Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 23 Arngrímur Sigurðsson Steinar J. Lúðvíksson Tvær flug’sögnr Bókmenntir Erlendur Jónsson Arngrímur Sigurðsson: Annálar íslenskra flugmála 1942-1945. 224 bls. íslenska flugsögufélagið. Reykjavík, 1990. Steinar J. Lúðvíksson, Sveinn Sæmundsson: Fimmtíu flogin ár. Atvinnuflugssaga íslands 1937- 1987. II. 299 bls. Fróði hf. 1990. Annálar Arngríms hefjast á ávarpi Ragnars J. Ragnarssonar. Þar kemur fram að þetta bindi sögunnar, hið sjötta í röðinni, verði jafnframt hið síðasta. »Það nær til ársins 1945 er embætti flugmálastjóra var stofnað, en eftir þann tíma eru heimildir allar um Islensk flugmál öllu aðgengilegri og e.t.v. vart ástæða til að gera þeim skil á sama hátt og áður.« Nokkur grein hefur áður verið gerð fyrir riti þessu og óþarft að endurtaka það allt nú. Sem fyrr byggir höfundur á dagblöðum mest og birtir frumheimildir þær sem hann telur mestu varða. Maður væri því ekki miklu betur settur þótt hann hefði í höndum allt úrklippusafnið frá sama tíma. Vissulega er vel til fundið að nema staðar við 1945. Að öðrum kosti hefði orðið að halda áfram til dagsins í dag. Arið 45 markar svo gagnger þáttaskil í mörgum skilningi. Auðvitað tengdist það stríðslokunum mest. Flugvélin var orðin tiltölulega öruggur farkost- ur. Hafin var smíði stórra farþega- flugvéla. Þá opnuðust flugleiðir til allra átta. Sýnt var að flugvélin mundi senn taka við af skipinu. Far- þegaflug yrði þá algengasti ferða- mátinn, bæði innanlands og milli landa. Loks var ísléndingum færður ókeypis flugvöllur sem Þjóðviljinn fullyrti 30. maí það ár að væri »einn stærsti flugvöllur í heimi«. Margar myndir eru í þessu bindi eins og í hinum fyrri. Hefur höfund- ur unnið stórmikið starf með santan- tekt og frágangi'rits þessa. Fimmtíu flogin ár, sem ber undir- titilinn Atvinnuflugssaga íslands 1937-1987, skarast ekki nema að nokkru leyti við sögu Arngríms. Efn- islega er það rit líka reist á öðrum grunni; og öðruvísi upp byggt. Fyrra bindið var nokkuð hraðunnið. Betur Sveinn Sæmundsson er vandað til þessa sem er mjög myndskreytt og glæsilegt. Þar sem Arngrímur segir sögu brautryðjend- anna rekja þeir, Steinar og Sveinn, samgöngusöguna. Flugleiðir — saga átaka og árangurs heitir lengsti kaflinn. Fyrirsögnin er lýsandi. Oðru fremur. hefur millilandaflugið lyft sjálfsímynd íslendinga, sætt þjóðina við að búa í landi sem aðrir telja á mörkum hins byggilega og óbyggi- lega svo vitnað sé í Julian Huxley. Meginlínur sögu þessarar eru auðvit- að öllum kunnar, að minnsta kosti þeim sem komnir eru til fullorðins- ára. En nýjar kynslóðir vaxa úr grasi sem verða að fræðast um þetta af bókum. Og hér er sem sagt bókin. Flugmannatal var í fyrra bindi en hér er stjórnendatal. Er hópur sá fjölmennari en ætla mætti. Mynd- prentun hefur tekist vel. En flöldi mynda prýðir bóklna: myndir af flug- vélum, myndir af körlunum sem haldið hafa um stjórnartaumana og síðast en ekki síst myndir af flug- freyjunum, þokkafullum og broshýr- um. Eru þá ótaldar hópmyndir ýmsar til skýringar textanum; þar með tal- in mynd af hjónavígslu í tíu kíló- metra hæð. Margt gerist á sjó, sögðu þeir gömlu. Margt gerist á háloftun- um, má með sama rétti segja nú. Dagbók -1 full- um trúnaði Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Kolbrún Aðalsteins- dóttir. Setning: Þórunn Óskarsdóttir. Prentvinnsla: G. Ben. prentstofa hf. Kápa: Auglýsingastofan N.ýr Dag- u r hf. Útgefandi: Örn og Örlygur hf. Dæmigerð telpnabók, ef draga má ályktun af auglýsingum og því að hún rennur út, eins og heitar lummur, endurprentanir þegar hafn- ar. Og þetta er að vonum, því þá höfundur kvaddi sér hljóðs fyrst, varð ljóst, að hér er mikið efni í góðan höfund á för. Stíllinn er leik- andi léttur, lokkandi, myndrænn, og með ögun og þjálfun verður hann frábær. Þessi bók er búin fyrirheit- unum fyrri, en ögunina vantar enn. Hún minnir mig á brumhnapp mik- iila fyrirheita, hún Kolbrún, sem lendir síðan í kuldakasti vors. Það fær mig enginn til þess að trúa því, að til þess að gera telpnabók læsi- lega, þá þurfi að „skreyta" setningar með: fatta; helling af fólki; ferlega hrædd; ferlega elskuleg; vera lost; eiga séns í; elska desember og öðrum slíkum orðskrípum. Stelpur tala kannski á þennan hátt, það má vel vera, en á bók er þetta léleg íslenzka. Katrín Kristófersdóttir er aðal- söguhetjan og býr með móður. Stjúpi hennar, truflaður kynferðislega, er að sleppa úr fangelsi. Þær eru báðar hræddar, telpan og mamman. Hugsa mikið til Spánar. Þar er ríkur faðir telpunnar og fynverandi maður móður. Þar er líka fyrsta ást Kötu, Nicolai. Nú, stjúpinn ræðst á stelp- Kolbrún Aðalsteinsdóttir una i húsasundi, vinkonan Rebekka kemur til hjálpar. Faðirinn kemur í heimsókn um jólin, til ættlandsins, vel fer á með þeim mæðgum og honum. Lífið er draumur um ást, draumur um ævintýr fullorðinnar konu. Ekkert annað. Á Spáni rætist gleðin, en hryggðin, systir hennar er með í för. Spennandi saga. Höfundur kann þá list að hlaða setningar, sínar spennu. En mikið skelfing er sviðið þröngt, óskapiega þröngt. Er lífið virkilega ekki annað en breimahljóð? Þegar svo bráðefnilegur höfund- ur, sem Kolbrún er, hefir sett sér að glíma við erfiðari gátur lífsins, þá verður gaman að fá bók úr henn- ar höndum. Kápuskreyting mjög falleg, og ailur frágangur til fyrir- myndar. rqyaqÉI 1£?Val CBpvy‘|,s, ’Miðað inö verðíistaverð ) veröscimanburö! Genö verösamanburö! Genö verösamanburö! Geriö verösanv erösamanburð! Geriö verösamanburö! Geriö verösamanburö! Geriö verösaman JÓLAKÓLA Á 45% LÆGRA VERÐI! erösamanburö! GeriÖ verösamamrurörGeríö verösamanbu ösamanburö! Geriö verösamanburö! Geriö verösamanburö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.