Morgunblaðið - 01.12.1990, Side 26

Morgunblaðið - 01.12.1990, Side 26
MÖ!ÍGtJNltf,ÁÐÍÐ LAUGARBAGUR lí DBSEMBBR 199ff STJÓRNMALASTAÐAN EFTIR SAMÞYKKT ÞINGFLOKKS SJÁLFSTÆÐISMANNA UM BRÁÐABIRGÐALÖGIN: Jón Baldvin Hannibalsson: Starfsstjórn gæti sett bráðabirgða- lögin á aftur JÓN Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra segir að komi til þess að Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra rjúfi þing og boði til kosninga, muni ríkissljórn- in sitja áfram sem starfsstjórn á meðan verið sé að undirbúa og framkvæma kosningar. „Lögfræðilega spurn- ingin er þessi: Hefur starfssljórn sömu völd og skipuð ríkisstjóm, þegar brýna þjóðarnauðsyn ber til að forða þjóðarvá? Hefur hún valdsvið tö þess að setja bráða- birgðalögin á aftur? Eg er þeirr- ar skoðunar að svo sé,“ sagði Jón Baldvin í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Ég styðst í því efni mjög við eftirtektarverða álitsgerð Björns Bjamasonar, aðstoðarritstjóra Morgunblaðs- ins, þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að starfsstjórn hafi þetta vald.“ Jón Baldvin sagði að rökin fyrir því að starfsstjóm hefði vald til þess að setja bráðabirgðalög væru auðvitað þau að starfsstjómin væri þar með að vísa málinu um þjóðar- sáttina til þjóðarinnar. „Það verður þá kosið um hana og þeir sem vilja viðhalda þjóðarsátt og viti í íslensk- um efnahagsmálum verða þá að kjósa stjómarflokkana og hafna Sjálfstæðisflokknum," sagði Jón Baldvin. „Samþykkt þingflokks Sjálfstæð- isflokksins um það að þingflokkur- inn muni í heild fella þjóðarsáttina, er þess eðlis að ég læt segja mér tvisvar. Það er sér á parti þótt Sjálf- stæðisflokkurinn vilji flest til vinna að koma þessari ríkisstjóm frá, sem er nú á förum. En að hann vilji allt til vinna, vekur furðu,“ sagði Jón Baldvin er hann var spurður um pólitíska stöðu stjómarflokk- anna, eftir að þingflokkur Sjálf- stæðisflokksin ákvað að greiða at- kvæði gegn staðfestingu á bráða- birgðalögum stjómarinnar um kjarmasamninga BHMR. Utanríkisráðherra sagði að þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins virtist með þessari samþykkt sinni vilja axla ábyrgðina af afleiðingum þess að bráðabirgðalögin væru felld, og væri helst hægt að líkja því við íkveikju. „Vilja þeir kveikja í þjóðfé- Iaginu, jafnvel þótt það kosti þá sjálfa að farast í brunanum?" spurði Jón Baldvin. „Ég trúi því nú eigin- lega ekki að þingflokkur Sjálfstæð- isflokksins samanstandi af pólitísk- um brennuvörgum. Ég held því ró minni og læt segja mér þetta tvi- svar.“ „Ég vísa til þess sem Einar Odd- ur bjargvættur hefur sagt um mál- ið: Gerist þetta, þá verður auðvitað þing rofíð og efnt til kosninga. Þá verða þær kosningar um það hvort menn vilja kveikja í eða ekki. Ut frá einhverri flokkapólitík og um stöðu einstakra flokka, þá er auðvit- að verið að spila öllum trompum upp í hendumar á stjómarflokkun- um, með því að nema bráðabirgða- lögin úr gildi. Stjómarflokkamir hafa náð umtalsverðum árangri í efnahagsmálum, skapað forsendur fyrir þjóðarsátt, keyrt niður verð- bólgu og vexti og lagfært rekstrar- grundvöll atvinnuvega. Ef Sjálf- stæðisflokkurinn ætlar að stilla sér upp í kosningum með það að hann heimti að BHMR fái hinn algalna samning sinn í gildi og síðan taki við víxlhækkanir með kollsteypu upp í 100% verðbólgu á nokkmm mánuðum, þá get ég ekkert um það sagt, annað en ég vona í lengstu lög að svo heillum horfnir séu eng- ir menn á íslandi. Það munu allir þjóðhollir íslendingar snúast til vamar," sagði Jón Baldvin Utanríkisráðherra var spurður hvort atkvæðagreiðslan á Alþingi um bráðabirgðalögin væri