Alþýðublaðið - 24.01.1959, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.01.1959, Blaðsíða 2
„VEÐRIÐ í dag: Allvhass S. Slydda eða rigning er líffur á daginn. •k HÆTURVARZLA þessa viku er í Vesturbæjarapóteki, sími 22200. ©LYSAVARÐSTOJTA Reykja víkur í Slysavarðstofunni er opin allan sólarliringinn. Lælcnavörður L.R. (fiyrir vitjanir) er á sama stað frá kl. 8—18, Sími 1-50-30. fjYFJABÚÐII'T Iðunn, Reykja víkur apótek, Laugavegs apótek og Ingólfs apótek fylgia lokunar»tíma sölu- búða. Garðs apótek, Holts apótek, Austurbæjar apó- tek og Vesturbæjar apótek eru opin til kl. 7 daglega, nema á laugardög^m til kl. 4. Holts apótek og Garðs apófek eru opin á sunna- dögum milli kl. 1—4. e. h. HAFNARFJARÐAR apótek er opið alla virka daga kl. S—21. Laugardaga kl. 9— 16 og 19—21. Helgidaga kl 13—16 og 19—21 IIÓPAVOGS apótek, Alfhóls- vegi 9, er opið daglega kl S—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgiaaga kl. 13— 16. Sími 23100 ■& NÝLEGA gerðu heyrinkunn- ar festar sínar séra Ásgeir Ingibergsson Runólfssonar, prestur að Hvammi í Döl- um, og Janet Smiley B.A., dóttir dr. James Smiley frá Belfast, Norður-írlandi. k TJTVARPIÐ í dag: 8—10 Morgunútvarp. 12.50 Óska- lög sjúklinga. 14 íþrótta- fræðsla. 14.15 Laugardags- lögin. 16.30 Miðdegisfónn- inn. 17.15 Skákþáttur. 18 Tómstundaþáttur barna og unglinga 18.30 Útvarpssaga barnanna. 18.55 I kvöld- xökkrinu, tónleikar af plöt- * um. 20.25 Leikrit: „Nína“ eftir. André Roussin, í þýð- ingu Sigríðar Pétursdóttur. Leikstjóri Indriði Waage. 22.45 Danslög, þ. á m. leik- , ur hljómsveit Jónatans Ól- . afssonar gömlu dánsana . (endurtekið frá gamlárs- kvöldi). 1 D.agskrárlok. ★ Messur Wómkirkjan: Messa kl. 11 ár- degis. Séra Óskar J. Þor- láksson. Síðdegismessa kl. - 5 sd. Séra Jón Auðuns. ■ Barnasamkoma í Tjarnar- foíói kl. 11 árd. Séra Jón Auðuns. Neskirkja: Barnaguðsþjón- usta kl. 10.30 f. h. Messa kl. 2 e. h/Séra Jón Thor- arensen. Viðtalstími sókn- ■ arprestsins er í kirkjunni alla virka daga milli kl. 6 og 7 e. h. nema laugardaga. Sími 10535. Laugarneskii'kja: Messa kl. 2 e. h. Barnaguðsþjónusta kJ. 10.30 f. h. Séra Garðar Svavarsson. Langholtspragfakall: Messa í Lauganreskirkju kl. 5 sd. Séra Árelíus Níelsson. Háteigssókn: Bamasamkoma í hátíðasal Sjómannaskól- ans kl. 10.30 árdegis. Séra Jón Þorvarðsson. ( ríkirkjan: Messa kl. 2. Séra Þorsteinn Björnsson. Jfiatólska kirkjan: Lágmessa kl. 8.30 árdegis. Hámessa og prédikun kl. 10 árdegis. Bessastaðir: Messa kl. 2. Sr. Garðar Þorsteinsson. IFríkirkjan í Hanfarfirði: — i Messað kl. 2. Séra Kristinn Stefánsson. SSunnudagaskóIi guðfræði- deildar háskólans hefst aft- ur á morgun kl. 10 f. h. VERKAMANNAFÉLAGIÐ „Dagsbrún“ í Reykjavík hélt fund í Iðnó í gærkvöldi, þar sem rætt var uai stjórnarkosn ingarnar, sem fram fara nú am helgina, en frá kosningunRi er greint annars staðar í blaðinu í dag. Formannsefni B-Iistans, lista andstæðinga kommúnista, Jón Hjálmarsson fluíti