Alþýðublaðið - 28.01.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.01.1959, Blaðsíða 1
ETáUtlíD Úfvarpsumræð- uráalþingií |EV1 MEIRI EN í FYRRA Úiulningssjóður skuldaði í árslok 1957 34 milljónir, á nú 3,3 milljónir EMIL JONSSON for- sætisráðherra gaf þær upp lýsingar á alþingi í gær í umræðunum um útfiutn- ingssjóðimn, að birgðir ó- seldra útflutningsafurða, sem voru í landinu nú um áramótin, væru 70 milljón um meiri en í fyrra. Námu þær í ársbyrjun 1958 158 ENGINN bátur var á sjó frá Vestmannaeyjum í gær. Storm- ur var í fyrrinótt og tregur afli undanfarið. milljónum> en voru um síð ustu áramót 228 milljónir. Ennfremur tók forsætisráð- herra fram, að útflutnings- sjóður hefði skuldað 34 mill- jónir í árslok 1957, en um síð- ustu áramót var eign hans 3,3 milljónir. Sýnir þetta, að nokkur trygging ætti að vera fyrir því, að innflutningurinn í ár gæti orðið með svipuðum hætti og í fyrra vegna óseldu birgðanna og batnandi afkomu útflutningssjóðs. Forsætisráðherra tók fram, að engir samningar hefðu enn tekizt um hvernig afla ætti tekna til úflutningssjóðsins, en stefna ríkisstjórnarinnar væri sú, að þær fengjust með hækkun áætlaðra tekna rík- issjóðs annars vegar og nokk- urri útgjaldaiækkun fjárlag- anna hins vegar, og' svo til Framhald á 3. stðu. UTVARPSUMRÆÐUR verða á alþingi í kvöld, og er það þriðja umræða í neðri deild um frumvarp ið um niðurfærslu verð- lags og launa. Umræðurn- ar hef jast kl. 8,15 og verða umferðir tvær, 30 og 15 mínútur. Röð flokkanna er þessi: Alþýðuflokkurinn, Fram- sóknarfJlokkurinn, SjállK- stæðisflokkurinn og AI- þýðubandalagið. Þessir þingmenn tala fyrir flokkana: Alþýðu- flokkurinn: Emil Jónsson og Gylfi Þ. Gíslason. — Framsóknarflokkurinn: Eysteinn Jónsson óg Páll Þorsteinsson. Sjálfstæðis flokkurinn: Bjarni Bene- diktsson og Jóhann Haf- stein. Alþýðubandalagið: Lúðvík ■ Jósepsson og Hannibal Valdimarsson. Rakarinn í Sevilla ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur nú sýnt óperuna „Rakarinn í Sev- i'lla“ 11 sinnum og aðsókn verið feikileg. Nokkuð á 8. þúsund manns háfa séð óperuna. mmmwumuhhhhmmmmwmmummhmmmhmmwuwu efSsr færeyskym mm YINNA í FISK- VINNSLÚSTÖÐVUNUM UNDANFARIÐ hafa ís- lenzkir frystihúsaeigendur auglýst í færeyskum blöðum eftir stúlkum til fiskvinnslu hér. Telja þeir sig þurfa 150 —200 stúlkur. Ekki munu þeir hafa fengið svo margar ennþá, en margar eru þegar fengnar og koma þæf fyrstu með næstu ferð Gullfoss. Alþýðublaðið fékk þessar upplýsingar í gær hjá Birni Halldórssyni framkvæmdar stjóra Sölumliðstöðvar hrað- fi'ystihúsanna. VANTAR ALLTAF FÓLK. Björn sagði, að allt fa'á því í haust, er unglingar úr framhaldsskólum voru fengn ir til starfa hafi vei’ið vönt- un á fólki í frystihúsunum. Var því gripið til þess að reyna að fá stúlkur í Færeyj- um og mun sú tilraun ætla að bera einhvern árangur. NÝR SÖLUSAMNINGUR VIÐ RÚSSA. Undanfarið hefur verið unnið að nýjum sölusamn- ingi við Rússa fyrir hið ný- byrjaða ár, og tekur hann til freðfisks eingöngu. Er sá samningur gerður innan ramma 3ja ára viðskipta- samningsins rnilli Islands og Sovétríkjanna, sem gerður var 1957. tWWWWWWWIWWWMWWWMWnWWMMMtWWWWWWW SINGAPORE: — Þingið í Sin-gap'ore hefur sarr.