Morgunblaðið - 20.12.1990, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 20.12.1990, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 Opið bréf til sveitarstjórn- armanna á Austurlandi eftir Kristin Pétursson Tilefni þessa bréfs eru áhyggjur undirritaðs af framtíð atvinnumála á Austurlandi. Samskipti sveitarstjóm- armanna og alþingismanna hafa að mestu snúist um opinber málefni, og er nauðsynlegt að samskiptin vaxi á sviðum eins og í atvinnumálum. Það sem verður nú að taka föstum tökum er' stefnumörkun austfirskra sveitarfélaga gagnvart fiskveiði- stjórnuninni og-byija umræðuna um framtíðarfyrirkómulag varðandi út- flutning á ferskum fiski og hvort ekki sé rétt að koma á fiskmarkaði á Austurlandi til þess að taka við a.m.k. verulegum hluta þess sjávar- afla sem fluttur er til vinnslu á er- lendri grund. Fiskmarkaður og aukin markaðs- verðlagning sjávarfangs á Austur- landi kæmi útgerð og sjómönnum til góða vegna minnkandi útflutnings þar sem reynslan af fiskmörkuðum er hækkað hráefnisverð. Aukin fisk- vinnsla á Austurlandi gefur fisk- vinnslufyrirtækjum meiri möguleika á sérhæfingu, með endurskipulagn- ingu rekstrar og þannig möguleika til þess að greiða hærra fiskverð í aukinni samkeppni. Einhveijir rekstrarerfiðleikar kynnu að fylgja í fiskvinnslu, vegna hækkandi hráefnisverðs, en þeim erfiðleikum verðum við að sigrast á og Ijóst má vera að bindum við fyr- ir augun þá verða erfiðleikarnir meiri og stærri. Fiskverð á fisk- mörkuðum í dag er hátt vegna of mikils útflutnings á ferskum fiski. Kæru sveitarstjórnarmenn. Eins og ykkur er kunnugt þá verður lfk- lega flutt út frá Austurlandi allt að 20 þúsund tonn af bolfiski tii vinnslu erlendis á þessu ári. Þessi útflutning- ur hráefna fer sívaxandi. 7% fóru af óunnum fiski úr landinu í heild árið 1984, en fimm árum seinna, 1989, var þetta hlutfall komið í 21%. Að viðbættri sjófrystingu nemur þetta hlutfall 33%. Með sömu áfram- haldandi hlutfallslegri þróun verður énginn fiskur unninn í landi 1977! Á hvaða leið erum við! Sveitarfélög fá heldur ekki út- svarsgreiðslur af vinnu erlendis. Sveitarfélög fá heldur ekki aðstöðu- gjald af fiskvinnslu innan landamæra EB. Þjónusta, iðnaður, verslun og önnur tekjumyndandi margfeldis- áhrif sem fiskvinnsla skapar er og verður grundvöllur íslenska velferð- arkerfisins sem sjávarplássin og sveitir landsins, já landið allt, byggir lífsafkomu sína á. Reykjavíkurborg hefur notið þessara margfeldisáhrifa sjávarútvegs á iðnað, þjónustu og verslun. Hvemig fer ef margfeldis- áhrifin aukast innan landamæra EB en minnka á Islandi, — líka í Reykja- vík! Þetta er stórháskaleg þróun! Kannski vill einhver reiknings- glöggur Austfirðingur reikna út auknar tekjur Austfírðinga af því að vinna aflann heima. í því dæmi er rétt að reikna með að tekjur útgerð- FLUGLEIÐIR Gistideild Hótels Esju verður opin alla daga yfir jól og áramót. Skálafell, Laugaás og Rammagerðin verða opin sem hér segir: SKÁLAFELL LAUGA-ÁS RAMMAGERÐIN Þorláksmessa 19.00-01.00 11.30-22.00 09.00-16.00 Aðfangadagur Lokað 11.30-14.00+18.00-20.00** 09.00-12.00 Jóladagur Lokað 11.30-14.00+18.00-20.00** Lokað Annar í jólum 19.00-01.00* 11.30-22.00 10.00-14.00 27. desember 19.00-01.00* 11.30-22.00 10.00-18.00 28. desember 19.00-01.00* 11.30-22.00 08.00-18.00 29. desember 19.00-01.00* 11.30-22.00 09.00-13.00 30. desember 19.00-01.00* 11.30-22.00 10.00-14.00 Gamlársdagur Lokað 11.30-14.00+18.00-20.00** 09.00-12.00 Nýársdagur Lokað 11.30-14.00+18.00-20.00** 2. janúar Lokað v/vörutalningar *Lifandi tónlist, Guðmundur Haukur spilar **Vinsamlegast pantið borð tímanlega í símum 689509 og 82200. FLUGLEIÐIR Á Hótel Lofleiðum er gisti- og veitingadeildin lokuð frá og með 22. desember til 3. janúar. Opnunartími sundlaugarinnar á Hótel Loftleiðum um jól og áramót er sem hér segir: Þorláksmessa ....... 