Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 -f Víglundur Þorsteinsson „Tel ég að Leifur Magn- ússon hafi meðvitað eða ómeðvitað misbeitt valdi sínu sem formað- ur Flugráðs.“ desember sl. var eigið fé Flugleiða 2.834 milljónir króna og hefur það aukist síðan í u.þ.b. 3,3 milljarða króna. Samkvæmt ársreikningum var fé þetta og miklu meira til bund- ið í fastafjártnunurn. 1.434 milljónir voru bundnar í fasteignum og 4 milljarðar króna voru bundnir í flug- vélum. Hefur sú fjárbinding vaxið stórlega á þessu ári með enn frek- ari flugvélakaupum. Því má ætla að heildarfjármagn sem bundið er í fastaijármunum Flugleiða í dag sé meira en 19 milljarðar króna og fer vaxandi vegna enn frekari flugvéla- kaupa. Eins og áður segir eru ákvæði reglugerðarinnar um mat á stofn- kostnaði mjög óskýr. Engu að síður má ljóst vera að eigið fé sem bundið er í hótelrekstri, bílaleigu og eigna- hlutum í ferðaskrifstofum kemur ekki til góða við mat á eiginfjárþörf samkvæmt reglugerðinni. Eg hef einnig sagt opinberlega að ef sami mælikvarði hefði verið lagður á eig- infjárþörf Flugleiða hf. og ísflugs hf. væri eiginfjárþörf Flugleiða hf. á annan tug milljarða króna. Á þetta er ekki bent til að halda því fram að Flugleiðir þurfi slíka aukningu eigin fjár, heldur til að sýna hve vanþróaðar skilgreiningar reglu- gerðarinnar á þörfinni fyrir eigið fé til að mæta stofnkostnaði eru. Engu að síður tel ég að ef Flugleiðir hf. þyrftu að uppfylla ákvæði reglugerð- arinnar út frá sanngjömn mati á stofnkostnaði og fastaljármunum, þyrfti veruleg hlutaijáraukning að koma til. Um flugvélar Í grein sinni á laugardag ijallar Leifur Magnússon um fyrirhugaðan flugvélakost ísflugs hf. og talar af lítilsvirðingu um 22 ára gamla flug- vél sem ísflug hf. átti kost á að taka á leigu. Minni Leifs er stutt í þessum efnum, því eftir því sem ég veit best hafa Flugleiðir langa og góða reynslu af því að fljúga svo gömlum og jafnvel eldri vélum á sínum áætl- unarleiðum. Jafnframt flytur Leifur í grein sinni aðdróttanir um að flug- vél þessi hafi verið svo vanbúin að hún uppfyllti ekki öryggiskröfur. í fyrsta lagi háfði Leifur Magnússon gögn undir höndum — eða átti að hafa - um að flugvélina skyldi af- henda ísflugi beint úr svokallaðri C-skoðun sem framkvæmd er á flug- vélum við hveijar 3.000 flugstundir. Þannig var fyllstu kröfum þar um mætt og stóð þetta_ skýrum stöfum í því tilboði sem ísflug hafði frá Guiness Peat Aviation. í öðru lagi víkur Leifur að því að flugvélin hafi verið vanbúin siglingatækjum. Rétt er að í flugvélina vantaði svokölluð omegatæki og langbylgjusendi. Það kom þó skýrt fram í viðræðum starfsmanna ísflugs við Loftferða- eftirlitið að þessi tæki myndi ísflug hf. setja í vélina áður en flug hæf- ist. Hafði félagið þegar tryggt sér kauprétt á þeim. Varðandi þetta atriði í umijöllun Leifs um flugvéla- kost ísflugs skjöplast honum enn eina ferðina í formennsku sinni í Flugráði. Hér skiptir hann enn einu sinni um „jakka“ og bregður sér í Flugleiðajakkann í stað þess að gæta hlutlægni sem formaður Flug- ráðs. Eg ætla að geyma mér það til sérstakrar greinar að fjalla um arð- hleðslu flugvélategunda, en það er einmitt mjög fróðlegt með tilliti til stofnkostnaðar og eldsneytisnotkun- ar að velta fyrir sér rekstrarhag- kvæmni ýmissa flugvélategunda vegna flugs til Amsterdam og Ham- borgar. Þykir mér full ástæða til að ijalla sérstaklega um flugvélar af gerðini Boeing 737/200, 300 og 400. Það bíður betri tíma. Að lokum vil ég aðeins ítreka þá skoðun mína að stöðu sinnar vegna sem framkvæmdastjóri flugrekstrar- sviðs Flugleiða er Leifur Magnússon vanhæfur til að gegna formennsku í Flugráði og meðan það ástand varir er þess ekki að vænta að Flug- ráð eða íslensk fiugmálayfirvöld fái notið þess