Morgunblaðið - 25.10.1990, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.10.1990, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 VEÐURHORFUR I DAG, 25. OKTOBER YFIRUT I GÆR: Um 800 km suður í hafi er 982ja mb lœgð sem þokast norður og sfðar norðvestur en 993ja mb fægð á sunnan- verðu Grænlandshafi fer suðaustur. SPÁ: Austlæg átt, talsverður strekkingur sunnantil á landinu fram- an af degi og Ifklega allhvass á annesjum norðanlands þegar liður á daginn. Skýjað um mestallt land og víða rigning, einkum um sunnan- og austanvert landið. Fremur hlýtt verður áfram. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG; Austlæg átt, víða nokk- uð hvöss á laugardag. Rigning eða súld sunnanlands og á Austur- landi en víðast þurrt norðanlands og á Vesturlandi. Fremur hlýtt verður áfram. TÁKN: •Q - Heiðskírt •Q Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. •J0 Hitastig: 10 gráður á Celsius \J Skúrír V Él = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur r? Þrumuveður Ríkisspítalar nota 923 þúsund plastglös á ári r-A JH' > i VtÐUR Vi kt. 12:001 w gm hltf UM HEIM að isl, tíma veftur Akureyri 4 skýjað Reykjavík 7 súld á sið. klst, Bergen MoÍQÍnlri ?1|l: tóttskýjað Kaupmannahöfn 11 vanter téttskýjað Nsrssarssuaq vantar Nuuk +2 skýjað Oató 1 þokumóða Stokkhólmur 2 þokumóða Þórshöfn 9 súld Algarve 19 skýjað Amsterdam 13 mistur Bareelona 19 skýjað Berlfn 10 léttskýjað Chlcago 6 alskýjað Feneyjar vantar Frankfurt fiiHÍ heiðskírt Qlasgow 13 mistur Hamborg 8 léttskýjað Las Palmas venter London 1S skýjað Los Angeies 16 helðsk/rt lúxemborg 11 hélfskýjað Madríd 16 skýjað Malaga 22 skýjað Mallorea 23 skýjað Montreal M;ií rigning NewYork vantar Orlando 20 tóttskýjað Parts 18 skýjað Róm vantar Vín 8 léttskýjað Washington 14 léttekýjað Winnipeg 0 tóttskýjað SJÚKRALIÐAFÉLAG íslands gekkst nýlega fyrir fræðsludegi í Súlnasal Hótels Sögu. Efni fundar- ins var umhverfisvernd - sjúk- dómar af völdum mengunar. Kristín Á. Guðmundsdóttir for- maður Sjúkraliðafélags íslands sem setti ráðstefnuna gerði mengun af völdum heilbrigðisstétta að umtals- efni sínu. „Hvað þarf ekki að eyða miklu sorpi frá sjúrkahúsum vegna gegndarlausrar notkunar á einnota vörum sem til þess eru ætlaðar að spara vinnu og mannskap?" spurði Kristín. „Á síðastliðnum 12 mánuð- um voru notaðir 51 þús. nýrnabakk- ar úr pappa, 121 þús. plastskeiðar og hvorki meira né minna en 923 þús. plastdrykkjarglös. Hluti af sorpinu frá ríkisspítölum er brennd- ur í sorpbrennslu Suðurnesja og fyrstu 6 mánuði þessa árs bárust sorpbrennslunni um 38 tonn frá spítölum," sagði Kristín áð lokum. Aðrir fyrirlesarar fjölluðu um loftmengun og tengsl hennar við aukningu á ofnæmi, um geislun sem fylgir tæknivæðingu nútímans og mengun við sjó og sjávarafla og um urðun sorps og frárennslismál. Einnig var sérstaklega fjallað um mengun sem kemur fyrir í starfs- Einar sagði, að þegar ljóst var að Hjörleifur hyggðist gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu, hafi verið leitað til sín um að hann gæfi kost á sér í forvalið. Hann væri enn ekki búinn að gera upp hug sinn hvað af yrði og ætlaði sér nokkra daga til þess. Hjörleifur sagði, að forvalið væri umhverfi sjúkraliða og annarra heil- brigðisstétta. 0,8% hækkun á sérlyfjum Lyfjaverðlagsnefnd hafnaði ný- lega beiðni Lyfjaverslunar ríkisins um 0,8% hækkun á framleiðslu- verði almennra lyfja frá og með 1. október. Á sama tíma sóttu lyfjaframleiðendur um að fá að hækka sérlyf um 0,8% til Lyfjaeft- irlits ríkisins. Sú hækkunarbeiðni fékk meðmæli lyfjaeftirlitsins og siðan staðfestingu heilbrigðis- ráðuneytisins. Guðmundur Sigurðsson formaður Lyfjaverðlagsnefndar hefur skrifað heilbrigðisráðuneytinu bréf, þar sem hann lýsir furðu sinni á því að ráðu- neytið, sem áður hafði hvatt til lækk- unar álagningar á lyfjum, skyldi láta þessa hækkun ganga eftir. „Þótt þessi hækkun skipti