tæpa 14 milljarða á þessum tíma á núver- andi verðlagi, um 54 þúsund krónur á hvert mannsbarn. „Þyngri skattbyrði dregur úr verðmætasköpun og rýrir þar með skattstofnana. Vítahringur skatta- hækkananna velst í því að tekjur af sköttunum minnka um leið og skattstofnarnir rýrna og þegar brugðizt er við með nýjum skatta- hækkunum rýrna skattstofnarnir ennþá meira. ísland er á leið inn í þennan vítahring,“ segir Vilhjálmur í skýrslunni. Vantar 41 milljarð í útflutninginn í þriðja lagi jókst útflutningur frá Islandi um 26,2% á árunum 1980-1990, en OECD-ríkin juku útflutning sinn að jafnaði um 67,9%. Útflutningur á hvert ársverk á Islandi var 6,9% meiri árið 1990 en 1980, en 50% í öðrum ríkjum Efnahags- og framfarastofnunar- innar. „íslenzkt atvinnulíf getur aldrei staðið undir samkeppnisfærum lífskjörum nema að taka þátt í þeirri þróun að auka utanríkisvið- skipti. Útflutningur íslendinga á árinu 1990 var 128,6 milljarðar króna en ef aukning hans hefði verið jafnmikil og í OECD-ríkjunum á árunum 1980-1990 hefði hann verið 170 milljarðar króna. Því má segja að það vanti 41,4 milljarða króna í- útflutning þjóðarinnar mið- áð við þróunina í viðmiðunarlöndum okkar síðustu tíu árin. Þessi upphæð samsvarar rúmum 60% af öllum sjávarvöruútflutningi landsmanna á þessu ári og er líka þrefaldur núverandi útflutningur á áli og kísiljárni. Ekkert stóriðjufyr- Island á tímamótum? Ekki er I Öii lí Ekki er hægt að segja að mikillar Öni gæti í skýrslu ns, enda gefur fortíðjn e.t.v. ekki ástæðu til þess. A meðfylgjandi töflum má sjá nokkrar hagtölur undanfarinna ára og spár um þau sem framundan eru til ársins 2000. Verg landsfram- leiðsla á mann Gráa iínan sýnir æskilegt markmiö, en hin svarta spá Tekjur hins opin- bera mlöaöar viö verga landsfram- Kaupmáttur at- vinnutekna á mann 46 44 42 %4° 115 110 tm "W5 «100 38 £2 95 s» 90 m -M 3 34 85 32 30 19f Í0 1985 199 0 199 5 200 « J 19 90 1982 1984 1988 1988 199 irtæki var byggt upp á landinu á síðasta áratug en þau hefðu þurft að vera tvö eða þijú til að hægt hefði verið að auka útflutningsvið- skipti með sambærilegum hætti og i OECD-ríkjunum,“ er skoðun Vil- hjálms Egilssonar. Hver og einn skuldar 235.000 kr. meira erlendis Vilhjálmur segir skuldasöfnun hafa fylgt í kjölfar stöðnunar í at- vinnulífinu. „Þannig voru heildar- skuldir á íslenzka lánamarkaðnum 77,8% af landsframleiðslu á árinu 1980 en 140,1% miðað við lands- framleiðslu á árinu 1989. Erlendar skuldir (löng erlend lán) vora 29,7% af landsframleiðslu á árinu 1980 en 47,4% á árinu 1989. Erlendar skuldir jukust á þessum árum um 59 milljarða króna á þennan mæli- kvarða á núverandi verðlagi eða um 235 þúsund krónur á hvert manns- barn. Skuldaaukning hefur komið fram hjá atvinnulífinu, heimilinu og opin- berum aðilum. Skuldir heimilanna voru 14,2% af landsframleiðslu árið 1980 en 41,3% árinu 1990. Mikil eignaaukning í sparifé hefur hins vegar orðið á móti skuldum heimil- anna, sparnaður sem myndazt hef- ur í innlánsstofnunum, lífeyrissjóð- um og alls kyns verðbréfum. Aukin skuldsetning atvinnuveganna er stórkostlegt vandamál sem gerir erfitt fyrir með að auka hagvöxt á íslandi. Skuldir atvinnuveganna voru 38,4% af landsframleiðslu á árinu 1980 en voru komanar í 63,5% á árinu 1989.