fram- söguræðu af háifu listans. Mót- aðist málflutningur Jóns af rökum og máiefnum félagsins auk þess sem hann ræddi ýtar- lega cfnahagsmálin að gefnu tilefni. Var gerður góður róm- ur að hinni skýru og greinar- góðu ræðu Jóns. Áður hafði Eðvarð Sigurðs- son, varaformaður „Dagsbrún- ar“ flutt framsöguræðu fyrir A-lista kommúnistastjórnar félagsins. í upphafi máls síns kvaðst Eðvarð ekki mundu eyða fíma í að ræða starf stjórn arinnar á liðnu ári, en varði þess í stað tíma sínum til að reyna að gera efnahagsmála- frumvarp ríkisstjórnarinnar sem tortryggilegast. Að sjálf- sögðu varð hann að notast við glamuryrði og blekkingar til að þjóna þeim málstað verð- bólguþróunarinnar, enda fann Eðvarð niðurfærslufrumvarpi ríkisstjórnarinnar allt til for- áttu. HEILLAVÆNLEGASTA KJAKABÓTIN. I upphafi máls síns vék Jón Hjálmarsson að efnahagsmál- unum, þar sem tilefni var til bess gefið. Kvað hann dýrtíð- aröMu fyrir dyrum, ef ekkert væri að gert, en það væri hinn mesti bölvaldur almennings í landinu. Baráttan til að snúa við á þeirri braut er heilla- vænlegasta kjarabótin, sagði Jón, enda var það fyrsta verk- efni ríkisstjórnarinnar að finna ráð til þess. Miðar efna- bagsmálafrumvarpið í þá átt, cn Eðvarð Sigurðsson virðist andsnúinn því að hamla gegn dýrtíðinni af ræðu hans að dæma. Því er fullkomin þörf raunhæfra aðgerða, f stað þess að láta vísitöluna snúast upp í 250—260 stig á árinu, eins og annars mundi verða. STÓRT SPOR í RÉTTA ÁTT Hlutfadlið anilli kaupgjalds og verðlags í landinu hefur ver iðhagstæðara launþegum þenn an mánuð en oft. áður, sagði Jón Hjálmarsson. Ríkisstjórnin gerir ráð fyfir 10 stiga eftirgjöf í stað tugmilljóna nýrra skatta til styrktar útflutningsatvinnu vegunum. Þess vegna er ekki náuðsyn legt að leggja nýja skatta á almenning til að halda fram- leiðsluatvinnuvegunum ;gang andi, eins og gert hefur verið mörg undanfarin ár. Er óhætt að fullyrða, sagði Jón, að þessi ráðstöfun ríkisstjórnarinnar kcmujt- launþegum til góða og tryggir öruggari rekstur at- vinnutækjanna og þar með öruggari vinnu, en það er mesta hagsmunamál laun- þega. Frumvarpið er því stórt spor í rétta átt. HAGSTÆÐARI VÍSITÖLUGRUNDVÖLLUR Tekinn verður upp nýr vísi- tölugrund'völlur, útreiknaður af kauplagsnafnd, og mun hann gefa réttari mynd af ver-ðlag- inu í landinu, hélt Jón Hjálm- arsson áfram, og verður hann væntanlega Ihagstæðari laun. þegum en núgildandi grundvöll ur. Þá vék Jón að þeirn upp- hrópunum Eðivarðs, að B-lista- m-snn væru kauplækkunar- menn -og atvinnurekendaþjón- ar. Kvað hann ekki nýtt, að koœa'núnistar viðihefðu. slíkt orðbragð um- andstæðinga sína, þó að sjálfir kollsteyptust þeir eftir því, hvort þeir ættu aðild að ríkisstjórn eða e-kki. Afsíaða mín mótast hins vegar af því, að kauphsekk- anir séu raunverulegar sagði Jón, en ekki sýndar- kjarabætur, eins og si. sumar. Þá var kauphækkunin tekin aftur með baksamningi Lúð- víks Jóséfssonar við Dags- brúnárstjórnina, en