Alþýðublaðið - 25.01.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 25.01.1959, Blaðsíða 10
 íff§ 3 1 ti 1 háskolándi — fyrirliggjandi. Sighvafur Einarsson & Co. Skipholti 15. Símar: 24-133 og 24-137. 4 Dýraverndunarfélags íslands verður haldinn í dag kl. 14 í Breiðfirðinga- búð (uppi). STJÓRNIN. I m sp W] vantar nú þegar á St. Jósefsspítala, Landa- %■ koti. — Upplýsingar hjá Príórinnunni. M "' vti&v - ■■■:■■ . svart og galv. — fyrirliggjandi. Sighvafur Einarsson & Co. Skipholti 15. Símar: 24-133 og 24-137. —‘Zi'- . Lausn Hannibais (Framhald af 5. síðu) bægja miklum voða frá dvrum. Á þessu Alþýðusambandsþingi eru um 300 fulltrúar núver- andi stjórnarflokka og aðeins um 50 stjórnarandstæðingar. Ef stjórnarsinnar samstilla vel kraftana, geta þeir auðveldlega leyst þennan mikla vanda. , Aðstaðan til að leysa málið nú, er öll hin ákjósanlegasta. Verðlag erlendra vara á heims- markaðinum er stöðugt. Verð- lag íslenzkra afurða heldur hækkandi, Öll okkar fram- leiðsla selst eftir hendinni. Framleiðsla okkar er meiri en nokkru sinni fyrr. Nú þarf að deila byrðunum á bök allra íslendinga. Fram- leiðslan getur sjálf tekið á sig nokkurn hluta byrðarinnar. Ríkissjóður á að sýna nokkra viðleitni til sparnaðar, og auk þess getur hann vel staðið und- ir nokkurri niðurgreiðslu nauð synjavara. Álagningu í heild- sölu og smásölu á að færa aft- ur í sömu prósentiitölu og s. 1. ár. Ríki, sveitarfélög og ein- síakbngar „eiga að draga nokk- uð úr fjárfestingu á næsta ári. Bændur eiga að lækka fram- leiðsluvörur sínar um nokkur vísitölustig — með því eykst sala þeirra — og því eiga verka menn að svara með því að falla frá nokkrum vísitölustigum af kaupi sínu. Nýja vísitölu á að taka upp í stað þeirrar gömlu. Takmarkið með þessu öllu á að vera það, að kaupgjald og verðlag nemi staðar, þar sem það nú er, svo að atvinnulífið geti haldið áfram án nýrrar tekjuöflunar eftir þessa aðgerð — og þjóðartekjurnar geti hald ið áfram að vaxa, eins og þær gerðu á þessu ári. Það er raun- ar það eina, sem tryggt getur varanlegar kjarabætur. Beifingameíin Vantar strax á bát> sem rær frá Grindavík. Upplýsingar í síma 50-565. ikkunarsfúikur vantar strax. Hraðfrystihúsið FROST H.F Hafnarfirði. — Sími 50-165. Yiljum selja effirfaldar bifreiðar: Chevrolet vörubifreið 2T4 t. Dodge Cariol 7 manna m.. framdrifi Rússneskur jeppi. Bifreiðarnar verða til sýnis í dag, sunnu- dag, kl. 1—3 á bílastæðinu við Arnarhvol, og á morgun kl. 1—3 að Álfhólsvegi 1 í Kópa vogi. Tilboðum sé skilað á skrifstofu okkar fvrir kl. 5 síðdegis á mánudag 26. þ. m. Verklegar framkvæmdir h.f. Laufásveg 2. ■--ÁSÁ-:. BARNAGAMAN BARNAGAMAN 15 Sigurbjörn Sveinsson : Blástakkur (Framh.). „Ónei, þau eru ekki nema níu,“ sagði skess- an hróðug, Hún hvolfdi úr skjóðunni og taldi hornin, svo að Ása sá, og þau voru ekki nema níu. Þá sagði Ása: „Fæ ég þá aldrei framar að sjá pabba: og mömmu, afa og ömmu og Blástakk 'bróður minn?