Morgunblaðið - 27.10.1990, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.10.1990, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990 Hallgrímssöfn- uður 50 ára Reykjavík var orðin stór bær og flölmennur árið 1940. Tvær kirkjur voru þá í bænum: Dómkirkjan og Fríkirkjan.' Þeir sem heyrðu þjóð- kirkjunni til, en það var stærstur hluti bæjarbúa, áttu kirkjusókn í Dómkirkjuna. Um haustið 1940 voru sett lög frá Alþingi um skiptingu bæjarins í 4 prestaköll: Dómkirkju-, Hallgríms- og Nesprestakall. Allir nýju söfnuðimir skyldu reisa sínar kirkjur. Hallgrímssöfnuði var þá þeg- ar falið að byggja stóra og vegléga minningarkirkju um Passíusálma- skáldið, en sú hugmynd hafði verið á döfínni um hríð, og hlaut söfnuður- inn nafn sitt af því. Fyrsti safnaðarfundur Hallgríms- sóknar var haldinn 20. október þetta ár og skyldi þar kosin sóknarnefnd fyrír hinn nýstofnaða söfnuð. Fund- urinn var boðaður í bíósal Austurbæj- arskólans, en brátt kom í ljós, að aðsókn var svo mikil, að fjöldi fólks stóð á göngum skólans og komst ekki inn í salinn og þar við bættist, að ljósabúnaður skólans bilaði, svo að fundarmenn vom í myrkri, en fundurinn var haldinn að kvöldlagi. Ákvað því dómprófastur, sr. Friðrik Hallgrímsson, að fundarmenn skyldu í skyndi ganga til Dómkirkjunnar til þess að halda fundinn þar. Héldu fundarmenn nú til kirkju og luku fundarstörfum. Ástæða þess, að svo mikið íjölmenni sótti þennan fund var m.a. sú, að skiptar skoðanir vom í trúmálum og flokkadrættir nokkrir af þeim sökum. Sigurbjöm Þorkels- son, kaupmaður í Vísi, hlaut flest atkvæði. Þá komu skólastjóramir Ingimar Jónsson og Gísli Jónasson, síðan Stefán Sandholt, bakarameist- ari, og loks Felix Guðmundsson' framkvæmdastjóri, en 5 menn skyldu Iqömir. Guðmundur Ásbjömsson, forseti bæjarstjórnar, var kjörinn safnaðarfulltrúi. Hin nýkjörna sóknamefnd kom svo saman laugardaginn 26. október. Sigurbjöm Þorkelsson las. í upphafi 126. Davíðssálm og síðan skipti nefndin með sér verkum og var Sig- urbjörn kosinn formaður, Ingimar ritari og Gísli gjaldkeri. Fundinum hafði borist tilkynning frá biskupi, Sigurgeir Sigurðssyni, um kosningu tveggja presta í Hallgrímsprestakall. Sex umsækjendur vom um presta- kallið. Kosningadagur var síðan ákveðinn 15. desember þetta ár. Og kosningadagurinn rann upp. Veður var skaplegt um morguninn, en þegar á daginn leið versnaði það mjög, svo að tæplega var fært milli húsa fyrir stórhríð og miklum veður- ofsa. Kjörstaður var Austurbæjar- skólinn og enn varð rafmagnsbilun í ljósabúnaði skólans. Þegar skyggja tók voru menn í svarta myrkri, kjör- stjórn og kjósendur, og allir gangar fullir af veðurbörðu fólki. Margir vildu láta slíta kjörfundi, en yfirkjör- stjóm, sem var sóknamefndin, hafn- aði því algerlega og safnað var sam- an öllum kertum, sem finnanleg voru í skólanum, og sent í nærliggjandi verslanir til að útvega þau. Og í skini kertaljósanna kusu menn fyrstu presta safnaðarins. Það má því segja, að fyrstu skref- in, sem stigin vom í safnaðarstarfi Hallgrímssafnaðar, hafi verið stigin í myrkri, en svo hafi ljósið skinið og lýst. Já, ljós hefir jafnan skinið yfir starfi þessa safnaðar frá upphafi vega allt til þessa dags. Eg segi frá þessum fyrstu fundum til gamans og styðst þar við endur- minningar Sigurbjörns Þorkelssonar: „Himneskt er að lifa.“ Sigurbjöm var lengi formaður sóknamefndar og tók Til sölu: Fellsmúli - 5 herb. Falleg íbúð á 1. hæð. Tvennar svalir. Ágæt sameign. Ákv. sala. Einar Sigurðsson, hrl., Garðastræti 11, s. 13143 laugard. og sunnud. og 16767 eftir helgi. 