Morgunblaðið - 20.12.1990, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990
31
Helgileikur í Landakirkju.
Vestmannaeyjar:
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Fj ölskyldusam-
vera í Landakirkju
V estmannaeyjum.
SUNNUDAGASKÓLI er starf-
ræktur í Landakirkju alla sunnu-
dagsmorgna kl. 11. Börn og for-
eldrar fjölmenna yfirleitt í
sunnudagaskólann, þar sem
sagðar eru sögur og allir syngja
saman. Á* aðventunni hefur það
verið siður í Landakirkju að í
síðasta sunnudagaskólanum fyr-
ir jól er fjölskyldusamvera, þar
sem helgileikur er fluttur og
ungir tónlistarmenn spila á hljóð-
færi sín.
Síðastliðinn sunnudag var haldin
fjölskyldusamvera í kirkjunni.
Fjöldi fólks mætti til kirkju, bæði
börn og fullorðnir. Séra Kjartan
Örn stjórnaði samverunni. Sagðar
voru sögur, spilað á hljóðfæri, flutt-
ur helgileikur og svo sungu auðvit-
að allir í kirkjunni saman nokkur
Grímur
Skyrgám-
ur í Þjóð-
minjasafnið
SKYRGÁMUR kemur í heimsókn
í Þjóðminjasafnið í dag. Jóla-
sveinarnir koma nú til byggða
einn af öðrum og þeir líta allir
við í Þjóðminjasafninu klukkan
11 árdegis.
Skáldsaga eftir
Ómar Ragnarsson
FRÓÐI HF. hefur gefið út fyrstu
skáldsögu Ómars Ragnarssonar,
sem nefnist I einu höggi.
í kynningu útgefanda segir m.a.:
„Skáldsaga Ómars er að mörgu
leyti óvenjuleg. Hann fer óhefð-
bundnar leiðir, fléttar saman raun-
veruleika og skáldskap, þekktum
nafngreindum persónum og sögu-
persónum. Leiftrandi frásagn-
argleði Ómars og næmni hans á
persónur koma vel fram í bókinni.
Aðalsöguhetjan í bókinni er
Reykvíkingur af ’68-kynslóðinni. Á
skólaárunum var hann áberandi og
miðpunkturinn í samfélagi og hug-
sjónabaráttu unga fólksins. En árin
hafa liðið án þess að hann hafi stað-
ið undir þeim væntingum sem hann
gerði til sjálfs sín og aðrir gerðu
til hans. Hann hefur runnið út í
gráma hversdagsins og leiðst út á
hliðargötur mannlífsins. Atvikin
haga því svo til að hann fremur
óhappaverk sem leiða til uppgjörs.
Gamall neisti kviknar innra með
honum og hann ætlar ekki að hverfa
af sjónarsviðinu sem nafnlaus og
illa þokkaður einstaklingur. Hann
kemur auga á tækifæri til að skrá
nafn sitt með eftirminnilegum hætti
ekki aðeins í íslandssöguna heldur
í mannkynssöguna. Það er tækifæri
sem hann vill ekki láta ganga sér
úr greipum, jafnvel þótt það kosti
hann endalokin."
Samhliða bókinni kemur einnig
út samnefnd snælda með 10 erlend-
um lögum sem Ómar hefur samið
íslenska texta við. Lögin koma við
sögu í skáldsögunni.
I einu höggi er 331 bls. Umbrot,
filmuvinna, prentun og bókband var
í höndum Prentsmiðjunnar Odda.
Ómar Ragnarsson
Kápu hannaði Guðmundur Jón Guð-
jónsson hjá Teiknideild Fróða.
Njarðvík:
Jólatré frá Filjum
Njarðvíkingar kveiktu á jólatré
um helgina sem stendur við kirkj-
una í ytra hverfinu. Jólatréð er
gjöf frá Fitjum i Noregi sem er
vinabær Njarðvíkur.
Við athöfnina flutti Kristján Páls-
son ávarp þar sem hann þakkaði
fyrir gjöfina en íbúar Fitja hafa sent
Njarðvíkingum jólatré um árabil.
Lúðrasveit Tónlistarskólans í Njarð-
vík flutti jólalög og jólasveinar komu
og skemmtu börnunum. Gott veður
var þegar athöfnin fór fram og voru
margir Njarðvíkingar ungir sem
aldnir viðstaddir. Ung stúlka, Rann-
veig Þorvaldsdóttir, nemandi í
Grunnskólanum ’í Njarðvík, kveikti
Ijósin á jólatrénu.
BB
Morgunblaðið/Björn BlÖndal
Rannveig Þorvaldsóttir kveikir
Uósin á jólatrénu i Njarðvík.
B
T
0
\IDO
Lækjarg ata 2
I kvöld opnum við stórglæsilegan skemmtistað í Lækjargötu.
Okkur væri það sönn ánægja og heiður ef eftirtaldir aðilar sjá sér það fært að koma ásamt maka
og þiggja léttar veitingar milli kl. 20.00-22.00.
