Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 51 - Sigiirður Þórður Gunnarsson vélstjóri, Fæddur 9. júlí 1925 Dáinn 17. október 1990 Við fráfall Sigurðar Gunnarssonar rifjast upp minningar um góðan og greiðvikinn granna. Sigurður fæddist á Brettingsstöðum, Flateyjardal, elstur fimm systkina. Þar sleit hann barnsskónum í sveitasælu við fjall og strönd. Barnaskólanám sitt stund- aði hann í Flatey undir handleiðslu Jóhannesar Bjamasonar kennara, höfundar bókarinnar Fagurt er í Fjörðum. Þá lá leiðin að Laugum í Reykjadal. Að því loknu hóf hann margvísleg störf við sjávarútveg og var á skipum flotans m.á. við síldveiðar. Sigurður átti ekki langt að sækja sjómannsblóðið, því afi hans, Sigurð- ur Hrólfsson á Jökulsá, var þekktur fyrir trúmennsku og seiglu sem há- karlaskipstjóri. Við Vélskóla íslands öðlaðist hann réttindi sem vélstjóri og starfaði fumlaust og af festu, lengst af á skuttogaranum Brettingi. Efst í huga Sigurðar var þó það sem fram kemur í kvæðinu „Blessuð sértu sveitin mín“, því á vordögum gekk hann frá borði og hélt á sínum ljósbrúna Land Rover út á Dal, oft- ast í för með systur sinni, Öddu. Þar var hann í essinu sínu og því ánægðari sem fleiri farartæki nál- guðust hlaðvarpann. Þau voru grand- skoðuð í stórum stjömusjónauka, sem stóð utandyra. Öllum var vel tekið, er knúðu dyra, og leyst var úr málum á farsælan hátt. Ég minnist sérstaklega allra ferð- anna yfir Flateyjardalsheiði. Stund- um beið hann mín ferðbúinn á Akur- eyrarflugvelli fullur eftirvæntingar, að komast út eftir sem fyrst. A leiðinni var farið upp „Mannvits- brekku" og niður „Afglapaskarð" (Örnefni Sigurðar). Oftar var þó lagt af stað í bílalest, því engu mátti muna, er vatnavextir hlupu í árnar. Þá var ekki ónýtt að hafa yfirvegað- an og þaulkunnugan ferðafélaga í broddi fylkingar. Ég þakka samfylgdina um leið og ég sendi systkinum hans mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Björn Amarson, Efri Brettingsstöðum. Genginn er góður drengur, langt um aldur fram. Þegar „sláttumaður- inn slyngi“ heggur skarð í raðir okk- ar samferðamannanna verður okkur hverft við, jafnvel þótt aðdragandi hafi verið nokkur og endalokin auðsæ. Þannig var það miðvikudag- inn 17. október, er okkur bámst þau tíðindi, að vinur okkar og frændij Sigurður Gunnarsson, væri allur. I nokkra mánuði hafði hann barist við sjúkdóm sinn, æðrulaus og yfirveg- aður, umvafinn ástúð og umhyggju Öddu systur sinnar. Hann kvartaði ekki, þótt líðanin væri ekki alltaf sem best. Sigurður fæddist á Brettingsstöð- um, sonur hjónanna Emilíu Sigurðar- dóttur og Gunnars Tryggvasonar sem lengst af þjuggu þar. Þeirra hjóna minnast margir vegna hjálp- semi þeirra, góðvildar og gestrisni. Á Brettingsstöðum ólst Sigurður upp ásamt systkinum sínum, Tryggva, Óla, Ingveldi og Öddu. Á næstu bæjum, Efri-Brettings- stöðum og Jökulsá, uxu einnig úr grasi frændsystkini Sigurðar og var mikill samgangur og vinátta á milli heimilanna. Flateyjardalur er af- skekkt byggðarlag sem hlaut þau örlög að leggjast í eyði, sem svo mörg önnur í okkar landi. Akvegur var enginn til annarra byggða og átti það stóran þátt í brottför fólks- ins. Fljótlega var þó ruddur vegur yfir Flateyjardalsheiði og Sigurður eignaðist trausta fjallabifreið. Nú gafst tækifæri fyrir Dalbúa að leita á fornar slóðir til sumardvalar á æskustöðvum. Margar ferðirnar ók Sigurður yfir heiðina, fram og til baka með fólk og farangur. Síðar þegar fleiri fjölskyldur eignuðust eig- in bifreiðar var oft farið í samfloti yfir heiðina og var þá Sigurður sjálf- kjörinn fararstjóri, sem vísaði veginn og gaf góð ráð. Við áttum því láni að fagna að slást í hóp frændfólksins á Flateyjardal, er við hófum sumar- dvöl okkar þar og ljúfar eni minnin- gamar sem tengjast öllu þessu