þyklkt að skylda kjósendur til að greiða atkvæði i öllum almiennum kosningum. Allt land nokkurra jarða undir valni. FAIR VASKIR ÞAÐ rniunu vera um 40.000 hermenn í fiimska hernum, og hér eru nokki' ir þeirra á æfingu. — 1 Finniíandi er herskylda. Laun óbreytts hermanns eru 75 mörk á dag, eða minna en andvirði eins sígaretíuoakka. I síðasta finnsk-riissneska friðar- samningnum eru ströng ákvæði um stærð og vopnabúnað finnska hers ins. í vináttusáttmála Finna og Rússa frá 1948 er og svo kveðið á, að hlut vþrk herjs hinna fyr,11 nefndu sé að vei'ja landið gegn mögulegum árásum „frá Þýzkalandi eða bandalagsríkjum þess“. Og Finnumi er heimilað að kveðja Rússa sér til hjálp ar, ef þeim sýnist! H iiiiiiiini iii iiiiin 11111111111111111111111111111111 iii iin iiiiniiiii iii iiimiiiiiimiimiiimniiiiúiiiiiiiiiimiiHiiiiiiimiiiimiiiiH im iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiminiiii Fregn til Alþýðublaðsins. Selfossi í gær. HVÍTÁ er að flæða upp á kíló- meters breiðu svæði í Flóan- um. I morgun, þegar bóndinn Runólfur í Ölversholti kom á fætur, var Hvítá flædd upp. Mun flóðið hafa byi'jað í nótt. Stíflan er í ánni skammt frá Iiestfjalli, nálægt Brúnastöð- um. í frostunum var komin mikil íshella á ána, en þegar hlákan kom fylltist allt af vatni. Hefur áin brotið ísinn sums staðar og eru komnar talsverðar hrannir á árbakk- ann. En ekki hefur hún rutt sig enn. MARGAR JARÐIR UNDIR VATNI. Allt land nokkurra jarða er undir vatni. Er bóndinn í .Hrygg flutti mjólkina í morg- un, sá hann ekki veginn betur en svo, að hann ók út af. Gátu nokkrir bændur ekki komið mjólkinni frá sér í dag, Qn mjólkin er venjulega sótt rétt eftir hádegið hér í nágrermið. RENNÚR ÚT UM FLÓA. Hvítá rennur. nú út Flóa og yfir veginn skammt frá Hraun gerði. Þar rennur hún út í'Hró- Ingólfur Arnarson endurkjörinn form. Alþýðuflokksfélags AÐALFUNDUR Alþýðu- flokksfélags Vestmannaeýja var haldinn s. 1. sunnudag. — Ingólfur Aruarson var endur- lcjörinn formaður félagsins. arsholtslæk og kl. 5 í dag var hún komin út að bænum Læk, sem er á móts við Hróarsholts- kletta. Og seinast, þegar frétta- ritari átti tal við Ölversholt kl. 5, var flóðið vaxandi. Var þá áin líka farin að flæða ixpp á Skeiðum. -—■ J. K. Indland seiur ný höfundalög HINiN 21. október 1958 stað- festi Inidland aðildi sína að Bernarsam.bandinu varðandi höfundarétt, — eftir að ný höf- undalög höfðu áður verið sett, Bifreiðin R-5804, sem stolið var fyrir viku síðan, fannst í gær fyrir sunnan stuttbylgju- stöðina á Rjúpnahæð. Var bif- reiðin þar á afleggjara í dal- verpi við Flóttamannaveginn. Sá, sem fann bifreiðina, heit ir Martin Jensen, starfsmaður við stuttbylgjustöðina. Hlýtur hann því 2000 krónurnar, sem heitið var þeim, sem gæti gefið upplýsingar, sem leiddu til þess, að bifreiðin fyndist. Bifreiðin var nokkuð skemmd, en þó hafði engu ver- ið stolið úr henni. Þjófurinn hefur ekki fundisfc enn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.