Alþýðublaðið - 30.01.1959, Blaðsíða 5
Emil Jótisson, íorsœtisráðherra
Útvarpsrœöa uim
niðurfœrslufrumvarpið:
Herra forseti, háttvirtu
áheyrendur.
VeGNA hlustenda við
þessa þriðju umræðu málsins,
verður ekki hjá því komizt að
endurtaka nokkuð af því, sem
sagt hefur verið við fyrri um-
ræður, og bið ég hæstvirtan'
forseta velvirðingar á því, en
þetta er nauðsynlegt til þess
að gefa þeim, sem á. hlýða,
heildarhugmynd af þeim að-
stæðum, sem hafa valdið því
að nau.ðsynlegt var að flytja
þetta frumvarp. Verðbólgu-
þróunin á síðast liðnu ári hef-
ur orðið miklu örari en
nokkru sinni áður. Vísitala
framfærslukostnaðar mundi
hafa orðig 225 stig 1. janúar
síðast liðinn, ef ekki hefði
verið að gert, én hún var 191
stig 1. janúar 1958. Hækkun
á árinu því 34 vísitölustig.
Augljóst var að þessi hækk-
un mundi hafa- haidið áfram
með vaxandi hraða, vegna
hækkunar kaupgjaldsvísitölu
í 202 stig 1. desember úr 185
stigum, sem hún hafði verið.
Þessi heljai-stökk. verðlags og
kaupgjalds og þær uggvæn-
legu afleiðingar, sem hækk-
uninni hljóta að fylgja, ollu
mönnum miklum áhyggjum.
Meðal annars af þessum or-
sökum, lét fyrrverandi ríkis-
stjórn sérfræðinga sína gefa
sér umsögn um málið, og til-
lögur um hvaða leiðir væru
helzt til úrbóta. í þeirri álits
gerð var komizt að þeirri nið-
urstöðu, að vísitala fram-
færslukosínaðar myndi kom-
ast upp í 270 stig næsta haust
og kaupgj aldsvísitalan upp í
250 stig. Hún mundi síðan
halda áfram að vaxa með
hingað til óþekktum hraða, ef
ekkert yrði að gert, og valda
algerum glundroða í efna-
hagslífi þjóðarinnar, sem að
síðustu mundi leiða til at-
vinnuleysis og hruns. Tvær
leiðir var bent á til bjargar.
Önnur var sú, að leggja á
nýja skatta til að mæta aukn-
um útgjaldaþörfum ríkissjóðs
og útflutningssjóðs, og freista
að stöðva vísitöluna þar sem
hún væri nú. Hin leiðin var
að reyna að snúa verðbólgu-
hjólinu svo mikið til baka að
takast mætíi að komast af án
verulegra nýrra skatta, en í
staðinn gæfu launþegar og
aðrir þegnar þjóðfélagsins eft
ir einhvern hluta þeirrar
hækkunar, sem orðið hafði, í
krónutölu, á tekjum þeirra á
árinu.
.Ujrr -- ■ -
1.
Um þetta náðist ekki sam-
komulag í fyrrverandi ríkis-
stjórn, og baðst hún því lausn
ar 4. desember síðast liðinn.
Alþýðuflokkurinn og Fram
sóknarflokkurinn vildu fara
síðari leiðina, og studdist Al-
þýðuflokkurinn þar við sam-
þykkt síðasta flokksþings
síns, sem haldið var um þetta
leyti. Á þetta vildu fulltrúar
Alþýðubandalagsins í' ríkis-
stjórninni ekki fallast þá, og
varð því niðurstaðan sú, sem.
fyrr getur, að ríkisstjórnin
sagði af sér. Tilraunir til
myndunar meirihluta stjórn-
ar báru ekki árangur, og tók
þá Alþýðuflokkurinn að sér
að reyna að mynda þingræð-
isstjórn, er freisíaði að leysa
þetta mál á þeim grundvelli,
sem þing Alþýðuflokksins
hafði lagt, og Framsóknar-
flokkurinn og Sjálfstæðis-
fiokkurinn, í meginatriðum
voru einnig fylgjandi, sam-
kvæmt þeim yfirlýsingum,
sem flokkarnir höfðu um
þetta gefið. Framsóknarflokk
urinn fekkst þó ekki til að
standa að þessari stjórnar-
myndunartilraun, þrátt fyrir
það, þó að yfirlýst væri að í
meginatriðum mundi verða
reynt að fylgja þeim lmum,
sem viiað var að samkomulag
væri um milli flokkanna. en
Sjálfstæðisflokkurinn hét
stjórninni stuðningi á þann
hátt, ao firra hana vantrausti
á meðan tilraunin væri. gerð.
