Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 Enn um mengun eftir Gunnur Kvaran Umræður um nýtt álver hafa nú aukist að miklum mun enda standa Islendingar nú framrni fyrir því, að ganga til samninga við erlenda að- ila um byggingu þess. Ýmsar spum- ingar vakna þegar um jafn mikil- væga ákvörðun er að ræða fyrir íslensku þjóðina. Hvers vegna sækj- ast útlendingar eftir því að byggja og reka hér álver? Að sjálfsögðu vegna væntanlegs gróða, þrátt fyr- ir mikinn byggingarkostnað. Gróð- inn hlýtur einkum að felast í þrennu: lágu orkuverði, lágum sköttum og vægum kröfum um mengunarvarnir, en eins og kunn- ugt er eru mengunarvanir, sem að verulegu gagni koma, geysilega kostnaðarsamar og þau fyrirtæki sem í hlut eiga reyna í lengstu lög að koma sér undan þvílíkum kostn- aði, ef tök em á. Það vekur hjá mér óþægilega til- finningu og illan gmn þegar Júlíus Sólnes, umhverfisráðherra, segir í fréttatilkynningu í Morgunblaðinu nýlega, að nú verði að hefjast handa og fara herferð gegn bílamengun- inni til að vega upp á móti þeirri mengun sem nýtt álver mundi hafa í för með sér. Ekkert markvert hefur verið gert gegn mengun bfla þótt vitað hafi verið og bent á í mörg ár að þetta sé vaxandi vanda- niál. Er það ekki augljóst að þetta segir ráðherra af því honum ofbýð- ur sú mengun sem hlýst af væntan- legu álveri? í sömu yfirlýsingu seg- ist hann ætla að beita sér fýrir skattaívilnunum til handa lands- mönnum þegar þeir fara að leggja í kostnað í sambandi við mengunar- vamir á bifreiðum sínum. Það er gott og blessað, en skattaívilnanir getur tekið langan tíma að fá sam- þykktar og á meðan er allt í bið- stöðu. Ég held að við verðum að gera okkur ljóst að ef við ætlum að vinna gegn mengun í þessu landi kostar það okkur fé. DREGIÐ FE AF FRAM- KVÆMDASJÓÐIALDRAÐRA Vanskil 130 milljónir króna eftir Pál Gíslason »Það er ástæða til að Við höfum nú séð frumvarp að fjárlögum ríkisins fyrir árið 1991. Þar kennir margra „grasa“, en hækkandi skattar og lítið aðhald í ríkisrekstri almennt einkenna frum- varpið. Þrátt fyrir það, er furðulegt hvemig fé er dregið frá lögbundn- um framlögum til opinberra sjóða. Einn af þeim sjóðum, sem fara illa út úr þessum ráðstöfunum Ólafs Ragnars fjármálaráðherra og Guð- mundar Bjamasonar heilbrigðisráð- herra, er Framkvæmdasjóður aldr- aðra. Hlutverk þessa sjóðs, sem stofn- aður var fyrir um 10 ámm, er að styrkja og efla framkvæmdir sem stuðla að bættri öldrunarþjónustu um land allt. Er þar fyrst og fremst um byggingu heppilegs húsnæðis fyrir aldraða að ræða. Áður var innheimt sérstakt gjald sem einstaklingar greiddu (nef- skattur) og var lögbundið gjald, sem átti að renna til sjóðsins. Þegar tekin er upp staðgreiðsla skatta, var þetta gjald reiknað inn í skattahlutfallið og greitt fyrir þetta ár úr ríkissjóði tæplega 200 milljónir króna, sem kemur til út- hlutunar á 40 staði víðs vegar á landinu. Sjá allir að þar fer alltof lítið fé á hvem stað. Það er því Iangur „hali“ á þessum greiðslum, sem dregur úr framkvæmdum, sém þegar em í byggingu en ófrágengn- ar og koma um langan tíma engum til gagns, en valda óhóflegum fjár- magnskostnaði á löngum bygging- artíma. Á síðasta þingi var samþykkt að leggja aftur á sérstakt gjald, kr. 3.160, sem ætti að renna í Fram- kvæmdasjóð aldraðra, án þess þó að draga fyrri hlut þess úr stað- greiðsluhlutfalli skatta. Það em um 98 þúsund manns, sem greiddu þetta gjald í ágúst 1990 eða um 370 milljónir króna. Vom menn því bjartsýnir á að auk- ið fé myndi koma til þessara mála og framkvæmdum skila verulega betur áfram. Það má því segja að það hafí verið reiðarslag, þegar fjárlaga- frumvarpið birtist og í ljós kom að Óiafur Ragnar hafði lækkað þetta benda landsmönnum á þessa staðreynd, sem nú blasir við. Sérstakur lögbundinn skattstofn sem á að renna til fram- kvæmda í þágu aldr- aðra, en er svo tekinn til annarra óskyldra mála.