Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990 KNATTSPYRNA HANDKNATTLEIKUR Framarar selja sjónvarps- og auglýsingarétt til Hollands Framarar eru nú að vinna í að selja sjónvarpsrétt á leik sínum gegn Barcelona og hafa þeir verið í sambandi við hollenskt fyrir- tæki, sem sér um málið fyrir Fram. Sjónvarpað verður beint frá leik Fram og Barcelona þriðjudaginn 23. október til Spánar. Síðast þegar félögin léku í Evrópukeppninni var aðeins sjónvarpað til Kataloníu, en nú verður leikurinn sýndur um allan Spán. Samhliða sjónvarpsendingunni mun spænskt auglýsingafyrirtæki sjá um að koma auglýsingaskiltum upp á Laugardalsvellinum. Kvennalandsliðið á sex þióða mót í Hollandi KVENNALANDSLIÐIÐ íhand- knattleik er á förum til Hol- lands, þar sem það tekur þátt í sex landa móti. Mótherjar ís- lands eru Rúmenía, Angóla, Holland, Pólland og Noregur. íslensku stúlkurnar leika fyrst gegn Hollendingum á miðviku- daginn kémur - í Rotterdam, er þar fer mótið fram. Slavko Bambir, landsliðsþjálf- ari, hefur valið landsliðshóp sinn. Landsliðið er byggt upp í kringum Víkingsliðið, en sex stúlk- ur úr Víkingi eru í landsliðinu. Landsliðshópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Kolbrún Jóhannsdóttir, Fram Halla Geirsdóttir, Bodö Fanney Rúnarsdóttir, Grótta Aðrir leikmenn: Guðni Gunnsteinsdóttir, Stjörnunni Herdís Sigurbergsdóttir, Stjörnunni Sigrún Másdóttir, Stjörnunni Inga Lára Þórisdóttir, Víkingi Halla M. Helgadóttir, Víkingi Heiða Erlingsdóttir, Víkingi Matthildur Hannesdóttir, Víkingi Svava Sigurðardóttir, Víkingi Andrea Atladóttir, Víkingi Inga Huld Pálsdóttir, Fram Auður Hermannsdóttir, Selfossi Hulda Bjarnadóttir, Selfossi Inga Fríða Tryggvadóttir, Selfossi Kolbrún Jóhannsdóttir Iþróttir um helgina Handknattleikur: 1. deild karla: Laugardagur: Garðabær: Stjarnan - KA...16.30 Kaplakriki: FH - Haukar...16.30 Seljask.: ÍR - Grótta.....16.30 Sunnudagur: Höll: Víkingur - Fram.....16.30 Höll: KR - Selfoss........20.00 1. deild kvenna: Laugardagur: Garðabær: Stjarnan - Fram ....15.00 Selfoss: Selfoss-ÍBV......14.00 Valsh.: Valur-Grótta......16.30 Sunnudagur: Höll: Víkingur - FH.......15.00 2. deild karla: Laugardagur: Akureyri: Þór - Ármann....14.00 Seljask: ÍS - Njarðvík....13.30 Sunnudagur: Húsav.: Völsungur - Ármann..l 4.00 Keflavík: ÍBK - IH........14.00 Varmá: UMFA - UBK.........14.00 Körfuknattleikur: Úrvalsdeild: Laugardagur: Höll: KR - Snæfell........16.00 Sunrtudagur: Akureyri: Þór - ÍBK.......20.00 Sauðárk.: UMIT - UMFG.....20.00 Mánudagur: Hafnarf.: Haukar - UMFN 20.00 1. deild kvenna: ' Laugardagur: Keflavík: ÍBK-KR.........14.30 Sunnudagur: Seljask.: IR - Haukar....20.00 Mánudagur: Kennarahásk.: ÍS - UMFG..20.00 Öskjuhlíðarhlaup ÍR Hið árlega Öskjuhiíðarhlaup ÍR fer fram í dag. Hlaupið er öllum opið og fer skráning fram kl. 13 til 13.35 að Hótel Loftleiðum, en hlaupið hefst rétt við hótelið kl. 14. Karate Landskeppni í karate fer fram í Hagaskólanum á morgun kl. 17. Landslið íslands, Skotlands og N- írland keppa í sveitakeppni og opn- um flokki. SJONVARP Vanefndir og klúður BEIN útsending Sjónvarpsins frá knattspyrnulandsleik Spánverja og íslendinga í Sevilla á Spáni sl. laugardag olli slíku fári að óvenjulegt má teljast og erum við starfs- menn Iþróttadeiidar þó ýmsu vanir. Aðdragandinn ein- kenndist af svikum, klúðri og vanefndum hvers konar. Hér á eftir er ætlunin að rekja þetta mál stuttlega þannig að íþróttaáhugamenn geti áttað sig á því umhverfi sem okkur er nú gert að starfa í að hluta. Imaímánuði sl. var undirritaður samningur á milli RUV