ef til vill ekki miklu máli fannst mér þetta undar- legt ósamræmi í vinnubrögðum," sagði Guðmundur Sigurðsson við Morgunblaðið. opið öllum félögum í kjördæminu og vonandi yrði góð þátttaka, þarna væru mörg sæti sem þyrfti að fylla. Förvalið hefur enn ekki verið tímasett en það er í tveimur umferð- um. Fyrst fer fram tilnefning, sem félögin á hverjum stað annast og síðan er valið á lista og er sú kosn- ing bindandi í fyrsta sæti. íhugar mótframboð gegn Hjörleifí í 1. sæti EINAR Már Sigurðsson formaður Sambands sveitarfélaga á Aust- urlandi segist ihuga að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forval Alþýðu- bandalagsins á Austurlandi fyrir alþingiskosningarnar í vor. Hjör- leifur Guttormsson, efsti maður á lista flokksins í kjördæminu, hefur ákveðið að gefa kost á sér á ný í fyrsta sæti. VEÐUR Talsvert um að ungling- ar týnist í skyldunámi 700 unglinga vantar á nemendaskrá efsta bekkjar á fjögurra ára tímabili RÚMLEGA 700 nemendur, sem stunduðu nám í efsta bekk grunn- skóla á árunum 1985-88 hafa af einhveijum orsökum horfið sjónum yfirvalda, þ.e. ekki er vitað um afdrif þeirra eftir að þeir af ýmsum ástæðum hafa hætt i skyldunámi. í siðasta bekk grunnskólans, sem nú er 10. bekkur, eru allir nemendur skráðir í nemendaskrá Hagstof- unnar, en upplýsingar þar um eru fengnar frá grunnskólum lands- ins. Ymsar spurningar hafa nú vaknað í kjölfar þess að misræmi virðist vera á fjölda þeirra sem skráðir eru í nemendaskrána ann- ars vegar og þjóðskrána hins vegar. Haraldur Finnsson, deildarsér- fræðingur í menntamálaráðuneytinu, sagði að árið 1985 hefðu nemendur fyrst verið skráðir í nemendaskrá Hagstofunnar, en um er að ræða skráningu nemenda sem eru 15 ára umrætt ár. Þegar nemendaskrá frá 1985 er borin saman við þjóðskrá vantar 148 einstaklinga á fyrmefndu skrána, næsta ár eru þeir 173 og 235 unglinga sem voru 15 ára 1987 vantar á nemendaskrána frá því ári. Á árinu 1988 eru þeir 172, eða um 730 á þessum fjórum árum. „Það virðist talsvert vera um það að unglingar týnist í skyldunámi, þessar tölur hafa vakið ýmsar spum- ingar, en þetta mál hefur ekki verið skoðað ofan í kjölinn. Ég vona að það verði gert fljótlega," sagði Har- aldur. Skýringar á því hvemig á þessu brottfalli stæði, sagði hann einkum vera í tilgátuformi, en ljóst þætti að ekki væri erfitt fyrir ungl- inga að týnast í kerfinu, dyttu þau af einhverjum ástæðum út væri net- ið ekki þéttriðið. Misræmið á milli nemendaskrár og þjóðskrár sagði Haraldur að staf- að gæti af brottflutningi á milli hverfa, landshluta eða landa, en svo virtist sem eftirlit með því að böm skiluðu sér í annan skóla við brott- flutning væri ekki nákvæmt, þá kæmi einnig fyrir að nemendum væri vísað úr skóla án þess að nokk- ur fylgdist með afdrifum þeirra eftir það. A milli 20-30 unglingar í hveij- um árgangi era í svokölluðum „þjálf- unarskólum" og koma ekki inn á nemendaskár og einnig væra dæmi þess að nemendum seinkaði í námi. „Mánn grunar að stór hópur þeirra unglinga sem virðast vera týndir sé hópur sem er illa á vegi staddur, ef til vill vegna neyslu fíkniefna eða bágra heimilisaðstæðna. Það skiptir miklu máli að þetta mál sé skoðað og einhver úrræði fundin til handa þeim sem ekki finna sig í hinu hefð- bundna skólakerfi, sem eins og menn vita býr ekki yfír sérlega fjölbreyti- legum úrræðum,“ sagði Haraldur. Morgunblaðið/Júllus Klippt af óskoðuðum bifreiðum Bifreiðaskoðun íslands hefur, að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns, sent lögreglunni beiðni um að taka núm- eraplötur af 5-6000 bifreiðum, sem ekki voru færðar til skoðunar á tilsettum tíma í júlí til september. Lögreglan hefur þegar hafist handa við að hafa finna þessar bifreiðar og síðustu tvo daga hafa plötur verið klipptar af meira en 100 bflum og verður aðgerðunum fram haldið næstu daga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.