“ Út af topp-tíu? í skýrslunni er líka spáð í horf- urnar framundan. Því er spáð að íslendingar haldist ekki í hópi tíu tekjuhæstu þjóða heims ef svo held- ur fram sem horfir í atvinnuþróun landsmanna. „Sé miðað við óbreytt ástand næstu árin munum við heilsa nýrri öld með því að landsfram- leiðsla á mann hafi aðeins vaxið um 21%-30% frá árinu 1980. Hvort þessi tala verður hærri eða lægri fer eftir því hvar efnahagslífið ver- ur statt í hagsveiflunni um aldamót- in. Haldi hagvöxturinn áfram í ríkjum OECD af sama krafti síðasta áratug aldarinnar og hann var á níunda áratugnum munu viðmiðun- arþjóðir okkar mæta 21. öldinni eftir að hafa náð 54% aukningu landsframleiðslu á mann á árunum 1980-2000.“ ■* Ógnvænleg þróun skattheimtu „Þróun ríkisútgjalda og skatt- heimtu verður ógnvænleg ef ekki er breytt um stefnu,“ segir í skýrsl- unni. „ísland hefur hingað til ekki verið háskattaland en ef sama þró- un og verið hefur síðasta áratuginn heldur áfram, munu útgjöld hins opinbera á íslandi verða 46,4% af landsframleiðslu á árinu 2000 með- an meðaltalið í OECD yrði 40,6%.“ Því er spáð að með sama takti í tekjuaukningu hins opinbera verði tekjur ríkisins 42,2% af landsfram- leiðslunni árið 2000. Skattar yrðu þó að hækka enn meira til að bregð- ast við vaxandi halla á ríkissjóði. „Miðað við óbreyttan halla þyrftu tekjur ríkissjóðs að vera 45,2% af landsframleiðslu sem kallar á 7,8% hærra hlutfall en var á árinu 1989. Þetta þýðir að búast má við á núver- andi verðlagi 26 milljarða króna skattahækkun milli áranna 1989 og 2000 eða um 2.400 milljónir króna á ári hverju að meðal tali. Hver íslendingur myndi greiða um 100 þúsund krónur í hærri skatta árið 2000 en hann gerir nú,“ stend- ur í skýrslunni. Þar segir að með þessu áframhaldi komist ísland í hóp háskattaþjóða. Skattahækkun- in, sem í vændum sé, samfara stöðnun í efnahagslífinu, þýði að tekjuskattar einstaklinga og fyrir- tækja þurfi að þrefaldast. Ef ná þurfi auknum skatttekjum með virðisaukaskatti þurfi hann að hækka upp fyrir 40% Átak til úrbóta . „ í tillögum sínum um leiðir til að ísland geti haldið sömu lífskjörum og aðrar OECD-þjóðir leggur Vil- hjálmur Egilsson áherzlu á að árangur af uppstokkun og nýrri uppbyggingu í atvinnulífinu og umbætur í rekstri hins opinbera verði að kristallast á þremur svið- um: í fyrsta lagi þarf verðbólgan að verða sambærileg og í OECD, þ.e. innan við 5% að meðaltali á næsta áratug. í öðru lagi þurfa utanríkisvi^- skipti að vaxa um 115% á mann á næstu tíu árum, sem kallar á meiri- háttar uppstokkun í atvinnulífinu. í þriðja lagi verður hið opinbera að auka tekjur sínar með stærri skattstofnum en ekki skattahækk- unum. Hlutfall skatta af landsfram- leiðslu má ekki hækka frá því sem nú er, og útgjöldin verða að rúmaSt innan þess ramma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.