Morgunblaðið - 20.12.1990, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 20.12.1990, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 Bráðabirgðalögin og þjóðarsáttín eftirÞröst Ölafsson Undanfamar vikur hefur svo mikið verið ritað og rætt um þjóðar- sáttina og fylgifisk hennar bráða- birgðalögin, að fæstir vita í reynd lengur hvaðan á sig stendur veðrið í þessu máli. Sjálfstæðisflokkurinn stóðst ekki þá freistingu að reyna að koma höggi á ríkisstjórnina þó í reynd hefði honum dugað að sitja aðgerð- arlaus. En kapp er best með forsjá og því reyndist vopnið sem skaða átti andstæðinginn vera nokkurs konar búmerang sem hitti flokkinn aftur og særði alvarlega en varð vatn á myllu ríkisstjórnarinnar. Þjóðarsáttin margumtalaða snýst ekki um Sjálfstæðisflokkinn heldur lífskjör þjóðarinnar og þróun efna- hagsmála. Málið er mjög mikilvægt og þess vegna langar mig tii að beina athyglinni að tveimur hliðum þess, annars vegar bráðbirgðalög- unum og hlutverki þeirra og hins vegar framtíð þjóðarsáttarinnar. Þjóðarsáttin er aðferð til að reyna að stilla saman sem flestar efna- hagsstærðir innan ramma þess mögulega og um leið að beina ákvarðantöku aðiia markaðskerfís- ins inn á samskonar braut. Auk þess er aðilum markaðarins veitt aðhald og ögun þannig að auknar líkur séu á að dæmið gangi upp. Til eru þeir sem klifa á því að svip- aðri niðurstöðu hefði mátt ná með stjómun peningamagns í umferð. Þeir gleyma því að við þær aðstæð- ur sem ríktu þegar þjóðarsáttin var gerð hefðu slíkar peningalegar stjómunargerðir kostað miklu meiri fórnir almennings í þessu landi. Þessi aðferð hefði einnig bitnað mjög ójafnt á mismunandi hópum þjóðfélagsins, ennþá verr en þjóðar- sáttin gerði og ekki skortir þó að undan henni sé kvartað. Um tveggja áratuga skeið hefur verðbólgan verið erfiðasta viðfangs- efni íslenskrar efnahagsstjórnunar. Verðbólgan hefur á þessu tímabili dregið verulega úr þeim efnahags- bata, sem annars hefði orðið. í stað þess að glíma við verðbólguna og ráða niðurlögum hennar, aðlöguð- um við efnahagskerfið að henni með vísitölu-, verðlags-, og láns- kjaraákvæðum sem gerði okkur kleift að lifa með verðbólgunni leng- ur en utanaðkomandi áhorfendur erlendis gátu auðveldlega skilið. Þótt glíman við verðbólguna hafi aldrei verið forgangsverkefni ís- lenskra ríkisstjórna hafa þó verið gerðar ýmsar tilraunir til að slá á hana. Fyrsta tilraun sem gerð var til að reyna að stemma stigu við frekari aukningu verðbólgunnar var gerð af ríkisstjórn Geirs Hallgríms- sonar haustið 1977 og veturinn þar á eftir. Sú tilraun fór út um þúfur vegna harkalegrar andstöðu verka- iýðshreyfmgarinnar, sem krafðist samninganna í gildi. Ríkisvaldið hafði engin tök á því að koma í veg fyrir þá efnahagslegu óstjórn og þá verðbólguskriðu sem í kjölfarið fylgdi. Hvað þetta snertir eru ís- lensk stjórnvöld ákaflega veik. Aga- vald þeirra er hreinlega mjög tak- markað. Næsta tilraun var gerð í stjórnartíð ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar. Haustið 1984 var á vegum Verkamannasambands ís- lands og í samvinnu við Vinnuveit- endasambandið reynt að ná saman um eins konar þjóðarsátt með ríkis- valdið sem þriðja aðila. Þessi tilraun sprakk í loft upp áður en hún komst af teikniborðinu vegna verkfalls BSRB þá um haustið. Fátt ef nokk- uð hefur á síðustu árum orðið launa- fólki og vinnuveitendum hörmulegri en um leið dýrmætari reynsla en þetta verkfall og afleiðingar þess. Eins og sagt hafði verið