Morgunblaðið - 27.10.1990, Page 41

Morgunblaðið - 27.10.1990, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990 41 og spilaði á sveitaböllum þegar hún var uppá sitt besta. Þá sat langafí á meðan og hlustaði á. Langafi var hress og gamansamur maður en gat byrst sig við okkur krakkana og verið ákveðinn, og ég bar alltaf mikla virðingu fyrir honum og langömmu. Þau höfðu flúið undan Kötlugosi 1918, fótgangandi með eina kýr og það þótti mér ævintýra- legt að heyra um. Langamma var trúuð kona og leit á tunglið sem heilagt á himni hjá Guði. Þess vegna sagðist hún ekki trúa því að menn kæmust til tunglsins. Hún bað Guð alltaf að geyma okkur þegar hún bauð okkur góða nótt. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst langafa og langommu og vona að ég eigi eftir að hitta þau aftur. Þóra Guðmundsdóttir í minningu um langömmu mína, Snjófríði Jónsdóttur, fædd 18.8.1892, dáin 15.10.1990, langar mig að minnast hennar örfáum orð- um. „Langa“ eins og ég kallaði hana, hafði mikil áhrif á mig. Þegar ég var í menntaskóla og átti að skrifa ritgerð um einhverja kvenpersónu sem hafði áhrif á mig þá höfðaði persónuleiki hennar mjög sterkt til mín. Það var einskonar ævintýra- blær yfir henni. Ég sá hana fyrir mér á sveitadansleikjunum þar sem hún lék fyrir dansleik með hjálp harmónikkunnar eða þegar hún reið út um sumarkvöld á „Léttfeta". Alltaf var jafn notalegt að koma til hennar inn í „litlu stofu“ þar sem hún pijónaði og fylgdist með mannlífinu út yfír Víkina. Gestrisni hennar var mikil, flatkökur og fleira góðgæti var alltaf á borðum. Vettl- ingar og moli úr öskjunni undir útvarpinu var stungið að mér þegar heim var haldið. Ég veit að minningin um „löngu“ á eftir að lifa í hjarta mínu og ég minnist með hlýhug þeirra stunda sem ég átti með henni. Við rökkur þinna söngva leið sumarið hjá. Svo hvarfstu mér, vinur, og haustið lagðist á. En hvenær sem hafræna heim í dalinn fer, frá kynjalöndum fjarlægum hún kveðju til mn ber. (Söknuður. Tómas Guðmundsson) Jóna Rut 48. þing Iðnnema- sambands íslands: Iðnnemar með verk- fallsrétt LAUGARDAGINN 27. október kl. 9.00 verður 48. þing Iðnnemasam- bands Islands sett. Þingið stendur yfir dagana 27. og 28. október og verður haldið á Holiday-inn. Fyrir þessu þingi liggja stór mál og ýmislegt bendir til þess að þetta þing geti orðið eitt það afdrifarík- asta í sögu iðnnemahreyfingarinn- ar. Með afnámi laga um iðnfræðslu og upptöku laga um framhaldsskóla þá hafa iðnnemar skyndilega öðlast verkfallsrétt, það er álit þeirra lög- fræðinga sem stjóm Iðnnemasam- bandsins hefur leitað til. Af þessu tilefni hefur verið ákveðið að yfir- skrift þingsins verði „Iðnnemar með verkfallsrétt". Eitt helsta verkefni þingsins mun því verða að ij'alla um og móta tillög- ur um hvernig iðnnemar geti nýtt sér verkfallsréttinn til að tryggja sem best hagsmuni sína. Krafan um verk- fallsrétt til iðnnema er í raun jafngömul og Iðnnemasamband ís- lands, en það var stofnað 1944. Það er því ljóst að það iðnnemaþing sem nú stendur fyrir dyrum getur orðið eitt