Björk Guðmundsdóttir og Tríó Guðmundar IngólfSsonar koma fram.
Húsið opnað fyrir almenning kl. 22.00
Glúmur Baldvins Arnar H. Gestsson Valur Magnússon framkvstjóri Baltasar yngri
Skúli Mogescn Ingvar og Rut (Kjallarinn) Ingi Þór Sæmundur Nordíjörd
Frank Pitt Sturla Birgisson (Casa Mirale) Tommi og Helga Ari Gísli
Dóra Einars Kolbrún Jóhanncsdóttir (veitingamaður) Dúdda og Sibbi Steinarskáld
Kolbeinn Bjarnason Skjöldur Sigurjónsson (veitingamaður) Bjarni Brandsson Ragnar Halldórsson
Ámundi Sigurðsson Rósa Ingólfs. RÚV Janaog Svcnni Kristján Hrafnsson
Vala EmilsogFríða Jón Svan - Sturla Pétursson veitingamaður Kjartan
Þorsteinn Högni Óli Haralds. Barþjónaklúbbur íslands Þórður
Jökull • Bubbi Morthens Blómalist Ása Jóns. og Sigurður
Jafet ólafsson og frú „íslandsbanki“ Þorsteinn Kraag Stcfánsblóm Begga og Lars
Skúli Karlsson (Bræðumií’Ormsson) Pétur Gisla Ármann Reynisson Birna, ólafia. Helena, Sirrý. Soffia, Sverrir. Siggi, Sævar
Guðrún og Oddgeir (innanhúsarkilektar) Hörður Guðjónson Flugfreyjur Flugleiða Ragna Sæm. og Nonni Kaldal
Kristján (Amaro) Halldór Ingi og Candy Flugstjórar óg flugmenn innanlands (F 27) GauiogRagga
Þormóður (Bygginganefnd ríkisins) Hafsteinn Pétursson Icelandic Models Brynja Nord. og Maggi
Steingrimur (Þjóðleikhúsið) JónasHafsteinsson Módcl '79 Svava og Bolli
Pálmi Sigurðsson og frú (vcitingamaöúr) Jón Hafsteinsson Stefán Taylor Bcrglind ogPétur
Anton Narvel og frú (veitingamaöur) Þórarinn Stefánsson (stöðvstjóri Flug) Stefán Magnússon Árni Sigfússon borgarfulltrúi
Halldór Úlfarsson (úrsmiður) Sigríður Þórarins. Valdís Gunnarsdóttir Elmar Kristjánsson
Einvarður Jósepsson (íslandsbanka) Hjónin Miðtúni 12 Þorsteinn Vilhjálmsson Ásgcir Hannes
Teppabúðin (Þorgeir) Bjarni Breiófjörð Hilmar. Skyrtur og sloppar Jakob Magnússon og Ragnhildur Gisladóttir
Litabær-Þorsteinn * Kristján Stefánsson Marian Zahk Egill Ólafsson ogTinna Gunnlaugs.
Halldór Jónsson (Steypustöðin) Kristján A. Stefánsson Stefán Örn Stefansson Hrafn Gunnlaugsson
Sverrir Sigfússon (Búnaðarbankinn) Þórhildur Ólafsdóttir JóhannTómasson DaviðOddsson
Þorsteinn Halldórsson (Bittburger) Mazione 13 Vilhjálmur Vilhjálmsson Þórhallur Sigurðsson
Byko (Grímur Runólfsson) Sigurjón Ragnar Sæmundur Pálsson (rokk) Mattiogívar ,
Steinar Biró (Lárus Hauksson, Rafn Rafnsson, Axel Jónsson) Nóri og Helena Magnús Pálsson Gulli ogGuðbjörg
Þórhallur (Hollustuvernd ríkisins) Ýmirog Rósa HeiðarÁstvaldsson Ella Sveins. og Sigmundur Emir
Ingi Bergmann (Heilbrigðiseftirlit ríkisins) Valaog Claudíó Hárgreióslustofa Jóa og félaga - Simbi og Biggi Guðmundur Barkar
Guðrún Flosadóttir(Borgaraflokkurinn) María ogNonni Bjarni hjá Dúdda SigrúnogGilli
Frú Sigurhanna Gísladóttir Daöi og Elma Skaparinn Jóka Bára og Sigrún
Gunnar Þorláksson (félagsmálar.) Páll Traustason Kjallarinn Jonni og Bjössi Sigmars
Jón Guðmundsson (fasteignasali) Ðrjálaða Binna Lilja í Cosmo ArnarogTofTi
Leó Lövc (lögmaður) Ragnar Tómasson veitingam. Villi og Ástý Casablanca Sólveig Grétars og Hörður
Haraldur — bílstjóri 110 Tómas Ragnarsson hestamaður LisogSigurjón Anna Magga og Atli
Verið velkomin!
Björn Baldursson, Kristján Þorstcinsson,
Sigríður Vala Þórarinsdóttir. Hafdís Hafsteinsdóttir