Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÓKTÓBER 1990 Minning: Greipur Sigurðsson landgræðsluvörður „Landið mitt, landið mitt, — það er að fjúka út á sjó.“ Hún horfði á dökkan mökkinn þyrlast út með hlíðum og sækja fastar og fastar fram. Og það var tregi í röddinni og söknuður í augunum, — en aldr- ei lengi í senn. Hún tók aftur verk- færi sín og hélt áfram að yrkja garð sinn, einbeittari en áður, Anna í Skálholti. Þó var henni hafið eins kært og moldin og grösin — og það svo að hún kenndi stundum andþrengsla fyrstu árin svo langt inni í landi, þar sem hvergi sást til sjávar og varla til steina. Hún var uppvaxin svo að segja í fjörunni undir Jökli. Mosaskarð, Lambahraun, Hlöðu- vellir, Skessubásar, Rótasandur, Biáskógavegur og Haukadalsheiði heita firnindin ofar byggðum í Bisk- upstungum. Á þeim slóðum var ríki Greips og þó miklu víðlendara. Hans var harla víða að vænta þar, sem gróður barðist í bökkum. Fáir íslendingar munu hafa átt fleiri spor um auðnir og víðáttur Iandsins á siðustu þremur áratugum, en hann og piltar hans. Fyrir þrjátíu árum eða svo svarf eyðingin hvað fastast að átthögum hans, Hauka- dalsheiðinni, jörð feðra hans. Oft sat ég í stofu föður hans á þeim árum, og harla oft sveigðist ræðan að heiðinni. Þar höfðu enn verið fegurst og frjósömust lönd í bernsku hans. Og hugurinn stefndi þangað á góðum stundum. Þangað skyldum við ríða, tveir saman, ein- hvem dag. Ummerkin skyldi ég líta. Honum blæddi í augum. Löngu síðar, síðsumars 1985, riðu ijórir saman um hábungu dyngjunnar gömlu, Sandfellsins, og vestur á Bjarnarvelli og lengra þó. Þar fóru Guðni á Gýgjarhóli, Greip- ur í Haukadal og ungur fóstri hans, Bragi. Sjálfur var ég ijórði maður. Greipur var fararstjórinn, kunni skil á öllu, eins og jafnan, gróðri sem örnefnum, enda sáust þess merki glögg, að þar hafði hann verið með sveit sína. Þar uppi gat á að líta: Biskups- tungur allar blöstu við og hið næsta dalurinn fagri, sem heitir þremur nöfnum, Haukadalur, Helludalur og Dalurinn neðra. Oft hafði ég litið þessa dýrð úr hlíðum fellsins, en þennan dag var birtan slík, að vötn- in vora öll skínandi hvít. Landið flaut í mjólk og hunangi. Og gaml- ar ritningar fengu nýjan róm og risu upp af blöðum bókarinnar góðu: „Eg er ofan farinn til að frelsa hana af hendi Egypta og til að leiða hana“ — „til þess lands, sem er gott og víðlent, til þess lands, sem flýtur í mjólk og hun- angi — — „Þú sendir lindir í dál- ina, þær renna milli fjallanna, þær svala öllum dýram merkurinnar — „Yfir þeim byggja fuglar himins, láta kvak sitt heyrast milli grein- anna. Þú vökvar fjöllin frá hásal þínum. Jörðin mettast af ávexti verka þinna.“ Ég hygg það hafi verið þar uppi, sem ég minnist enn þeirrar nætur, sem ég hef einna fegursta litið. Nokkrir góðvinir riðu á heitu sum- arkvöldi frá Þingvöllum um Goða- skarð og síðan um Eyfirðingaveg, Hlöðuvelli og Hellisskarð austur í Tungur. Svo heit var nóttin, að hver maður reið í skyrtu einni, og hrossin sveittust og mæddust meira en á þeysireið á svölum degi. Förin sóttist seint. En fjöllin loguðu í gullinni dýrð — eins og Jónas sá þau forðum: Ríð ég háan Skjaldbreið skoða, - skín á tinda morgunsól, glöðum fágar röðulroða reiðarslóðir, dal og hól. Beint er í norður ijallið fríða, fákur eykur hófaskell, sér á leiti Lambahlíða og litlu sunnar Hlöðufell. Kona