Morgunblaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 35
35 dals í Barðastrandarsyslen. Þar er næst til að taka að þar kemur að bújörð losnar innar miklu með firði — Reykjarijorður. Þangað var flutt 1937, og er mér umstang það í barnsminni. Viðdvölin þar varð í 11 ár, unz flutt var í „þéttbýlið" — þorpið Bíldudal. Nútíminn hafði enn ekki haldið innreið sína vestra meðan búið var í Reykjarfirði. Vatn sótt út í bæjarlækinn. En þvottar oft sóttir um all-langa leið í heita laug sem þar sprettur upp. Sími, rafmagn og bílvegir fjarlægir hlutir. Heyskapur enn stundaður með hinum fornu amboðum þjóðarinnar, orfi, ljá og hrífu. Áburðurinn slóðadreginn þar sem nægilega slétt var svo slíkri tækni væri við komið. Það var fyrst eftir að við fluttum frá Reykjarfirði að farið var að bylta túnum þar vestra til ræktunar með nútíðartækj- um, einsog traktorum, skurðgröfum og öðrum slíkum tækniundrum. Slátrað heima og dilkaskrokkarnir fluttir sjóveg í kaupskap með vél- báti. Sjálfsþurftarbúskapur með hrognkelsa- og silungsveiði. Nær sextugu — þegar halla tekur undan hjá flestum — hefst nýr kapí- tuli í ævi móður minnar. 1948 er gefizt upp á búskaparbasli og flutt til Bíldudals sem fyrr segir. Þá kynn- ist hún fyrst þeim þægindum sem rafmagn er. Þá þegar og áður en maður hafði áttað sig stendur hún í miðjum flokki félagslífs á Bíldudal. Hún gekk í kvenfélag staðarins. Störf hliðstæð þeim úr ungmennafé- lagi Hálsasveitar og málfundafélags Flensborgar voru nú upp tekin eins og ekkert rof hefði á orðið. Það var skjótt farið að leita til hennar með skriftir og ræðumennsku. Upplestur hennar varð orðlagður, enda með snilldarbrag. Ég heyrði prestsfrúna láta svo um mælt að móðir mín hefði orðið sér þörf hvatning og stoð að koma fram á slíkum vettvangi. En þau prestshjón — séra Jón ísfeld og Auður — urðu henni miklir vinir og tryggir til margra ára. Ég hygg — er raunar handviss — að rangt staf- sett orð hafi aldrei slysazt úr penna MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990 hennar. Það er meira en sagt verður um ýmsa háskólaborgara samtímans. Tryggð þeirra kvenfélagskvenna — svo og fjölmargra annarra — í .garð móður minnar, sem ber að minnast að verðleikum, ber einnig vitni vin- sældum hennar sjálfrar. Löngu síðar eftir að hún var flutt í Borgarnes mundu þær góðu konur til einhvers stórafmælis hennar, kjöru hana heið- ursfélaga og sendu skrautritað skjal því til staðfestingar. Undrum sætti hversu mörg kort hún fékk á jólum hverjum frá fólki þar vestra. En 1959 lézt faðir minn eftir erfið veikindi. Og tveim árum síðar var enn sárari harmur kveðinn að heimil- inu en einn okkar bræðranna — Helgi — drukknaði í blóma lífsins á Arnarfirði. Hartnær áttræð hættir hún loks að halda heimili vestra. Flyzt árið 1969 til eldri dóttur sinnar í Borgar- nesi. Þar átti hún skjól í full 17 ár. Síðan hér í borg hjá hinni dótturinni — Svanlaugu — og manni hennar. Ber okkur bræðrum að meta það framlag kvenleggsins. Svo sterkum böndum sem móðir' mín var tengd borgfirskum byggðum og rótfest „Egils kyni“ er efunarefni áð hún hafi notið sín til fulls vestra — einkum áður en hún fluttist til Bíldudals. „Illa rætt og undarlega sett.“ Á þeim tíma öllum — hálfri öld — minnist ég þess aðeins einu sinni að hún hafi vitjað bernskuslóða, eins og hún annars naut ferðalaga. Það var árið 1944 þegar undirritaður var 10 ára. Mæðgurnar ferðuðust saman — hún og eldri dóttirin. Skýr- ir hún mér svo frá að hvarvetna hafi þær átt vinum að fagna. Stóð frænd- garður um þjóðbraut þvera um Borgarfjörð allan. Af skornum og knöppum farareyri mun hafa verið vel sparað. Er mér enn ofarlega í minni er móðir mín kom heim með einn hlut: „Aladínlampa" sem svo nefndist og var nýlunda á þeirri tíð. Blessaði móðir mín ár og síð þá birtu og þann yl er lampinn veitti á myrk- um vetrarkvöldum. Þykir mér það ljóst dæmi um þau kjör sem fólk varð áður að sætta sig við. Of fast væri að orði kveðið að