Alþýðublaðið - 27.01.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.01.1959, Blaðsíða 3
JON GUNNARSSON, nemandi í Menntaskólan- um í Reykjavík, til heimil is að Sólvallagötu 57, — dvelst nú í Bandaríkjun- um í boði Pan American World Aii'ways og New York Herald Tribune. — Jón er átján ára gamall og dvelst ásamt ungmennum frá ýmsum löndmn þar vestra til að kynnast bandarskum! þjóðháttum og kennslufyrirkomulagi. Hér á myndinni sést hann heilsa tveim bandarískum skólastúlkum við komuna til Idlewild-flugvallar. 18. febrúar fer unga fólkið til Washington. Fanfani biðsl lausnar Talið að Kristilegir demókraiar myndi minnihfufastjórn Itóm, 26. jan. (NTB-Reuter). < FANFANI forsætisráðherra Ítalíu baðst í dag lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Gronchi forseti bað stjórnina að sitja þar til tekist hefði að mynda nýja stjórn. , Fráiarandi stjórn er sam- steypustjórn undir forustu Kristiiega Derr ikratailokksins. Ástæðurnar fyrir lausnarbeiðni Fanfani eru þær; að einn af stjórnarmyndun í dag (þriðju- dag). Ekki er talið útilokað að mynduð vérði minnihluta stjórn Kristilegra Demókrata. ■ ■ Oryggi er undir- sSaða veimegunar Karachi, 26. jan., (NTB-AFP). RÁÐHERRAFUNDUR -Bag- dadbandalagsins hófst í Kara- chi, höfuðborg Pakistan í dag. Forseti Paklstan, Ayub Khan setti fundinn. Foi’menn sendi- nefnda aðildarríkjanna eru Menderes foraætisráðherra Tyrklands, utanríklsráðherra Pakistan Gadir, Duncan Sand- ys, varnarmálaráðherra Eng- lands og Loy Henderson aðstoð arutanríkisráðherra Bandaríkj- anna. í setningarræðu sinni lagði Ayufo Khan áfoerzlu á, að frið- ur verði ekki tryggður nema m,enn ileggi eittihvað á sig til þess að varðveita hann. Nauð- synleg't væri að koma í' veg fyr- ir árás og sýna fram á að slíkt væri engin lausn á deilumálum. Hann kvað hernaðarstyrk og öryggi vera undirstöðu almennr ar velmegunar, og skoraði á aðildarríikin að leggja meiri á- herzlu á efnáhagslegt samstarf en hingað til- Debré og Macmiii- an ræðast við París, 26. jan. (NTB-Reuter). ÞAÐ var opinberlega til- kynnt í París í dag, að Michel Debré, forsætisráðiherra Frakka og Maomillan forsætisráðherra Breta mundu hittast í London í byrjun. marz. Fmmifevæðið að þessu átti Macmillan, er hann sendi Deforé fooðskap varðandi samskip.ti Englands og Frafek- lands..Er þar lagt til að Bretar og Frakkar ræði alþjóðleg vandamál á sérstökum fundi og um léið verði athugað hvort ekki megi komast að samkomu- ílaigi milli sexveldanna og hinna landanna ellefu. sem að Efna- hagssam vinnustof nun 1 Evrópu stánda. - • segir Krústjov daginn íyrir setningn 21. Kommúnislaþingsins Moskva, London, (NTB-iPi.euter). 21. ÞING kommúnistaflokks Sovétríkjanna hefst í Moskvu ] í dag. Fulltrúum allra kommún | istaflokka heims nema komm- linistaflokks Júgóslavíu, hefur verið boðið að senda fulltrúa’ á þingið. Aðalviðfangsefni fund- arins verða umræða um hina nýju sjö ái-a áætlun, sem Krúst jov kunngreði ekki alls fyrir löngu. Þá er talið víst að ráð- ist verði harkalega á endurskoð imarstefnuna og Títóismann. Kr úst jo v f orsætisráðiherr a Soivétríikjanna var í dag við- staddur móttöku