mín hafði verið með í för, en þessa nótt varð hún að sinna föður sínum öldruðum. Ég hét því með sjálfum mér, að þessa dýrð skyldi ég fá að líta síðar, ef þess yrði nokkur kostur. Ég hygg ég hafi orðað þetta við Greip á Sand- felli. Fleiri sögur gerðust þá dagana. Daginn fyrir Sandfellsreiðina var riðið í Almenninginn í Haukadal. Greipur hafði lagt á ráðin, gat þó ekki verið með í för, en sá um föru- neytið engu að síður, fékk mér Braga og Bergljótu til fylgdar, bæði vösk, og skemmtileg í bezta máta. Og ekki varð ferðin viðburða- snauð um harða bakka Fljótsins og keldur og foröð með Almennings- ánni, silfurtærri með skrúðfögrum hólmum. Á næsta vori var Bragi fermdur á fögrum hvítasunnudegi í Hauka- dalskirkju. Daginn áður, á afmælis- degi Greips, hafði hann fallið flatur í Beiná í eltingum við hross. Vand- fundin mun fegurri lind að laugast í, og sannhelg er hún af því að falla um kirkjugarðsveggi um aida- raðir. Eflaust hefur hún stundum laumað kossi á einhver beinin í frið- arreitnum. Og skírnarvatn hefur verið í hana sótt. Fermingarræðan fjallaði því að sjálfsögðu um vötnin og lífið, um lífsins vatn og lindir Heilags anda. Greipur undi sér vel við allt það vatnahjal, allra manna glaðastur og kankvís. Hann virtist aldrei verða fullorðinn. Og barnslund hans var heillandi. Síðsumars varð því ekki lengur skotið á frest að fara inn að Skjald- breið óg á Hlöðuvelli. Greipur ók og var fararstjórinn, glaður og ótrauður, eins og ávallt, en Kristín var einnig í förinni. Þau kunnu skil á öllu, höfðu verið langdvölum þar efra. Fjöllin voru að vísu ekki sól- roðin. Svalt var og einhver sagna- drungi yfir fjöllum og jöklum. Þó brutust kynjageislar úr þokunni hér og þar, stundum með regnbogum, og Þórisdalur virtist standa í gylltri dýrð. Anna naut ferðarinnar, þótt sjúk væri. Af fáu hafði hún meiri nautn en landinu og náttúrunni, var sólgin í að vita nafn á hveiju einu, ijöllum jafnt sem jurtum. Þau undu því vel saman, hún og Greipur. Vorið næsta tók hann gröf henn- ar með fleiri vinum. En eigin hönd- um bar hann greinar og kvistu í Skálholtskirkjugarð og prýddi gröf- ina utan og innan og allt um kring. Undir kistuna hélt hann einnig, þéttur á velli og þéttur í lund. Á hveiju vori síðan hafa þau hjón komið með blóm á leiðið, líkt og þau áður komu með fegurstá jólatré á jólaföstu, árum sáman. Það var Greipi fjarri skapi að gleyma vinum sínum. í ágúst hið sama sumar, riðu þeir feðgar, Greipur og Sigurður yngri, með mér um Skálholtstungu. Þar var hugað að landspjöllum. Þann dag voru rétt níutíu ár liðin frá fæðingu Sigurðar Greipssonar. Þannig vandi hann komur sínar til mín flestum vinum oftar, kom einnig gjarna færandi hendi, stundum meira að segja með hey handa hestum mínum. Og engan mann hef ég séð binda jafn traustlega á vagna sína sem hann. Væri ófærð, hafði hann beztu skemmtun af að glíma við skaflana. Ungur gekk hann til liðs við skógrækt og landgræðslu. í sumar þóttist hann sjá þau umskipti orðin á Haukadalsheiði, að sigur væri í hendi. „Nú afhendi ég þér Hauka- dalsheiðina," sagði hann við vin sinn, Svein landgræðslustjóra, tveimur dögum áður en hann féll í landvörninni. Þó fór því fjarri, að hann hygðist slíðra sverðið eða fella fána sinn. Og merkið féll ekki. Það veit ég nú. Við Guðni munum sakna hans, þegar við söðlum hestana á síðsumrum. Verði