ekki í raun og vem atkvæðagreiðsla um eigið klúður ríkisstjómarinnar, sem gerði kjarasamninginn við Banda- lag háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna: „Nei, það er ekki verið að kjósa um það, vegna þess að við settum lög. Það er verið að kjósa um þessi lög. Vissulega er margt klúðrið, en það er ekki verið að kjósa um það. Menn geta gagnrýnt það að samningurinn hafí verið gerður. Það höfum við gert sjálfír, sumir hveijir. Þetta vom mistök frá upphafí til enda, en það var bætt fyrir mistökin með því að setja þessi lög, sem verið er að kjósa um,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Þorsteinn Pálsson: skellur á þegar lögin falla úr gildi, gerist það ekki jafnt í september eins og núna?“ spurði formaðurinn. „Ég hef verið þeirrar skoðunar frá upphafí, að rétt væri að fara viðræðuleiðina og óska eftir því að háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn tækju þátt í þessari launaþróun og ég er enn þeirrar skoðunar,“ sagði Þorsteinn. Hann kvaðst sannfærður um að þannig mætti ná samkomu- lagi um að ekki ýrðu gerðir kjara- samningar sem röskuðu þeim verð- bólghumarkmiðum sem sett hefðu verið. Olafur Ragnar Grímsson: Verður að meta á næst- unni hvenær þjóðin kveður upp sinn dóm Hagsmuna- samtökgeta ekki sljórnað Sjálfstæðis- flokknum ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir það vera mjög eðli- legt að forsvars- menn atvinnu- rekstrar haldi því að ríkis- stjórninni að hún standi við það sem hún hafði lofað. „Þessir fulltrúar at- vinnurekenda höfðu ekki gert neina samninga við Sjálfstæðis- flokksins og gagnrýni þeirra hlýtur að beinast að þeim sem þeir sömdu við. Mér fyndist eðli- legra að þeir beindu spjótum sínum þangað, en ekki að Sjálf- stæðisflokknum,“ sagði Þor- steinn í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður hverju hann svaraði gagnrýni forrystu- manna atvinnurekenda á sam- þykkt þingflokks Sjálfstæðis- flokksins um að fella bráða- birgðalögin um kjarasamninga BHMR og ríkisins. Þorsteinn var spurðunhvort þessi mikla gagnrýni úr röðum atvinnu- rekenda væri ekki vísbending um mjög skiptar skoðanir innan Sjálf- stæðisflokksins í garð bráðabirgða- laganna: „Það er auðvitað augljóst að þeir forystumenn atvinnurek- enda sem bera fram þessa gagnrýni og eru sjálfstæðismenn, eru ekki sammála okkur í þessum efnum. Það liggur í augum uppi að það er ekki samstaða milli okkar og þeirra um þessa afstöðu,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði að auðvitað vildi Sjálfstæðisflokkurinn eiga góð samskipti við hagsmunasamtök at- vinnurekenda og launafólks, sem annarra í þjóðfélaginu. „En hags- munasamtökin geta ekki stjómað Sjálfstæðisflokknum. Við emm ekki að taka á okkur neina ábyrgð á því að launahækkanir skelli yfír. Ég minni á að það var núverandi ríkis- stjóm sem gerði þennan samning við BHMR og í öðru lagi bendi ég á að núverandi bráðabirgðalöggilda fram í september á næsta ári. Ég spyr hvað er það sem hægt er að gera þá, sem ekki er hægt að gera núna? Ef verðbólguheimsendir ÓLAFUR Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, segir að eftir ákvörðun þing- flokks Sjálfstæð- ismanna um að greiða atkæði gegn bráða- birgðalögunum, sé komin upp gjörbreytt staða í stjórnmálum. Þjóðin verði æðsti dómari og valið standi á milli ríkisstjórnar- flokkanna og þjóðarsáttarinnar annars vegar og hins vegar skemmdarverka Sjálfstæðis- flokksins á þjóðarsáttinni. Aðeins sé spurning um einhveijar vikur eða mánuði hvenær þjóðin kveði upp sinn úrskurð þó of snemmt sé að taka ákvörðun um hvenær það verði. Ólafur neitar að hafa gefið