Alþýðublaðið - 30.01.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.01.1959, Blaðsíða 1
r RÍKISSTJÓRNIN hefur far ið fram á við verzlun, iðnað og fleiri aðila í viðskiptalífinu, að þeir lækki álagningu sína meira en lögin um niður- færslu verðlags og kaupgjalds gera ráð fyrir. Samkvæmt lög- unum muncli verzlunarálagn- ing til dæmis eiga að lækka um 3,2%, en ríkisstjórnin hefur farið fram á 5% lækkun. Fyrstu aðilarnir, sem svöruðu ti'mælum stjórnarinnar ját- andi voru Félag ísl. stórkaup- manna og Verzlunarráð ís- lands, sem samþykktu ályktun þess efnis í fyrrakvöld. f gær samþykktu Samband smásölu- verzlana og Samband ísl. sam- vinnufélaga. Var búizt við góð- um undirtektum hjá hinum innan skamms. Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta- málaráðherra, hefur undan- Framhald á 2. síðu. Frumvarpið komio FRUMVARP um niður færslu verðlags og launa var samþykkt við þriðju um- ferð í neðri deild í gær mteð 19 atkvæðum gegn 5, en 10 sátu hjá og einn var fjar- verandi. Var frumvarpið þar með afgreitt úr neðri deild til efri deildar. Með frumvarpinu greiddu atkvæði allir þingmenn Al- þýðuflokksins og Sjálfstæð-; isflokksins, en þingmenn; Alþýðubandalagsins á móti.j Allir viðsatddir þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. nfja form! Belgrad, 29. jan. (Reuter). PUCAR, einn af æðstu mönn- um kommúnistaflokks Júgó- slavíu, sakaði Krústjov í dag um að hafa tekið upp að nýju „aðferðir Stalíns“. Var árás Pucar á Krústjov fyrstu opin- beru viðbrögðin í Jiigóslavíu við hinni bitru árás Krústjovs á Júgóslava á flokksþinginu í Moskva í fyrradag. Ræða Pucar, ásamt þeim fréttum ,að Rússar minnki við- skipti sín við Júgóslava á ár- inu 1959 um 12%, bendir til, að samskipti landanna séu verri en nokkru sinni síðan Rússar hófu fyrir 10 mánuðum árásir sínar á „endurskoðunar- stefnu" Júgóslava. í ræðu sinni sagði Pucar: „Núverandi gagnrýnendur Jú- góslava eru í raun og veru að endurnýja aðferðir Stalíns, þó í ólíku formi sé. Þeir eru í rauninni að segja það, sem Stalín sag'ði, en með öðrum orðum“; sagði Pucar á fundi stúdenta í Sarajevo. NÝ sannsöguleg stríðs- nlynd, sem gerist í Hol- Jandi, var fyrir skemmstu frumsýnd í London. Hol- lendingar gripu tækifærið til að sýna, hvers þeir mættu sín á tízkusviðinu. Þeir sendu sínar fegurstu tízkustúlkur tii Englands, klæddu þær í sína feg- urstu kjóla og létu þær koma fram í Grosvenor- húsi í London. Það þótti í frásögu færandi, að skart gripirnii-, Sem ungfrúrnar báru, voru um tólf millj- ón króna virði. Stórir ísjakar hindra umferð um veginn Fregn til Alþýðublaðsins. Selfoss í gær. FLÓÐIÐ í Flóanum og Ölf- usá er óðumi að fjara út, Þó er bærinn í Kaldaðarnesí cnn um- flotinn vatni og túnið á kafi. Vatnið er samt mildu grynnra en í gær. Mjólíkurbíll1 'kom' ekki að Kaldaðarnesi í morgun og var mjólkin flutt á hestvagni. — MjÓJkurbíllinn hefði sarqt senni lega