mikilvægasta þing iðnnema frá upphafi. Ónnur mál sem þingið mun fjalla um eru iðnfræðslumá!, félagsmál iðn- nema og að sjálfsögðu kjaramál. Kjömir fulltrúar á þingið koma frá aðildarfélögum Iðnnemasambands- ins en þau félög sem eiga fulltnía á þinginu eru: Félag nema í bygginga- riðnum, Félag nema í rafiðnum, Fé- lag bókagerðarnema, Félag hár- greiðslu- og hárskeranema, Félag járniðnaðarnema, Félag matvæla- og framreiðslunema, Félag snyrtifræði- nema, Félag tannsmiðanema, Iðn- nemafélag Fjölbrautarskólans í Breiðholti, Iðnnemafélag Vestur- lands, Iðnnemafélag ísaijarðar og nágrennis, Iðnnemafélag Akureyrar og Iðnnemadeild Iðnsveinafélags Fijótsdalshéraðs. Alls eru það um 130 fulltrúar sem eiga seturétt á 48. þingi Iðnnemasambands íslands. Þingið er opið öllum þeim iðnnem- um sem fylgjast vilja með störfum þingsins. (Fréttatilkynninir) Að vetur- nóttum Blém vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir 188. þáttur Tínt hafa haustsins hélugráu fingur blöðin af blómi og grein. Það hefur kólnað. Brátt munu grákollótt fjöll anda svölum gusti yfir byggðina. Sumarsins sæta angan hefur vikið fyrir römmum og svölum ilmi fallandi laufs og fölnandi blóma. í garðinum hefur vindurinn feykt á burt gulum, brúnum og rauðum haustlitunum og enn skrjáfar skrælnað lauf undir fæti. Sumarblóm og suðrænn gróður stendur hnípinn eftir fangbrögð fyrstu frostnátta. Bo- rubrattir þrestir þreyta kappát á bústnum klösum reynitrjánna og búa sig undir harðræði vetrarins. En garðeigandinn klæðist hlýrri lopapeysu og lítur með velþókn- un á allt þetta — og er þegar farinn að ráðska með næsta vor. Haustlaukar með klingjandi framandlegum nöfnum eru var- lega lagðir í mjúka mold. Túlíp- anar, Princess Irene, Queen of Night, páskaliljur, Duke of Windsor, Mont Hood, krókusar, íris og snæstjörnur þreyja skammdegið undir sæng laufs og greina til að lifna með hækk- Haust, andi sól og hlýnandi veðri að vori. Sólskinsbros geymd í svellá- kistu vetrar! En fleiri verkefni bíða blá- nefjaðra garðeigenda á vetur- nóttum en að leggja lauka. Garð- inn þarf að þrífa undir veturinn. Hreinsa fallið lauf af grasflöt og sléttum og drífa það út í beðin (ekki í sorptunnuna) þar sem það hlífir plöntunum og bætir jarð- veginn. Fjarlægja sumarblómin, skera ofan af fjölæringunum spönn frá jörðu og leggja stöngl- ana yfir beðin til skjóls. Allan lífrænan úrgang úr garðinum ætti að leggja í safnhaug sem að tveim til þrem árum liðnum skilar honurn aftur í garðinn sem úrvals gróðurmold. Það er gamla sagan um eilífðina: Af moldu ertu kominn ... Og ýmsu fleiru þarf að sinna. Hreykja mold upp að rósum, skýla ungum sígrænum plöntum með striga, taka dalíur, gladíól- ur, begóníur og fleiri vorlauka inn í frostlausar geymslur. Safna fræi af úrvalsplöntum — ef eitt- hvað er eftir — til sáningar að vori því: „eftir vetur óralangan aftur kemur vor í dal.“ Ó.B.G. Stöðug bókatilboð Lægsta verðið Bækur frá öllum h' bókaforlögum BOKALAGERINN SKJALDBORGARHÚSINU ( ÁRMÚLA 23 SÍMI3 15 99

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.