120fm íbúðirtil sölu Á veðursælum stað í Grafarvogi eru vel skipulagðar íbúðir til sölu. Góðar suðursvalir. Fallegt útsýni. Þvotta- hús á hæðinni og vandaðar, íslenskar innréttingar. Bílskúr fylgir. íbúðirnar henta m.a. vel fyrir eldra fólk. Örn ísebarn, byggingameistari, sími31104. S 011 KH 0107H LÁRUS Þ. VALDIIVIARSSON framkvæmdastjori L I IOU‘tlw/U KRISTiNN SIGURJÓNSSOM. HRL. loggiltur fasteignasau Til sölu eru að koma auk annarra eigna: Á útsýnisstað við Fannafold Nýtt einbýlishús á einni hæð 117,6 fm með 4ra-5 herb. íbúð. Bílskúr, 37 fm. Húsið er tekið til íbúðar næstum fullgert. Ræktuð lóð. Góð kjallaraíbúð við Miklubraut 3ja herb. 89,9 fm. Sérhiti, sérinngangur. Nýlegt gler og gluggar. Á vinsælum stað við Miðtún 5 herb. íbúð á aðalhæð og rishæð. Sérinngangur. Sérhiti. Skuldlaus. Laus strax. Trjágarður. Tilboð óskast. Á útsýnisstað við Háaleitisbraut Skammt frá Ármúlaskóla, 5 herb. íb. á 3. hæð 112 fm nettó. Nýendur- byggð. Stórar stofur. Ágæt sameign. Góður bílskúr. Rétt við Laugalækjarskóla Stór og góð 3ja herb. íbúð 84,5 fm auk geymslu og sameignar. Lítið niðurgrafin. Sérinngangur. Sérhiti. Nýtt gler o.fl. í Vesturbænum í Kópavogi Ný endurbætt jarðhæð 2ja herb. 65 fm. Sérinngangur. Sérhiti. Rúmgóð- ur skáli. Skuldlaus. Glæsileg eign á Álftanesi Einbýlishús í smíðum á einni hæð 170 fm auk bílsk. um 40 fm. Frá- gengin samkvæmt óskum kaupanda. Ræktuð eignarlóð 940 fm. Út- sýni. Margskonar eignaskipti. Fjöldi fjársterkra kaupenda Sérstaklega óskast góðar 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðir, sérhæðir og ein- býlishús. Ennfremur leitum við að litlu einbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu. Má þarfnast endurbóta. • • • Opiðídag kl. 10-16. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 14. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGNASAIAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 fyrstu skóflustungu að byggingu kirkjunnar 15. desember 1945. Eftir að hann lét af formennsku varð Sig- tryggur Klemenzson, ráðuneytis- stjóri, sóknarnefndarformaður um árabil. Sá maður, sem lengst hefir leitt Hallgrímssöfnuð, er Hermann Þorsteinsson, en hann tók við for- mennsku að Sigtryggi látnum og hafði áður setið í sóknarnefnd. Hann hefir síðan borið hita og þunga allra framkvæmda við kirkjuna og unnið ómetanlegt starf, og stendur Hallgr- ímssöfnuður í mikilli þakkarskuld við hann. Núverandi formaður er Jó- hannes Pálmason, framkvæmda- stjóri. Þá voru fyrstu prestar safnaðarins vel til forystu fallnir, síðar þjóðkunn- ir skörungar og lærdómsmenn. Dr. Sigurbjöm Einarsson, síðar biskup, og dr. Jakob Jónsson voru fyrstu prestar safnaðarins, en þegar dr. Sigurbjöm gerðist kennari við Guð- fræðideild Háskólans tók sr. Sigutjón Þ. Árnason við. Þjónustu þessara presta er minnst með hlýju og þökk í söfnuðinum. í dag, 27. október, er ártíðardagur sr. Hallgríms Péturssonar. Sá dagur hefir orðið eins konar kirkjudagur safnaðarins. Sú venja hefír skapast við messu þennan dag að hafa messuform sem líkast því, sem var á dögum Hallgríms. Að þessu sinni prédikar dr. Sigurbjöm Einarsson, biskup. Þess em eflaust fá dæmi, að sami prestur flytji fyrstu messu í söfnuði og prédiki síðan 50 árum síðar. En þetta gerist nú. Það er gleðilegt, að rödd þessa mikla prédik- ara og andans manns skuli enn hljóma og flytja lífsins orð á þann veg, að allra eyrum nái og lýsi upp hjörtun. Dr. Sigurbjörn hefir verið mikill ljósberi þessum söfnuði, landi og lýð á löngum starfsferli sínum. Davíð Oddsson, borgarstjóri, flytur