það kall- aði Eðvar'ð Sigurðsson mikil- væga aðstoð ráðherrans þá- verandi! SKIPULAG FÉLAGSINS. Þá vék Jón Hjálmarsson að skipulagi „Dagsbrúnar11, sem hann kvað þurfa að breyta með tilliti til hinna ýmsu starfs- hópa, eins og hinn norski sér- fræðingur, er Alþýðusamband íslands fékk hingað í haust, gerði tillögur um. Taldi Jón rétt að gefa gaum að þessu og stefna að því. á næstunni að aka upp slíkt skipulag, þar sem vinnustaðurinn væri grund- völlurinn. AUKAMEÐLIMAKERFIÐ. Loks minntist Jón á auka- meðlimakerfið alræmda, sem byggist á engu nema ranglæti. Það væri skylda stjórnarinnar, að glæða áhuga allra félags- manna á félagsstarfinu og styrkti það félagið í heild. Þá kvað hann innheimtu féiags- gjaldanna í lakara lagi og gengi hún mjög misja'fnlega fyrir sig á hinum ýmsu .vinnu- stöðvum. Að síðustu cndurtók Jón orð sín, að niðurfærslustefna ríkisstjórnarinnar væri veru- legt spor í rétta áit, er laun- þegar nytu góðs af, ef sam- þykkt yrði. Stefna Eðvarðs og félaga hans, að skera upp herör gegn því, væri röng. Við viljum örugga og fulia atvinnu handa öllum, sagði Jón. — ÞEIR, SEM KJÓSA VERÐBÓLGUSTEFNUNA, KJÓSA A-LISTANN í „DAGSBRÚN“. — Þeir, sem kjósa gegn henni, kjósa B- listann! Framhald af 1. síðu. bug þeirri staðhæfingu Lúð- víks Jósepssonar, að hlutur útvegsins í þjóðartekjunum væri nú meiri en verið hefði undanfarið. Rakti viðskipta- máiaráðherra, að launahækk- anir næmu 66 milljónum króna auknum útgjöldum fyr- ir sjávarútveginn, en það er einmitt sú upphæð, sem hann fær nú til viðbótar því, er kom í hlut hans á síðustu ver- tíð. Fullyrðingar um, að út- vegurinn beri of mikið úr být- um, er þannig ekkert annað en gagnrýni á þá ráðstöfun, að sjómenn njóta betri kjara nú en í fyrra. Gylfi Þ. Gíslason kvað enga ástæðu til að taka gagnrýni kommúnista alvarlega, þar eð Alþýðubandalagið hefði verið reiðubúið að ganga inn á sömu stefnu og ríkisstjórnin leggur til, ef kommúnistar fengju að vera áfram í stjórn. Kom þetta glöggt fram í umræðunum í sambandi við stjórnarslitin og stjórnarmyndunina og enn- fremur í grein, sem Hannibal Valdimarsson, forseti Alþýðu- sambands íslands, skrifap í Vinnuna, meðan hann var enn f élagsmálaráðherra. REIKNINGSAÐFERÐ HANNIBALS. Hannibal Valdimarsson var fyrsti ræðumaðurinn við fram- afrusiiwarpi haldsumræðurnar { neðri deild í gær um efnahagsmálafrum- varpiS. Byrjaði hann á að lesa upp úr blöðum og velti vörig- um yfir stærð fyrirsagna, en vék síðan að stjórnmálaviðhorf inu og frumvarpi ríkiSstjórn- arinnar með svipuðum rang- færslum og Lúðvík Jósepsson í fyrradag. Fann Hannibal frumvarpinu allt til foráttu fram eftir ræðu sinni, en við- urkenndi þó undir lokin, að stefna þessi kynni að vera góð, en það skipti litlu máli, þar eð hann treysti ekki Alþýðuflokkn um til að framkvæma hana. Fannst Hannibal hneyksianlegt að færa vísitöluna niður í 175 stig, en kvað jafnframt furðu- legt að miða örorkulífeyri, mæðralaun, fæðingarstyrki og