fyrir, m.a. af þeim sem þetta skrifar, skilaði þetta þriggja vikna verkfall minna en engu í vasa þeirra sem í því stóðu. Staða launþegahreyfingar- innar var veikari og kjör opinberra starfsmanna lakari að loknu verk- falli en áður. Sú skelfilega en þó dýrmæta reynsia sem launþegahreyfingin gekk í gegnum í kjölfar þessa verk- falls jók á efasemdir um að gamla uppskriftin um einhliða launahækk- anir án samhengis við aðrar þjóð- hagsstærðir gæti yfirleitt skilað nokkrum kjarabótum við þær breyttu aðstæður sem verðbólga og vaxtafrelsið höfðu skapað í þjóðar- búskapnum. Um þetta urðu mikil átök innan verkalýðshreyfingarinn- ar. Niðurstaðan varð þó engu að síður sú að þegar líða tók að samn- ingum síðsumars 1985, þá einbeittu menn sér að því að finna leiðir til kjarabóta, þar sem launahækkunin var aðeins einn hluti samræmdra aðgerða og samfara kaupmáttar- aukningu færi stöðugt verðlag ásamt viðunandi afkomu atvinnu- veganna. Sá sem þetta skrifar gerði nokkuð ítarlega grein fyrir svona samningaleið á Dagsbrúnarfundi þá um haustið. Febrúarsamning- arnir árið 1986 skiluðu launafólki mjög mjkilli kaupmáttaraukningu en þeir fóru engu að síður útum þúfur og það fyrst og fremst af þremur ástæðum. Sú fyrsta voru samningar ríkisvaldsins við opin- bera starfsmann kosningavorið 1986. Þeir samningar sem leiddir voru af þáverandi fjármálaráðherra Þorsteini Pálssyni gerðu ráð fyrir miklu meiri kauphaékkunum til op- inberra starfsmanna en um hafði verið samið á frjálsum vinnumark- aði nokkrum mánuðum fyrr. Þetta skapaði mikla gremju og óánægju í röðum aimenns verkafólks, sem taldi sig hafa verið svikið í tryggð- um. Þá varð ijóst að svokölluð þjóð- arsátt sem upptök sín átti á vinnu- markaði stæðist ekki nemá hún væri varin af öllum aðstandendum, ekki hvað síst ríkisvaldinu. Það brást — því miður. Önnur ástæðán var óhemju þensla á vinnumarkaði þetta sumar milli kosninganna, en þá voru mörg metnaðarfull verkefni á vegum op- inberra sem og einkaaðila í fram- kvæmd s.s. Flughöfnin, Kringian Þröstur Ólafsson „Sú neikvæða heildar- reynsla sem varð af þessum samningum, og ber þá að hafa í huga að kaupmáttarþróunin var með ágætum, kom að gagni við gerð seinni þjóðarsáttarsamning- anna um áramótin 1989-1990.“ og Helguvík. Þetta leiddi til mikilla yfírborgana sem gerðu flesta kaup- taxta óþarfa og ýtti enn frekar undir launaskrið. í þriðja lagi varð uppsveifla í sjávarútvegi en henni fylgir sjálf- krafa mikil tekjuhækkun hjá sjó- mönnum án þess að það gengi til landverkafólks. Að sjálfsögðu kom hér fleira til svo sem hailarekstur hjá ríkissjóði. En dýrmæt tilraun mistókst vegna misgengis og þenslu á launamarkaði og agaleysis við efnahagslegar ákvarðanir, sem frá hendi opinberra aðila bar meiri keim af væntanlegum kosningum en þörfum þjóðarbúsins. Sú neikvæða heildarreynsla sem varð af þessum samningum, og ber þá að hafa í huga að kaupmáttar- þróunin var með ágætum, kom að gagni við gerð seinni þjóðarsátta- samninganna um áramótin 1989- 1990. Þá voru settir þeir varnaglar sem vantaði í febrúar 1986 og tryggja áttu samstíga þróun sem flestra hagstærða svo að þjóðarsátt- in svokallaða gæti staðist, en fyrri reynsia sýndi að það var óhjákvæm- | ilegt. Eins og fram kemur hér að framan mistókust fyrri tilraunir til þjóðarsáttar fyrst og fremst vegna j þess misgengis sem varð innbyrðis meðal launafólks svo og vegna þess að ýmsar aðrar efnahagsstærðir | voru utan við rarnma þjóðarsáttar. Það fannst ekkert