Alþýðublaðið - 25.01.1959, Page 6

Alþýðublaðið - 25.01.1959, Page 6
I fc. . VIÐ þurftum að skreppa vestur a Hringbraut um daginn og er við höfðum lokið erindunum fórum við niður að Selsvör. Enginn minnist svo á Snorri. Selsvör að honum komi ekki eini núlifandi forn- kappinn í hug, nefnilega P'ét ur Hoffmann. Við börðum að dyrum hjá Pétri en þar var enginn heima svo við röltum austur Ánanaustið í von um að rekast á eitt- hvað skemmtilegt. Niður undan Vesturgöt- unni stóðu nokkur börn frammi á bakkanum og horfðu niður í fjöruna. Við fórum fram á bakkann og niður í fjöruna og komum þá auga á litla telpu sem var eitthvað að bjástra. Þarna voru margir stórir pappa- kassar, sem einhver hafði fleygt og litla telpan var að setja þá á flot einn og einn. Við spurðum börnin hvað telpan væri að gera og Maggi, sem við giskuðum. á að væri fimm ára, sagði að Iris væri að hafa kassana fyrir skip. Iris kom upp á bakkann þegar vig fórum að fást við myndavélina. — Vildi ekki missa af því að vera með á myndinni, enda sígldu skipin hennar illa: — Norðangolan feykti þeim á land jafnóðum og hún ýtti frá Hinir krakkarnir heita Guðný, Anna og þessi heit- ir Dassi, sagði Maggi nokk- ru síðar. Við ræddum um fuglana sem sátu úti á skerj unum og Anna sagðist þekkja suma þeirra. Samt ekki alla, sagði hún. Anna átti heima á Bakkastígnum og átti þrj ú systkini. Hin áttu öll heima á Vesturgöt- unni. Talið barst að jólatrés- skemmtunum sem nýlega er lokið. Börnin höfðu öll far- ið á jólatré og séð jólasvein. Sum höfðu meira að segja farið á tvö böll og séð tvo jólasveina. Dassi sagðist hafa farið á jólatrésskemmt un í Breiðfirðingabúð og það kom upp úr kafinu að Iris hafði farið þangað líka. Ekki í sama skipti og ég, — sagði Dassi, sem sýnilega var ekkert upp á kvenhönd ina. Guðný og Anna höfðu farið á jólatrésskemmtun á HótelBorg. Við urðumfurðu lostnir við frétt af svo merki legu „jólatré“ og spurðum nánar. Það kom í Ijós að Anna átti frænda sem er þjónn. Hann lieitir Óli, — sagði Anna og hann vinnur á Borginni. Hann er alltaf agalega fínn. _ Guðný tók undir það, að Óli væri alltaf mikið fínn. Frænka mín fór á þrjú jólaböll, sagði Anna. Við sögðum að slíkt væri óhóf, og mæltum með því að láta eitt eða tvö nægja um hver jól. Telpurnar sögðust vera í tímakennslu og Maggi og Dassi sögðust vera það líka. Við báðum þá að stafa fyrir okkur það sem stóð á skilti á húsgafli vestar á götunni. Þeir litu hver á annan stein þegjandi og brostu íbyggn- ir: Við skildum að þeim var ekkert um ag láta ókunn- ugum í té upplýsingar um lestrarkunnáttuna að sinni og kvöddum. Síðan Örninn lagðist að gömlu Steinbryggjunni í Reykjavíkurhöín til þess að taka farþega í hringflug yf- ir bæinn, hefur okkur allt- af langað að sjá hvað væri innan í flugvélarhreyfli. Við vorum búnir að hugsa lengi um þetta, enda mikið vatn runnið til sjávar síðan Örn- inn var í þessum hringflugs bisness. Við lögðum leið okk ar út á flugvöll einn góðan veðurdag, ákveðnir í því að sjá loksins hverskonar „rarítet“ það er sem knýr flugvélarnar. Njarðargatan var holótt og eins og vegarspottinn upp að afgreiðslu Flugfé- lags íslands. Við mundum eftiir því, sem einn bílasal- inn sagði okkur, að ef hann ætlaði að kaupa bíl, færi hann alltaf í ökuferð út að Flugfélagi og ef ekkert skrölti í bílnum á þeirri leið, ja, þá væri hann alls ekki svo vitlaus. Við hittum Jón Pálsson í flugskýlinu, þar sem hann var að kíkja inn í flugvélar- hreyfil. Við spurðum Jón, sem er yfirmaður skoðunar- deildar, hvort eitthvað væri bilað, en svo var ekki. Hér væri verið að framkvæma eina af hinum reglubundnu skoðunum, sem alltaf fara fram á vissum fresti. Þett? er önnur stórskoðunin, sem við framkvæmum hér heima á nýju Viscountflug- vélunum, sagði Jón og þáð er margt sem þarf að athuga — Við gengum með Jóni að stóru borði, þar voru aíls- konar teikningar og eyðu- blöð varðandi skoðunina. —- Hér er hver hlutur færður inná, sagði hann og í skoð- unardeildinni höfum við spjaldskrár yíir hvern hlut í