Morgunblaðið - 18.10.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.10.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1990 + Eiginmaður minn, séra BERGUR BJÖRNSSON, lést á heimili sínu 16. október. Jarðarförin auglýst síðar. Guðbjörg Pálsdóttir. t Móðursystir okkar, ODDNÝ HELGADÓTTIR, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 7. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Markús Á. Einarsson, Elín Einarsdóttir, Sigríður H. Einarsdóttir, Helga Þ. Einarsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA SIGFÚSDÓTTIR frá Kirkjubæ, Vestmannaeyjum,- Eyjaholti 6, Garði, lést á heimili sínu 15. október. Guðrún Rannveig Pétursdóttir, Brynja Pétursdóttir, Árni Pétursson, Herbjört Pétursdóttir, Ósk Pétursdóttir, Guðlaug Pétursdóttir, Magnús Pétursson, Jóna Pétursdóttir, Lára Guðmundsdóttir, Guðni Þór Ólafsson, Björn Hólmsteinsson, Jóhann Jónasson, Þórdis Guðmundsdóttir, Sígurgeir Björgvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR SÆMUNDSSON rafvirkjameistari, Karlagötu 1, Reykjavik, sem lést laugardaginn 13. október, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 19. október kl. 10.30. Ásdís Haraldsdóttir, Þorvaldur Ragnarsson, Á. Inga Haraldsdóttir, Hafsteinn J. Reykjalín, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA K. VILHJÁLMSDÓTTIR, Hvassaleiti 58, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 19. október kl. 13.30. Margrét Kristjánsdóttir, Claus Ballzus, Gunnar Þór Kristjánsson, Ingunn Jónsdóttir, Þórður Kristjánsson, Guðlaug St. Sveinbjörnsdóttir, Vilhjálmur Kristjánsson, Ásta Kristin Siggadóttir og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR ÞORBJÖRNSDÓTTIR, Eyjaholti 6a, Garði, verður jarðsungin frá Útskálakirkju laugardaginn 20. október kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið. Ingibjörg Bragadóttir, Valdimar Sævar Halldórson, Þorsteinn Árnason, Jóhannes Þór Ingvarsson, Margrét Lilja Kjartansdóttir barnabörn og barnabarnabörn. + Bróðir okkar, uppeldisbróðir og mágur, BJÖRN SCHEVING ARNFINNSSON, Hraunbæ 160, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 19. október kl. 11.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Lára Arnfinnsdóttir, Aðalheiður Arnfinnsdóttir, Sigríður Arnfinnsdóttir, Ásdfs Arnfinnsdóttir, Jónas Scheving Arnfinnsson, Arnfinnur Scheving Arnfinnsson, Margrét Arnfinnsdóttir, Ragnar Scheving Arnfinnsson, Ragnar Már Amazeen, Guðmundur Brynjólfsson, Þorleifur Finnsson, Ingunn Jónasdóttir, Sigríður Júlíusdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir. Minning: Olafur Þórðar- son, tollvörður Fæddur 23. maí 1932 Dáinn 10. október 1990 Látinn er í Reykjavík mágur minn, Ólafur Þórðarson tollvörður. Hann átti við vanheilsu að stríða, sem leiddi til andláts hans 10. októ- ber sl. Ólafur Þórðarson fæddist á ísafirði 23. maí 1932, sonur hjón- anna Kristínar Magnúsdóttur og Þórðar Jóhannssonar úrsmíða- meistara. Á ísafirði stóð bernskuheimili hans og þar leið æskan í leik og starfi með foreldrum, systkinunum fimm, frændum og vinum. Ólafur hlaut f vöggugjöf góða söngrödd og hæfileika til listrænnar tjáningar, eins og systkini hans og frændlið allt er svo ríkt af. Leikir barnanna á Eyrinni við Skutulsfjörð tengdust athafnalífi sjávarplássins og mannlífi bæjarbúa eins og títt er. Bryggjan og flæðar- málið, birkiklæddur Tunguskógur og „portið" bakvið Hafnarstræti 4, var vettvangur æskuáranna. Söng- ur, leikur og dans var uppistaðan í leikjum barnanna. Þar naut Ólafur vel léttleika síns enda var hann hrókur alls fagnaðar í barnahópn- um. Alyara lífsins var þó á næsta teiti. Glíman við náttúruöflin fór ekki framhjá bömunum í vestfirska bænum. Dans flskibátanna á öldum úthafsins var oft krappur og dýru verði keyptur. Börnunum var kennt að biðja Guð, um að varðveita þá sem sóttu sjóinn. Sumarhús fjöl- skyldunnar í Tunguskógi var helgi- reitur barnanna, þar sem snyrti- mennska og nákvæmni föðurins naut sín vel. í Tunguskógi bjuggu þau Kristín og Þórður börnunum sínum annað heimili, þar sem dval- ist var sumarlangt árum saman. í huga systkinanna er Tunguskógur paradís. Uppeldishættir þessa