fólki. Gott var að leita til Sigurðar, ef eitt- hvað vantaði við endurbyggingu hússins okkar. Hann lagði alltaf gott til málanna og oft var hann mættur með verkfæratöskuna sína tilbúinn með sína högu hönd. Marga stundina sátum við á spjalli innan dyra eða utan, drukkum ómælt kaffi og rifjuðum upp sögur af mönn- um og málefnum. Ökkur er kunnugt um, að margir sem til okkar komu á Efri-Brettingsstöðum eru þakklátir fyrir kynnin af Sigurði. Frá þeim viljum við nú senda kveðjur, ekki síst föður og tengdaföður okkar Bimi Þórðarsyni á Akureyri. Sigurður var vinmargur maður, enda ræktaði hann vináttuna á ein- stakan hátt. Hann var margfróður, ljóðelskur og gestrisinn svo af bar. Margir munu nú sakna vinar í stað. Síðastliðið sumar, þegar Sigurður var sjúkur orðinn, óskaði hann þess heitast að komast til æskustöðvanna, strax og snjóa leysti. Sannaðist þá best hið fornkveðna „Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til“. Sú ósk rættist og þegar haustlit- irnir höfðu sett sinn svip á óvenju- fagran gróður sumarsins kvaddi hann Dalinn sinn í síðasta sinn. Að leiðarlokum viljum við þakka Sigurði og jafnframt Öddu systur hans órofa vináttu öll árin, allar góðu gjafirnar sem minna okkur á, hvers virði góður vinur er í lífi hvers manns. Orð milli vina gerir daginn góðan það gleymist ei en býr í hjarta þér sem lítið fræ það lifir og verður að blómi og löngu seinna góðan ávöxt ber. (Gunnar Dal) Við sendum systkinum Sigurðar, fjölskyldum þeirra, frændfólki og vinum innilegar samúðarkveðjur. Erla og Órn Látinn er á Akureyri föðurbróðir minn, Sigurður Þórður Gunnarsson vélstjóri. Hann var fæddur 9. júlí 1925 á Brettingsstöðum á Flateyj- ardal. Sigurður var elstur fimm barna Gunnars Tryggvasonar bónda og Emelíu Sigurðardóttur sem bæði eru látin. Systkini hans eftirlifandi eru: Tryggvi skipstjóri, kona hans er Heiðbjört Björnsdóttir frá Syðra- Laugalandi og eiga þau fimm börn. Óli Brettingur sjómaður á Akureyri, ókvæntur. Ingveldur ljósmóðir, gift Albert Þorvaldssyni frá Hrísey og eiga þau tvo syni. Adda húsmóðir og gangastúlka á Sjúkrahúsi Akur- eyrar, ógift. Siggi frændi eins og við kölluðum hann alltaf hélt heimili með Öddu og Óla í Holtagötu 12 á Akureyri. Þar stendur heimili' þeirra okkur bróðurbörnunum alltaf opið, þar höf- um við fengið gistingu, mat og ómælda hlýju í gegn um tíðina sem aldrei verður að fullu þökkuð. Áhugamál þeirra systkinanna og okkar barnanna er æskustöðvar þeirra á Flateyjardal, Brettingsstað- ir. Yndisfagur staður íjarri alfara- leið. Að komast þangað á hveiju sumri, einu sinni eða oftar og dvelj- ast í kyrrð og ró er okkur afar dýr- mætt. Að fara út á Dal eins og við segjum í íjölskyldunni, hefur verið hluti af okkar tilveru síðan ég var lítil stúlka og átti heima á Akureyri með foreldrum mínum. Siggi frændi átti jeppa og þær eru ófáar ferðirnar sem við höfum farið með honum á dalinn. Heiðina þekkti hann eins vel og lófann á sér, hvern stein og hverja þúfu, og var hann í essinu sínu þeg- ar hún tók við. Okkur þótti stundum ferðin sækjast seint, vorum dálítið óþolinmóð, en Siggi frændi fór sér að engu óðslega, keyrði alltaf á sama hraða hvað sem tautaði og raulaði og alltaf komumst við heilu og höldnu á áfangastað. Síðustu fjögur árin hafa verið Sigga frændi erfið vegna áfalls sem hann fékk 1986, en Adda systir hans hefur hugsað um bróður sinn af ein- stakri ást og umhyggju. Vinir hans og fjölskylda hafa séð um að hann kæmist í dalinn sinn eftir að hann hætti að geta keyrt sjálfur og eiga þeir þakkir skilið. Elsku Adda frænka og systkini, guð blessi ykkur og Sigga frænda. Þorgerður Tryggvadóttir Frumsýnum stærstu mynd ársins DRAUGAR TRUIÐ PATRICK SWAVZE DEMIMOORE WHOOPIGOLDBERG HÁSKÓLABÍÖ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.