Þess má einnig geta hér, að
fuiltrúar Alþýðubandalagsins
létu í það skína, í viðræðum
um stjórnarmyndunina,
— að þeir gætu líka
hugsað sér að fara þessa leið,
en allt var það svo loðið og
óákveðið, að auðséð var að
samningar við þann flokk
myndu taka lengri tíma, en
hugsanlegt var að nota til
samninganna, vegna aðkall-
andi vandamála, og óvíst
hvernig fara mundi, svo að
ekki var á það hætt. Minni-
hlutastjórn Alþýðuflokksins
tók því að sér að freista að
leysa vandann með þeim
stuðningi Sjálfstæðisflokks-
ins, sem ég hefi áður greint
frá. Strax daginn eftir var
skipuð nefnd til að gera samn
inga við bátaútvegsmenn, sjó-
menn og fiskvinnslustöðvar
um rekstursgrundvöll sjávar
útvegsins fyrir árið 1959.
Þessum samningum við báta-
útvegsmenn lauk um áramót-
in og samningi milli sjómanna
og útvegsmanna var lokið 3.
janúar og gátu því róðrar haf-
izt á venjulegum tíma þess
vegna. Samningum við fisk-
vinnslustöðyarnar og togar-
ana var lokið um miðjan jan-
úar, og var þá hægt að gera
sér grein fyrir, hvernig út-
koman úr því dæmi yrði. Þess
má geta, að í öllum þessum
samningagerðum var við það
miðað að lagður yrði til grund
vallar samningurinn frá sl.
ári, en útgerðarmönnum og
vinnslustöðvum bætt sú nettó
hæ'kkun kostnaðarláða, sem
sannanlega höfðu orðið á ár-
inu. Sjómenn fengu þó í sinn
hlut öllu meiri hækkun á
skiptaverði fisksins, heldur
en orðið hafði hjá verkamönn
um í landi, eða um 13%
beina hækkun á fiskverðinu
og aðrar kjarabætur, er tald-
ar eru að nema 1% í viðbót,
eða samtals 14%. Þessir samn
ingar þýddu bað, að ef miðað
var við vísitölu 185 námu
bæturnar í heild til þessara
aðila allra, að viðbættum til-
svarandi bótum á úfluttar
landbúnaðarafurðir 158.6
milljónir króna umfram það,
sem var síðast liðið ár. En við
samningagerðina kom líka í
ljós, að ef miðað var við vísi-
tölu 175 í stað 185 var hægt
að lækka bæturnar til útvegs
manna og vinnslustöðva úr
158,6 milljónum króna niður
í 77,7 milljónir króna, eða um
80,9 milljónir. Var því stað-
næmst við að athuga þann
möguleika, hvort þetta mundi
fært. Eins og kunnugt er á-
kvað ríkisstjórnin um síðast
liðin áramót að greiða niður
verðlag á nauðsynjavörum,
aðallega landbúnaðarvörum,
mjög verulega, eða sem svar-
ar með 75 milljónum kröna á
ári. Við þetta lækkaíi vísi-
talan um 13 stig, og komst
niður í 212 stig. Eftir var þá
að brúa bilið niður í 192 stig,
er framfærsluvísitalan þurf i
að komast til þess að kaup-
Emil Jónsson
greiðsluvísitalan kæmist nið-
ur £ 175. Þessum 20 stigum er
ógerlegt að ná með niður-
greiðslum einum saman,
vegna þess að það mundi kosta
ríkissjóð svo mikið fé að ó-
gerlegt væri að hugsa sér að
komast hjá nýjum skattaálög
um. Sérfræðingar ríkisstjórn
arinnar töldu á hinn bóginn
að, ef launþegar gæfu eftir,
án bóta, 10 vísitölustig
mundu hin 10 stigin, sem á
vantaði nást með læ.kkun í
verðlagi, sem afleiðing af
þessari vísitölulækkun, ef
bændur, verzlunarmenn og
iðnrekendur gæfu einnig eft-
ir af sínum hluta tilsvarandi.
