Alþýðublaðið - 30.01.1959, Blaðsíða 4
19
Igefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ást-
irsson og Iielgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjórnar : Sigvaldi Hjálmars-
|n. Fréttastjóri: Björgviir Guðmundsson. Auglýsingastjóri Pétur PéturS-
s|n. Ritstjórnarsimar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgrei'ðslu-
ni: 14900. Aðsetur: Alþýöuhúsið. Prentsmiðja Alþýðubl. Hverfisg. 8—10.
I Hvernig geta árslaunin
! ' hœkkað?
i( UPPLÝSINGAR Gylfa Þ. Gíslasonar þess
e^nis, að árslaun manna 1959 mundu verða hærri
en 1958, þrátt fyrlr eftirgjöf 10 vísitölustiga, hafa
vakið mik|^athygli, í fyrstu virðist þetta ótrú-
legt, en örlítið reikningsdæmi sannfærir hvern
skynsaman mann í þessu efni.
Athugið, hvernig árslaun yðar í fyrra voru
fengin? Fyrst var kaup yðar framan af árinu.
Síðan bættist við 5 prósent grunnkaupshækkun
seinni sex mánuði ársins. Loks bættist við síðari
grunnkaupshækkunin (t. d. 6 prósent fyrir flesta,
9 prósent fyrir verkamenn) síðustu fjóra mán-
uði ársins. Þetta verða árslaunin.
Það sem nú gerist. er að 5,4 prósent — eða
sem næst fyrri grunnkaupshækkunin — er
aftur tekin af kaupinu. En menn halda nú allt
! árið þeirri grunnkaupshækkun, sem þeir fengu
síðustu fjóra mánuði ársins. Þess vegna verður
meðaltal launanna 1959 nokkru hærra en meðal-
tal — og þar með heildarlaun — ársins í fyrra..
Vísitöluuppbótin í janúarmánuði breytir engu
í þessu tilliti, þar sem hún var einnig greidd á laun
-desernber, og er því jöfn bæði árin.
Ef þetta litla reikningsdæmi er enn ekki ljóst,
ættu menn að reikna út árslaun sín fyrir þetta ár
og bera saman. Þá hlýtur þetta, ef rétt er reiknað,
að koma skýrt í ljós.
Þegar menn skoða útkomu þess dæmis, mega
þeir loks ekki gleyma einu atriði, en það eru verð
lækkanirnar.
Kekkonen
forseti
Finnlands.
A i vinnuleysisskráning
Ativinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun
laga nr. 52 frá 9. apríl 1956, fer fram í Ráðningar-
stofu Reykjavíkurbæjar, Hafnarstræti 20, dagana
2., '3. og 4. febrúar þ. á., og eiga hlutaðeigendur,
er óska að skrá sig samkvæmt lögunum að gefa
sig fram kl. 10—12 f. h. og kl. 1—5 e. h. hina
tilteknu daga.
Óskað er eftir að þeir, sem skrá sig, séu við-
búnir að svara meðal annars spurningunum:
1. Um atvinnudaga og tekjur síðustu }>rjá mánuði.
2. Um eignir og skuldir.
\ Reykjavík, 30. janúai- 1959.
Borgarstjórinn í Rcykjavík.
F.
INNAR hafa enn á ný
fengið að finna til þess að
þeir eiga voldugan nágranna
í austri. Um síðusu helgi var
Kekkonen Finnlandsforseíi
kallaður á fund Krústjovs á-
samt með verzlunarmálaráð-
herra sínum og tilkynnt, að
Rússar væru óánægðir með
stefnu Finna í alþjóðamálum
Og skrif finnskra blaða í garð
Sovétríkjanna.
Nú má segja að samskipti
Rússa og Finna séu komin á
eðlilegan grundvöll. Við heim
komuna frá Leningrad lýsti
Kekkonen því yfir, að ástand-
ið hefði verið alvarlegra en
menn almennt gerðu sér grein
fyrir. Hann kvað Krústjov
hafa lagt áherzlu á, að tryggja
yrði að finnsk blöð sýndu
meiri gætni en hingað til hef-
ur tíðkast í skrifum sín.um
um Sovétríkin, blöðin yrðu
að sýna ábyrgðartilfiriningu
og hófsemi ef sambúð ríkj-
anna ætti ekki að versria að
mun.