08.00-19.00 Aðfangadagur ....... 08.00-16.00 Jóladagur ...........10.00-16.00 Annaríjólum .........10.00-17.00 Gamlársdagur ....... 08.00-16.00 Nýársdagur ..........10.00-17.00 _____________________________________________________________r ar og sjómanna héldust óbreyttar að meðallagi vegna markaðsverðlagn- ingar á fiski sem kæmi sem tekju- aukning á móti minnkandi útflutn- ingi. Margfeldisáhrif sjávarútvegs á iðnað, verslun og aðra þjónustu eru það sem þessi þjóð byggir sitt velferðarkerfi öðru fremur á. Aukning þessara margfeldisáhrifa á tekjur sveitarfélaga á Austurlandi með meiri vinnslu sjávarafla er slíkt stórmál að höfundur þessa bréfs leggur til hér opinberlega að þessi mál verði nú þegar sett á forgangs- lista austfirskra sveitarfélaga sem stefnumörkunarmál til aukinnar tekjuöflunar og bættra lífskjara í fjórðungnum. Tillaga mín er þessi: Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi efni til ráðstefnu um aukna full- vinnslu sjávarafla á Austurlandi og aukna tekjumögleika austfirskra fyr- irtækja, verkafólks og sveitarfélaga samfara aukinni vinnslu sjávarafla með tilkomu fiskmarkaða á Austurl- andi sem tækju þann afla til sölu sem nú fer til vinnslu í erlendum fisk- vinnslustöðvum. I leiðinni myndum við ræða nýja stefnumörkun í samgöngumálum þar sem fBættar samgöngur verða að koma til vegna aukinna fiskflutninga innan ijórðungs. Einnig myndum við ræða möguleika Austfirðinga á því að senda fersk fiskflök með flugvél- um til Evrópu sem er sú framtíðar- sýn sem við eigum að stefna að. í guðanna bænum fáið ekki sér- fræðinga úr Þjóðhagsstofnun til að messa yfir okkur á ráðstefnunni. Austfirðingar þekkja sín mál best sjálfir og nýleg skýrsla þjóðhags- stofnunar um auknar tekjur þjóðar- innar upp á 10 milljarða við stórauk- inn ferskfískútflutning opinberar rækilega vanþekkingu þeirrar stofn- unar á málefnum þess atvinnuvegar sem skapað hefur öðru fremur vel- ferðarkerfi íslensku þjóðarinnar með margfeldisáhrifum sínum eins og áður sagði. Skýrsla stofnunarinnar er enn einn löðrungur sem fólk í sjáv- arútvegi fær frá þessum reynslu- lausu snillingum með fínu prófskír- teinin. Ef forsjárhyggjupólitíkusar fá áfram umboð — með alla sína reikni- meistara — til þess að ráðskast áfram með íslenskan sjávarútveg, er spurn- ingin hvort um aldamót neyðumst við til — vegna fátæktar — að leggja okkur til munns allar skýrslurnar, — verðbréfin og fínu prófskírteinin rétt eins og forfeður okkar neyddust til þess að leggja sér til munns handrit- in til forna. Afleitt er, — í þessu sambandi — að næringargildið í pappírnum er langtum minna en það sem var í blessuðum handritunum, — en á móti kemur að mikið magn er til af skýrslum vandamálafræðinga, á ábyrgð forsjárhyggjupólitíkusa sem ráða sér gjaman í vinnu „viðráð- anlegt“ reynslulítið fólk. Útkoman er vaxandi vandamál um allt þjóðfé- lagið, þar sem saklaust fólk verður fórnarlömb í tilraunastarfsemi of- stjórnar sbr. fjölskyldur smábátaút- gerða allt í kring um landið um þess- ar mundir. Fiskistofnunum stafar ekki hætta af smábátum og því ættu þeir einungis að sæta ákveðnum fjölda banndaga