ávarp í messulok. Tónlistarflutningur verður á vegum Mótettukórsins und- ir stjórn Harðar Áskelssonar, orgel- leikara. Kl. 11 á morgun, sunnudag, verður fjölskyldumessa í kirkjunni. Börn úr Austurbæjarskólanum taka þátt í messunni. Bamakór Austur- bæjarskólans syngur undir stjóm Péturs Hafþórs Jónssonar. Ungling- ar annast þar hljóðfæraleik. Kl. 17 verður kvöldmessa, sungnir Hallgr- ímssálmar og lesin hugvekja eftir Hallgrím Pétursson. í tengslum við afmælishátíðina - gengst Listvinafélag Hallgrímskirkju fyrir barokklist á Norðurlöndum. Tveimur samkomum er þegar lokið, en mánudagskvöldið 29. október kl. 20.30, verður í kapellu kirkjunnar dagskrá um danska sálmaskáldið Thomas Kingo. Sr. Siguijón Guðjóns- son, sálmafræðingur, flytur erindi um líf hans og sálma. Guðrún Ás- mundsdóttir, leikkona, les upp og lítill sönghópur úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngur nokkra sálma hans. Undanfarin ár hefír verið unnið að íjáröflun fyrir hið stóra orgel, sem fyrirhugað er í turnrými yfir aðalinn- gangi kirkjunnar. Kaupsamningur hefir verið gerður við orgelverksmiðj- una J. Klais í Bonn. Áformað er, að orgelið verði uppsett vorið 1992. Um páska hófst sérstök fjáröflun, þar sem boðnar voru til kaups einstakar pípur í orgelið, en verð þeirra er á bilinu kr. 2.000 til kr. 100.000. Und- irtektir hafa verið góðar, og eru nú þegar margar dýrustu pípurnar seld- ar, en nóg er til af þeim smærri. Þeir, sem færa vilja söfnuðinum afmælisgjöf á merkum tímamótum, ættu að minnast orgelsjóðsins „gefa í pípu“ eins og það var kallað, þ.e.a.s. gefa orgelpípu. Tekið verður á móti gjöfum hátíðardagana. Fram- kvæmdastjóri orgelsjóðs er Sigurður E. Harlsson. Vonandi leggja sem flestir leið sína í Hallgrímskirkju þessa dagana og samfagna á merku afmælisári. Ragnar Fjalar Lárusson filsig&ötiíáD Umsjónarmaður Gísli Jónsson Arna er ungt nafn, aðeins ein mær var skírð svo árin 1921-50, segir Þorsteinn hagstofustjóri. Sú var fædd 1933, og hef ég öruggar heimildir fyrir því að hún var látin heita í höfuðið á Arngrími. Arna var fyrra nafn hennar. Áður hafði Arna verið notað sem stuttnefni, af t.d. Arnfríð- ur, en sjaldgæft mun það hafa verið. Örn hefur orðið mikið tísku- nafn á öld okkar, og kann vera að Arna sé stundum nefnd eftir Erni og jafnvel Arnari, en það nafn er reyndar ámóta gamalt og Arna. Geystist það inn í málið með miklu meiri hraða, 170 sveinar árin 1921-50. Um merkingu forliðarins Arn- eru menn ekki sammála, enda þarf hann ekki alltaf að merkja hið sama. Við getum bæði séð fyrir okkur örninn og svo arininn sem gat táknað heilagan fórnareld og eld heimil- isins og þar með heimilið sjálft. Sumir skírskota jafnvel til hörku steinanna sem arinn var stund- um hlaðinn úr. Eftir 1950 fjölgar mjög þeim meyjum sem hljóta nafnið Arna. Dæmi: 1960 bætast við átta, 1976 þrettán, 1982 átján og 1985 tuttugu og fimm. Er nafn- ið í 32.-36. sæti kvenna í þeim árgangi, ásamt Bryndísi, Hrönn, Söru og Þóru. ★ Þegar fólk eða fyrirtæki er tvínefnt, hættir ýmsum við að láta síðara nafnið„,óbeygt. Ég heyrði glymjandi auglýsingu um eitthvað „í boði Samvinnuferða- Landsýn“. Þarna átti auðvitað að segja í boði Samvinnuferða- Landsýnar. Á sama hátt segjum við til Jóns Ottars Einarssonar, Sigríð- ar Bjarkar Jónsdóttur, Olafs Arnar Árnasonar, Soffíu Sifjar Hallsdóttur og Þorbjargar Yrar Atladóttur. ★ í vinsamlegu bréfi til þáttar- ins frá Ragnari Halldórssyni í Hafnarfirði gagnrýnir hann harðlega þá sem sífellt staglast á hortittinum „sko“ í máli sínu. Hann segir rrí.a. svo: „í viðtalsþáttum ríkisútvarps- ins hef ég talið 52 sko í 15 mín. þætti! Algeng eru 20-30 sko miðað við sömu tímalengd og svo vitanlega fleiri, sé þátturinn lengri, til að halda samræminu. Lofsvert er, að spyrjendur út- varps iðka ekki þennan ljóta leik. Þeir ættu að hafa í kjöltu sinni skilti, þar sem á stæði: Varist SKO!