fiölskyldubætur við vísitölu 185 fyrst kaupmáttur ykist, ef vísitalan væri færð niður í 175 stig. Mun þetta einkennilegasta rökfærsla og reikningsaðferð þessara umræðna á alþingi. Á MÓTI STEFNU SJÁLFS SÍN. Gylfi Þ. Gíslason sagðist í upphafi ræðu sinnar ætla að lesa upp úr blöðum eins og Hannibal, en aðeins úr einu b^aði og eina grein. Hún hefði birzt í nóvemberhefti Vinn- unnar og væri höfundur henn- ar þáverandi og núverandi for- 4---------------------------- J seti Alþýðusambands íslands, I Hannibal Vaidimarsson, ert upplestur greinarinnar myndi bezta svarið við ræðu sama. rnanns á alþingi nú. Las Gylfi ‘síðan áminnzta grein orðrétt. en -hún nefnist: „Verkalýos- hreyfingin og samtök bænda geta ein stöðvað dýrtíðarflóðið. Það verður að gerast nú. Að öðrum kosti er það um sein- an“. Ráðstafanir nuveran.di ríkis- stjórnar eru einmitt þær, sem Hannibal ValdirnárssGn lagðl til í grein þessari f nóvember í haust. En hvað hefur brevtzt? Þá var Hannibal enn félags- málaráðherra. Nú er hann í stjórnarandstöðu, Og nú má hann ekki heyra nefnd þau úr- ræði, sem hann lagði á ráð um fyrir nokkrum vikurn. „ÖNNUR RÁD“ ALÞÝÐU- B AND ALAGSIN S. Gylfi Þ. Gíslason gaf enn- fremur þær unolýsingar, að eftir viðhorfin í desemberbyrj - un hefðu allir sfjórnmálaflokk- ar raunverulega verið sam- mála um nauðsyn þess að stöðva vísitöluna við 185 stig.. Alþýðubandalagið lagði þá til, að 15 vísitölustig yrðu greidd niður. Þá var eftir að leysa vanda 12 stiga, og vildi-Alþýðu bandalagið „leita annarra r;áða um lækkun á verðlagi". í því sambandi töldu. fulltrúar þess, að vel mætti nefna, að laun- þegar gæfu eftir nokkur stig, ef bændur gerðu eins. Alþýðu- bandalagið var þannig á ör- lagastund inni á þeirri hug- mynd, sem liggur frumvarpi ríkisstjórnarinnar til grund- vallar. Ákvörðunin um að miða stöðvun vísitölunnar nú við 175 stig stafar af því, að þar með er unnt að tryggja rekst- j ur atvinnuveganna án bess að ! uppbætur þurfi að hækka, en þannig verður komizt hjá nýrri verðbólgu, sem auðvitað hefði sín áhrif til röskunar. NIÐURGREIDSLUR FYRR OG NÚ. Loks svaraði Gylfi þeirri staðhæfingu málsvara Alþýðu- bandalagsinS’. að niðurgreiðsl- urnar séu tilraun til fölsunar á vísitölunni. Þá fullyrðingu teldi hann koma úr hörðustu. átt. Niðurgreiðslur hafa. tíðkazt hér í 15 ár og verið miklar bau hálft þriðja ár, sem Hanni- bal Valdimarsson og Lúðvík Jósepsson áttu sæti í fyrrver- andi ríkisstjórn. Þó hefur þessi skýring þeirra á. eðh og til— gangi niðurgreiðslnanna aldrei komið fram fyrr en nú. Þær geta hvorki verið betri né verri við það, að Hannibal c>« Lúðvík eru hættir að vera ráðherrar. En svona breytast menn stund- um við að færast úr stjórnar- aðstöðu í stjórnarandstöðu. SIGLT ÚT MEÐ AFLA Vana beitingarmenn vantar á 190 lessta útilegubát, sem selur afla sinn erlendis. Upplýsingar hjá Friðjóni Jónssyni, Hótel Vík. B' 24. jan. 1959 — AÍþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.