“ framlag um 35% eða vel um þriðj- ung, því að framlagið er skorið nið- ur um 130 milljónir króna. Þetta er að sjálfsögðu auk þess hluta af staðgreiðslunni í tekju- skatti, sem eldra framlagið var þeg- ar komið inn í og skattgreiðendur greiða á röngum forsendum. Það er ástæða til að benda lands- mönnum á þessa staðreynd, sem nú blasir við. Sérstakur lögbundinn skattstofn sem á að renna til fram- kvæmda í þágu aldraðra, en er svo tekinn til annarra óskyldra mála. Framkvæmdafé til þessara mála minnkar og framkvæmdum seink- ar. Páll Gíslason Hvar eru nú stóru orðin um umhyggju fyrir velferð aldraðra? Þingmenn! Ég skora á ykkur að taka þetta mál til athugunar og skila Framkvæmdasjóði aldraðra þessu fé, sem landsmenn hafa lagt fram lögbundið og margir sjálfsagt hugsað að það væri gott að geta lagt góðu málefni lið. Höfundur er læknir. Gunnar Kvaran „ Yið höfum ekkert lært af þeirri ógnþrungnu eyðileggingu sem eit- urspúandi iðnaður hef- ur skilið eftir sig.“ Ég held að allir Islendingar sem nokkuð hugleiða þessi alvariegu mál mundu með glöðu geði borga þann útbúnað er til þarf á bifreiðar sínar, yrðu lög sett um mengunar- vamir farartækja sem vonandi verður bráðlega. Þá sem malda í. móinn þarf að upplýsa. Ég skil ekki eftir hveiju við bíðum, nema kannski það væri ál- verið? Við vitum í hjörtum okkar að mengunin í heiminum í dag er einhver mesta ógnun við iífríkið sem sögur fara af og hefur nú þegar valdið gífurlegri eyðileggingu. Mengunin eykst stöðugt og okkur íslendingum stafar sérstaklega hætta af mengun sjávar af augljós- um ástæðum. Öll erum við jarðarbúar hluti af lífkerfi jarðar og okkur ber að virða það og reyna með öllum hugsanleg- um ráðum að vinna gegn eyðilegg- ingu þess. Með byggingu álvers er draumurinn um sérstöðu íslands í framtíðinni meðal þjóða heims sem land hreinleika og lítillar mengunar fyrir bí, við verðum jú að hugsa um hagvöxtinn og lífsafkomuna. Er ekki hagvöxturinn fyrir öllu hvort sem hann fæst með því að eyðileggja lífkerfi jarðar eða ekki? Höfum við ekki alheimslega ábyrgð? Getum við leyft okkur að koma á iðnaði í þessu landi sem hefur mikla mengun í för með sér Áfomnmi mótmælt eftirReyni Harðarson Árið 1986 setti ríkisstjómin á fót nýtt húsnæðislánakerfi sem gerði ungu fólki kleift að koma sér upp þaki yfir höfuðið án þess að sligast af óheyrilegri greiðslubyrði hins almenna lánakerfís. Húsnæðis- stofnun tók til athugunar allar umsóknir og mat hvort lánsum- sækjandi væri borgunarmaður fyrir þessu láni með 3,5% vexti og fullar verðbætur. Það var jafnframt ítrek- að rækilega fyrir fólki að fara var- lega í sakirnar og gera sér grein fyrir greiðslubyrðinni. Þúsundir manna sáu að þarna gafst loksins tækifæri til húsnæðis- Skrifstofa studningsmanna GVÐMUNDAR HALLVARÐSSONAR, fonnanns Sjómannafélags Reykjavíkur, er í Síðumúla 22 Opið virka daga frá kl.17-22 og um helgar frá kl. 13-19 Símar 38560 og 38561 I V y i /) Próflíjör Sjálfstæðisílokksins í Reykjavík 26. og27. okt. nk. vegna Alþingiskosninga kaupa þótt það þýddi að fjölskyldur þeirra yrðu skuldugar næstu fjóra áratugina. Stór hluti þessa fólks fékk fullt lán (rúmlega 4 milljónir á núvirði) og þarf því að borga ríflega 140.000 kr. á hveiju ári í vexti fyrir utan verðbætur og af- borganir. Þótt það sé stór biti er það þó sú kvöð er fylgdi láninu og fólk gekkst vitandi vits undir. Sú fyrirhyggja í peningamálum sem krafist var af lántakendum virðist ekki hafa verið fyrir hendi hjá lánveitandanum því nú grætur hann sárlega undan því að dæmið gangi ekki upp sín megin ef þetta á að halda áfram. Það má satt vera og býðst honum nú að snúa sér að nýju kerfi eða að breyta forsendum á lánum í framtíðinni. En þar sem lánveitandinn er hið stóra og máttuga ríki en Iántakend- ur aðeins nafnlaus peðafjöldi í þjóð- félaginu þá hafa heyrst þær hug- myndir innan ríkisstjórnarinnar að best sé að breyta forsendunum (vöxtunum) fyrir lánunum aftur- virkt. Þó það láti vel í eyrum þeirra sem vilja fleiri krónur í ríkiskassann þá gleymist hin hliðin á málinu — þær fjölskyldur sem tóku lánin mið- að við að þurfa að greiða af þeim 3,5% vexti á ári. Nú vilja sumir hækka þessa vexti á eldri lánum í 5%. Það er vaxta- hækkun upp á tæp 50% og þýðir að hver fjölskylda með fullt lán þarf að greiða 60.000 krónur á ári umfram það sem hún féllst á þó sú tala lækki þegar gengur á lánið eftir nokkra áratugi. Á öllum láns- tímanum má gera ráð fyrir að slík afturvirk hækkun á vöxtum geri lántakendur 1,2 milljónum króna fátækari! Þrátt fyrir þetta er helst að skilja á afstöðu sumra að þetta komi lántakendum varla við, þeir geti ekki ætlast til þess að fá lánin á þeim kjörum sem þeir sömdu um ef ríkisstjórninni þykir það ekki nógu hagstætt. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hefur nú hafið bar- áttu gegn þessu óréttlæti en á orð- um hennar má þó skilja að henni finnist ótækt að beita því núna, hvað sem síðar verður. Ég man eftir því að hafa rætt við Árna Gunnarsson þingmann Alþýðu- flokksins fyrir u.þ.b. ári um mögu- leikann á slíkri afturvirkri vaxta- hækkun. Þá sagði hann að slíkt kæmi ekki til greina, hvað þá til framkvæmda. Slíkt væri með öllu siðlaust. Orð hans vekja vissulega vonir um að til séu þeir þingmenn sem sjá óhæfuna í slíkri einhliða ákvörð- un. Kaup á húsnæði eru stærsta ákvörðun sem ungt fólk tekur í fjár- xnálum. Ef þær þúsundir manna sem tóku sh'ka ákvörðun, vegna þeirra kjara sem ríkisstjórnin bauð þeim, þurfa að sætta sig við að greiða hundruð þúsunda vegna þess fyrir okkur og þar með fyrir alheim- inn? Væri ekki skynsamlegra þegar til lengri tíma er litið að nota þessa milljarða sem álverið væntanlega kostar okkur í lántökum til að byggja upp aðra atvinnuvegi, at- vinnuvegi sem hafa litla eða enga mengun í för með sér? Ég þykist vita að álverið verði byggt og þar með sýnir það svart á hvítu, að við höfum ekkert lært af þeirri ógn- þrungnu eyðileggingu sem eitur- spúandi iðnaður hefur skilið eftir sig. Við verðum víst að fylgja þróun- inni og okkur má ekki daga uppi. Eða er þetta ekki eitt af svörunum sem ákafír stuðningsmenn álversins hengja hatt sinn á þegar fámennur hópur fólks mótmælir kröftuglega? Mér þótti vænt um að lesa grein Ingibjargar Guðmundsdóttur hér í blaðinu nýlega, þar sem hún meðal annars skorar á landsmenn að krefj- ast þess að álsamningurinn verði gerður að kosningamáli. Ef svo yrði gert, sem er alveg eðlilegt vegna mikilvægis málsins fyrir þjóðina, mundi það knýja margan manninn til umhugsunar. Umhugs- unar sem fólk að öðrum kosti leiddi hjá sér. Önnur grein um álmálið eftir Einar Val Ingimundarson birt- ist einnig sama dag, miðvikudaginn 26. september, hér í blaðinu. Þessi grein er bæði ýtarleg og vönduð. Einar Valur hefur sérþekkingu á umhverfismálum og það var fróð- legt en samtímis óhugnanlegt að lesa um nýjustu vísindauppgötvanir í sambandi við skaðsemi áls. Er framtíð þessarar og annarra þjóða tryggð takist okkur að við- halda hagvexti eða auka hann? Er efnislegur gróði hinn eini sanni mælikvarði á lífsgæði? Hversu lengi mun þessi dásam- lega jörð, sem okkur hefur verið trúað fyrir, geta látið pína sig í hvíldarlausri og gegrtdarlausri mis- notkun mannsins á lögmálum henn- ar? Höfundur er sellóleikari. ■ NÁMSGAGNASTOFNUN hefur gefið út tvö verkefnahefti eftir Vénýju Lúðvíksdóttur. Heftin eru ætluð til notkunar með réttrit- unarorðabókinni sem unnin var í samvinnu Námsgagnastofnunar og Islenskrar málstöðvar og gefin var út á sl. ári. Bækumar eru ein- nota verkefnabækur, ætlaðar 5.-7. bekk grunnskólans, og verða þær alls þijár falsins. Reynir Harðarson „Kaup á húsnæði eru stærsta ákvörðun sem ungt fólk tekur í fjár- málum.“ að ríkisstjórnin reyndist ekki traustsins verð, þá er fokið í flest skjól. Ég tók húsnæðisstjórnarián vegna þess að ég ræð við að greiða 3,5% vexti. Ég hefði ekki tekið lán- ið með 5% vöxtum, og það á eflaust við um fleiri. Eg mótmæli þessum áformum og ég mun fylgjast grannt með hvaða þingmenn og þingflokk- ar tala máli lántakenda sem ætla að byggja sína framtíð á lánum sem þeir tóku í góðri trú á sanngjörn stjórnvöld. Höfundur er þýóandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.