Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTOBER 1990 25 Opinn kynningarfund- ur A A-deilda í dag Frá einu námskeiða Hjálparsveitar skáta í áttavitanotkun. ¦ HJÁLPARSVEIT skáta í -----------------------------— Reykjavík heldur á næstunni tvö námskeið í notkun áttavita og korta til að tryggja öryggi veiði- og ferða- manna. Hvort námskeið tekur tvö kvöld og verður fyrra námskeiðið 17. og 18. október en hið síðara 24. og 25. október. Námskeiðin verða haldin á Snorrabraut 60, jarðhæð, og byrja klukkan 20. Skráning þátttakenda fer fram í Skátabúðinni við Snorrabraut og þar eru einnig veittar nánari upplýs- ingar. ¦ DANSKI 'sagnfræðingurinn og landslagsfræðingurinn dr. Erland Porsmose flytur fyrirlestur í Norr- æna húsinu á morgun, sunnudag, klukkan 17. Fyrirlesturinn nefnist „De Danske kultúrlandsska- per og deres be- varing". Erland Porsmose lauk doktorsprófi í sagnfræði árið 1987 og fjallaði ritgerð hans um sögu sveitaþorpa Dr. Erland Porsm. á Fjóni á tímum ose. ræktunarsamvinnu. Hann hefur verið menningarsögulegur ráðgjafi yfirvalda í minjaverndarmálum frá árinu 1981. Hann á sæti í stjórn Nordisk Kulturlandskabsfor- bund og Landbohistorisk Sel- skap. Hann er nú forstöðumaður safnsins í Kerteminde. AA-DEILDIRNAR í Reykjavík munu halda opinn kynningar- fund, laugardaginn 14. október 1990 í ísiensku óperunni (Gamla bíói) kl. 14.00 og eru allir vel- komnir. Þar koma fram AA-félagar og einnig gestir frá Al-anon og Al-ate- en samtökunum, sem eru samtök aðstandenda alkóhólista. AA-samtökin segja þetta um sig sjálf: AA-samtökin eru félagsskap- ur karla og kvenna, sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir, svo að þau megi leysa sameiginlegt ¦ DEILD í OA-samtökunum Overeaters Anonymous verður stofnuð laugardaginn 13. október á Neskaupstað. Stofnfundur deildar- innar verður haldinn 13. október í barnaskólanum kl. 16.00. Hann er öllum opinn sem eiga við matar- fíkn að stríða og vilja taka upp heilbrigða neysiuhætti. Á fundinum ríkir nafnleynd en það þýðir að þátttakendur segja ekki öðrum hverjir eru á fundinum eða hvað þeir segja. í OA eru hvorki félags- gjöld né meðlimaskrár. Eina skil- yrðið til þátttöku í OA er löngun til að hætta hömlulausu ofáti. (Fréttatilkynning) ----------------* 4 • Leiðrétting í þingfréttum 12 október var missagt að annar varaforseti sam- einaðs þings væri Guðni Ágústsson. Hið rétta er að Valgerður Sverris- dóttir var kjörin. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar. vandamál sitt og séu fær um að hjálpa öðrum til að losna frá áfeng- isbölinu. Til þess að gerast AA- félagi þarf aðeins eitt: Löngun til að hætta að drekka. Inntöku eða félagsgjöld eru engin, en með inn- byrðis samskotum sjáum við okkur efnalega farborða. AA-samtökin eru sjálfstæð heild og óháð hvers kyns félagsskap öðrum. Þau halda sig utan við þras og þrætur og taka ekki afstöðu til opinberra mála. Höfuðtilgangur okkar er að vera ódrukkin og að styðja aðra alkóhól- ista til hins sama. í dag eru starfandi um 190 deild- ir um land allt, þar af í Reykjavík um 90 deildir, erlendis eru 5 ís- lenskumælandi deildir. Hver þess- ara deilda heldur að minnsta kosti einn fund í viku, og er fundarsókn allt frá 5-10 manns og uppí 150 manns á fundi. Hér í Reykjavík eru margir fundir á dag og byrja fyrstu fundirnir kl. 11.00 fyrir hádegi og þeir síðustu um miðnætti. Upplýs- ingar um fundi og fundarstaði er hægt að fá á skrifstofu AA-samtak- anna Tjarnargötu 20, 101 Reykja- vík. Skrifstofan er opin virka daga milli kl. 13.00-17.00 og er síminn 91-12010. Einnig hafa AA-samtök- in símaþjónustu alla daga milli kl. 17.00-20.00. Síminn er 91-16373. AA-samtökin lofa ekki neinum bata, en benda má- á, að mikill fjöldi fólks hefur öðlast nýtt viðhorf til lífsins eftir að hafa kynnst AA- samtökunum, og fengið að njóta þess að komast úr myrkri ofdrykkj- unnar yfír í ljós og birtu eðlilegs mannlífs, án áfengis. (Fréttatílkynning) Atriði úr kvikmyndinni um Kray-bræður. Háskólabíó; Glæpir Kray- bræðranna HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýningar kvikmyndina „Kray- bræðurnir", með Billie Whitelaw, Tom Bell, Gary Kemp og Martin Kemp í aðalhlutverkum. í myndinni er greint frá Kray- tvfburunum, sem