og Knatt- spyrnusambands íslands (KSÍ) um réttindi til útsendinga, upptöku á leikjum o.fl. Þar er m.a. klásúla um að KSÍ eða umboðsaðili fyrirtækis- ins skuli útvega RUV sjónvarps- merki (e. ,,signal“) frá leikjum íslenska landsliðsins erlendis. Skrif- leg staðfesting þarf að hafa borist RUV 14 dögum fyrir viðkomandi leik. RUV greiðir fyrir þessi rétt- indi með tvennum hætti, annars vegar með beinum greiðslum og hins vegar með því að taka upp og senda leiki landsliðsins hérlendis til erlendra sjónvarpsstöðva. Það hefur verið gert í tvígang. í tengslum við þennan samning framseldi KSI síðan sjónvarpsrétt á landsleikjum hér til umboðsfyrirtækis í Hollandi, Inter Football að nafni og tryggði í samningi aðila, að RUV fengi út- sendingarrétt og sjónvarpsmerki frá leikjum íslenska landsliðsins erlendis. Þessi var staðan í björtum maímánuði sl. RUV hefur nánast hnökralaust uppfyllt skilyrði samningsins sem að stofnuninni snúa, m.a. með út- sendingu til Frakklands og upptök- um á leikjum 21 árs liðsins og lands- leiknum við Albaníu. 26. maí var komið að því hjá KSI/Inter Foot- ball, að standa við samningana frá því í maí þegar Tékkar léku við Ingólf Hannesson okkar menn í smábænum Kovicé í Tékkóslóvakíu. Staðfesting frá hol- lenska fyrirtækinu barst ekki 14 dögum fyrir leikinn eins og stendur svart á hvítu í samningi okkar við KSÍ. Eftir mörg símtöl til Hollands, japl, jaml og fuður kom staðfesting þriðjudaginn 25. september, daginn fyrir leik. RUV hafði með löngum fyrirvara gengið frá pöntun á gervi- hnattarsambandi frá Prag, en þangað var KSÍ/Inter Football ætl- að að skila sjónvarpsmerkinu samkv. samningi. Þegar starfs- menn íþróttadeildar höfðu samband við tékkneska sjónvarpið kannaðist enginn við að búið væri að ganga frá því, að íslenska sjónvarpið hefði rétt til þess að senda frá leiknum. Ennfremur var vinum okkar ' í Tékkóslóvakíu ókunnugt um að þeir ættu að koma sjónvarpsmerk- inu frá Kosicé til Prag, eins og Int- er Football átti að ganga frá við tékkneska sjónvarpið. Daginn fyrir leik höfðu orðið vanefndir á öllum atriðum í samningi okkar við KSÍ, sem snerta slíka sendingu. Vegna fjarvista undirritaðs hafði Bjarni Felixson umsjón með útsendingunni og sakir fádæma elju tókst honum að fá allar staðfestingar á útsend- ingarrétti á hreint, m.a. með ótelj- andi símtölum til Tékkóslóvakíu, Hollands og Austurríkis, en þar hefur aðsetur umboðsfyrirtæki tékkneska knattspyrnusambands- ins. Á síðustu stundu tókst einnig að fá aukaleið fyrir sjónvarpsmerk- ið frá Kosicé til Prag, en þá var langt liðið á leikinn og gæðin voru fyrir neðan allar hellur. Svona var staðið við gerða samninga í þessu tilfelli. Ég kom til landsins miðvikudag- inn 3. október og boðaði til fundar með forráðamönnum KSÍ daginn eftir vegna Tékkóslóvakíumálsins og fyrirsjáanlegra vanefnda vegna leiksins við Spán sl. miðvikudag, 10. október. KSÍ-menn fullyrtu að í öllum samningum við umboðs- fyrirtæki væru ákvæði um rétt KSÍ/RUV til beinna útsendinga frá leikjum íslenska landsliðsins erlend- is. Vanefndir væru ekki af þeirra hálfu, heldur væru umboðsfyrir- tækin ábyrg og KSÍ myndi reyna að tryggja að þau stæðu við gerða samninga. Reyndar er mér full- kunnugt um að KSÍ-menn gerðu sitt til þess að fá málin á hreint. Spænska ríkissjónvarpið, TVE, ■átti útsendingarrétt á leiknum í Sevilla sl. miðvikudag og stöðin var ekki tilbúin til þess að senda hann til íslands nema að til kæmu kaup á útsendingarrétti á leik þjóðanna hérlendis á næsta ári. En svo óheppilega vildi til að KSÍ hafði framselt þann rétt