minning hans, sem frækorn, er fellur í jörðu. Drottinn huggi og varðveiti ástvini' hans. Guðmundur Oli Ólafsson Með örfáum línum vill samstarfs- fólk Greips hjá Landgræðslu ríkis- ins senda fjölskyldu hans og vanda- mönnum alúðar samúðarkveðjur. Við munum ætíð minnast.hans ekki bara sem samstarfsmanns heldur miklu fremur sem félaga og vinar. Mörg okkar hafa starfað með honum um áralangt skeið. Ávallt var hann í fararbroddi þar sem tek- ist var á við hin ólíkustu land- græðsluverkefni oft við erfiðar að- stæður, oftast hló hann að vanda- málunum og neitaði að horfa á klukkuna fyrr en verkefnum dags-' ins var lokið. Þau okkar sem áttu því láni að fagna að dveljast á heim- ili hans og Kristínar í því fagra umhverfi sem Haukadalur er, minn- umst einstakrar gestrisni og hlýlegs viðmóts. Við eigum bjartar minn- ingar um samskipti liðinna ára og margar sendingarnar fengum við af matjurtum og blómum sem báru vitni um vinarhug. Störf Greips og æviferill er okkur öllum hvatning um að herða enn róðurinn í upp- græðslu landsins. Við geymum minninguna um góðan dreng og þökkum samfylgdina. Starfsfólk Landgræðsl- unnar í Gunnarsholti. Martha Klausen, Eski- firði - Minning Fædd 9. október 1908 Dáin 3. október 1990 í dag verður jarðsungin frá Eski- íjarðarkirkju elskuleg vinkona okk- ar, Martha Klausen, eða tanta eins og hún var jafnan nefnd í okkar ijölskyldu. Martha var borin og bamfædd á Eskifirði, dóttir hjónanna Jóhönnu Klausen, fæddrar Randullf og Þor- geirs Klausen. Þau voru bæði fædd í Noregi en fluttust ung með for- eldrum sínum til Islands. Martha var einkabarn þeirra hjóna og bjó lengst af í foreldrahúsum. Tengsl fjölskyldu okkar við töntu áttu sér langa sögu og mynduðust þegar mamma okkar lá fjarri heim- ili sínu á spítalanum á Eskifirði. Á þeim tíma var mamma aðeins 4-5 ára gömul og bundin í göngugips. Tanta bjó í næsta húsi og þangað sótti hún mikið. Eins og jafnan síðar var henni tekið þar opnum örmum. Að sjúkrahúsdvölinni lokinni skildu leiðir en áttu eftir að liggja saman síðar þegar mamma kom aftur á Eskifjörð þá fullorðin kona. Þá bjó hún um nokkurra ára skeið hjá töntu og tókst með þeim vinátta sem átti eftir að endast meðan báð- ar lifðu og aldrei bar skugga á. í bernsku vorum við svo lánsöm að búa í næsta húsi við töntu og hjá henni áttum við ótaldar ánægju- stundir. Alltaf vorum við hjartan- lega velkomin hvemig sem á stóð. Síðar höfum við oft dáðst að þeirri þolinmæði og því umburðarlyndi sem hún sýndi okkur misþægum krakkagemlingunum ekki síst þeg- ar litið er til þess að sjálf var hún einkabarn og barnlaus. Á þessum árum vann hún við hárgreiðslu sem hún hafði numið á Akureyri. Hárgreiðslustofan var staðsett heima svo að hún var þar jafnan og oftast til staðar þegar okkur langaði til að hitta hana, sem var oft. Heimsóknirnar vora líka svo skemmtilegar. Við fengum að hjálpa til á hárgreiðslustofunni, kanna ýmsa leyndardóma dulda í skápum og skúffum, og taka þátt í flestu því sem hún hafði fyrir stafni þegar komið var. Þá var ekki síður gaman að hlusta á sögurnar og læra gömlu þulurnar. Sumar heimsóknirnar vora sveip- aðar sérstökum ævintýraljóma og á það sérstaklega við um tímann í kringum jólin. I hugum okkar þá, og barnanna okkar síðar, lék ekki nokkur vafi á því að það bjó jóla- sveinn í kjallaranum hjá töntu, enda ræddum við margsinnis