trausts sem þeim ber. Höfundur er framkvœmdastjóri. Kjarninn frá hisminu eftir Garðar Pálsson Velgengni nútímaþjóðfélags byggist á hraðri og raunsærri ákvarðanatöku, sem leiðir til far- sældar fyrir heildina. Sá sem býður sig fram til forystu þarf að vera fljótur að skiija kjarnann frá hism- inu. Stjórnmálamenn þurfa öðrum fremur að vera búnir þessum hæfi- ieikum. Ég kynntist Birni Bjarnasyni er hann var háseti á varðskipinu Óðni, þá ungur að árum. Allt atferli hans og verklag lofaði góðu fyrir fram- tíðina. Þessi reynslutími hefur og á eftir að koma Birni vel á lífsleið- inni, eins og öil störf sem unnin eru í hringiðu athafnalífsins. I starfi sínu sem aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins hefír Bjöm verið virkur í þjóðmálabaráttunni. Hann er fljótur að koma auga á aðalat- riði málsins, jafnt í sínum eigin skrifum sem annarra. Hann er trúr stefnu og viðgangi Sjálfstæðis- flokksins. Nú hefir Björn Bjarnason staðið upp fyrir Reykvíkinga, stöndum líka Höfundur er fyrrv. deildarstjóri skipatæknideildar Landhelgisgæslunnar. Garðar Pálsson upp og tryggjum honum eitt af þremur efstu sætunum í þessu próf- kjöri. Enginn er dóm- ari í sjálfs sín sök eftir Víglund Þorsteinsson í grein sem birtist síðastliðinn laugardag í Morgunblaðinu gerir Leifur Magnússon, formaður Flug- ráðs, tilraun til að hrekja þá fullyrð- ingu að hann sé vanhæfur til að gegna því embætti. Því tei ég þörf á að fjalla nánar um í hveiju van- hæfi hans er fólgið. Leifur Magnússon er og verður vanhæfur sem formaður Flugráðs í öllum málum sem Flugráð þarf að afgreiða og snerta Flugleiðir hf. Ástæðan er að hann sem fram- kvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Flugleiða hf. hefur hlutverki að gegna við hagsmunagæslu fyrir Flugleiðir. Þetta hef ég kallað skóla- bókardæmi um vanhæfi stjórnvalds samkvæmt íslenskum stjórnarfars- rétti og er það reyndar í samræmi við allar vanhæfisreglur íslensks réttar. Það breytir engu hér um þó Leif- ur Magnússon hafi verið skipaður af þrem samgönguráðherrum. Þeir hefðu þess vegna mátt vera tíu. Vanhæfi hans liggur í augum uppi. Flugráð er ótvírætt stjórnvald, því samkvæmt skipuriti er Flugráð skipulagslega sett á milli samgöngu- ráðherra og Flugmálastjórnar og Flugráð er því raunveruleg stjórn yfir Flugmálastjóm og Loftferðaeft- irliti. Ég hef áður sagt á opinberum vettvangi um þetta mál að engu skipti þó Leifur teldi sig gæta hlut- leysis með því að taka ekki þátt í atkvæðagreiðslu. Því eins og Leifur viðurkennir sjálfur í grein sinni í Morgunblaðinu er það hlutverk foi-manns að undirbúa fundi Flug- ráðs, ákveða dagskrá og stýra um- ræðum og málsmeðferð, sem og hann gerði þegar fjallað var um út- hlutun áætlunarleyfa til Flugleiða hf. Var um misneytingu að ræða? Spurningin er þá hvort málsmeð- ferð Leifs Magnússonar á erindi ís- flugs hf. og Fiugleiða hf. um áætlun- arleyfi var óeðlileg, þannig að um misneytingu hafi verið að ræða. Ég tel að svo hafi verið. Eins og fram kemur í grein Leifs fékk umsókn ísflugs enga efnislega umíjöllun í Flugráði. I fyrsta lagi hefði verið eðlilegt að kalla fulltrúa ísflugs á Flugráðsfund til þess að gera grein fyrir umsókn sinni og rökstyðja hana. Svo var ekki gert. í þessu máli reyndi í fyrsta sinn á kröfur nýrrar reglugerðar um eigið fé vegna úthiutunar áætlunarleyfa í millilandaflugi. Reglugerðin er skýr að því er varðar kröfur um rekstr- arfjármuni. Þar segir að flugfélag skuli hafa eigið fé er dugi til þriggja mánaða rekstrar, sem reikna skal sem þriggja mánaða meðaltal af 24 mánaða rekstrarkostnaði. Eins og margoft hefur komið fram tel ég að ísflug hafi sýnt fram á að það hafði staðfest hlutafjárloforð sem dugðu fyrir þriggja mánaða rekstrarkostn- aði samkvæmt rekstraráætlun fé- lagsins á