til Inter Fóot- ball í Hollandi, sem seldi til umboðs- fyrirtækis á Spáni (Edit Media), sem seldi áfram tiL einkasjónvarps- stöðvarinnar Canal Plus í Frakk- landi og á Spáni. Einbjörn togaði í tvíbjörn, sem togaði í þríbjörn ... Nú byijaði ballið fyrir alvöru. RUV pantaði allar línur og fékk samband um gervihnött og hefði síðan átt að bíða í rólegheitum eftir stað- festingu. Það var ekki gert og reynt að toga í alla spotta alls staðar. Hið sama gerði KSÍ, en hvorugur aðilinn hafði nauðsynlegt vald til þess að knýja aðila til samninga. Eftir óteljandi símtöl, hótanir um lögsókn og miskabætur og telefax- samskipti hvers konar varð ljóst á feikdegi að eina lausnin væri fólgin í því að Inter Football rifti samning- um við Edit Media og Canal Plus og semdi síðan beint við spænska ríkissjónvarpið. Á undraskömmum tíma á miðvikudaginn tókst að koma því í kring. Tveimur tímum fyrir leikbyrjun fengu KSf og RUV staðfestingu á því að málið væri komið í höfn. Ruglið, vanefndirnar og svikin voru á enda að þessu sinni. Dagskrá Sjónvarpsins var breytt nokkrum sinnum vegna þessa máls og það varð m.a. til þess að nokkr- ir íþróttaáhugamenn misstu af leiknum margumtalaða, m.a. ágæt- ur Víkveiji Morgunblaðsins, sem sá ástæðu í föstudagsblaði (12/10) til að atyrða Ríkisútvarpið fyrir fram- gönguna í málinu. Hins vegar hringdu hundruð sjónvarpsáhorf- enda til okkar á leikdegi til þess að frétta af gangi mála og reynt var að koma tilkynningum á fram- færi í Utvarpinu og í Sjónvarpinu. Slagur sjónvarpsstöðva víðs veg- ar í Evrópu um sjónvarpsréttindi er alveg með ólíkindum og inn í þá orrahríð blandast tugir umboðs- fyrirtækja, sem sum hver eru ekki vönd að virðingu, eins og dæmin sanna. í slagnum frameftir vikunni rákust fullyrðingar á og ekki var hikað við að bera samningsaðila þungum sökum, m.a. um lygar. Samningar voru túlkaðir eins og best. hentaði hveiju sinni. Vissulega þarf þetta ekki að koma á óvart því undirritaður hefur í alþjóðlegu samstarfi undanfarin tvö ár heyrt ótal dæmi sem hníga í sömu átt. Þó verð ég að fullyrða að við hjá RUV héldum og trúðum því, að nákvæmur og vel undirbúinn samn- ingur okkar við KSÍ myndi halda. Því miður hefur það ekki orðið raun- in. KSÍ er í raun vorkunn vegna þess að sambandið gerði samning við umboðsfyrirtæki, sem síðan seldi „vöruna" til næsta aðila. Þar með eru málin að hluta komin úr höndum KSÍ. Formanni og fram- kvæmdastjóra sambandsins vil ég segja þáð til hróss, að þeir lögðu sitt af mörkum til þess að lausn fengist í slagnum útaf Spánarleikn- um. Formaðurinn hefur ennfremur fullyrt að þessi staða komi ekki upp aftur, en við eigum að keppa við Albani og Frakka á næsta ári. Við skulum vona að hann sé maður forspár. Ingólfur Hannesson er íjjróttastjóri RÚ V GETRAUNIR STJARNAN KNATTSPYRNUDEILD Uppskeruhátið 1990 verður haldin í Garðalundi sunnudaginn 14. október kl. 15.00-17.00. Dagskrá: Afhending viðurkenninga og verðlauna. Veitingar: Gos, kaffi og kökur. Allir iðkendur, foreldrar og velunnarar Stjörnunnar eru hvattir til að koma. Stjórnin. ftfr- Staðan á ýmsum tímum Hálfleikur Úrslit Mín spá 1 x 2 12 réttir Blackburn : Watford 2. deild Charlton : Leicester City 2. deild Hull City : Oldham 2. deild Ipswich Town : Port Vale 2. deild Middlesboro : Míllwall r 2. deild Notts County : Wolves 2. deild Oxford Utd. : Newcastle 2. deild Portsmouth : Barnsley 2. deild Sheffield Wed. : Plymouth 2. deild Swindon : Bristol Rovers 2. deild W.B.A. : Brighton 2. deild Birmingham : Southend 3. deild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.