Og þessi leið hefur nú verið
valin og um það fjallar frum-
varp það, sem hér liggur fyr-
ir.
2.
í frumvarpinu segir að all-
ar greiðslur, sem fýlgja kaup-
lagsvísitölu, skuli frá 1. febr-
úar næst komandi fylgja vísi-
tölunni 175. Þó gildir þetta
ekki nema til 1. marz, en á
því tímabili, í febrúarmánuði,
er gert ráð fyrir að verðlagið
lækki það mikið, að vísitalan
komist með eðlilegum liætti
niður í 185, og hefur ríkis-
stjórnin skuldbundið- sig til
að tryggja það, með niður-
greiðslu þá á þeim 1—2 vísi-
tölustigum, er á kann að
vanta, végna þéss að það tek-
ur ávallt nokkurn tíma að
kaupáhrifin verki á verðlag-
ið. í öllu falli á það að vera
tryggt að frá 1. marz næst
komandi verði ekki af nein-
um gefið eftir meira en 10
stig. í frumyarpinu eru svo
ákvæði um að þessi eftirgjöf
nái einnig til bænda, sjó-
inanna, verzlunarmanna, iðn-
aðarmanna og til gjalds fyrir
hvers konar þjónustu, flutn-
inga, ákvæðisvinnu o. s. frv.
Þannig að allir, sem með ein-
hverju móti er hægt að ná til,
beri sinn hluta, þó að ýmis
önnur merk atriði séu í frum-
varpinu verða þau ekki rak-
in hér frekar, en á það vil ég
þó benda að frumvarpið gerir
ráð fyrir að tekinn verði upp
nýr vísitölugrundvöllur sem
kauplagsnefnd hefur verið að
vinna. að undanfarin ár, og
sem fer miklu nær núverandi
neyzluskiptingu en gamli
grundvöllurimn, sem er orð-
inn nærri 20 ára gamall, en
neyzluvenjur almennings, og
neyzluskipting, hefur breytzt
mjög á-þessum árum eins og
kunnugt er. Þessi breyting er
tekin upp samkvæmt ósk
minnihlutastjórnar Alþýðu-
sambands íslands og stjórnar
Bandalags starfsmanna ríkis
og bæja og annarra launþ'ega-
samtaka, sem um málið hafa
fjallað. Þá má einnig geta
þess, að inn í frumvarpið hafa
verið tekin ákvæði um að
umreikna kaup bóndans í
verðlagsgrundvelli landbún-
aðarvara fjórum sinnum á ári,
eins og laun verkamanna og
annarra launamanna, í stað
þess að þetta er aðeins gert
einu sinni á ári nú. Þetta á-
kvæði var tekið upp sam-
kvæmt ósk Stéttarsambands
bænda, eða framleiðsluráðs
þess. Fleira mætti nefna, en
út í það skal ekki farið. —
Meginhugsunin, sem á bak
við þessar ráðstafanir liggur,
er sú, að verðlag verði greitt
niður eins og frekast er mögu
legt, án nýrra skatta, og síðan
komi fram með eðlilegum
hætti lækkun á verðlaginu
vegna niðurfærslu kaupgjalds
ins, en það sem þá verður
eftir, sem hér er reiknað með
að verði 10 stig, eða 5,4%,
verði gefið eftir. Því ber ekki
að neita, að hér er um að
ræða nokkra fórn, en þar við
er þó því að bæta, að ég tel
mig mega fullyrða, að það er
engin lausn til á þessu máli,
sem ekki kemur á einhvern
hátt við almenning. Það hef-
ur til dæmis komið fram í
umræðunum um þetta frum-
varp og er mjög athyglisvert,
að ef ekki verður að gert, og
vísitalan heldur áfram að
hækka með þeim hraða, sem
ég lýsti í upphafi samkvæmt
áliti sérfræðinga, eða um 5
stig á mánuði, og launþegar
fá ekki hækkunina uppborna
nema á þriggja mánaða fresti,
þá eru þeir 5 stigum á eftir
fyrsta mánuðinn, 10 stigum
annan mánuðinn og 15 stig-
um á eftir þriðja mánuðinn,
eða að meðaltali 10 stigum á
eftir eða nákvæmlega jafn-
mikið og hér er gert ráð fyr-
ir að gefa eftir. Auk þess
koma svo þær nýju skatta-
álögur, sem óumflýjanlega
verða til þess að halda útveg-
inum gangandi, stöðug rýrn-
un á. sparifé, og algert öng-
þveiti í efnahagsmálunum
öllum, sem leiðir af hinni ört
vaxandi verðbólgu.