forsætisráðherra rangar upplýsingar um stuðning þing- manna Alþýðubandalagsins til bráðabirgðalaganna í sumar. Alltaf hafi verið ljóst að einstak- ir þingmenn myndu ekki styðja þau, en það sé mikill munur á því og eindreginni afstöðu flokksins sjálfs. „Sjálfstæðisflokkurin hefur kosið að stilla málinu þannig upp að ann- ars vegar er efnahagslegur stöðug- leiki og víðtæk þjóðarsátt sem ríkis- stjómin, samtök atvinnulífsins og yfir 90% launamanna standa að og hins vegar er atlaga Sjálfstæðis- flokksins að þjóðarsáttinni og stöð- ugleika efnahagslífsins,“ sagði hann. Ólafur sagði að nú væri komin upp óvenju skýr staða. „Valið er á milli þess sem við höfum verið að gera og skemmdarverka Sjálfstæð- isflokksins. Það eru stór tíðindi í íslenskum stjómmálum og afar óvenjulegt að svo ským kastljósi sé varpað á það val sem blasir nú við þjóðinni.“ Ólafur sagði að ríkisstjórnin hefði staðið í erfiðum verkefnum sl. tvö ár. „Við höfum endurreist atvinn- ulífið, gengið er orðið stöðugt, halli á ríkissjóði farið minnkandi, vextir lækkað og viðskiptahallinn minnk- að. Eriendar efnahagsstofnanir hafa kveðið upp jákvæðan úrskurð um þennan árangur. Forystumenn atvinnulífsins hafa tekið höndum saman við ríkisstjómina og rösklega 90% launafólks í landinu að varð- veita þennan árangur. Þá birtist þingflokkur Sjálfstæðisflokksins með eldfæri í höndum og ætlar að kveikja í öllu saman og hefur af- hjúpað ábyrgðarleysi sitt og skammsýni. Hann skilur ekki hinar stóru stundir í efnahagsmálunum. Ólafur Ragfnar Grírasson Þess vegna hella forystumenn at- vinnulífsins og launafólks reiðilestri yfir Sjálfstæðisflokkinn þessa dag- ana,“ sagði Ólafur. „I þessu máli verður þjóðin æðsti dómári en það er of snemmt að taka ákvarðanir um með hvaða hætti það verður og hvenær. Það er búið að stilla málunum þannig upp að annars vegar er ríkisstjórnin og þjóðarsáttin, hins vegar er Sjálf- stæðisflokkurinn. Það er bara spuming um einhvetjar vikur eða mánuði hvenær þjóðin kveður upp sinn úrskurð," sagði Ólafur. Hann var spurður hvort hann væri að boða þingrof og kosningar fyrir lok kjörtímabilsins. „Ég tel að ríkisstjómin. hljóti að hugleiða í mikilli alvöru að stuðla að því að dómur þjóðarinnar fái að koma fram með skýrum og ótvíræðum hætti,“ sagði hann. -Forsætisráðherra sagðist hafa fullan stuðning við bráðabirgðalög- in en annað hefur komið í ljós. Gafst þú Steingrími rangar upplýs- ingar um afstöðu þingmanna AI- þýðubandalagsins? „Nei, ég gaf Steingrími ekki rangar upplýsingar. Það hefur alltaf verið ljóst að ein- stakir þingmenn í Alþýðubandalag- inu myndu ekki geta stutt bráða- birgðalögin af persónulegum ástæðum en afstaða flokksins var alveg skýr. Stofnanir flokksins tóku afdráttarlausa afstöðu með bráða- birgðalögunum, þjóðarsáttinni og efnahagsstefnunni. Við höfum hins vegar aldrei lagst á þá menn sem treysta sér ekki til að ganga þá leið. Það er mikill munur á því og stefnu flokksins." -Var þá ekki meirihluti fyrir bráðabirgðalögunum? „Það er ekki venja að fara nákvæmlega yfír slíkt hjá hverjum og einum. Það er líka stjórnarskrárbundið að þingmönn- um er fijálst að skipta um skoðun frá því að bráðabirgðalög eru sett og þar til þau koma til atkvæða. Það tíðkast ekki að binda hendur þingmanna um langan tíma. Aðal- atriðið er hvort þeir flokkar sem að stjórninni standa taka flokkslega afstöðu með lögunum eða ekki og það gerðu allir flokkarnir þó ljóst væri að einstakir þingmenn hefðu aðra afstöðu." -Blasir þá ekki við að bráða- birgðalögin eru í raun fallin eða leynast huldumenn innan stjórnar- andstöðunnar? „Það er aukaatriði í dag. Aðalatriðið