flugvélinni. Verksmiðjan, sem framleiddi flugvélina, gefur upp hve margir flug- tímar mega líða þar til skipt er um ýmsa hluti. Við spurðum Jón hvort hreyflar Viscountvélanna væru nokkuð svipaður mót- ornum í gamla Erninum. — Jón brosti. Þeir væru mjög ólíkir, sagði hann. í gamla Erninum var strokkamótor en í Viscountflugvélunum 'Uiiiiiiiiiimmiiiimiiiiniimimiiiiiiniiimuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii 1 r = | Ut og suður | jíimiiiiimiiiimmumiiiiiiimiiiimiimimiiiiiiimmiimimmumiiiimmiiiiimimiimim r . Anna, Guðný, Iris, Dassi og Maggi. Jón. eru þrýstiloftshreyflar. — Þar er þrýstiloftið notað til þess að knýja túrbínuhjól, sem svo aftur knýr skrúfur flugvélarinnar, Við hættum okkur ekki lengra út í ,,teknikina“, •— enda hafði Jón í mörgu að snúast. Hann sagðist líka vera á förum til Danmerk- ur þar sem Sólfaxi er í skoðun. ★ Kidda. Á hlaðinu fyrir framan afgreiðsluna .var heljarháv- aði enda flugvél að koma. Er hurðin opnaðist og tröpp unni var ekið að, birtist broshýr flugfreyja í dyrun- um og við sáum að farþeg- arnir kvöddu hana með mestu virktum. Við árædd- um upp í tröppuna þegar síðasti farþeginn var farinn. Flugfreyjan hét Kirsten Thorberg og er búin að fljúga hjá Flugfélaginu hátt á þriðja ár. Við spurðum Kiddu, eins og hún var köll- uð þarna útfrá, hvort hún væri aldrei hrædd að fljúga, svona þegar flugvél- in fellur snögglega og ekk- ert er lengur á sínum stað innanborðs nema farþegarn ir, sem eru spenntir í sætin. Þetta er ekkert til að vera hræddur við, sagði Kidda, og sem betur fer er mjög sjaldgæft að lenda í nokkru — sem heitið getur órólegt. Hvað vær>i mest gaman í fluginu? Það er yfirleitt allt af gaman, sagði hún og á- nægjulegt að ferðast með flestum farþegunum. Við sögðumst hafa séð konu með ungbarn koma út úr vélinni og Kidda sagði að slíkt væri alvanalegt. Ungbörn fyndu aldrei til loftveiki og væru yfirleitt fyrirmynd arfarþegar. ¥ Fram hjá okkur snarað- ist maður með skjalatösku í hendi, Snorri Snorrason, flugstjóri. Við höfðum veð- ur af því að Snorri er flug- stjóri á Skymaster og Dak- ota og auk þess hörkugóður ljósmyndari. Nokkrar mynd ir teknar í dag? Nei, bless- aður vertu, alltof dimmt. Myndavélin þó með í ferð- inni? Já, ég hef hana með, því að ef hún er skilin eft- ir heima, þá er maður viss um að eitthvað sniðugt ber fyrir augu. Snorri er búinn að fljúga hjá Flugfélaginu síðan 1952 og hefur flogið ýmsum teg- undum flugvéla, svo sem Katalína, Dakota og Sky- master. Við spurðum Snorra hvert honum þætti mest gaman að fljúga. Það er ekki gott að segja, sagði hann og hugsaði sig um. — Það væri alltaf gaman að fljúga til Vestmannaeyja og svo til Grænlands. Græn- landsflug væru að sjálf- sögðu nokkuð erfið á vet- urna en því skemmtilegri að sumri til og ef þú nennir heim með mér á eftir skal ég sýna þér nokkra tugi lit- mynda, sem ég hef tekið í ferðum þangað. Sv. S. ÞO EKKI VÆKI! „. . . Þegn- skylduvinnu hefur oft ver- ið stungið upp á. Þegnskyldu vinna þyrfti, í einhverri mynd, að komast á og þá bæði fyrir pilta og stúlkur. En þegnskyldu að- eins til að keyra menn á sjóinn, lízt mér ekki á . . .“ Grein í Tímanum sl. föstudag. UMFERÐARLC í Zúrich í Sviss 1 ráð til þess að menn og ganga það, að umfei annað og meira dagblöðunum. I ugt jókst ’fjöld slysa ákvað lc gera 550.000 íl innar meðvitan sem gerist og t: þeir fundið aðfc Frá áririu 19í tekið í ágúst þai inn upp sá hát' upp 23 féta s svörtum flögguir þar sem skrifað maður, fórnard; slyss. Minnismerki? standa þarna í og er til þes hvetja f.ólk til Enn er e.kki fu árangurinn ve virðist sem Enda þótt skýring Juans sé í sjálfu sér ekki svo ótrú- leg, bera forstjórar neðan- jarðarverksmiðjunnar í Al- aska ekki .mikið traust til Georgs, Frans né ungfrú Wilson. Þeim er fyrirskip- að að fara inn í sérstakt her bergi, sem þau ekki fara út úr vélin hefur ve skulu þau stra: Vopnaður vörf fyrir utan dy: kemur Grace 6 25. jan. 1S59 — Alþýðublaðið &

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.