við hann með dyggri aðstoð hennar. Þá vora heimsóknirnar til töntu á aðfanga- dagskvöld sjálfsagður hluti af jóla- haldinu, þó að þær yrðu stijálli seinni árin. Þrátt fyrir þá staðreynd að tanta var komin á níræðisaldur komu veikindi hennar og andlát eins og reiðarslag. í okkar augum var hún aldrei öldruð kona, enda fór ellin mjúkum höndum um hana. Hún var alla tíð sérlega glæsileg. Fram á síðasta dag var henni mjög umhug- að um útlit sitt og hafði ánægju af spjalli um nýjustu strauma og stefnur tískunnar. Nú er langri vegferð töntu lokið. Ekki alls fyrir löngu rifjaði hún upp að hafa leikið sér með mömmu okkar 4-5 ára gamla, síðan börnin hennar og loks barnabömin og þá sér i lagi Halla litla sem ekki fór varhluta af ástúð hennar. Elsku Egill, þú sem hefur verið tryggur og ástríkur förunautur- hennar síðustu tvo áratugi, við biðj- um Guð að styrkja þig á sorgar- stundu. Öðrum vinum og aðstand- endum sendum við einlægar samúð- arkveðjur. Fyrir hönd ættliðanna þriggja þökkúm við elskulegri töntu okkar samfylgdina og allar góðu minningamar. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilis prýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja en heimvon góð í himininn. (Vald. Briem) RósaÞóra, Ingibjörg, Halli og Hanna Hallgrímsbörn. ■ SÝNINGU Björns Birnir í Listhúsinu, Vesturgötu 17, lýkur á morgun, sunnudag. Á sýning- unni, sem nefnist „Myndir af sandinum", eru þrettán myndir, málaðar með akiýllitum á striga og sex myndir málaðar með olíu á pappír. Syningin er opin frá klukk- an 14-18 daglega. ■ HINN árlegi kirkjudagur Bessastaðasóknar er sunnudaginn 14. október nk. og hefst með guðs- þjónustu í Bessastaðakirkju kl. 14.00. Séra Bragi Friðriksson prófastur þjónar fyrir altari. Álfta- neskórinn syngur undir stjórn John Speight. Organisti er Þor- valdur Björnsson. Nemendur Álftanesskóla og Tónlistarskóla Bessastaðahrepps taka þátt í guðsþjónustunni. Gestir sóknarinn- ar verða þau er fermdust í Bessa- staðakirkju fyrir fimmtíu árum. Kvenfélag Bessastaðahrepps verður með kaffisölu í hátíðarsal íþróttahússins að lokinni guðsþjón- ustu. Allur ágóði rennur til styrktar líknarsjóðum. ■ DR. HORACIO Riquelme frá háskólanum í Hamborg í Þýska- landi heldur fyrirlestur í byggingu Háskóla íslands, Odda, í dag klukkan 14.30. Hann er geðlæknir, með áhrif pyntinga og ofsókna á andlegt atgervi fólks og samskipti við aðra, sem aðalgrein. Dr. Horacio Riquelme hefur um ára- bil starfað sem prófessor við háskól- ann í Hamborg og unnið með þýsk- um yfirvöldum við móttöku flótta- manna og undirbúning þeirra sem við það vinna. Hann hefur tekið þátt í fjölda rannsókna um þessi efni og sinnt verkefnum fyrir al- þjóðleg læknasamtök og Samein- uðu þjóðirnar. Fyrirlesturinn er á þýsku, en þýddur á íslensku. Birting af- mælis- ogminn- ingargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargrein- ar til birtingar endurgjalds- laust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PALLE GR0NVALDT sölumaður, Rodovre Parkvej 273, 2610 Rpdovre, Danmark, andaðist á Herlevspítala miðvikudaginn 10. október. Útförin verður gerð laugardaginn 13. október. Steinunn Gunnsteinsdóttir Gronvaldt, Lisbeth Gronvaldt, Júlíus Björnsson, Peter Gronvaldt, Sos Gronvaldt, Janne Gronvaldt, Ib Gronvaldt, Olaf Gronvaldt, Ida Jorring, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.