Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 44
 Þessa mynd af borgarísjaka tók Sigurður Steinar Ketilsson skipherra hjá Landhelgisgæslunni 9. október sl. Hún er tekin 110 sjómíl- ur norðvestur af Straumnesi og giskaði Sigurður á að jakinn væri um 110 metra hár en samkvæmt fræðunum stendur aðeins tíundi hluti borgarísjaka upp úr sjávarfletinum. Ovenju margir borgarísjakar á Grænlandssundi ÓVENJU margir borgarísjakar eru á Grænlandssundi um þess- ar mundir og að sögn Þórs Jakobssonar, yfirmanns haflsdeild- ar Veðurstofu Islands, er það einmitt um þetta leyti sem borgar- ísjakar eru áberandi, áður en Iagnaðarís, hinn eiginlegi hafís, lætur til sín taka. Þór sagði að í leiðangri hafrannsóknaskipsins Bjarna Sæmunds- sonar í september síðastliðnum til Scoresbysunds á Grænlandi hefði komið í ljós að minni ís er á þeim slóðum en í fyrra, en þó rétt yfir meðallagi. Hann sagði að ógerningur hefði verið að komast inn á fjöMinn um svipað Ieyti í fyrra en nú hefði verið hægt að sigla þar inn. Þór sagði að mikill óvissa væri um hafískomur hingað til lands, þar réði vindáttir og hitastig sjávar sem ekki væri unnt að spá fyr- ir um. Hafísinn væri hins vegar í skikkanlegu horfi miðað við árstíma. 76 hnúta vindur í Öræfasveit: Malbikið reis upp eins og svart- ur veggur fyrir framan rútuna ^egir Óli Ólsen langferðabílstjóri Hópur manna handtekinn vegna inn- "brotaí bíla Rannsóknarlögreglan handtók í gærmorgun nokkra unga menn, sem grunaðir eru um fjölda inn- brota í bíla að undanförnu. Tölu- vert tjón hefur verið unnið á bílunum með því að bijóta í þeim rúður og ýmsu hefur verið stolið úr þeim. Að sögn rannsóknarlögreglu er rannsókn málsins skammt á veg komin, en talið er að mennirnir, sem allir eru um eða innan við tvítugt, hafi brotizt inn í að minnsta kosti 10-15 bíla í Reykjavík og nágrenni. í fyrrinótt var handtekinn þjófur, sem brotizt hafði inn í bíl fyrir fram- an miðbæjarstöð lögreglu í Tryggvagötu. Athugull vegfarandi tók eftir því að maðurinn sat í bílnum og bograði við að skrúfa úr honum útvarpstækið. Vegfar- andinn gerði lögreglumönnum við- vart, sem brugðu sér út fyrir og hirtu þjófinn. erkfallsboðun FFSÍ: Sáttafundur á mánudag' RÍKISSÁTTASEMJARI hefur boðað samninganefndir Far- manna- og fiskimannasambands íslands og Landssambands íslenskra útvegsmanna til sátta- fundar næstkomandi mánudag klukkan 13.30. Er þetta fyrsti viðræðufundur deiluaðila eftir að FFSÍ boðaði verkfall frá og ^•smeð 20. nóvember nk. og vísaði deilunni til ríkissáttasemjara. Samningar Sjómannasambands íslands og útgerðarmanna hafa verið lausir frá síðustu. áramótum eins og samningar yfirmanna á fiskiskipum, en undirmenn hafa ekki boðað verkfall. Sáttafundur í deilu undirmanna var hjá ríkissátta- semjara í byijun vikunnar en nýr fundur hefur ekki verið ákveðinn. „Það þarf að koma í veg fyrir að ríkið taki stærri hluta af kökunni og stöðva útgjaldaþensluna. Við sjálfstæðismenn höfum verulegar áhyggjur af þeirri auknu skatt- heimtu, sem átt hefur sér stað, og enn meiri áhuggjur af þeirri skatt- heimtu sem við blasir ef fram á að '~“ir,alda sem nú horfir,“ sagði Þor- steinn á blaðamannafundinum. „Við Iítum svo á að villandi umræður um OFSAVEÐUR gekk yfir í Öræfa- sveit upp úr hádegi í gær og var veðurofsinn slikur að malbikuð ísland sem lágskattaland séu fyrst og fremst undirbúningur núverandi stjórnvalda fyrir að stórauka skatt- heimtu hér á næstu árum. Reyndar hefur einn ráðherranna talið eðlilegt að hækka skatta mjög fljótlega um níu milljarða. Við teljum höfuðatriði að snúast gegn þessu og koma í veg fyrir áframhaldandi útgjaldaþenslu og skattahækkanir." í skýrslu Vilhjálms Egilssonar er klæðning á veginum milli Hofs og Svínafells flettist af á um 500 metra kafla á sex stöðum. í mestu dregin upp