“ „Nei aldrei, aldrei,“ sagði skessan. — Nei, aldrei, aldrei, sagði skessan. — Fæ ég þá aldrei framar að sjá.sólina og tunglið? sagði Ása. — Nei, aldrei, aldrei, 'sagði skessan. — Þú mátt aldrei koma ut fyrir dyr. Þú átt að sópa gólfið og elda mat.inn fyrir mig á hverjum degi og vera í snúning- um fyrir mig, sérstak- •íega þegar skessur og jötnar koma að heim- s;,ekja mig. Þá fór Ása að gráta, en skessan skipaði henni að þegia. — Ég læt þig í pok- ann minn. ef þú hættir ekki að hrína. sagði hún. Að svo mæltu fór hún með Ásu inn í stór- an afkima, innst inni í jarðhúsinu. Þar átti Ása að sofa á mosabing um nóttina. Hún las bænirnar sínar og sofn- aði vært, því að hún var orðin svo þreytt. Um miðja nótt vakn- aði hún við það, að éitt- hvað mjúkt kom við kinnina á henni. Hún settist upp og fór að þreifa fyrir sér. Snati var þá kominn til henn- ar og dinglaði rófunni vingjarnlega. Hann hafði skriðið inn til hennar gegnum dálitla smugu, og lagði ofur- litla glætu inn í afkim- ann gegnum smuguna. — Farðu nú, Snati minn, og láttu hann Ása leysti sokkaband- ið af hægri fætinum á sér, batt því um rófuna á Snata og sagði: Blástakk bróður minn vita, hvar ég er, svo að hann geti komið að hjá’pa mér. —Voff! Voff! sagði Sna'i og skreið út um "smuguna, — Hver er að gelta barna hiá henni Ásu? sagði skessan. Hún hljóp út, greip Snata og kastaði honum niður í djúpa gjótu, rétt fyrir innan dyrnar á jarðhús- inu og lét síðan stóra hellu yfir gjótuna. Ása las bænirnar sín- ar í annað sinn og sofn- aði vært. En eftir litla stund vaknaði hún við það, að eitthvað mjúkt kom við kinnina á henni. Hún settist upp og fór að þreifa fyrir sér. Kisa var þá komin til hennar og nuggaði sér vingjarnlega upp að vanga hennar. Ása leysti sokkaband- ið af vinstra fætinum á sér, batt því um rófuna á kisu og sagði: — Farðu nú, kisa mín, og láttu hann Blá- stakk bróður minn vka, hvar ég er, svo að harin geti komið áð hjálpa mér. — Mjá, mjá, sagði kisa og skreið út um smuguna. — Hver er að mjálma Blástakkur —-2 þarna hjá henni Ásu? sagði skessan. Hún hljóp út, greip kisu og fleygði henni ofan í gjótuna til 3nata. Ásá las bænirnar sín- ar í þriðja sinn og sofn- aði vært, en eftir litla siund vaknaði hún við það, að eitthvað hart kom við kinnina á henni. Krummi var þá kominn til hennar og var að brýna gogginn á vanga hennar. Ása átti ekki fleiri sokkabönd, en hún var með hvítan skýluklút yfir höfðinu. Tók hún nú skýluklútinn, batt honum yfir krumma og sagði: — Farðu nú, krummi minn, og láttu hann Blástakk bróður minii vita, hvar ég er, svo að hann geti komið að hjálpa mér. —■ Krunk! Krunk! i sagði krummi og flaug j út um smuguna. 1 — Hver er að krunka þarna hjá henni Ásu? --"ði skessan. Hún hljóp út og ætlaði að g * ;a krurnma, en hann , faug svo hátt, að hún i náði ekki til hans. j Snautaði hún því inn aft ur með ólund og iagðist niður í bælið sitt. En nú er að segja frá krumma. Hann flaug þangað til hann sá Blá- stakk, þar sem hann var þeysandi á honum Sörla sínum. Krummi lækk- aði flugið, settist á öxl- ina á honum og krunk- aði hátt í eyrað á hon- um,- Blástakkur fór að skoða krumma og sagði: — Þetta er skrýtinn fugl. Það er hrafn og meira að segja hvítur hrafn. Það eru sjaldséð- ir hvítir hrafnar! En þegar hann gætti betur að, sá hann hvern ig í öllu lá og leysti klútinn • af krumma. Hann sá, að þetta var hvíti skýluklúturinn hennar Ásu litlu. Þá sagði Blástakkur: ■— Fljúgðu nú á und- an mér kruihmi minn, svo að ég geti fundið hana Ásu systur mína. Framh. 10 25. jan. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.