voru alræmdir glæpamenn í London á sjöunda ára- tugnum. Þeir voru afar samrýmdir og hændir að móður sinni. Ferill þeira hófst þegar þeir keyptu nið- urnídda billjarð-stofu og breyttu henni í næturklúbb. Brátt fóru umsvif þeirra og auður dagvaxandi. Leikstjóri myndarinnar er Peter Medak. Eitt verka Hjördísar Frímann. ¦ JíJÖÆD/S Frímannopnarmál- verkasýningu í Ásmundarsal, Freyjugötu 41, laugardaginn 13. október kl. 14.00. Þar sýnir hún 13 akrílmálverk sem öll eru unnin á striga á síðastliðnu ári. Hjðrdís stundaði nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur veturna 1978-1981 en síðan við School of the Museum of Fine Arts í Boston, þaðan sem hún útskrifaðist vorið 1986. Þetta er þriðja einkasýning Hjördísar. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 14.00:20.00 og stendur til 23. október. Á sama tíma verður kynn- ing á myndum Hjðrdísar í sýning- arglugga Galleríi 8 í Austurstræti 8 og eru þær myndir einnig til sölu. ¦ TONLEIKAR verða á vegum Smekkleysu í Kjallara Keisarans í kvöld þar sem fram kemur Jass- hUómsveit Konráðs Bé, en sú hljómsveit er skipuð meðlimum Sykurmolanna meðal annars. Á laugardagskvöld heldur Jazzhljóm- sveit Konráðs Bé. Sem fyrr mun hljómsveitin, sem telur eina 14 meðlimi, kynna hina „glaðbeittu og eggjandi" rödd Bogomil Font, en auk auk þessa munu koma fram Pippi, sem syngur og dansar, kynn- arnir Laddi Halli og Laddi, plötu- snúðarnir Beatula og Afríka Papríka Fabríka, og Johnny Triumph. Yfirskrift dansleiksins er Dansæfing undir fallandi haust- laufi eða Dansað á komandi svelli. Húsið opnar kl. 22. (Fréttatilkynning) Hólmavík: Staðarkirkja í Stein- grímsfirði endurvígð Hólmavfk. ÞAÐ var mikil hátíðarstemmning sem ríkti í Staðarkirkju í Steingrímsfirði við guðþjónustu sem þar var haldinn sunnudaginn 30. sept. sl., en þá var kirkjan endurvígð eftir endurbyggingu hennar, sem hófst árið 1985. Morgunblaðið/Magnús H. Magnússon. Forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir og Biskup íslands hr. Ólafur Skúlason ásamt fðruneyti við komuna að Sl nðarkirk ju. Safnaðargestir að lokinni Guðþjónustu í Staðarkirkju. Það var árið 1981 sem forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadótt- ir, kom í heimsókn í Strandasýslu og við það tækifæri stofnuðu þær Hjördís Hákonardóttir, þáverandi sýslumaður Strandamanna, sjóð til verndunar Staðarkirkju.' Samtökin Minjavernd hafa ann- ast endurbygginguna og hefur verklegi þátturinn verið í höndum Þorsteins Bergssonar fram- kvæmdastjóra samtakanna. Það var biskup íslands herra Ólafur Skúlason sem prédikaði og blessaði hann kirkjuna og graf- reitinn við kirkjuna, en hann hafði ejnnig verið lagfærður og stækk- aður. Auk biskups voru við athöfnina forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, dóms- og kirkjumála- ráðherra Óli Þ. Guðbjartsson, pró- fastur ísafjarðar og Húnavatns- prestakalla og fjórir prestar sem tóku þátt í athöfninni ásamt mörgum burtfluttum sveitungum og velunnurum kirkjunnar. Kirkjukór Hólmavíkurkirkju söng og organisti var Ólafía Jóns- dóttir. Við athöfnina var yngsti meðlimur safnaðarins skírður, en það er stúlkubarn frá Hrófbergi í Steingrímsfirði og var hún skírð Hekla Björk. Það var séra Andrés Ólafsson, en hann var prestur Hólmvíkinga í þrjátíu og fjögur ár, sem skírði barnið,. Að lokinni athöfninni í kirkj- unni var öllum kirkjugestum boðið til kaffísamsætis í grunnskólanum á Hólmavík. Þar voru mörg ávörp flutt og bárust kirkjunni margar góðar gjafir. Séra Ágúst Sigurðsson prestur á Prestbakka í Hrútafirði flutti fróðlega og skemmtilega ræðu um sögu Staðarkirkju frá upphafi og þá presta sem staðnum hafa þjón- að, meðal annars rakti hann ættir frú Vigdísar Finnbogadóttur for- seta íslands, til eins af. prestum þeim sem setið hafa á Stað. Það var samdóma álit allra þeirra sem til máls tóku að sér- staklega vel hefði til tekist með endurbyggingu Staðarkirkju og að það handbragð, sem þar sæist, væri öllum þeim sem að verkinu hefði unnið til mikil sóma. - M.H.M. <l- VORUM AÐ FA SENDIN6U AF GLÆSILE6UM JAKKAFOTUM Mikið af nýjum vörum. Opið í dag frá kl. 10-16 J}^ 11 ir^n iro SNORRABRAUT 56 f 13505 + f 14303

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.