agavald sem knúði menn inná samstíga þróun. Bráðabirgðalögin verður að skoða í þessu ljósi. Þau voru einörð viljayfirlýsing ríkisstjórnar sem stóð frammi fyrir því að horfa á alvarleg- ustu tilraun sem gerð hafði verið í baráttunni við verðbólguna renna út í sandinn vegna misgengis í laun- amálum, sem hefði samkvæmt reynslunni leitt af sér frekari frávik agaleysi og upplausn, ef ekkert hefði verið að gert. Ef menn vilja vera grófir og einfalda óleyfilega mikið má segja, að í þetta sinn hafi þjóðarsáttin verið innsigluð með einskonar ógnaijafnvægi, sem tryggja átti framgang hennar. Yfir- lýsing samningsaðila um launa- kapphlaup við BHMR gerði laga- setningu nauðsynlega. Sannfærður er ég um að margt hefði þróast á annan veg bæði fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og þá ekki síst fyrir Þor- stein Pálsson, svo ekki sé nú minnst á afkomu þjóðarinnar og stöðu at- vinnuveganna, ef slíkt agavald hefði verið fyrir hendi á árinu 1986. Því hefði Sjálfstæðisflokkurinn öðr- um flokkum frekar átt að skilja nauðsyn bráðabirgðalaganna og óaðgreinanlegt samhengi þeirra við þjóðarsáttina. í því samhengi er sú stæla ófrjó, hvort verðbólguáhrifin hefðu örðið 10 eða 20%, hefði ekki komið til þessarar lagasetningar. Það er svo annað mál að tilurð þessarar lagasetningar var sannar- lega ekki til fyrirmyndar hvað þá sú aðferð að þurfa að ganga á gerða samninga. Hér er því sannarlega ekki mælt bót að setja lög að undan- gengnum démsúrskurði, né er hér verið að prísa kjör opinberra starfs- manna. En það er í þessu máli eins og svo mörgum öðrum að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Það er vissulega umdeilanleg niðurstaða í kjarasamningum, sem gerðir eru eftir langt verkfall, að semja um launahækkanir sem aðrir launþegar eiga hugsanlega eftir að ná fram, Stjóunkerfið í málefnum fatlaðra eftir Birgi ísleif Gunnarsson Lög um málefni fatlaðra voru samþykkt á Alþingi 1983. Nokkur reynsla er því komin á þau lög og nú er í undirbúningi að endurskoða þau. í því sambandi er mjög rætt um aukna ábyrgð sveitarfélaga í þjónustu við fatlaða. Hugmyndafræðin Þegar rætt er um málefni fatl- aðra og hvar rétt sé að skipa þeim málaflokki í stjórnkerfinu er nauð- synlegt að gera sér grein fyrir þeirri hugmyndafræði sem að baki liggur. Það er grundvallaratriði að þjóðfé- lagið viðurkenni fatlaða sem venju- lega borgara, sem eigi samleið með öðrum eins lengi og eins langt og mögulegt er. Fatlaðir eru ekkert sérfyrirbæri, heldur almennir borg- arar. Jafnrétti ailra þjóðfélags- þegna á að hafa í heiðri í okkar stjórnskipun. Einmitt þess vegna þarf þjóðfélagið að hafa uppi að- gerðir til að fatlaðir geti notið jafn- réttis og sambærilegra lífskjara og aðrir þjóðfélagsþegnar. Þess vegna er mjög mikilvægt að þær þjóðfélagsaðgerðir séu ákveðnar og framkvæmdar þannig að þær séu ekki slitnar úr sam- hengi við það sem þjóðfélagið gerir fyrir aðra þegna sína. Þetta á bæði við um þá meðferð sem fatiaðir hljóta og þetta á einnig við um það hvernig þessum málum er stjómað. Núgildandi löggjöf um málefni fatlaðra uppfyllir ekki þær kröfur sem felast í þessum sjónarmiðum. Lögin eru of sértæk, of mikii stofn- analög og stjórnkerfi málefna fati- aðra er slitið frá þeim stofnunum sem fjalla um málefni almennra borgara á viðkomandi sviðum. Stjórnkerfið Markmið laganna er að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífí og hasla sér völl í samfélaginu þar sem þeim vegnar best. Ennfremur að tryggja