í sendiráði Ind Jands. Hann ræddi þar miaðal | annars um för Mikojans tii Bandarkjanna og sagði í því samfoandi, að sér virtust nú möguleikai' á betri samibúð Bandaríkjaijna og Sovétríkj- anna enda þótt ekki væri að vænta neinna ákveðinna samn- inga fyrst urn sinn. Hann kvað S'ovétríiki ákveðin í því, að gera sitt ýtrasta til að binda endi á kalda stríðið, — ef Yesturveld- in haílda því áfram, sagði Krúst jcv að lokuim. ENDURSKOÐUNAR- STEFNAN RÆDD Á EINiKAFUNDUM. Belgrad. — KOMMÚNISTA- FORINGJAR Júgóslava telja, að á 21. þingi kommúnista- flokks Sovétríkjanna, semhefst á þriðjudag, verði ráðist harka lega á Títóismann. Þó er talið, að helzta verkefni flokksþings- ins verði að samþykkja hina pýju sjö ára áætlun, sem- Krúst jbv lagði nýlega fram; og vekja áhuga kommúnista á efnahags- þróuninni. Búist er við að end- urskoðuharstefnan verði eink- um rædd á einkafundum Sdvét ráðherranna mieð sendinefndum hinna ýmsu kommiúnistaflokka heimisins. Baráttan gegn endur skoðunarstéfnunni var skipu- lögð í upphafi á einkafundum kommúnistaforinga í nóvemfoer 1957, í.framlhaldi af því að Júgó Ki’ústjov slaivar neituðu að beygja. sig fyrir þeirri kröfu RúsSa og Kínverja að taka upp náið sam starf. við austurblökkina að nýju. VARLA UM VINÁTTUSLIT AÐ RÆÐA. Taipeh. — Á FORMÓSU er taiið að ekki sé um neitt ósam- komulag milili Pekingstjórnar- . innar og ráðamanna Sovéfiíkj anna að ræða, sem valdið hafi því, að Mao Tse-Tung er ekiki í sendinefnd Kíniverja á 21. flokksþingið í Moskvu. Gert er ráð fyrir að Mao vilji aðeins halda sér utan við þá valdafoax- . áttu, sem búast má við á þing- inu. Enn er talsverð andstaða gegn Krústjov innan kommún istafl'okks Sovétrkjanna og-hún notar vafalaust þingið til þess, að láta til sín heyra. Leiðtogar þjóðernissinnastjórnarinnar á Formóku eru ekki þeirrar sfcoð- unar að í vændum séu vináttu- slit Sovétríkjanna og Kína. fjór,um raciherrum jafnaðar- manna í sitjórninni sagði af sér vegna pe^s að hópur flickks- mann.a hans krafðist samstarfs við Sosia.xstailckk Nennis og En kommúnisfum fóksf að svipfa gamla sjó- menn kosningaréffi. undanfarið hefur stjórnin hvað eftir annaö verið ofurliði bor- in í atkvæðiagreiðslum á þingi. Hefur stjórnin um nokkra hríð verið mjog völt í sessi og kóm lausnartoeióni Fanfanis ek-ki á óvart. Talið er að erfitt muni reynast að mynda' stjórn á ital- íu. Frálfariandi fjármálaráð- herra Jainaðarmaðurinn Luigi Preti hdfur látið svo ummælt að það kunni að (Líða mánuöiur áður en stjórn verði mynduö. Hinir íhaidssáinari flokksmenn Fanfanis hafa ás-ákað hann fyr- ir of mikið frjálslyndi og meðal andistæðiinga hans er-u ým-sir valdaimiestu menn Kristilegra Damió'kr-ata, t- d. Giusep-pe Pella og Mario Sceilha, sem- b-áðir hafa v-erið forsætisr-áð-herrar. . í flok'ki Jafnaðiarm-anna er kl-oifn-in-gur í afstöðunni til fliokks Niennis. Vilja m-argir Jafnaðarmen-n gan-g'a til sam- stanfs við Nenni Og eiga þær deilur sinn þát-t í fal-li stjórn- arinnar. Groncih forseti ítailíu byrjar viðræður við forustumienn fl-okkanna um möguleika á AÐALFUNDUR Sjómanna- félags Hafnarfjarðar var hald- 5nn á s. 1. sunnudag. Var