tímabilinu nóvember til apríl. Jafnframt lá fyrir að stjórn félagsins hafði heimild _ og hafði ákveðið að auka hlutafé í ísflugi upp í 300 milljónir króna. Það hefði því verið eðlilegt af hálfu Flugráðs að boða stjóm ísflugs á sinn fund til að gera grein fyrir hvernig hún hygðist framkvæma þennan þátt. Svo var ekki gert. Hvernig á að meta stofnkostnað? í öðru lagi er kveðið á um í reglu- gerðinni að flugfélag skuli hafa fjár- muni í formi eiginijár til að standa undir stofnkostnaði. í reglugerðini er hinsvegar ekki að fínna neinar leiðbeiningar um hvernig meta skuli stofnkostnað. í tilviki ísflugs hf. var þessi stofnkostnaður áætlaður af Loftferðaeftirlitinu 50 milljónir króna. Sú tala var ekki rökstudd nánarog virtist sem tekin af himnum ofan. I símtali sem ég átti við Grét- ar Óskarsson, yfirmann Loftferða- eftirlitsins, spurðist ég fyrir um hvemig þessi tala væri fundin. Svar- aði Grétar því til að hún væri svo- kallað „educated guess“. Um mat á stofnkostnaði vakna margar spumingar. Spyija má til dæmis hvort stofnkostnaður sé það sama og fastafjármunir flúgfélags. Hvað kemur þar fleira til? Hvernig er þjálfun og uppbygging starfsfóiks metin til fjár og ýmiss konar minni kostnaður sem til kann að falla við uppbyggingu slíkrar starfsemi? I umsókn ísflugs kom fram að engar ijárfestingar í þjálfun starfsfólks voru fyrirhugaðar, því félagið átti kost á að ráða til sln þjálfað starfs- fólk Amarflugs hf. sem var að missa atvinnu sína. ísflug hugði ekki á fjárfestingar Einnig lá fyrir að félagið hugði ekki á neinar íjárfestingar til starf- seminnar, heldur yrði starfsemin byggð á leiguflugvél og leiguhús- næði. Eins og sjá mátti af rekstrará- ætlun félagsins voru engar áætlanir um að binda fé í varanlegum ijár- festingum. Þar sem þetta kom fram í rekstraráætlun félagsins og þar sem verið var að fjalla um úthlutun á millilandaflugleyfum á grundvelli nýrrar reglugerðar í'fyrsta sinn, tel ég að Leifi Magnússyni hafi borið skylda til sem formanns Flugráðs að boða fulltrúa ísflugs á Flugráðs- fund til að ræða þennan þátt sérstak- lega. Svo var heldur ekki gert. Af framansögðu tel ég að Leifur Magnússon hafi meðvitað eða ómeð- vitað misbeitt valdi sínu sem formað- ur Flugráðs við meðferð málsins. Reyndar hafði ég í aðdraganda þessa máls sérstaklega spurt samgöngu- ráðherra hvort Leifur Magnússon myndi stýra fundum Flugráðs þegar ijallað yrði um umsókn ísflugs og Flugleiða og tjáði samgönguráð- herra mér að samkvæmt hans bestu vitund myndi Leifur ekki geta það heldur kalla til varamann. Það varð þó ekki. Um fjárhagskröfur reglugerðarinnar Ég vil nú víkja nánar að kröfum hinnar nýju reglugerðar um eigið fé flugfélaga í áætlunarflugi og þeim mörgu álitaefnum sem upp koma við mat á ijárþörfínni. Mat á rekstrarijárþörf er tiltölu- lega einfalt og er tilgangur ákvæða þar um sá að auka og treysta far- þegaöryggi í millilandaflugi. Þar er að finna kröfur um handbært fé sem hluta af eigin fé. Reglugerð þessi var unnin og undirbúin af Flugmála- stjórn og Flugráði, þar með talið af Leifi Magnússyni formanni Flug- ráðs. I henni er eingöngu að finna ákvæði er lúta að úthlutun nýrra flugleyfa í áætlunarflugi, en engin ákvæði um það hvort eða hvernig starfandi flugfélög skuli uppfylla ákvæði reglugerðarinnar. Slíkt hefði verið bæði rétt og skylt í samræmi við jafnræðisskylduna í íslenskum rétti. Þar sem hér var um að ræða úthlutun nýrra flugleyfa tel ég að sambærilegt mat hefði átt að fram- kvæma á eiginfjárþörf Flugleiða hf. og ísflugs hf. Hér vandaðist málið. Eins og ég hef lýst að ofan er megintilgangur reglugerðarinnar að trygg)a að flugféiag eigi handbært fé til þriggja mánaða rekstrar. Sam- kvæmt ársreikningi Flugleiða hf. 31.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.