Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDA'GUK 13. OKTÓBER 1990: STJORNUSPA eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú tekur vinnuna fram yfir ánægjuna i dag. Ýmislegt bendir til að þú ættir fremur að verja deginum í hópi ástvina þinna. Samveran ætti að ganga fyrir öilu öðru. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú kemur hlutunum á hreyfingu i dag og árangurinn lætur ekki á sér standa. Leggðu ekki of mikið á tjjölskylduna núna. Slak- aðu fremur á kröfunum. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» í dag er ekki heppilegt að standa í samningaviðræðum. Það yrði mjög harðsótt að komast að sam- komulagi. Beindu orku þinni í jákvæðan farveg og láttu inn- blásturinn ekki fara fyrir bí. Krabbi (21. júni - 22. júlí) Þú stendur í breytingum heima fyrir og gerir innkaup í dag. Maki þinn er ekki hrifinn af öllum þeim hugmyndum sem þú hefur viðrað úndanfarið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) <ef Annaðhvort verður vinnan þreyt- andi í dag eða þú kemur ekki eins miklu í verk og þú vonaðist til. Þú átt þó auðvelt með að tjá hug þinn og nýtur þín fullkom- Iega í hópstarfi sem þú tekur þátt i. Meyja (23. ágúst - 22. september) <T.A Þér hættir til að velta þér upp úr vandamálunum núna og hugsa- ekki um annað. Þú ert á réttri leið ( vinnunni og tekjur þínar fara vaxandi. Vog (23. sept. - 22. október) Kröfur sem aðrir gera til- þín koma í veg fyrir að þú komir áætlunum þínum í framkvæmd í dag. Þú færð fjöldann allan af góðum hugmyndum sem þú ættir að vinna úr. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þó að þú kjósir að verja deginum við vinnu þína er mjög óráðlegt að- ætlast til þess að aðrir séu á sömu bylgjulengd. Þú færð nýjar upplýsingar varðandi fjárfestingu sem þú hefur verið að hugsa um undanfarið. Bogmaður (22. nóv. - 21.-desember) «0 Farðu að finna vini þína núna. Sumir halda í ferðalag á næst- unni. Fáðu einhveija sem vit hafa á til að áætla hugsanlegan kostn- að við framkvæmdir sem þú ætl- ar að ráðast í heima fyrir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú átt erfltt með að gera upp hug þinn i fjármálunum, en þú veist fullkomlega hvað þú vilt þegar starf þift er annars vegar. Haltu þínu striki. Vatnsberi (20. janúar -- 18. febrúar) Langrækni borgar sig aldrei. Ræddu málin af einlægni og eyddu efa og tortryggni sem kúnna að leiða af sér misskilning og misklíð. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Vinir þlnir leggja undir sig full- mikið af tíma þlnum i dag þann- ig að þú kemur sáralitlu sem engu í verk. AFMÆL19BARNIÐ er skapandi og hagsýnt, en á stunduin í erfið- leikum með að samræma þessa eðliskosti sína. Það þarf nauðsyiw lega að fá starf við sitt hæfi. Annars hneigist það til að láta reka á reiðanum. Það er oftlega gætt andlegum hæfileikum og einlægum áhugá á hinu óþekkta. Stundum haslar það sér völl á sviðum sem tengjast lístum. Heimilið er því afar mikilvægt. Stjörnuspána á aó lesa , sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DYRAGLENS © 1990 Unlted Feature Syndicab / ÉG EIS MSO \ \HÁÆ l' EV/SdMUMj y /ééTÍmÍ/a~' /7]\ \ > rfiÉfE ae> „ 3 O 1-17 TOMMI OG JENNI /áft/e/r/tÐéc e/trr síaufo^. [y/£> s/rwiMo, si/o /t£> é<3 ■’ \Gí.ev/**o/ E/œt e/NMueeru / ( EO t/U F/M/á é<3\ V þAÐ eKJe/— ) " 7 LJOSKA FERDINAND 3 rzzzo 'vT77 W/Á uWfe .... % i7—■■■n VI ^ i'mk: 'r SMÁFÓLK HER.E5 TI4E FIERCE OCTOBER BEA5T 5NEAKIN6 UP ON A YICTIM... Hér læðst grimma október-dýrið að bráðinni... r Október-dýrið sparkar laufum yfir allt fórnardýrið. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson í þættinum í gær sáum við Sally Horton vinna 3 grönd með varðþröng. Hér er önnur, jafnvel enn glæsilegri, sem franski bridshöfundurinn Jean-Paul Meyer (gestur okkar á síðustu Bridshátíð), skrifaði um í móts- blað HM: Norður ♦ ÁKDG109 ¥ÁK ♦ K93 ♦ ÁK Vestur ♦ 86 ♦ 87654 ♦ D872 ♦ 65 Austur ♦ 32 ¥D109 ♦ 106 ♦ DG10987 Suður ♦ 754 ♦ G32 ♦ ÁG54 ♦ 432 Frakkinn Maurice Ausaleu varð sagnhafi í 7 gröndum í suður og fékk út hjartaáttu. Ausaleu taldi á fíngrum sér upp í 12 slagi og sá sér til nokk- urrar skelfíngar að hann yrði á endanum að svína fyrir tígul- drottningu. En það gat ekki sak- að að fresta vandanum um stund. Hann tók báða hjarta- slagina og spilaði spaða fimm sinnum. Afköst austurs voru einkar upplýsandi. Hann henti DG10 í laufi. Sem benti til að hann ætti 6-lit (annars færi hann varla að fría laufhund á hendi suðurs). Og hjartastaðan var nokkuð ljós eftir útspilið og 109 austurs. Ausaleu ályktaði því að austur ætti aðeins tvo tígla. Heima hélt Ausaleu eftir hjartagosanum og þremur lauf- um, en fór niður á Á5 í tígli. Spiíaði loks síðasta spaðanum og þvingaði austur til að henda tígulsexunni (hann varð að halda í hjartadrottningu og 987 í laufi). Þá kom tígull upp á ás (tían í) og síðan var tígulníu blinds svínað! Glæsilegt, en það skyggði nokkuð á gleði sagnhafa að austur átti í reyndinni D6 í tígli, svo samningurinn var skotheld- ur frá upphafi. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Hún Judit, yngsta Polgarsystir- in, þarf ekki flókna stöðu til að geta gabbað andstæðinginn. Þessi staða kom upp á OHRA-mótinu i Hollandi í sumar í skák Bertholee (2.360), og Judit Polpfar (2.540), sem hafði svart og átti leik. Hvítur drap síðast baneitrað peð, lék 34. Ha5xa7??, en 34. Hb5 hefði líklega dugað til jafnteflis. 34. - Ilb4! Nú verður svarta frípeðið ekki stöðvað! Hvítur gaf eftir 35. axb4 — b2. Judit sigraði í opna flokknum á OHRA-mótinu ásamt sovéska stórmeistaranum Tukmakov. Þau hlutu 6 v. af 9 mögulegum. Allmargir stórmeist- arar tóku þátt í mótinu. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.