er að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur sýnt þjóðinni hvert hann vill fara og þjóðin þarf nú að velja á milli stjórnarflokkanna og þjóðarsáttarinnar annars vegar og Sjálfstæðisflokksins hins vegar. Það verður svo að meta á næstunni hvenær það val fer fram,“ sagði Ólafur. Páll Halldórsson: >» Osk um við- ræður verður tekin til at- hugunar PÁLL Halldórsson, formaður BHMR, segist lítið geta tjáð sig um hvaða mögu- leiki verði á því að senya við aðra ríkisstjórn ef sú sem nú situr fari frá, eins og Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, hefur krafist að hún geri. Þor- steinn hefur jafn- framt sagt að ný stjórn ætti að leita eftir viðræðum við BHMR og aðra aðila vinnumarkaðarins til þess að leysa það vandamál sem upp kynni að koma ef samn- ingur BHMR og rlkisins öðlist gildi. „Okkar krafa er auðvitað sú að samningur okkar taki gildi. En ég get lítið tjáð mig um hvaða mögu- leikar eru á því að semja upp á nýtt. Það er hlutur sem stéttarfélög- in yrðu að taka til 'athugunar þegar þar að kæmi. Það hefur aldrei ver- ið óskað eftir því að ræða við okkur fyrr en allt hefur verið komið í óefni, en ef einhver óskar eftir því að taka upp viðræður við stéttarfé- lögin verður það tekið til athugunar af þeim. Heildarsamtök fara ekki með hið eiginlega samningsumboð. Við verðum að athuga að þessi samningur, sem bráðabirgðalögin voru sett á, er ekki samningur BHMR og ríkisins heldur 22 stéttar- félaga og ríkisins, þó BHMR hafi staðið fyrir þessu sajnfloti félag- anna á sínum tíma. í umræðunni hafa heildarsamtökin dálítið verið látin yfirskyggja stéttarfélögin, sem fara með hið raunverulega samn- ingsumboð,“ sagði Páll Halldórsson. Páll sagði sér hefði þótt dálítið merkilegt að heyra það í sjónvarp- inu á fimmtudagskvöld „er Einar Oddur [Kristjánsson, formaður VSÍ] sagði, að í febrúar hafi ríkis- stjórnin lofað, og handsalað það loforð, að ekki yrði staðið við samn- inginn við okkur. Það hefur ekki komið fram með svo afdráttarlaus- um hætti að þeir hafi handsalað Vinnuveitendasambandinu loforð þess efnis að þeir myndu ekki standa við samning sem þeir voru áður búnir að gera sjálfir. Það er dálítið magnað í sjálfu sér. Þeir höfðu ekkert samband við okkur þá, og í raun og veru hefur ekkert verið rætt við okkur um annað en að hirða af okkurþennan samning." Júlíus Sólnes: Markmiðið að standa vörð um þjóðarsáttina ofar öllu JÚLÍUS Sólnes, umhverfisráð- herra og formaður Borgara- flokksins, segist andvígur því að þing verði rofið og boðað til kosn- inga. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, hefur lýst því yfir að verði bráða- birgðalögin á samning BHMR ekki staðfest, komi til þingrofs. Þá hefur Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, krafist þess að stjórnin fari þegar frá þar sem hún hafi ekki meirihluta. „Þvert á móti finnst mér allir sem það geta eigi að taka höndum sam- an og standa vörð um þennan efna- hagsárangur sem náðst hefur, um þjóðarsáttina, og það ætla ég mér að gera þó það kunni að baka mér ýmis óþægindi og amstur á næst- unni. Ég tel að það markmið eigi að vera ofar öllu,“ sagði Júlíus Sól- nes. við Morgunblaðið. En hvernig metur Júlíus stöðu Borgaraflokksins í hugsanlegum kosningum, ef svo færi að þing yrði rofið? „Það er eiginlega ómögu- legt að átta sig á þvi. Ég verð var við að mjög stór hluti kjósenda er óákveðinn. Er að leita fyrir sér að einhveiju nýju; menn eru þreyttir á gömlu flokkunum og þessu hags- munapoti þeirra, og það er ómögu- legt að segja hvað gæti orðið,“ sagði Júlíus Sólnes.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.