Kekkonen gekk að öllum
tilmælum Krústjovs. Stefna
hans er næsta einföld: öryggi
Finnlands verður að borga
því verði, sem Sovétríkin
krefjast. Aðeins framtíðin fær
skorið úr hversu hátt verð
það er. För Kekkonens til
Leningrad var auðmýkjandi í
meira lagi. Þeir, sem fylgdust
með viðræðum þeirra þjóð-
höfðingjanna, segja að Krúst-
jov hafi ráðizt á fjölda nafn-
greindra stjórnmálamanna í
Finnlandi með allósæmilegu
orðavali en Kekkonen var
eins og mús í fjalaketti undir
allri ósvífninni. En að baki ó-
kurteisinnar er hin kalda og
ósveigjanleg'a stefna Rússa
gagnvart Finnum.
Krústjov gerði Finnum það
ljóst á síðastliðnu sumri þeg-
ar Fagerholm myndaði stjórn
sína, að hann liti svo á, að
það. væri fjandskapur við
Rússa að mynduð væri ríkis-
stjórn í Finnlandi með þátt-
töku Jafnaðarmanna og hægri
manna. Þetta hefur hingað til
þótt jaðra við afskipti af inn-
anríkismálum annarra þjóða.
Krústjov gat að vísu ekki
bent á neinar sérstakar vfir-
sjónir Fagerholms, er hann
hóf árásir á Finna í haust. Og
flest af því, sem tínt var til,
H a n n e s
á h o r n i n u
k Tilmæli til lögreglu-
stjóra.
•k Árásir. sem menn
tortryggja. .
k Yerð aðgöngumiða í
Þjóðleikhúsinu.
k Hvað kosta þeir ann-
ars staðar?
MJÖG HATRAMMLEGUM á-
rásum hefur verið haldið uppi
lengi undanfarið á lögreglu-
stjóra. Grcinarnar hafa verið
skrifaðar að skipulögðum hætti
og rekið hver aö'ra. Vel má vera
að eitthvað megi finna að emb-
ættisrekstri lögreglustjóra, en
menn eru tortryggnir gagnvart
gagnrýni, sem birtist í blaði
kommmúnista, því að kunnugt
er að þeir hata þennan embætt-
ismann og hafa fyrir löngu hugs
að honum þegjandi þörfina. Það
er því ekki undarlegt þó að al-
nienningur sé á verði gagnvart
árásum á hann úr þessari átt.
ÉG VIL MÆLAST TIL I*ESS
við lögreglustjóra, að hann g.eri
grein fyrir bifreiðaeign lögregl-
unnar, innflutningsleyfum, sem
lögreglan hefur fengið á síðast-
liðnum tíu árum, hvort gamalr
bifreiðir hafi verið keyptar,
hverjir nota nýjar bifreiðir, sem
embættið hefur fengið og hverj-
ir nota þær gömlu e£ um þær er
að ræða. Ég ber ekki fram þessi
tilmæli vegna árása kommún-
ista á lögreglustjóra, heldur
vegna bréfá, sem mér hafa bor-
izt um bifreiðaeign, bifreiða-
leyfi og bifreiðanotkun lögregl-
unnar.
ÞA» LIGGUR f AUGUM
UPPI, að embættið þarf á góð-
um og miklum bifvélakosti áð
háldá. Það atriði skiptir almerin
ing mjög miklu. Með skýrslu
sinni'til blaðanna gæti lögreglu-
stjóri gert grein fyrir máli, sem
almenningur ræðir mjög um.
Hún er nauðsynleg og ég vænti
þess að hún verði birt hið fyrsta.
Engu.m vafa er bundið að blöðin
.mundu birta slíka skýrslu frá
lögreglustjóra.