tíma byggðust á trú og samhjálp fólks- ins. Það fór ekki framhjá neinum sem kynntist Ólafí Þórðarsyni hvert veganestið var, hvar æskuheimili hans hafði staðið og hverskonar uppeldi hann hafði hlotið. Þetta kom einkar vel í ljós í öllum samskiptum hans við annað fólk og ekki síst í einstakri umhyggju hans fyrir aldr- aðri móður. Ég minnist þess, er ég kom fyrst á heimili tengdaforeldra minna, að fjölskyldan kom samap að kvöldi dags, — mál voru rædd og tíðindi sögð. Skyndilega stóð Ólafur upp úr sæti sínu og sagði, að nú væri kominn tími söngsins. Gengið var að hljóðfærinu og sungið fram eftir kvöldi. Svona var þetta alla tíð á þessu heimili söngsins og gleðinnar og svona hafði þetta verið hjá afa hans og ömmu á Sólgötu 1. ísafjörður er sérstakt byggðar- lag, þar sem Emir og Eyrarfjall marka sviðið. Umgjörðin, ijöllin og hafið, þjappar fólkinu saman og tengir það tryggðarböndum við átt- hagana. Ólafur var í hópi þessa fólks alla tíð. Sigling Ólafs, með systursyni sín- um, Pétri Njarðvík skipstjóra, um Mexíkóflóa, Panamaskurð og víð- + Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og unnusti, KARLJAKOB HINRIKSSON, Mararbraut 21, Húsavík, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 20. október kl. 14.00. _ „ , Svava Karlsdottir, Hinrik Þórarinsson, Pálína Hinriksdóttir, Svavar Ásmundsson, Elín K. Bjarnadóttir. + HJÖRTUR L. JÓNSSON Ásvallagötu 57, Reykjavík, andaðist föstudaginn 12. október. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 19. október kl. 15.00. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélag íslands. Ólafur G. Hjartarson, Ingibjörg H. Gröndal, Ragnar S. Gröndal, Jón L. Hjartarson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, fósturföður og afa, SVAVARS SIGURJÓNSSONAR, Glaðheimum 24, Reykjavík. Guðbjörg Árnadóttir, Harpa Guðmundsdóttir, Guðbjörg Sævarsdóttir, Björn Grétar Sævarsson. + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURBJARGAR GUNNARSDÓTTUR, Ásvegi15, Reykjavík. Bjarni Sverrisson og dóttir, Hólmdfs Jóhannesdóttir og systkini hinnar látnu. áttu Kyrrahafsins, varð honum upp- spretta þekkingar og reynslu sem hann var frænda sínum afar þakk- látur fyrir. Á yngri árum starfaði Ólafur í Skátafélaginu Einheijum ogtiléink- aði sér lög skátanna og breytti eft- ir þeim. Hann var yirkur félagi í Sunnukórnum og Karlakór Isa- fjarðar og söng í ísafjarðarkirkju. Hann var félagi í Oddfellowregl- unni. Ólafur var vel búinn íþróttum, keppnismaður um árabil, fjölhæfur og fylginn sér. Ólafur nam bakaraiðn og starf- aði sem bakari á ísafirði um skeið og síðar sem tollvörður vestra. Ólafur Þórðarson kvæntist Ragn- hildi Guðmundsdóttur form.- og framkv.stj. Félags ísl. símamanna. Þau eignuðust fjóra syni, Guðmund íþróttakennara, sem kvæntur er Ester Jónatansdóttur, Þórð íþrótta- kennara, kvæntur Kristínu B. Al- freðsdóttur, Gunnar Bjama íþrótta- kennara, kvæntur Helgu B. Jóns- dóttur og Magnús símvirkja, sem kvæntur er Þóru Erlingsdóttur. Barnabömin eru níu og voru þau augnayndi afa síns, enda ræddi hann oft um þau og leyndi sér ekki ást hans á þeim og kærleikur. Ólafur og Ragnhildur fluttu til Reykjavíkur 1980, þar sem Ólafur starfaði sem tollvörður. Fráfall Ólafs Þórðarsonar kom nokkuð óvænt, eins og jafnan vill verða um slíkan atburð. Mikill harmur er kveðinn að eiginkonu hans, sonum, tengdadætrum og barnabömum, aldraðri móður og systkinum, frændum og vinum. Ég bið Guð um styrk þeim til handa. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Ólafi Þórðarsyni og átt sam- leið með honum á þessari jörð. Blessuð sé minning hans. Árni Guðmundsson Mig langar til að minnast í ör- fáum orðum vinnufélaga míns, Ólafs Þórðarsonar. Leiðir okkar Ólafs lágu fyrst saman 1986 þegar ég hóf störf hjá Tollgæslu íslands, en síðar kynntist ég Ólafi betur þegar við unnum saman í Tollvöru- geymslunni við Héðinsgötu. í kring- um Ólaf sköpuðust oft fjörlegar umræður og sjaldan lá hann á skoð- unum sínum. Á þessum tíma sem BLÓM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. OpiÖ alla daga frá kl. 9-21. Sími689070.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.