dökk mynd af efnahags- þróun á íslandi síðastliðin tíu ár og sýnt fram á að ísland hafi dregizt verulega aftur úr öðrum aðildarríkj- um Efnahags- og framfarastofnun- arinnar, OECD, hvað lífskjör og atvinnuþróun varðar. Þorsteinn Pálsson segir að markmiðið verði að vera að auka landsframleiðslu hér á næstu árum um 3,5% á ári að meðaltali. Þáttur í því verði að vera áframhaldandi uppbygging orkufreks iðnaðar. Mjög fljótlega verði að hefja undirbúning að upp- byggingu nýrrar stóriðju hér á landi. Sjá frétt um skýrslu Vilhjálms Egilssonar og grein Þorsteins Pálssonar á miðopnu. hviðunum mældist vindhraðinn 76 hnútar. Fjöldi bíla stór- skemmdist af völdum grjótfoks, þar á meðal 41 sæta rúta i eigu Austurleiðar sem var á leið frá Höfn til Reykjavíkur með sjö farþega. Tjónið á rútunni er talið nema allt að einni milljón kr. Ekki urðu slys á fólki. Malbikuð klæðning á 10 km kafla frá Hofi til Svínafells fór af á fjór- um stöðum, alls um 500 metrar. Lengsti kaflinn er á milli 200 og 300 metrar, að sögn starfsmanna Vegagerðarinnar á Höfn. Vegurinn hefur verið hreinsaður og fer við- gerð fram eftir helgi. Óli Ólsen bílstjóri rútunnar sagði að óveðrið hefði skollið á af fullum þunga um kl. 12.15 og stöðvaði hann rútuna þegar rúður í henni brotnuðu undan fljúgandi grjóti. Það var svo ekki fyrr en um kl. 16 sem ferðafólkið komst í hús að Hótel Freysnesi í Öræfasveit. „Það var ekkert að veðri fyrr en ég kom að Sandfelli, þá skall þetta á. Þarna þeyttust stórir steinar í rúðurnar á bílnum og þær brotnuðu allar mélinu smærra, alls fjórtán rúður úr tvöföldu öryggisgleri,“ sagði Óli. Óli hefur ekið í mörg ár þessa leið, bæði rútum og eigin bíl, en hann kvaðst aldrei hafa lent í viðlíka veðurham. „Klæðning hvarf á 100 me,tra kafla í um 50 metra ijarlægð frá rútunni. Malbikið einfaldlega reis upp og eins og stór, svartur veggur og hvarf svo út í buskann. Ég hafði snúið bílnum upp í vindinn og aðeins fram af vegkantinum og við horfðum á þetta út um hliðar- gluggana,“ sagði Óli. Farþegar rútunnar breiddu yfir sig gólfmottur sem voru í rútunni til að veijast gijóthríðinni er linnu- laust lagði inn um brotnar rúðurn- ar. Þegar dró úr veðrinu ók bílstjór- inn að Hótel Freysnesi og þar tók húsfreyjan á staðnum, Anna María Ragnarsdóttir, á móti ferðafólkinu. Upp úr kl. 19 sótti síðan skólabíll frá Höfn farþegana og ók þeim til Reykjavíkur en þá hafði veðrið gengið mikið niður. Óli sagði að margir sem áttu leið þarna um hefðu orðið fyrir tilfinn- anlegu tjóni. Til að mynda hefði jeppi í eigu einstaklings verið skil- inn eftir á staðnum nánast ónýtur. Annar jeppi í eigu Pósts og síma hefði einnig verið skilinn eftir með allar rúður brotnar og dældaður eftir gijótkast. Guðrún Sigurðardóttir veðurat- hugunarmaður á Fagurhólsmýri sagði að vindur hefði mælst mestur 76 hnútar. Kvarði sem notaður er til að mæla vindstig telur 64-71 hnúta í tólf vindstigum þannig að ætla má að vindur hafi verið þrett- án vindstig þegar hvassast var. Guðrún sagði að sáralítil úrkoma hefði fylgt veðrinu. Spá Vilhjálms Egilssonar um skattahækkanir: -400.000 króna hærri skattar á hverja fjölskyldu árið 2000 ÞORSTEINN. Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það verði að stöðva þá gifurlegu skattahækkun, sem fyrirsjáanleg sé með sömu þróun í ríkisfjármálum og verið hafi undanfarin ár. Samkvæmt skýrslu hagfræðingsins Vilhjálms Egilssonar, sem gerð var fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og kynnt á blaðamannafundi í gær, mun sama þróun í aukningu ríkisútgjalda þýða að skattar á hvert mannsbarn verði 100.000 krónum hærri árið 2000, en þeir eru nú, miðað við núver- andi verðlag, sem þýði 400.000 króna skattahækkun á hveija fjög- , urra manna fjölskyldu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.