komizt vegna vatnsins, en stórir ísjakar voru á veginum, sem eríitt var að komast fram- hjá. Fóru mjó’kurbílarnir all- ar að'rar leiðir í morgun, en færð var t. d. imjög slæm í Vill- ingHholtshreppi, þar sem Vatn hafði gráf'ið stórt skarð í veg- inn hjá Volahrú. Er Verið að 1 gera við þær skemmdir, svo Oa aðrar skemmdir, sem orðið hafa á ve.gum. TALSVERT VATN. Þegar v.erkstæðismennn frá Stcikíkseyri komu til vinnu sinn ar á Selfossi snemima í morgun, var en ntalsvert vatn sums- staðar á Eyrarhakkaveginum, en U'iB' hádegi var það að mestu fjarað út. -— Jón Guðmiundsson lögreg.lu’þjónn, fór kl. 10 í fyrra kvöld niður í Gaulverjabæ. Var þá allt eins og hafsjór yfir að líta í myrkrinu, en Ijós frá bæjunum spegluðust í vatninu. Kvað Jón það hafa verið ævin- týralegt að sjá.. Ólafur bóndi í Hjálmholti segir lítinn áburð hafa borizt með flóði þessu, þar sem það stóð svo skam.mt yfir. En stund- um vara flóð úr Hvítá í viku- tíncii og fá bændur þá með þeim talsverðian áhurð, sérstaiklega á bæjum næst ánni, þar sem um jökulsá er að ræða. Þass má að lokum geta, að kletturinn. í Jóruhiaupi, , sem brotnaði í f.lóðinu í fyrrinótt, er nú mi'kið lægri, en þá sés't vel fyrir því, sem eftir er, svo og brotinu, se.m liggur nú aðeins neð'ar í ánni. — J.K. DÓMUR í MÁL! GUNNARS HÁLL KVEÐINN var upp dómur í Saikadóim.i Reykjavíikur hinn 19; þ. m. í mali ákæruvaldsins gegn Gunnari Hall, sem var for stjóri verZlunarinnar Ragnar Blöndat h.f. í Austurstræti, Var verzluninni lokað árið 1954 vegna gífurl'egs hallarekst urs. Gunnar var ákærður fyrir fjárdrátt og bókhaldsóreiðu. í Sa'kad’ómi Reykja'víkur var Gunnar Hall sýknaður af ákær- unni uni' fjársvik, en var sak- felldur fyrir óreiðu á bóikhaldi félagsins. Var Gunnar dærndur í 6 mánaða fangelsi, skilorðs- bundið, og ennfremur til g'reiðslu á málskostnaði. Umræðumiiur- færsluirumvarpl l'ifíílHfrllPl M' '■< ■ Comul wy* trouict píans ío catch Thursday's market with 2,900 kíts FISH ON WAY TO HULL Svona sló The Daily Mail fréttinni upp, þegar von var á Elliða til Hull fyrr í þessum mánuði: þvert yfir alla níu, dálka forsíðunnar. Áður en Elliði kom til Hull, hafði enginn ísenzkur togari landað þar síðan snemma í marz á síðastliðnu ári. Það var Karlsefni, sem þá seldi 3,430 kit fyrir 6;830 sterlingspund. .... ð Nokkrir fara á logara HEKLA er væntanleg til Rcykjavíkur á morgun frá Fær e.vjum, með um <»50 færeyska sjómenn. Er það nokkuð fleira en búizt var við. Munu nokkrir þeirra fara á tvo íslenzka tog- ara en hinir allir fara á bát- ana. He.fur gengið vel að fá fær- eyska sjómenn til starfa eftir að sjómannasamtökin fær- eysku heimiluðu að færeyskir sjómenn réðust ti.1 íslands í vetur. NOKKRAR STÚLKUR Á LEIÐINNI. Með Heklu koma einnig 8 færeyskar stúllkur til starfa hér í fiski. En með næstu ferð Heiklu eru miklu fleiri stúlkur væntanlegar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.