tala um „útlegðina" vestra. En líta má á flutninginn suður sem einskonar heimkomu. Tryggðin og rótfestan í átthögunum var einn ríkasti þáttur- inn í skaphöfn henhar. Sú tryggð beindist einkum að æskuvinum, bernskuslóðum og tungunni. Land, þjóð og tunga þrenning sönn og ein. Þegar „Úr byggðum Borgarfjarðar" eftir fræðaþulinn Kristleif Þorsteins- son frá Stóra-Kroppi kom út varð sú bók móður minni einna kærust bóka. Síðar — eftir að bæði voru flutt til Börgarness — batt hún mikið vin- fengi við gamlan kunningja, Þorstein, son þess sama Kristleifs. Varð sem ung stúlka og sporin léttust þegar hún heimsótti Þorstein vin sinn sem iðulega var. Mig undraði stórum hversu margra fermingarsystkina sinna hún enn þekkti til, þótt hartnær mannsævi væri umliðin, og hafði samgang við þau sem enn lifðu og við varð komið. Hún var alla tíð létt á fæti og sporviljug. Á heilsubótar- göngum sínum um Borgarnes hylltist hún til að beina för sinni þangað sem sjá mátti upp til Reykholtsdals og fjalls æskustöðvanna. Óþarft að ít- reka að heimsókn að Rauðsgili var einskonar stefnumót á hvetju sumri. Bókmenntir og bóklegur fróðleikur eru henni kær. Þótt ekki kæmi henni til hugar að vanrækja skyldur sínar sem húsmóðir var hún öllu meiri bók- menntakona en verkakona. Einu sinni aðeins segist hún hafa „stolist" frá bústörfunum til lesturs. Það var þegar Sjálfstætt fólk Halldórs Lax- ness hafði borizt inn á heimilið. Ber það ekki lélegum bókmenntasmekk vitni. Ég hugsa nú til þess að hún hefði verðskuldað að hafa aðgang að fleiri ljóðabókum en kostur var. Nýja strauma í kveðskap suma hveija kunni hún miður að meta að verðleik- um en þeir hefðu verðskuldað. En það er ljóst dæmi þess strengs sem knýtti hana ættjörð og sögu að með- al þeirra nýrri skálda sem hún mat mest voru þeir sem innilegast lofuðu hina gömlu bændamenningu, menn einsog Guðmundur Ingi Kristjánsson frá Kirkjubóli og Halldór Helgason frá Ásbjamarstöðum (Stolnar stund- ir). „Eru þeir af Egils kyni allir þess- ir menn?“ Því miður mun Guðmundur Böðvarsson frá (öðru) Kirkjubóli ekki hafa borizt inn á heimilið. Enn er henni slíkur fjöldi vísna á hraðbergi að öllum er stórum undmnarefni — vísna allt frá Agli á Borg. Barnabörnin urðu sjö. Og barna- barnabörnin nú orðin tólf — góðu heilli allt efnisbörn. Sem von er hefir nú sjón, heyrn og minni hrakað all mjög. En hún var — og er raunar enn — furðu ern langt frammá tíunda áratuginn. Las, pijónaði, fylgdist með sjónvarpi og létti undir við heimilisstörf til skamms tíma. Enn stefnir heiðarfugl í suðurátt. Langt er flug hans þegar orðið og ekki annars að vænta en flug hans daprist hvað úr hverju. Ekki tek ég undir með þeim er hyggja að handan þess Oks er markar jarðneska tilvist bíði aðeins hafið grátt — svo enn og aftur sé vitnað til víðfrægs kvæðis. Fremur önnur lönd og sælli en búið er við héðra. Má v’era að enn bíði Arnarvatnsheiðin í árroða annars heims — þó langt sé nú um liðið — skyggnari augum nýrrar heimkomu. Kannski á gamall draumur enn eftir að rætást. Sælir eru þolinmóðir, því þeirra mun uppfylling óska. Skúli Magnússon REX skrifstofuh úsgögn fyrir heimilið og fyrirtækið SMIÐJUVEGl 9, KÓPA VOGI, SÍMI 43500. Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! HÖFUM OPNAÐ SPRENGIMARKAÐINN Á SNORRABRAUT 56, 2. HÆÐ (I SAMA HUSI OG ATVR VAR) BARNAÚLPUR ÁÐUR KR. 4.900 NÚ 2.900 dúnOlpur KR. 9.900 4.900 DÖMUPILS KR. 3.900 1.000 DQMUJAKKAR KR. 5.470 2.000 DQMUBLÚSSUR KR. 2.490 1.000 KRUMPUGALLAR KR. 8.900 3.900 HERRAGALLABUXUR KR. 3.990 1.990 HERRAPEYSUR 1 FRÁ KR. 500 BÚMULLARBUXUR FRÁ KR. 500 BARNABUXUR FRÁ KR. 500 BARNAGALLAR FRÁ KR. 500 BARNAPEYSUR FRÁ KR. 500 SNJDB0MSUR FRÁ KR. 300 NJERFÖT FRÁ KR. 50 i ATHIIGID BREYTTAN OPNUNARTÍMA OPIÐ DAGLEGA FRÁ KL. 12.00 TIL 18.00 LAUGARDAGA FRÁ KL. 12.00 TIL 10.00 ' •• SERTILBOÐ SÆNGURVERASETT KR. 890 VÖNDUÐ 0 MANNA MATARSTELL KR. 3.200 KR L600 Snorraforaut 56. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.