Morgunblaðið - 27.10.1990, Side 31

Morgunblaðið - 27.10.1990, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGÚR 27. ÓKTÓBRR 1990 31 Afmæliskveðja: Guðrún Einarsdóttir, Blönduósi - 90 ára Litríkir haustdagar og ánægjuleg vikudvöl í sumarhúsi vjð Mývatn er að baki, þegar bifreið er ekið yfir Blöndubrú og numið staðar við Héraðshælið á Blönduósi. Þetta er í septemberbyrjun nú í haust, og ákvörðun er tekin um að líta inn til aldraðrar konu þarna á ellideild- inni. Ég hleyp upp tröppurnar og ber að dyrum hjá Guðrúnu Einars- dóttur. Alltaf er jafngaman að hitta þessa öldnu heiðurskonu, hafsjó-af fróðleik um liðna tíð, hafandi yfir heilu kvæðin frá bernskuárum sínum, án þess að fipast. Ég gleðst enn um stund við sagnabrunn þeirra ára, er ég átti heimili hjá henni og manni hennar á barnaskólaárum mínum. Þessi heiðurskona hefur lif- að níutíu ár í dag, en mér finnst það harla ótrúlegt að líta þessa unglegu konu með silfrað hárið, og ég fæ ekki varist því að verða hugs- að til langömmu hennar, skáldkon- unnar Rósu Guðmundsdóttur (Vatnsenda-Rósu 1795-1855), sem mér hefur oft fundist eiga hvað litríkastan æviferil nítjándu aldar kvenna. Ekki aðeins vegna þess hve hagmælskan lék henni á tungu, sem yljar enn um hjartarætumar og lýk- ur upp dyrum bæði harms og gleði mikillar konu, heldur vegna hrein- skilni hennar og einlægni og hvað hún var sjálfri sér samkvæm í lífshlaupi sínu. Það er engri tilviljun háð, að svo stórbrotin tilfinningakona skili frjó- mætti mannkosta sinna áfram til niðja sinna. Sigríður Ólafsdóttir, dóttir Vatnsenda-Rósu, átti dóttur- ina Margréti Björnsdóttur sem gift- ist Einari Jónssyni ættuðum úr Steingrímsfirði á Ströndum, en í fang þeirra var lögð dóttirin Guðrún sem fæddist á Blöndubakka í Engi- hlíðarhreppi 27. október 1900, sleit þar bamsskónum, en fluttist til Óseyrar á Skagaströnd ásamt for- eldrum og systkinum og ólst þar upp. Ung byrjar hún að vinna fyrir sér eins og aldamótakynslóðin mátti gera og vann um skeið hjá Ewald Sæmundsen á Blönduósi, gekk þar í Kvennaskólann en lagði síðar land undir fót ásamt skólasystur sinni austur á land og vann um það bil hálft annað ár á pósthúsinu á Seyð- isfirði, hjá Sigurði Baldvinssyni frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði. Guðrún giftist 23. desember 1928 Zophoníasi Zophoníassyni frá Bjarnastöðum í Vatnsdal. Hann var sonur hjónanna Zophoníasar Ein- arssonar, Andréssonar frá Bólu og Guðrúnar Pálmadóttur, Sigurðsson- ar frá Æsustöðum í Langadal. Zophonías var bifreiðastjóri að at- vinnu, einn sá fyrsti á Blönduósi, en vegir vom lélegir á þeim árum, nánast vegleysur. Þau hófu búskap yrðakona mikil og gestrisin með afbrigðum, mikil myndarkona hvað alla matargerð snerti, slátur tekið á haustin og mikil vinna lögð í að búa sem best að heimilinu og oýta allan mat vel eins og siður var á góðum heimilum. Guðrún hefur alltaf haft yndi af góðum skáldskap eins og hún á kyn til. Skáld og hagyrðingar voru kær- komnir gestir hjá þeim hjónum og var ævinlega fagnað og þeim veitt vel. Guðrún og Zophonías áttu heim- ili sitt þar sem nú er Aðalgata 3 á Blönduósi. Hjónaband þeirra var farsælt, enda báru þau hjón djúpa virðingu hvort fyrir öðru og vænt- umþykju eftir hartnær sex áratuga sambúð. Börn þeirra á lífi eru Zoph- onías, búsettur á Blönduósi, kvænt- ur Grétu Arelíusdóttur, Guðrún Sigríður, búsett á -Eiðum, Suður- Múlasýslu, gift Einari Þór Þor- steinssyni, og Kolbrún, búsett á Blönduósi, gift Guðjóni Ragnars- syni. Zophonías lést 10. maí 1987 og skömmu síðar flyst Guðrún til dval- ar á Héraðshæli Húnvetninga. Af- komendur þeirra eru orðnir margir, allt mesta myndar- og dugnaðar- fólk. Elsku Guðrún mín. Litla stúlkan, sem lék sér við dætur þínar á barna- skólaárum sínum, býr enn að því veganesti er hún hlaut á heimili þínu og vill nú flytja þér ástúðar- þakkir fyrir liðna tíð og árnaðar- óskir á þessum merkisdegi. - Megi ævikvöldið verða þér fag- urt. Sigurlaug Asgrímsdóttir sinn af litlum efnum enda almenn fátækt á kreppuárunum. Hann hélt uppi áætlúnarferðum fram í Vatns- dal um tuttugu ára skeið. Lítið kúabú höfðu þau í nokkur ár, því að lítið var um peninga og fremur fékkst borgun með afurðum. Þau önnuðust afgreiðslu fyrir Olíuversl- un íslands um það bil hálfan fjórða áratug og ráku litla verslun jafn- hliða bensínafgreiðslunni á bakkan- um innan við Blöndu. Oft var gest- kvæmt á heimili þeirra en aldrei var talið eftir að veita gestum og gangandi alla þá þjónustu sem um var beðið. Heimilið var mikið menn- ingarheimili, góðar bækur lesnar, húsmóðirin ræktaði blóm sér og öðrum til augnayndis. var hann- ATHUGIÐ Við höfum stœkkað við okkur og opnað undirfataverslun Vandaðar vörur fyrir dömur og herra. SANDRA Snyrtivöruverslun Reykjovtkurvegí 50 • Hafnarfirðl Slmi 53422 S : NÚERAÐ HITTA Á RÉTTU KÚLURNAR Ef þú hittir fœröu milljónir Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. SAMEINAÐA/SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.