LEIKLISTARUNNANDI seg
ir í bréíi: ,,Þú segir í dag, 21.
jan. í pistli þínum að þúsundir
manna geti nú ekki sótt Þjóð-
leikhúsið vegna þess að það
hefui; orðið að hækka aðgörigu-
miða verð sitt eins og annað.Mér
datt nú í hug hvort þessar sömu
þúsundir yrðu nú að hætta að
sækja danshús bæjarins líka
vegna dýrtíðar, en hingað til
hafa verið biðraðir á kvöldin til
að komast þar að.
Þ-AÐ KOSTAR kr. 60,00 að
fara í leikhúsið og það, sem það
liefur upp á að bjóða, hefur kost
að mör,g hundruð þúsund að
koma upp, en það kostar kr.
60,00 innganigur í danshúsin og
svo þarf fólk að kaupa sér eitt-
hvað að drekka og á meðan fólk
— það er þúsundirnar — hafa
efni á að eyða í þetta 2 til 3 sinn-
um í viku ætti það að hafa efni
á að fara 10 sinnum á ári í leik-
hús. Nei, leikhúsverðið er ekki
of hátt — en vantar ekki áhrig-
ann?
var markleysa ein, eins og t.
. d. sú ásökun hans, að seldar
væru andrússneskar bækur í
Finnlandi. En flestar þær
bækur, sem um var að ræða.
voru komnar til landsins áð-
ur en Fagerholm myndaðí
stjórn sína og stjórn hans
hafði m. a. hönd í bagga með
■ að stöðva útkomu endur-
' minninga uppgjafakommún-
istans Leinos. Örðugleikarnir
á viðskiptasviðinu voru til
komnir löngu áður en Fage.r-
. holm kom til valda, og þess
var ekki að vænta að harin
fyndi lausn á þeim þar eð
Sovétstjórnin neitaði með
' öllu að semja við stjórn hans
um viðskipti landanna.
Fagerholm þrjóskaðist lengi
vel við að hopa í taugastríð-
, inu, sem Rússar hófu eftir að
hann myndaði stjórn. Það
var Bændaflokkurinn, sem
rauf stjórnarsamvinnuna með
góðfúslegu samþykki Kekk-
onens, sem áleit að Finnar
hefðu ekki ráð á, að egna hinn
volduga nágranna til reiði.
Stjórnarkreppunni lauk svo
með því, að Bændaflokkur-
inn, flokkur Kekkonens, tók
að sér stjórnarforustuna og
við þá vill Krústjov semja.
Afslaða Finna er erfið. And
stæðingar kommúnista eru
sjálfum sér sundurþykkir og
óhæfir til þess að sameina hin
lýðræðislegu öfl landsins.
Rússar bafa sigrað í kalda
stríðinu við Finna.
EG ER DALÍTIÐ KUNNUG
þessum málum og get þár af leið
andi talað með, mér er til dæmis
sagt að ódýrustu miðar Þjóð-
leikhússins seljist seiriast og á
meðan svo er, er leikhúsverðiö
ekki of hátt miðað við peninga-
ráð almennings. Svo má geta til
gamans hvað kostar að íara í
leikhús erlendis: T. d. kosta
sambærileg sæti í New York
$ 6,50 eða ísl. kr. 165,00 miðinn,
í London kostar hann um 1 pund
eða ísl. kr. 75,00, í Kaupmanna-
höfn kostar miðinn d. kr. 18,00
eða ísl. kr. 66,00 og þar greiðir
danski ríkissjóðurinn allan hall-
an á Konunglega leikhúsinu
eftir reikningi.
HÉR FÆR ÞJGÐLEIKHÚSH)
vissar prósentur af skemmtana-
skatti og verður svo .að bjarga
sér sjálft. Nei — leikhúsverðið
er ekki of hátt, hefur raunveru-
lega alltaf verið haldið niðri og
verið of lágt miðað við kaup-
Framliald á 10. síðu.
30. jan. 1959 — Aiþýðublaðið