heildar- samtökum fatlaðra og félögum þeirra áhrif á ákvarðanatöku um málefni sín. Félagsmálaráðuneytið skal ann- ast málefni fatlaðra en þó heyra málefni fatlaðra undir þijú ráðu- neyti, það er heilbrigðisráðuneyti, menntamálaráðuneyti og félags- málaráðuneyti. Sérstök nefnd skal fara með yfirstjórn málefna fatlaðra og kallast hún stjórnamefnd. Landinu skal skipt í átta starfs- svæði hvað máléfni fatlaðra snertir og falla þessi starfssvæði saman við núverandi kjördæmi. Á hveiju svæði skal starfa sjö manna svæðis- stjóm sem hefur það hlutverk að gera tillögur um þjónustu og sam- ræma aðgerðir þeirra aðila sem fara með mál þessi á svæðinu. Lög- in gera ráð fyrir því að starfsemi að málefnum fatlaðra sé að mestu leyti á vegum ríkisins og var síðan enn meir hnykkt á því með lögum um verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga sem samþykkt vora á Al- þingi vorið 1989, þar sem gert var ráð fyrir að ríkið kosti alfarið þjón- ustu við fatlaða. Aukin ábyrgð sveitarfélaga Eitt af verkefnum sveitarfélaga er að annast margvíslega félagslega þjónustu fyrir íbúa sína. Ég tei að sveitarfélögin eigi að annast alla þá félagslegu þjónustu fyrir fatlaða sem þau eiga að annast fyrir aðra íbúa sína. Eins og lögin era í dag er vafalaust mikil freisting fyrir sveitarfélögin að vísa fötluðum á svæðisstjórnimar. Það er auðvitað ekki alls staðar gert. Reyjavíkur- borg sinnir t.d. ýmiss konar þjón- ustu við fatlaða. Ég er sannfærður um að það Birgir ísleifur Gunnarsson „Ég tel að sveitarfélög- in eigi að annast alla þá félagslegu þjónustu fyrir fatlaða sem þau eiga að annast fyrir aðra íbúa sína.“ yrði til mikiila bóta ef hin almenna félagslega þjónusta fyrir fatlað fólk yrði með ótvíræðum hætti í lögum flutt til sveitarfélaganna. En ég vil ganga lengra. Ég tel að allar svæð- isbundnar stofnanir ættu að vera á verkefnalista sveitarfélaganna eða héraðanna en síðan yrði í lögum sú skyida lögð á ríkið að reisa og reka stofnanir sem teldust til sérstakra aukaúrræða, sem eðlilegt væri að reka á kostnað ríkisins. Með því móti yrði tekið á málefn- um fatlaðra á sama hátt og tekið er á félagslegum málefnum annars fólks. Þannig myndu njóta sín kost- ir nálægðarinnar við verkefnin og úrræðin ekki eins sértæk og sér- greind og gert er ráð fyrir í núgild- andi lögum. Ég tel að sveitarfélögin geti vegna staðbundinnar þekking- ar betur sinnt því verki að veita þjónustu við hæfi hvers og eins ein- staklings. Nú má enginn skilja orð mín svo að í svæðisstjórnunumm sé ekki unnið mjög gott starf. Ég er ekki í neinum vafa um að þar leggja sig allir fram. Hins vegar hanga svæð- isstjórnirnar óneitanlega svolítið í lausu lofti í okkar stjórnkerfi og eru ekki í nægilegum stjórnunar- tengslum við staðbundin yfirvöld. Að lokum er rétt að geta þess að bæði í Danmörku og Noregi hefur löggjöf verið breytt í þessa átt. Þann 1. janúar 1980 gengu í gildi lög um málefni fatlaðra í Dan- mörku þar sem öll þjónusta við fatl- aða sem fram til þess tíma var á vegum ríkisins var færð yfir til sveitarfélaga, þannig að nú er öll þjónusta fyrir fatlaða undir stjórn þeirra yfírvalda sem bera ábyrgð á þjónustu við borgarana almennt. Þann 1. janúar 1991 ganga í gildi ný lög í Noregi sem miða að sama marki. Ég tel því ótvírætt að endur- skoða eigi núgildandi lög um mál- efni fatlaðra og breyta stjórnkerf- inu í þá átt sem hér hefur verið lýst. Höfundur er einn af alþingismönnum Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.