Morgunblaðið - 01.12.1990, Page 35

Morgunblaðið - 01.12.1990, Page 35
MORGUNKLADID LAUGAHDAGUR 1. DKSEMBER ,199fl M Látum ekki sjálf- stæðið fyrir baunadisk eftir Kristínu Einarsdóttur Nú dregur senn til loka samn- ingaviðræðna EFTA og EB um sameiginlegt efnahagssvæði. í upp- hafi viðræðnanna var lögð á það ofuráhersla af hálfu íslenskra ráð- herra að fríverslun með fisk væri megin hagsmunamál íslendinga. Þess vegna væri mjög mikilvægt að taka þátt í samningaviðræðum við EB ásamt öðrum EFTA-þjóðum. Ekkert tillit var tekið til þeirra ábendinga að ef fríverslun yrði sam- þykkt væri ekki hægt að reisa skorður við útflutningi á hálfunnum og óunnum fiski og því væri slík krafa varasöm. S.trax í upphafi samningaviðræðna kom það skýrt fram hjá talsmönnum EB að ekki kæmi til greina af þeirra hálfu að samþykkja fríverslun með fisk. Þeirra umboð til samninga inniheld- ur einnig ákvæði þess efnis að fyr- ir tollfijálsan aðgang að mörkuðum EB fyrir fisk EFTA-ríkjanna komi heimildirtil að veiða innan fiskveiði- lögsögu þeirra, þar á meðal Islands. Mikið „happ“ að ekki var gengið að okkar kröfu! Það átti því ekki að koma neinum á óvart þegar samningamenn EB gerðu samningamönnum EFTA ljóst að það stæði sem þeir hefðu sagt,. að ekki kæmi til greina að semja um fríverslun með fisk. En nú brá svo við að ráðherrar töldu það hið mesta happ að EB skyldi ekki samþykkja kröfu okkar um fríverslun með fisk. Hvað er hér á ferðinni? Eru mennirnir svo áfjáðir í að komast inn í EB með einum eða öðrum hætti að hvað sem EB menn segja þá telja þeir það ein- mitt það besta fyrir okkur? Hver greiðir reikninginn? Eins og fram kom á Alþingi í haust lætur utanríkisráðherra að því liggja að aðrar Norðurlanda- þjóðir innan EFTA séu reiðubúnar að taka á sjg „fórnarkostnað" vegna íslands. í umræðum um þessi mál hefur utanríkisráðherra látið svo sem Svíar og Norðmenn muni verða fúsir til að hleypa skipum EB inn í lögsögu landanna sem endurgjald fyrir aðgang íslenskra sjávarafurða að mörkuðum EB. Enn hefur fiskur ekki verið til umræðu í samningunum og er erfitt að átta sig á hvers vegna utanríkisráðherra telur aðrar EFTA-þjóðir tilbúnar til að greiða aðgöngumiðann fyrir íslenskan fisk inn á markaði EB. Ekki bara verið að semja um fisk Samningurinn um evrópska efna- hagssvæðið er ekki viðskiptasamn- ingur milli sjálfstæðra ríkja, heldur er verið að opna allt efnahagskerfi þessara ríkja upp á gátt. Með samn- ingnum eru ríkin m.a. að ákveða að afnema hindranir á fjármagns- flutningum, þjónustuviðskiptum og flutningi vinnuafls á milli landa. Ekki má mismuna fólki eftir þjóð- erni, heldur hafa allir þegnar á svæðinu sama rétt. Þannig geta íslendingar ekki krafist þess að þeir gangi fyrir vinnu hérlendis hafi forkaupsrétt á landi eða öðrum fasteignum, sitji einir að 'ákveðnum atvinnugreinum og fleira mætti telja. Réttur erlendra aðila verður sá sami og innlendra til að setja á stofn fyrirtæki t.d. í ferðaþjónustu sem svo mikið hefur verið litið til sem vaxtarbrodds í