“. Síðar segir R.H. og verður nú all-stórorður: „Að þrælast á þessu andskotans skoþrugli ætti að varða skóggangssök." Og enn kvað hann: „Rannsókn mín í sko-fræðum hefur leitt í ljós, að karlar eru miklu skæðari og sýktari af sko-bakteríunni en konur. í allri niðurlægingunni er það góðs viti því þær eiga að gæta móðurmálsins, eins og heitið bendir til. Varla er það þeirra sök, þó karlar geri sig að fíflum þegar móðurknjám slepp- ir ...“ og taki þeir þá sneið sem eiga, en umsjónarmaður lætur Ragnar Halldórsson ljúka hér máli sínu um sinn. ★ Naumast er hægt að hugsa sér fegurri og látlausari kveðju en okkar Islendinga: Vertu sæl (1). Enskumælandi menn segja oft um þessar mundir: „Have a good day, weekend“, eða þess háttur. Því miður reyna íslenskir menn að apa þetta eftir, en eru þó eitthvað feimnir við sögnina að hafa í þessu sambandi, sem von er. Þá hefur verið leitað á náðir sagnarinnar að eiga, en sumum reynist hún um megn. Boðháttar af eiga er í et. eigðu, og var víst ekki dæmalaust að ástfangin persóna segði: Eigðu mig. En málglópar síðustu tíma hafa búið til nýjan boðhátt, „áttu“. Svo langt gekk ófyrir- leitnin að í útvarpi var sagt við snjallyrðinginn Halldór frá Kirkjubóli áttræðan: „Áttu góð- an dag“! ★ Laus við glysglingur, glöggsýnn, ráðslynpr fram rétti fíngur, frábær snillingur; á verkum ljóst ljóma Iét hagleiks blóma, stillti strenghljóma, storðar svam dróma. 561.þáttur (Þorsteinn Þorkelsson (1831- 1907) um Arngrím Gíslason málara (1829-1887); runhenda; í síðustu braglínu mun skírskot- að til sundkunnáttu Arngríms.) ★ „Við ætlum okkur ekki að stöðva þróun íslenzkunnar, að sjálfsögðu ekki. Hún tekur breytingum einsog annað. En breytingarnar hafa lagað sig að gömlum verðmætum, og það er mikilvægt. Gömul skáldskapar- orð einsog mar þurfa ekki endi- lega að fara vel í nútímaskáld- skap íslenzkum. Mörg orð eru lúin og gamaldags og gengin sér til húðar. En þó er aðlögunar- hæfni íslenzkunnar með þeim eindæmum að við getum sífellt og fyrirhafnarlítið endurlífgað margt af því sem við héldum heyrði einungis sögunni til en fer svo ágætlega í nútímamáli þegar á reynir, að ekki verður ■ á betra kosið. Ég hirti ögurstund af vörum manns norður í landi og Ásgeir Blöndal Magnússon fjallaði um það sérstaklega af því tilefni. Upprisið úr Eddu er það nánast orðið tízkuorð nú um stundir . . . Mar er gamalt og gripið til þess f Sonatorreki. Þar fer það vel, en hikandi mundi ég vera að nota það í skáldskap. Já, hikandi þangað til ég rakst nýlega á orðið marþota fyrir sérstaka tegund af hraðbát. [Innskot umsjónarmanns: Sjá 505. þátt um ísl. mál.] Það er fallegt orð og vel samið. Og al- veg tilgerðarlaust á sínum stað. Nú gæti ég vel tekið þetta orð af vörum fólksins og notað það í skáldskap einsog þegar höf- undur Sonatorreks talar um að mar hafi rænt sig miklu. En orð eru ákaflega vandmeðfarin. Það verður að umgangast þau af nærgætni og tillitssemi...“ (M(atthías Johannessen) í Mbl. 23.9.1990.) ★ Hlymrekur handan kvað í minningu sr. Spooners hins enska: Hitti glapyrti presturinn Pétur í partýi lausamannstetur: Ert það þú, Sigurbjöm, eða bróðir þinn Örn, sem féll í stríðinu í fyrravetur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.