þar skýrt frá úrslitum stjórnarkosn inganna, sem fóru fram fyrir hclgi. A-listi, sem borinn var fram af stjórn og trúnaðarmanna- ’-áði, hlaut 67 atkvæði og alla stiórnina kjörna. Listi komm- únista fékk 50 atkv. Samsvar- andi tölur frá því í fyrra voru 65:46. Stjórnina skipa: Einar Jóns- son, form.; Kristján Kristjáns- son, varaform.; Haúdór Hall- grímsson, ritari; Kristián Sig- urðsson, gjaldkeri; Oddur Jóns son. varagj aldkeri og Hannes Guðmundsson og Sigurður Pét ursson, meðstjórnendur. Á aðalfundinum gerðist sá atburður, að kommúnistar, sem höfðu smalað á fundinn og voru þar í meirihluta, báru fram lagabreytingu, sem sviptir .gömlu sjómennina, sem stofn- uðu.og börðust fyrir tilveru fé- lagsins, bæði kosningarétti og kjörgengi. Gátu kommúnistar fengið þessa skammarlegu lagabreyt- ingu sína samþykkta með Hðs- safnaði sínum. Því. miður geta sjómenn ekki hrundið þessari lítilmótlegu á- rás kommúnista á gömlu sjó- mennina fyrr en á næsta aðal- fundi. Taflklúbbar Æslu- lýðsráðs Reykja- víkur. TAFLKLIJBBARNIR taka aftur til starfa þriðjudaginn 27. þ. m-. -og verða í Ungmennafé- lagshúsinu við Ho-ltaveg, í Golfskáianum og að Lindar g'öt.u 50, á þriðjudögum kl. 8 e. h. Tetflt verður einnig' á mið- vikudiögum1 kl. 7 e. h. "að Frí- kir-kjuvegi 11. Þá m-un einnig' starfa tafl- klúbbur fyrir drengi, sem eru 11 ára og yngri, á þriðjud-ögum kl. 5 e. 'h. að Lindargötu 50. Boðskapur páfa m kirkjuþing hefur vakið mikla athygli Genf og Stokkhólmur, 26. jan. (NTB-Reuter), — SÚ á- kvörðun Jóhaimesar páfa XXIII. að kalla saman kirkju- þing kaþólsku kirkjunnar hef- ur vakið nxikla athygli víða um heinv. Talið er að kirkju- þing þetta komi ekki saman fyrr en 1961. Mun þar verða rædd ýmis málefni kirkjunnar, einlium möguleika á samein- ingu kaþólsku kirkjuimar og hinnar ortdoxu. Forseti Alkirkjuráðsins, Hol- lendingurinn W. A. Visser Hooft, lét svo ummælt í dag, að enn væri of snemmt að segja neitt um þessa ákvörðun páfans. Hann undirstrikaði að hún sýndi bezt hve mikla þýð- ingu eining kirkjunnar hefði nú á dög'um. í Alkirkjuráðinu eru allar kirkjudeildir mót- mælenda og auk þess orþódoxa kirkjan eða grísk-kaþólska kirkjan eins og hún oft er köll- uð. Stjórn Alkirkjuráðsins kem ur saman í Genf um miðjan fe- brúar og verður þar vafalaust rætt um þá tillögu páfa að köll- uð verði saman ráðstefna allra kirkjudeilda, sem fjalli um ein- ingu kirkjunnar. VELDUR ALDAHVÖRFUM. í viðtali við fréttamenn NTB hefur sænski biskupinn Bo Gi- ertz látið svo um mælt að boð- skapur páfa væri líklegur til að valda aldahvörfum í sögu kirkjunnar. Róm liefur til þessa staðið utan við Alþjóðakirkju- ráðið. Nú virðist sem kaþólska kirkj an rétti fram hendina til sam- starfs við aðrar kirkjur og vek ur það vonir um nýja mögu- leika kristninnar. Að vísu er enn of snemmt að segja hvað ; þe'ta þýðir í raun og veru, en það vekur athygli að nú. lýsir páí'i því yfir, að á kirkjuþingi kaþólskra verði mál afgreidd. með atkvæðagreiðslu, en slíkt hefur ekki tíðkast síðan óskeik ulleii páfa var viðurkenndur.. Alþýðublaðið — 27. jan. 1959 l 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.