íslensku atvinn- ulífi. Allt þetta hefur ríkisstjórnin eins og hún leggur sig, með formann Framsóknarflokksins í broddi fylk- ingar, skrifað upp á. Hagsmunir okkar ekki tryggðir Þar sem ljóst er að hagsmunir íslands verða ekki tryggðir með samfloti við önnur EFTA-ríki er farsælla fyrir okkur að ganga til samninga við EB á okkar eigin for- sendum. Forsvarsmenn EB segjast ekki tilbúnir til samninga við ein- stök EFTA-ríki rneðan viðræður EB og EFTA eru á dagskrá. Þessar viðræður hafa því tafið fyrir nauð- synlegum samningum um tollfijáls- an aðgang að markaði EB fyrir okkar afurðir. Utanríkisráðherra sagði nýlega að ef ekkert yrði úr samningum um Evrópskt efnahags- svæði yrðum við að leita á náðir Bandaríkjanna. Þetta er fráleitur málflutningur sem ber vott um van- trú á að íslendingar geti staðið efnahagslega á eigin fótum. Viðskiptasamninga við fleiri en EB Við höfum viðskiptasamning við EB sem mun ekki falla úr gildi Kristín Einarsdóttir „Þar sem ljóst er að hagsmunir Islands verða ekki tryggðir með samfloti við önnur EFTA-ríki er farsælla fyrir okkur að ganga til samninga við EB á okkar eigin forsend- um.“ þótt ekki takist samningar um sam- eiginlegt efnahagssvæði. Við höfum- á undanförnum árum haft viðskipti við Bandaríkin og eigum auðvitað að efla þau. Auk þess eru nýir markaðir að opnast í Austur-Asíu, sérstaklega Japan. Eins má búast við að markaðir opnist í Mið- og Austur Evrópu fyrir afurðir okkar. Því er mikilvægt að binda ísland ekki fast á einum markaði sem or- sakar jafnframt að verulega dregur úr möguleikum okkar til samninga við önnur svæði. Samskipti án afsals sjálfstæðis Aðild að stóru efnahagssvæði hefur þá hættu í för með sér afr ísland einangrist í útjaðri svæðis- ins. Afleiðingin gæti orðið sú að aðalútflutningsvara okkar yrði óunninn fiskur og hráefni frá stór- iðjuverum. Við eigum fremur að nýta þá möguleika sem sérstaða okkar skapar en gerast hráefnis- framleiðendur fyrir verksmiðjur á meginlandi Evrópu. A sama tíma og miðstýrt stórríki er að brotna niður í Austur-Evrópu er verið að mynda annað vestar í álfunni sem heitir Evrópubandalag. Með aðild að því stórríki blasir sý. hætta við, að íslensku þjóðinni veit- ist örðugt að varðveita menningu sína og tungu og þar með kann hún að glata þjóðerniseinkennum sínum og sjálfstæði. Iíöfundur er þingmaður Kvennalistans í Reykjavík. EIGNASKIPTIMARKAÐURINN SÍMI628818 DraumQbíll Pontiac Trons Am '82 e. 82. þús. milur. Skipti oth. S. 681258. Mcico SSho. Crass/Enduro '87. S. 628818. Nissan Puisar SLX A-T '89 e. 37. þús. Skipti 6 sjólfsk. Toyoto '88. S. 93-61236. Toppeintak Ford Bronco '77 allur end- ursmíðaður '87. Uppl. s. 667195. Vatnsrúm 2 óro, hvitt 180X200. S. 673262. Soguleg málverk eftir Valdimar Bjarn- freðsson. Skipti hugsanleg 6 bilum o.fl. S. 16948 - 628818. 100 fm. einbýlishús á tveim hæðum i nágrenni væntonlegs álvers. S. 92-16928. Þvottavél m/innb. þurrkaro, 2 þurrkarar, borðstofuborð o.fl. S. 642554. V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.