Það er því síður en svo að
menn komist hjá því að gefa
eitthvað eftir, þó að þessi leið
verði ekki farin. Ég vil þvert
á móti segja, að þegar allt
verður krufið til mergjar,
30. jai
muni þessi leið verða sú, se:u.
almenningur muni reýnf=t
léttbærust, og allt ánnaií
koma verr niður.
3.
En hvernig tekst- þá að n á
endunum saman með þessura
ráðstöfunum? Er hægt aÁ
gera þetta án nýrra skatfa?
Það er sá brennandi punktuív
sem margir munu spyrja rsi
því að allir munu þegar hafie
fengjð nóg af þeim álögum,
sem fyrri ráðstöfunum í þess-
u mmálum hafa fylgt.
Þessu er því til að svara, aí)
til þess að mæta hinum aufcn 'i.
bótum til sjávarúvegs og lan .1
búnaðar, þarf 77,7 milljónii*
króna, eins og ég he.fi áðui*
sagt,. til þess að bera uppi nið-
urgreíðslurnar, sem geroar
voru 1. janúar síðast liðir.n.
Þarf 75 milljónir króna og iii
þess að mæta útgjaldaaukrv-
ingu ríkissjóðs vegna grunn-
kauþs- og vísitölubreyíinga,
er talið að þurfi 22,2 mil'ljónl r
króna, eða samtals 174.9 mill-
jónir króna. — Og þá er eðli-
legt að menn spyrji, er hægt
að ná þessari upphæð án nýr \
skatta, og þá hvar og hvemig?
Þessu er því til að svara, .. í
um. m.örg undanfai'in ár hefur
sá háttur verið hafður á af-
greiðslu fjárlaga, að tekjurn-
ar hafa verið áætlaðar mjiýf
varlega, ég vil segja óþar:'-
lega varlega, enda hefur korn-
ið í-ljós, þegar uppgjör ársi::
hefur legið fyrir, að þær hafa
oft reynst mjög miklu meirt
en áætlað var. Það er nú þeg-
ar vitað, að greiðsluafgangui*
síðast liðins árs muni ver '' t
mjög verulegur, þó að' ek>:i
sé nákvæmlega vitao, h*.;n*
mikill hann muni verða. Hafa
verið nefndar í því sambandi '
50—60 milljónir króna. Urv
töluna skal ég ekkert full-
yrða, en hún kemur til
liggja fvrír innan stutts tím|*4í
Er enginn vafi talinn á, þó Aý*
ekki. sé nákvæmlega um tcí--#
una vitað, að þar muni bæát s
að fá til ráðstöfunar
minnsta kosti 20—30 milljóri-£
ir króna. Við athugun tekjú'-f
liðar fjárlagafrumvarpsi::-]:.w
fyrir árið 1959 hefur ein;; .'- !■
komið í ljós, að tekjurnar e .t';
mjög varlega áætláðar. Telj-k j
þeir, er gerst mega til þekkj.a, ;
að hækka megi áæílunina nv'.'t .
48 milljónir króna og hftfa >■>'T
35 milljónir króna upp á ,
hlaupa fyrir umframgrei&I- -7
um, eða að tekjurnar munlvi
geta orðið um 83 milljórlÁ
króna hærri, en áætlað er ,x*
frumvarpinu miðað við sönvk^
innflutningsáætiun og síð&?t>
liðið ár. Þá er og víst, aö iru 4
góðum vilja má draga .
gj aldahlið fj árlagafrumvarpk. ^
ins á þann hátt til dæmis,
fresta framkvæmdum, e'"Á.;
draga úr þeim, og tel ég a'f's. •'
ekki útilokað að á þann hátfe
mætti lækka útgjöldin um
—50 milljónir króna, og vœri
þó -ekki nema um 5',ó lækkiv.nt
heildarupphæðarinnar a5’
i'æða. Hvort þetta tekst e?:a
ekki er vitanlega undir hátt-
virtum alþingismönnum köcu-
ið. Mér er ljóst, að hér á landi.
(Framhald á 10. siSa).
1959 -— Alþýðublaðið
6*f 1 l 1 1 > >
t- r rf