eins og var hér áður. Tilraunaofstjómin sem tilraunakeyrð er í dag er alvarlegt tilræði við lands- byggðina — að því er virðist vegna algers skilningsleysis þeirra sem ábyrgð á því bera. Samkvæmt stjóm- arskrá landsins má ekki takmarka atvinnufrelsi borgaranna nema al- mannaheill sé í húfi. Almannaheill í sjávarplássum stafar hinsvegar hætta af ofstjórninni eins og hún er orðin. Af hveiju gerist svona lag- að á íslandi 1990! Kæru sveitarstjórnarmenn og aðr- ir Austfirðingar. Við getum náð ár- angri ef við tökum'höndum saman, treystum okkur sjálf, snúum vörn í sókn, nýtum þekkingu heimamanna og eflum málefnalega umfjöllun á heimavettvangi. Okkur bráðvantar Kristinn Pétursson „ Annað er vanvirðing við baráttu forfeðranna fyrir sjálfstæði lands- ins. Hefðu fjármála- ákvæði stjórnarskrár- innar verið virt, hefði verðbólga aldrei orðið meiri en í Evrópu al- mennt!“ ekkert „þriðja stjórnsýslustig". Okk- ur vantar að löggjöf Alþingis Is- lendinga sé vandvirknislega unnin og þess gætt að stjórnarskrá lýð- veldisins sé í heiðri höfð. Ónefndir hrossakaupmenn gera stundum grín að undirrituðum fyrir að vera sífellt að fjasa um stjórnarskrána. Stjórnar- skráin er grundvöllur okkar þjóðskip- ulags um þrískiptingu valdsins í lög- gjafar-, framkvæmda og dómsvald ásamt ákvæðum um grundvallarat- riði í landsstjórninni og réttindum einstaklingsins í samfélaginu. Hún er afrakstur baráttu þeirra sem börð- ust hetjulega langri baráttu — árum saman fyrir sjálfstæði landsins. Stjómarskrána eigum við að virða. Annað er vanvirðing við baráttu for- feðranna fyrir sjálfstæði landsins. Hefðu fjármálaákvæði stjórnarskrár- innar verið virt, hefði verðbólga aldr- ei orðið meirí en í Evrópu almennt! Löggjöf um takmörkun atvinnufrels- is eins og fiskveiðistjórnun er langt- um alvarlegri Iöggjöf en margir halda. Þetta er skerðing á grund- vallarmannréttindum, — atvinnu- frelsi. Um þetta vantar meiri um- fjöllun. Sömu sögu er að segja um einokunarrétt Landsvirkjunar til þess að virkja vatnsaflsvirkjanir yfir 5 MW. Hvernig geta þeir sem sam- þykktu þessa einokun rökstutt að þetta sé í þágu almannaheilla á Austurlandi! Austfirðingum bannað að virkja sjálfir. Merkilegt að mönn- um skuli ekki bannað að hugsa líka!! Lykillinn að bættum hag þjóðar- innar er að virða grundvallaratriði eins og stjórnarskrá, efla nákvæmni og reglusemi í stjórnun. Tæknifram- farir geta einnig fært okkur bætt lífskjör í öllum atvinnuvegum. Lítum til Japans. Tækniframfarir, ná- kvæmni, iðjusemi og dugnaður hefur verið þeirra leiðarljós. Af hveiju skoðum við þetta ekki betur samfara því að kveðja forsjárhyggjupólitíkina! Sveitarfélög á Austurlandi geta sameinast um málefnalega umræðu án þess að hafa eitthvert „þriðja stjórnsýslustig" með tilheyrandi fjölgun embættismanna, kostnaði og forsjárhyggju. Betra er að efla sveit- arfélögin, — Alþingi Islendinga og sjálfstæði þess og vandvirkni. Til þess að ná árangri i framtíð- inni þurfum við öll að leggja hönd á plóginn og taka málefnalega þátt í að móta leikreglur sem leiða okkur til bættra lífskjara og stöðugleika, með því að stuðla að lagasetningu sem samrýmist stjórnarskrá landsins og þeim viðhorfum sem ríkja al- mennt í hinum vestræna heimi í dag. Vil ég svo að endingu óska Aust- firðingum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar í framtíðinni. Höfundur er annar af alþingismönum Sjálfstæðisflokksins fyrir A usturlnndskjördæmi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.